Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 „Það var ást við fyrstu sýn" - Alice Clarke kvaddi heimalandið og fluttist með unnusta sínum til íslands „Ég hef þroskast mikið síðan ég kom til íslands,“ segir Alice Clarke sem er fædd og uppalin i Kanada en er nú sest að hér á landi. Kanada er land innflytjenda og all- margir íslendingar eiga ættingja vestanhafs. Ekki er hins vegar al- gengt aö Kanadabúi flytji búferlum til Islands. íslenskar aöstæður eru áreiöanlega ekki hinar auðveldustu aö aðlagast, t.a.m. skammdegið, veöráttan, verðlagiö, og hið nátengda samfélag sem mörgum utanaökom- andi fmnst vera þeim lokað. Alice Clarke hefur staðiö af sér þessa aðlögun með sóma. Hún er ung kanadísk kona sem flutti til íslands fyrir rúmlega ári og býr nú með til- vonandi eiginmanni sínum, Kára Eiríkssyni arkitekt, í miðbæ Reykja- víkur. Vafalaust er það að miklu leyti skapgerð hennar að þakka hversu vel hefur gengið en hún er mann- eskja sem geislar af jákvæðri lífs- orku. Á meðan á samtali okkar stendur er hún glaðleg og hlær oft. Maður skynjar að friður og hamingja ríkir á heimili hennar, þó hún finni sig knúna til að afsaka að allt sé ekki í röð og reglu, „því við vorum að flytja inn“. En hvað kom til að Alice fluttist til íslands? „Ég kynntist Kára í Ottawa en hann var þar að læra arkitektúr. Við trúlofuðum okkur í desember '91 og þegar hann var búinn með námið fluttum við hingað," svarar hún. - Ert þú upprunalega frá Kanada? „Já, ég er fædd þar. Foreldrar mín- ir eru frá Barbados í Karíbahafi en fluttu til Kanada áður en við systkin- in fæddumst. Þeir búa þar ennþá og vinna sem opinberir starfsmenn. Einnig á ég eina systur og einn bróð- ur sem bæði eru eldri en ég.“ Sáust á kaffihúsi - Hvernig kynntust þið Kári? „Við höfðum sést oft, úti á götu, á kafíihúsum og skemmtistöðum í tvö ár áður en við hittumst formlega. Það var ást viö fyrstu sýn! Við vissum strax að við vildum vera saman. Samt tók það okkur tvö ár að manna okkur upp í að tala saman. Mér fannst hann vera svo framandi og heillandi... svo „exotic“, og honum fannst það sama um mig. Einn dag- inn hugsaði ég með mér: Ef ég rekst á hann í dag ætla ég að tala við hann. Og það gerðist! Ég sá hann í rúllu- stiga - hann var á leið upp og ég nið- ur. Mín fyrstu viðbrögð voru: Guð minn góður, þarna er hann! Hann elti mig en týndi mér þannig að ég fór að leita að honum. Þetta var hálf- gerður eltingarleikur þar til við loks- ins mættumst fyrir utan plötubúð og þá kynntum við okkur loksins! Við vorum bæði í hræðilegu uppnámi, ég skalf og hann var svo ruglaður aö hann byrjaði að tala íslensku." - Vissirþúaðhannvarfráíslandi? „Nei, ég vissi ekkert um hann. Kári stakk upp á því að við færum saman á kafflhúsið þar sem við höfð- um sést fyrst. Viö geröum það og höfum verið saman síðan! Nákvæm- lega tveimur árum seinna bað hann mín á sama kaffihúsi, meira að segja við sama borð. Það var mjög róman- tískt. Hann lagði sig allan fram við að koma mér á óvart og honum tókst það, mig grunaði ekki neitt.“ Vissi talsvert um landið - Hvemig brástu við hugmyndinni um að flytja til íslands? „Ég held að sú hugmynd hafi þró- ast smátt og smátt. Kári sagði mér að sjálfsögöu mikið um landið alveg frá byrjun. Annaö sumarið sem við vorum saman kom ég hingað í heim- sókn. Þegar við komum aftur út tók- um við svo ákvörðun um að flytja þegar hann væri búinn í námi.“ - Hafðir þú einhverja fordóma um ísland? „Satt að segja hafði ég meiri áhyggjur af því hvort íslendingar myndu hafa fordóma í minn garð. Ég hafði áhyggjur af því hvemig ís- lenskar konur tækju mér. Mér haföi verið sagt að íslenskar konur væru mjög sterkar og sjálfstæöar. Ég hélt e.t.v. að einhverjum myndi finnast að ég væri að „taka“ einn af „þeirra“ karlmönnum. En þetta reyndist ástæðulaus ótti, mér finnst íslend- ingar almennt hafa tekið mér mjög vel.“ - Þú segir „almennt" ... hefurðu þá orðið vör við neikvæða fordóma gagnvart þér? „Nei, ekki beint fordóma, frekar forvitni. Til dæmis þegar ég fór í fyrsta skipti í sund litu allir við og störöu á mig þegar ég gekk inn í sturtuklefann. Þetta var dálítiö áfall, ég er feimin í eðli mínu og mér fannst ég vera alveg berskjölduð. Slíkt hafði ég aldrei áður upplifað. Það er líka munur á hvernig krakkar og full- orðnir horfa. Börn eru forvitin og leyna því ekki en fullorðnir reyna að láta líta út eins og þeir séu ekki að horfa þó þeir séu að því.“ Árás frá strákum „Stuttu eftir að ég flutti hingaö gekk ég framhjá strákum sem voru í fótbolta og einn þeirra kallaði ókvæðisorð, sem ég vil láta ósagt, í áttina til mín. Mér misbauð það vit- anlega og með minni takmörkuðu íslenskukunnáttu öskraði ég til baka, „Heyrðu! Ekki tala svona!“ eða eitt- hvað í svipuðum dúr. Síöan breytti ég yfir á ensku og sagði að þaö væri augljóst að hann skildi ekki að hægt væri að særa manneskju með slíku tali. Þeir tóku þetta ekki nærri sér, sögðu: „Hvað með það?“ eða eitthvað álíka. Þegar ég kom heim sagði ég Kára frá þessu, og hans fyrstu viðbrögð voru: „Hvar eru þeir?“ Síðan fórum við þangað og hann fékk strákana til að setjast niöur fyrir framan sig eins og hann ætlaði að predika yfir þeim. Hann er mjög stór, svo þeim leist örugglega ekkert á þetta. Kári hélt í höndina á mér og sagði: „Ég frétti að þið hefðuð verið að kalla aö kon- unni minni.“ Þá bentu þeir auðvitað allir á einn strák: „Það var hann!“ Kári sagði þeim hálfpartinn til synd- anna og sagði þeim aö biðjast afsök- unar, sem þeir gerðu líka. Eitt sem hann sagði við þá fannst mér mjög gott, og það var: „Ef þið heyrið vini ykkar tala svona, segið þeim að það sé rangt. Við erum Islendingar, viö viljum vera stoltir af því ... viljum við að fólk haldi að við hugsum og tölum svona?“ Það var frábært hvernig hann tók á þessu. Ég hefði ekki getað ímyndað mér hvernig ætti að bregðast við svona atviki, en hann vissi þaö strax.“ - Hvernig hefur gengið aö aölagast landi og þjóð að öðru leyti? „Það var erfltt fyrst því ég talaöi ekki málið. En það hjálpaöi mikið að ég fór á íslenskunámskeið í háskó- lanum og þar voru frábærir kennar- ar. Að aðlagast veðrinu var ekkert mál, mér líður vel í íslenskri veðr- áttu. í Ottawa er ofboðslega heitt á sumrin, mikill raki í loftinu og það þoli ég ekki. Hitastigið hér á mjög vel við mig. Ég hef líka veriö heppin því ég hef fengið mjög gott veður á sumrin." Skammdegið var erfitt - En hvernig var veturinn? „Skammdegið hafði slæm áhrif á mig, ég verð að játa þaö. Stundum var ég að því komin að fljúga bein- ustu leið til Ottawa aftur. Ég held líka að þar sem ég hafði ekki vinnu hafi það gert ástandið verra.“ - Hvað gerðirðu allan daginn? „Ég las! Las allar þær bækur sem mig hafði alltaf langað til að lesa. Það var viss lærdómur í sjálfu sér. Fyrir utan að lesa bækur og læra íslensku hef ég saumað dálítið, og lært að prjóna. Svo hef ég fengist við að hanna gluggamyndir úr lituðu gleri eftir pöntunum. Ég byrjaði hka að vinna úti um áramótin þegar ég var búin að ná máhnu. Ég vann á Café List í nokkra mánuði og hef unnið í Sautján sl. fjóra mánuði og finnst það mjög skemmtilegt." - Hefur eitthvað komið þér sérstak- lega á óvart héma? „Já, hversu nátengdar fjölskyldur eru hér. Og börnin ... það eru börn alls staðar! Það finnst mér yndislegt. í Ottawa sjást börn mjög sjaldan. Þau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.