Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 28
36 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 Fannfrænkuá íslandi gegnum al- þjóðlegt tölvunet Frændsystkinin sem kynntust í sumar með aðstoð tölvukerfis. Peter Gallagher, Magnús Eyjólfsson og Guðrún Alfreðsdóttir við Hrútafell undir Eyjafjöllum. Þegar Guðrún Alfreðsdóttir leik- kona var í þann veginn að ráða einkaspæjara til aö hafa upp á ætt- ingjum sínum í Englandi eftir nok- kurra ára árangurslausa leit kom fyrirspurn hingað frá einum þeirra um ættir hans á íslandi í gegnum alþjóðlegt tölvunet. „Ég vil ekki kalla þetta tilviljun. Ég skýri þetta þannig að það hafi verið haldinn fjölskyldufundur þarna uppi og ákveðið aö taka málið úr mínum höndum úr því að mér varð ekkert ágengt og það látið í hendur tölvufræðingsins í ættinni," segir Guðrún. Tölvufræðingurinn Peter Gallag- her var á leið til Bandaríkjanna núna í júlí og ákvað að stoppa yfir helgi á íslandi. Þar sem hann hafði átt íslenska ömmu langaði hann aö forvitnast um hvort hann ætti ekki einhverja fjarskylda ættingja á ís- landi. Peter sendi fyrirspurn hing- að um alþjóðlegt tölvunet. Hann sendi nafn ömmu sinnar og mynd af póstkorti sem henni hafði borist frá íslandi. Á póstkortinu var Hrútafell undir Eyjafjöllum og taldi Peter að ættingjar ömmu hans kynnu að tengjast staðnum. Hafði ekki hugmynd um hálf- bróður föðurins „Það var Jónas Kristjánsson, rit- stjóri DV, sem sá fyrirspurnina í tölvunetinu. Hrútafell var reyndar vitlaust stafað en Jónas þekkti staðinn. Er Jónas hafði samband við bóndann á Hrútafelli, Magnús Eyjólfsson, sem reyndist vera frændi minn, komst hann að því að amma mín hafði átt son sem var faðir minn, Alfreö Gíslason læknir. Jónas fletti síðan upp í læknatali þar sem hann sá nafn bróður míns og gaf Peter upp nafn hans og síma. Peter hafði hins vegar ekki haft hugmynd um að faðir hans hefði átt hálfbróður á íslandi," greinir Guðrún frá. Ekki nógu fín fyrir barnsföðurinn Að sögn Guðrúnar var amma hennar, Sigríður Brynjólfsdóttir, ung og fátæk vinnukona þegar hún i upphafi aldarinnar varð ástfangin af ungum manni af „fmni“ ættum en hún. Hún varð barnshafandi en gifting kom ekki til greina. „Amma mín sá ekki fram á fram- tíð fyrir sig og ungan son sinn. Hún hugsaði með sér að fara til útlanda til að ná sér í menntun og jafnframt til að flýja kjaftaganginn. Hún feðr- aði drenginn dönskum sjómanni samkvæmt samkomulagi við barnsföður sinn og fann fyrir hann fósturforeldra. Þegar faðir minn var sex til sjö vikna hélt amma mín til Bretlands þar sem hún ætlaði aö læra að handhreinsa silki og önnur efni sem ekki má þvo. Hafði hún hugsað sér að þetta gæti orðið eins konar heimilisiðn. Amma mín fór með skipi til Leeth í Skotlandi og gerðist fyrst vinnukona til að afla sér fjár og læra máliö. Það kom svo í ljós að hreinsun eins og hún ætlaði að læra var orðin vélvædd og því stokkaði hún spilin á ný. Hún ákvaö að læra annað og lengdi dvölina. Giftist kaþólskum íra Eftir því sem tíminn leið varð ísland fjarlægara, amma varð ást- fangin, gifti sig og eignaðist þrjá syni á tveimur árum, fyrst tvibura og síðan einn son. Það varð svo úr að faðir minn var ættleiddur af fósturforeldrum sínum.“ Guðrún telur ástæðu þess að Pet- er vissi ekki um tilvist fóöur henn- ar vera þá að þar sem amma henn- ar giftist kaþólskum íra hafi ekki mátt hafa hátt um það að hún hafi verið fallin kona á íslandi. „Hún sagði manni sínum frá syni sínum á Islandi en það hefur greinilega verið bara þeirra á milli. Amma kom nokkrum sinnum til íslands og hitti föður minn sem fékk að vita af hálfbræðrum sínum þrem- ur.“ Löngun í ættartengsl Sjálf kveðst Guðrún hafa vitað um tilvist ættingjanna í Bretlandi frá því hún komst til vits og ára. Löngunin í ættartengsl hafi svo ágerst með árunum. „Það eru svona 5 til 6 ár síðan ég komst í bréf ömmu minnar sem hún skrif- aði hingað til lands á árunum 1906 til 1944. Eftir að hafa lesið bréfin ágerðist áhugi minn að ná sam- bandi við þetta skyldfólk mitt. Fyr- ir um það bil 3 árum haföi ég sam- band við ýmsa aðila vegna þessa. Að lokum var mér bent á Hjálpræð- isherinn í London sem er með sér- staka deild sem aðstoðar fólk við að hafa uppi á ættingjum. í maílok núna í vor fékk ég bréf frá þeim þar sem þeir segjast hafa gefist upp viö leitina. Þeim datt einna helst aö ættin hefði öll flutt úr landi. Þó sendu þeir mér heimilisföng nok- kurra einkarannsóknaraöila. Símhringing frá tölvusérfræðingnum Ég var um það bil að fara að skrifa þeim þegar bróðurdóttir mín hringdi í mig í júlíbyrjun. Henni var mikið niðri fyrir og tilkynnti mér að Peter nokkur Gallagher, frændi minn, heföi verið að hringja í föður hennar. Hann var ekki heima svo að bróðurdóttir min tjáði honum að ég væri lengi búin að vera að reyna að hafa uppi á hon- um og öðrum ættingjum." Peter varð mjög undrandi yfir að eiga svona nákomna ættingja á ís- landi. Við þessa fregn varð hann enn ákveðnari í að koma við á ís- landi á leið sinni til Bandaríkjanna. „Hann sagði mér að hann heföi fengið martröð og hugsaö: guð al- máttugur. Það passar margt en svo er þetta kannski ekki rétta fjöl- skyldan. Ég varð einnig taugaó- styrk þegar á hólminn var komið og hugsaði: almáttugur ef ég verð nú fyrir vonbrigðum. En einhvem veginn var eins og við þekktumst. Þetta var eins og að hittast aftur eftir nokkurra ára viðskilnað," skýrir Guðrún frá. Pílagrímsferð austur Peter, sem nú er kominn aftur til Bretlands eftir íslandsheimsókn- ina og dvöhna í Bandaríkjunum, segir það hafa verið alveg stórkost- legt að finna svo náskylda ættingja hér. „Það var ákaflega að gaman að koma til íslands og hitta frænd- fólk mitt þar. Og ég á áreiðanlega eftir að koma aftur.“ Meðan á Is- landsheimsókn Peters stóð var auðvitað farið í pílagrímsferð aust- ur fyrir fjall og Magnús bóndi Ey- jólfsson á Hrútafelli heimsóttur. Amma Magnúsar og faðir Sigríðar voru systkini. Sigríður var fædd á næsta bæ við Hrútafell. Á fjölskyldufundinum kom fram að Peter, sem býr rétt utan við London, á systur sem býr í Manc- hester. Peter er sonur annars tví- burans sem Sigríður eignaðist. Hinn tvíburinn eignaðist einn son. Yngsti bróðirinn átti sömuleiðis einn son og flutti til hans til Ástral- íu. Bræðurnir em alhr látnir. Nú vonast Guðrún til að allir þessir „nýju“ ættingjar geti fyllt upp í eyður í sögu ömmu hennar sem hún hefur verið að rannsaka. Guðrún nefnir að hugsanlega verði sögu ömmu hennar gerð skil síðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.