Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNUSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrífstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Ég fer í fríið Aö því hefur verið fundið að Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri hafi nýverið tekið sér nokkurra vikna sumarleyfi án þess að hafa unnið sér inn slíkan orlofs- rétt þar sem hún hefur aðeins verið stuttan tíma í starfi. Þessi gagnrýni er ekki sanngjöm. Ingibjörg Sólrún var áreiðanlega orðin þreytt eftir langa og erfiða kosninga- baráttu og hefur þurft á hvíld að halda. „Þetta var alveg lífsnauðsynlegt fyrir mig og mitt fólk. Ég lá upp í loft og sleikti sólina,“ er orðrétt haft eftir henni í Eintaki á fimmtudaginn. Að auki kemur orlof hennar í kjölfar þeirrar ánægju- legu ákvörðunar hennar að ganga í kristilegt hjónaband með sambýhsmanni sínum. Fráleitt er að finna að því að borgarstjórinn í Reykjavík fari í brúðkaupsferð. Hitt er svo rétt að Ingibjörg Sólrún stendur veik gagn- vart þessari gagnrýni. Sjálf kvaddi hún sér hljóðs á Al- þingi í fyrra til að hneykslast á því að þáverandi settur framkvæmdastjóri Sjónvarpsins hefði farið i leyfi án þess að hafa unnið sér inn formlegan rétt til þess. Og svar hennar við fyrirspum minnihlutans í borgar- stjóm um orlofsmálin var ekki nægilega málefnalegt. Það er vandræðalegt að bregðast við gagnrýni með því að veitast að fyrirrennurum sínum. Annaðhvort standa menn fyrir sínu eða ekki. íhugunarefni er lika hvort frí borgarstjóra hafi verið tekið á réttum tíma. Ýmislegt bendir til þess að Qarvera Ingibjargar SóLrúnar hafi orðið til þess að við missum sýnilega af tækifæri til að byggja fjölnota íþróttahús á kostakjörum. Fjarvera borgarstjóra vakti enn fremur upp spurning- ar um það hver fari raunverulega með stjómina í fjar- vem hennar. Þau vinnubrögð sem tíðkuð vom, að einn úr hópi borgarfulltrúa meirihlutans segi embættismönn- um borgarinnar fyrir verkum, em óvanaleg og gætu við vissar aðstæðar skapað erfið vandamál. Þessum málum þarf að koma á hreint til frambúðar. Eins er það haft í flimtingum að hinn nýi skipulagsráð- gjafi borgarstjóra hafi verið í miklum önnum við að semja skýrsluna um „boðleiðir“ í ráðhúsinu þegar borgarstjóri og nær allir aðrir embættismenn, sem svara áttu spum- ingum ráðgjafans, vom í sumarfríi. Aðalatriðið er þó að nú þegar borgarstjóri er mættur til starfa í ráðhúsinu á ný og hveitibrauðsdagar nýja meirihlutans em senn á enda þurfa athafnir að fylgja orðum. Nógu margir em þeir víst orðnir aðstoðarmenn- imir og ráðgjafamir í kringum borgarstjórann og borgar- ráðsmenn meirihlutans. Og nógu margar em þær orðnar skýrslumar og sam- antektimar um borgarmálin. Nýi meirihlutinn í borgar- stjóm Reykjavíkur þarf að reka af sér slyðmorðið. Hann þarf að hrekja þá kenningu sem heyrist víða um þessir mundir að vinnubrögð hans minni á fræga tíma Hjör- leifs Guttormssonar í iðnaðarráðuneytinu. Þá vom fram- leiddar margar og þykkar skýrslur sem gárungamir sögðu að slöguðu hátt upp í jólabókamarkaðinn. Fram- kvæmdir urðu hins vegar engar. Fyrir kosningar sagði Ingibjörg Sólrún að aðgerðir í atvirmumálum þyldu enga bið. En hvar era tillögur henn- ar? Hefur borgarstjóm eitthvað aðhafst til að breyta at- vinnuástandinu? Það er ekki sjáanlegt. Leið stjómmálamanna frá orðum til efnda vill oft verða erfið og sársaukafull. En þeir sem bera gæfu til að rata hana eiga framtíðina fyrir sér. Guðmundur Magnússon Kiamorku- ognm í nyjum myndum Útbreiösla kjamavopna og laumu- verslun með geislavirku efnin sem þar eru smíðuð af gerast íyrirferð- armikil atriði í heimsfréttum um þessar mundir. Fyrrum forsætis- ráðherra Pakistans hótar Indlandi kjarnorkuárás. Þjark um eftirlit með kjarnorkuverum í Norður- Kóreu hefur staðið misserum sam- an. Þýskalandskanslari sendir leyniþjónustufulltrúa sinn til Moskvu að ræða við rússneskan starfsbróður um samstillt átak gegn smygli á geislavirkum efnum. Astæðurnar fyrir þessum tíðind- um era mismunandi. Nawaz Sharif í Pakistan er að reyna að bjarga sér úr póhtískri khpu í flokki sínum með því að sýna að hann sé harð- ari gagnvart Indlandi en erkióvin- urinn Benazir Bhutto forsætisráð- herra og hyggst þannig afla sér aukins stuðnings. Hrun Sovétríkjanna og umskipti í afstöðu Kína th umheimsins hafa svipt Norður-Kóreu bandamönn- um og bakhjörlum. Einangruð stjómvöld í aflóga stalínistaríki hafa ekkert annað ráð til að láta taka eftir sér en að vekja áhyggjur af hvað fyrir þeim vaki með kjarn- orkuframkvæmdum. Þetta hefur þegar borið þann árangur að bandarískir og norður-kóreskir fuhtrúar eru komnir í viðræður þar sem Bandaríkjastjórn heitir stjómmálasambandi og efnahags- aðstoö verði niðurstaðan henni að skapi. Langt er síðan kunnugustu menn komust að þeirri niðurstöðu að bæði Indland og Pakistan hefðu komið sér upp þeirri tækni og aflað sér þeirra efna sem þarf til smíði kjarnavopna. Sömu aðilar telja þó að hvorugt ríki hafi slík vopn til reiðu, þyki hentara að ráða einung- is yfir getunni til að setja þau sam- an með skömmum fyrirvara. Þvi þykir ólíklegt að þessi ríki séu á höttunum eftir geislavirkum efn- um á smyglmarkaði í Evrópu. Áhyggjurnar, sem vaknað hafa við fjóra fundi geislavirkra efna í höndum smyglara í Þýskalandi, beinast því að öðram aöilum. Það sem einkum gerir máhð brýnt í augum þýskra stjómvalda er aö þótt ekki hafi verið um að ræöa nema sýni í grammatah reynast efnin tiltölulega mikið unnin og stappar nærri að vera af sprengju- hæfum efnum. Grunsemdir um kaupendur af shkum varningi í stærri stíl, eftir að sýnin hefðu sannfært þá um eft- ir hverju væri að slægjast, beinast einkum í tvær áttir. Annars vegar að ríkjum í vestanverðri Asíu, hins vegar hermdarverkahópum. íran er fremst í flokki granaöra Asíuríkja. Við ríkjandi aðstæður Rússneskur hermaður stendur vörð við SS-18 eldflaugar sem á að taka i sundur í Súrovatika nærri Nishní Novgorod. Búið er að eyða 22 svona flaugum en hver ber 10 kjarnasprengjur sem skjóta má sinni á hvert skotmarkið. verkahópar kunni að gera sér von- ir um að geta komið sér upp kjarna- vopnum í því skyni að fá knúið fram vilja sinn í krafti hótana stafa af því að vaxandi tækniþekking gerir fært að smíða kjamavopn af mun minna geislavirku efni en áð- ur var tahð. Alþjóðlegur staðah sem eftirht með kjarnakleyfum efnum byggist á gerir ráð fyrir að átta kOó af plútóni þurfi í sprengju. Vísindamenn, sem marktækir þykja, halda nú fram að þá tölu beri að lækka niður í eitt kíló. Hins vegar er miklu vandasam- ara að gera sprengju af litlu efni en miklu. En þá horfa menn th þess að þrautþjálfað og margreynt vísinda- og tæknihö á þessu sviði í fyrram Sovétríkjum er sumpart upþflosnað og býr sumpart við herfileg kjör. Starfshð í stofnunum kjarnorkuráðuneytis Rússlands hefur sultarlaun og fær þau ekki einu sinni greidd langtímum sam- an eins og mál standa nú. í svo stór- um hópi má búast við að þá megi finna sem ekki standast gylliboð úr annarri átt. Það flækir svo máhð allt að kjarn- orkuveldin era í grundvallaratriö- um ósammála um meðferð plútons sem fellur til í tonnatali við það að kjarnavopn eru tekin sundur sam- kvæmt samningi um fækkun þeirra. Bandaríkjamenn vilja eyða efninu en Rússar og Frakkar safna því í birgðageymslur til notkunar í nýrri gerö kjarnorkurafstöðva. er írak úr leik eftir að alþjóðlegar eftirhtssveitir telja sig hafa komist fyrir kjamorkuframkvæmdir sem þar áttu sér stað fyrir Persaflóa- stríð. íran hefur aldrei farið dult með að ríkið ætlar sér drottnunar- stöðu á svæðinu með tíð og tíma. Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson Framforsenda þess í augum klerkastjórnarinnar í Teheran er aö hafa í fuhu tré við ísrael sem ráðið hefur yfir kjarnavopnum í tvo til þrjá áratugi. Bollaleggingar um að hryðju- Skoðanir annarra Látið þá brenna „Eigum við að berjast gegn skógareldum? Auðvit- að, þegar manneskjur eða heimili þeirra eru í hættu. Eigum við að verðlauna slökkviliðsmenn? Engin spurning. Þeir era sérstök þjóðfélagstegund sem er reiðubúin að fóma lífinu fyrir aðra. En eigum við að hætta mannslifum th þess að slökkva skógarelda sem ógna ekki mannveranni? Alls ekki. Stundum veit móðir náttúra best hvaö hæfir lífríkinu." Úr forystugrein USA Today, 25. ágúst Hættið refsingum „Að losna við Fidel Castro er verkefni fyrir Kúb- verja sjálfa, ekki fyrir stjórn Bandaríkjanna. Þessi munaðarleysingi kalda stríösins getur ennþá farið í taugarnar á Bandaríkjunum en er engin alvarleg ógnun. Washington ætti að leggja áherslu á hvað Kúba gæti grætt með því að innleiða lýöræði og virða mannréttindi. Það, frekar en aukið hungur og vol- æði, gæti hvatt Kúbverja til þess að vinna að umbót- um. Hættið refsiaðgerðum sem gera ekkert annað en að koma niður á saklausri þjóðinni." Úr forystugrein New York Times 25. ágúst Engin leyndarmál „Hve mikið veit umheimurinn um þig? Heilan hehing. Persónulegar upplýsingar, um hvem þann sem er fæddur í Bandaríkjunum eða kemur til lands- ins, eru geymdar einhvers staðar í tölvukerfum fyr- ir hvern þann sem veit hvemig á að leita að þeim. Því meira sem þú gerir - færð þér ökuskírteini, greiðslukort, leitar að vinnu, borgar skatta, ferð til læknis, leigir myndband - því fleiri persónulegar upplýsingar um þig eru skráðar í tölvukerfin." Úr forystugrein í USA Today 22. ágúst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.