Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Side 8
8 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 Vísnaþáttur__________ Kolbeinn í Kollafirði Kolbeinn nokkur Högnason var fæddur í Kollaflrði í Kjalarnes- hreppi í Kjós. Tók hann gagnfræða- próf frá Flensborgarskóla 1908 en lauk kennaraprófi 1913. Var hann lengst af bóndi í Kollafirði en skrif- stofumaður í Reykjavík síðustu æíiár sín. Á vegferð Kolbeins hafa eflaust skipst á skin og skúrir sen er að vænta þar sem hann frá unga aldri ólst upp hjá móður sinni einni og varð hún að sjá um dreng í upp- vexti. Kveður Kolbeinn svo um eirðarleysi sitt og ama: Aldrei frið ég öðlast má auðnu svo ég hrósi. Alltaf vakir einhver þrá eftir meira ljósi. Þrátt fyrir kynni af fátækt og basli óttast Kolbeinn ekki að jarðneskur auöur hans sé af skornum skammti ef marka má þessa vísu hans: Sárast raun þá síst ég met silfur mitt að þrjóti. Þegar best mér lífið lét lék ég mér að grjóti. Ekki hefur fátækt uppvaxtarár- anna meinað honum að sjá fégurð náttúrunnar í kringum sig. Svo kveöur hann: Ægir kring um eyjarnar ótal hringi setti. Geislatingur glóeyjar gull að lyngi rétti. Fjarri fer að ætíð sé bjartsýnistónn í kveðskap Kolbeins en úrlausn er eigi að síöur í sjónmáli. Þannig kveður Kolbeinn: Illa gróa sumra sár. sú er þyngsta nauðin, til þess duga engin ár, ekkert nema dauðinn. Þegar út kom bókin „Ferskeytlur" eftir Jón S. Bergmann fannst Kol- beini á skáldið hallað: Lítið var þitt vísnagjald, - virt á fáa dali, - ekki fyrir innihald en eftir línutali. Oft kveður við tón veðrabrigða og sviptinga í kveðskap Kolbeins er hann lítur til baka yfir farinn veg: Margan glaðan man ég dag mjúku vefja taki, en sífellt átti harin sólarlag og svarta nótt að baki. Alltaf kemur um síðir eftir fimbul- vetur hlýrri kafli sem færir mönn- um birtu og yl þannig að allt verð- ur bærilegra. Einhver hefur varm- inn verið í þessu tilfelli sem Kol- Styrkur til háskóla- náms í Hollandi Hollensk stjórnvöld bjóða fram styk handa íslendingi til háskólanáms í Hollandi námsárið 1995-96. Styrk- urinn mun einkum ætlaður stúdent sem kominn er nokkuð áleiðis í háskólanámi eða kandídat til fram- haldsnáms. Nám við listaháskóla eða tónlistarhá- skóla er styrkhæft til jafns við almennt háskólanám. Styrkfjárhæðin er 1.250 gyllini á mánuði í tíu mánuði. Umsóknir um styrkinn, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar mennta- málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. Um- sóknarfrestur er til 25. janúar nk. Menntamálaráðuneytið, 16. desember 1994 beinn kveður um hér: Vona minna himinhaf heiðum faldi blánar. Kona, þinni elsku af auðnin kalda hlánar. Til allrar lukku eru það oftast góðu minningarnar sem sækja mann heim frekar en hinar illu eftir amstur hversdagsins og dægurþras hvers konar. Svo kveður Kolbeinn: Vísnaþáttur Valdimar Tómasson Þegar finnur þjökuð önd þrautum linna anna, snýr hún inn á undralönd endurminninganna. Fagnað hefur Kolbeinn því er hækkaði sól á himni og dagur lengdist. Víst er að ekki hefur hann verið einn um það meðan híbýli manna voru ekki eins vel úr garði gerð og nú. Svo kveður hann um útsýn þessa: Húmið svart er flúið frá fegurð skarta nætur, og allt er bjart frá ystu lá inn í hjartarætur. Um skin og skúrir kveður Kolbeinn þessa vísu sem er undir aldýrum hætti og hljóðar svo: Syrtir, þéttir, hylur, hrín, hreytir, skvettir, fyllir. Birtir, léttir, skilur, skín, skreytir, sléttir, gyllir. Að lokun er hér vísa Kolbeins þar sem hann hálfgert afsakar kveð- skaparástundun sína og telur hana alltjént lítt til frétta: Oft hef ég saman orðum hnýtt einum mér til gleði. Það er annars ekkert nýtt að íslendingur kveði. Matgæðingur vikunnar Hunangssveppir og sellerímús Guðbjörg Árnadóttir, aðstoðar- skólastjóri í Brekkubæjarskóla á Akranesi, býður upp á grænmeti sem gott er að bera fram með kjöti og kálfakótelettum. Guðbjörg seg- ist hafa mjög gaman af því að prófa eitthvað nýtt. „Ég safna að mér öllum möguleg- um uppskriftum. Ég hef gaman af því að lesa þær og ég gríp oft til þeirra. Mest gaman þykir mér að því að elda góðan mat. Um helgar er ég til í að eyða góðum tíma við matseldina. í miðri viku er maður á hlaupum.“ Sellferímús 1 meðalstórt sellerí 3-4 msk. smjör ' . 3 dl vatn 3 dl rjómi 100 g brætt smjör 3 egg salt hvítur pipar múskat Fíngerðustu blöðin og stönglam- ir geymd til að skreyta með. Hitt skorið smátt og látið malla smá- stund í smjörinu. Vatninu bætt við og látið smásjóða undir þéttu loki í 20 til 25 mínútur. Músað í mat- vinnsluvél með soðinu, rjóma og brædda smjörinu. Eggin þeytt sam- an við, kryddað og sett í 8 smurð- ar, eldfastar skálar. Bakað í 20 til 25 mínútur viö 150 til 170 gráður eða þar til músin er orðin stíf. Hvolft úr skálunum og skreytt með selleríblöðum. Borið fram heitt. Guðbjörg Árnadóttir. Karrísykraðar gulrætur 4 stórar gulrætur 2 msk. karrí 4 msk. púðursykur Ýi bolli sítrónusaíi Gulræturnar flysjaðar í langar, þunnar ræmur með kartöfluhníf. Smjörið 'nitað á pönnu. Karrí, púð- ursykur og sítrónusafi sett út í. Gulræturnar settar út í og velt var- lega upp úr blöndunni i nokkrar mínútur. Hunangssveppir /i dl hunang Vi dl vínedik 3 dl olía Vi tsk. salt pipar 400 g sveppir Öllu bíandað saman í löginn. Sveppirnir sneiddir niður og látnir liggja í leginum í tvær klukku- stundir. Kálfakótelettur handa Nelson 6 kótelettur salt, pipar 2 msk. smjör 2 Vi msk. hveiti 1 Vi dl ijómi 2 egg hvítlaukssalt paprika rasp Stráið salti og pipar á kótelett- urnar. Brúnið þær í smjöri og setj- ið í smurt eldfast fat. 1 msk. feiti og hveitið hrært saman, þynnt með rjómanum. Tekið af hellunni og samanþeyttum eggjum bætt út í smátt og smátt. Kryddað og hellt yfir kjötið. Raspi stráð yfir og sett inn í vel heitan ofn í 10 tíl 15 mínút- ur. „Við hjónin erum í sælkeraklúbb og ég ætla að skora á einn félaga minn í honum. Það er Hannes Þor- steinsson, golfvallarhönnuður á Akranesi. Hann hefur gaman af að setja allt upp úr sjó á disk,“ segir Guðbjörg. Hinhliðin Mér finnst skemmti- legast að hugsa - segir Olga Guðrún Ámadóttir, rithöfundur og tónlistarmaður Olga Guðrún Árnadóttir, rithöf- undur og tónlistarmaður, hefur haft í nógu að snúast að undanf- ömu við að kynna nýju plötuna sína, Babbidí-bú. Hún segir að þetta sé barnaplata fyrir alla íjölskyld- una en 20 ár em liðin síðan Olga Guðrún sendi síðast frá sér plötu og hún lofar að biðin eftir þeirri næstu verði styttri. Olga Guðrún hefur jafnframt verið að skrifa bók, skáldsögu fyrir unghnga, og verður hún væntan- lega gefin út næsta haust. Fullt nafn: Olga Guðrún Áma- dóttir. Fæðingardagur og ár: 31. ágúst 1953. Maki: Guðmundur Ólafsson, leik- ari og rithöfundur. Börn: Salka, 13 ára, Finnur, 9 ára, og stjúpsonurinn Flóki, 18 ára. Bifreið: Gömul og ryðguð Lada station ’87. Starf: Rithöfundur og tónlistar- maður. Laun: Oftast mjög lág. Áhugamál: Ætli það sé ekki bara mannlífið í víðasta skilningi. Hefur þú unnið i happdrætti eða lottói? Ég fékk einu sinni 4 rétta og 3.500 kr. og lifi enn á því í hugan- um. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst skemmtilegast að hugsa. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að fara í búðir. Uppáhaldsmatur: Austurlenskur matur, vel kryddaöur. Olga Guðrún Árnadóttir, rithöf- undur og tónlistarmaður. Uppáhaldsdrykkur: Sterkt, svart kaífi. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Ég hef stólpatrú á Kristni Björnssyni skíðamanni. Uppáhaldstímarit: Ekkert. Ég les tímarit svo sjaldan. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan maka? Pabbi og son- ur minn. Ertu hlynnt ríkisstjórninni? Ég er mjög andvíg henni. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Mig langar eiginlega mest að hitta 9 ára gamla fósturdóttur mína, Fatou, sem býr í Senegal. Uppáhaldsleikari: Maðurinn minn og Dustin Hoffman, þeir eru svo líkir. Hoffman hefur að vísu aðeins hærra kaup! Uppáhaldsleikkona: María Sigurð- ardóttir. Uppáhaldssöngvari: Luciano Pa- varotti. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Birna Þórðardóttir og Ingibjörg Sólrún. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Snoopy í Smáfólkinu. Uppáhaldssjónvarpsefni: Góðar kvikmyndir og vandaðir heimild- arþættir. Uppáhaldsveitingahús: Ég hef eig- inlega aldrei efni á að fara út aö borða eins og mér finnst það gott. Hvaða bók langar þig mest, að lesa? Bókina sem ég ætla að ljúka við að skrifa í vetur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 1. Uppáhaldsútvarpsmaður: Illugi Jökulsson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið, en annars horfi ég mjög lítið á sjónvarp. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Þórir Guðmundsson er mjög vandaður sjónvarpsmaður. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer aldrei út að skemmta mér. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Hlaupa- félag fjölskyldunnar. Við byrjuðum á þessu í vor og höfum farið í öll almenningshlaup síðan. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Ég stefni ævinlega að þjóðfélagsbyltingu í einhverri mynd. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég skrifaði og spilaði og söng í allt sumar. Næsta sumar ætla ég að eiga eitthvert frí í fríinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.