Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 Brot úr kafla úr Krumma, Hrafns sögu Gunnlaugssonar: Brottrekstur hinn fyrri Fróði hf. hefur gefið út bókina Krumma, Hrafns sögu Gunnlaugs- sonar, eftir Árna Þórarinsson. Hér á eftir fara brot úr einum kafla bókar- innar. í rauninni má furðu sæta að ég skyldi koma nálægt kvikmyndagerð eftir fyrstu reynslu mína af slíkri starfsemi. Það var sumarið 1966. Dansk-franski leikstjórinn Gabriel Axel, sem síðar fékk Oscarsverð- launin fyrir Babettes gæstebud, gerði þá innreið sína til íslands með fjöl- þjóðlegt kvikmyndagengi til að taka miðaldamyndina Rauðu skikkjuna. Myndin var tekin nálægt Hljóða- klettum í Kelduhverfi og miðstöð starfsliðsins var í félagsheimilinu Skúlagarði. Við vorum ráðnir, nokkrir skólapiltar, til að vera hand- langarar og liðléttingar, ég, Þorvald- ur bróðir minn, Ingólfur Margeirs- son, Jón Bragi Bjarnason og Siggi Páls, sem var ættaður úr sveitinni. Nokkrum árum áður hafði ég átt þess kost að komast lauslega í tæri við gerð Sjötíu og níu af stöðinni en nokkur atriði í myndinni voru tekin heima hjá okkur á Dunhaganum. Mér fannst það skemmtileg reynsla og Erik Balling leikstjóri virtist vita hvað hann var að gera. Sjötíu og níu af stöðinni var góð mynd fyrir sinn hatt og sinn tíma enda saga Indriða G. Þorsteinssonar ein af fáum ís- lenskum skáldsögum með skýran söguþráð og heilsteypta persónu- byggingu. Eg var því fullur tilhlökkunar að fá að leggja mitt litla lóð á vogarskál- arnar við gerð Rauðu skikkjunnar. Við vorum aðstoðarmenn í leik- myndadeild og yfirmaður okkar var Dúlli, eins og við kölluðum hann, fullu nafni Örnólfur Árnason. Dúlli gekk jafnan um hátíðlegur í fasi, lít- ill en hnarreistur og hélt á skjala- tösku sér til aukinnar viröingar. Þótt hann væri lágvaxinn hafði hann æft sig í að tala niður til okkar. Dömurnar misstu áhugann þegar upp komstumsvik Þann 17. júní var frídagur. Kvöldið áður héldum við, hlaupatíkurnar hans Dúlla, á baU á Húsavík og höfð- um fengið húsvörðinn í Skúlagarði tíl að ferja okkur þangað. Áður en við lögðum af stað stillti DúlU okkur upp í röð fyrir utan húsið og afhenti hverjum fyrir sig einn smokk. Hann kvaðst bera ábyrgð á okkur og ekki vilja neina vitleysu. A balUnu barst eins og eldur um sinu að komnar væru á staðinn kvik- myndastjömur úr Rauðu skikkj- unni. Ingólfur var dökkur og dáUtið suðrænn í útUti og viö ákváðum að hann væri rússneski aðalleikarinn, Oleg Vidov, sem í raunveruleikanum var þó ljóshærður, en ég væri túlkur hans. Ingólfur talaði heimatilbúið hrognamál og ég „þýddi“ eitthvert bull fyrir hans hönd á íslensku. Hann gerði geysUega lukku á baUinu meðal innfæddra og sópaði tíl sín fónguleg- asta kvenkosti Húsavíkur. Sjálfur naut ég ómældrar kvenhylli fyrir að kunna rússnesku svo vel að ég gat þýtt hana reiprennandi. Eftir skamma hríð þótti Ingólfi ófært aö eiga öll samskipti við þessar konur undir mér og kom sér upp nokkmm setningum á ensku sem síðan fjölgaði eftir því sem leið á kvöldið og drykkju hans sjálfs. Þarna skemmt- um við okkur vel hagstæðir fram á nótt, vomm hrókar aUs fagnaðar og náðum okkur í bráðfallegt, rjóma- kennt sveitahold. Þegar balUð var búið og við hugðumst feija kvenfang okkar upp í Skúlagarö byijuðu inn- fæddir að ókyrrast. Maður nokkur stökk fram og fuUyrti með grátstaf- „Eg hef verið rekinn einu sinni til viðbótar úr vinnu, síðar á lífsleiðinni, en þá bar það nokkuð öðruvísi að og fjölmiðlar fóru á annan endann.“ inn í kverkunum að rússneski leikar- inn væri að stela frá sér unnustu sinni. Bað hann íslendinga að sýna þjóðhollustu og sameinast um að stöðva rán djöfuls útlendingsins á íslenskri konu. Ingólfur reyndi að spUa heimsborgara um stund og fá konuna með lagni upp í bUinn en beita mér, túlkinum, á manninn. Forfæringin sóttist seint og maður- inn varð æ afbrýðissamari og óðari. Loks brast Ingólf þoUnmæðina og sagði á íslensku: Æ, haltu kjafti. Ég nenni ekki að standa í þessu lengur. Ég er enginn Rússi og á sama rétt á þessari dömu og þú. Þetta vom vond mistök. Dömumar misstu áhugann og hugöu á hefndir fyrir ginninguna. Mannsöfnuðurinn þusti fram í þjóð- emisvakningu og gerði áhlaup á okk- ur, kýldi og sparkaði, braut rúður í bifreið okkar þar til húsveröinum góða tókst að keyra á brott gegnum þvöguna með menn hangandi utan á bílnum. Þegar við komum í Skúla- garð fylltum við smokkana okkar af frikassé, sem verið hafði í kvöldmat- inn, fórum inn til Dúlla og grýttum þeim í hann... Gífurlegur söguburð- ur um allar sveitir ... Atburðirnir á balhnu höfðu að sjálfsögðu orðið tilefni gífurlegs söguburðar um allar sveitir um þennan kvikmyndalýð og var meðal annars sagt að mikið væri um homma og alls kyns öfugugga í lið- inu. Á meðan ég var í burtu bar að Skúlagarði gamlan bónda sem baðst gistingar á leið sinni heim. Af elsku- semi sinni bauðst herbergisfélagi minn, Jón Bragi Bjarnason, til að víkja úr efri koju sinni fyrir bóndan- um. Maðurinn spurði sérstaklega að því hvort öruggt mætti teljast aö sá sem svæfi í neöri kojunni væri ekki hommi. Jón Bragi svaraði því til að sá yrði á lóðaríi á Húsavík um nótt- ina, auk þess sem það væri alveg öruggt að hann væri ekki hommi. Bóndinn lét þetta gott heita og gekk til náða. Um morguninn þennan sama dag hafði Jón Bragi verið í stríönisskapi og vakiö mig meö því að skvetta úr köldu vatnsglasi í klofið á mér þar sem ég svaf nakinn. Ég fór öfugur út úr rúminu við þá hrollköldu gusu. Við félagarnir gerðum hvor öðrum oft slík meinlaus skelmisstykki. Ég sneri heim um nóttina eftir mikla sneypuför til Húsavíkur; mín heittelskaða vildi hvorki þekkja mig né sjá, nánast höfðu verið gerð hróp að mér í götunni þar sem fjölskylda hennar bjó og móðir hennar skellt hurðum svo húsið skaif. í Skúlagarði tók á móti mér Ingólfur Margeirsson, óvenju smeðjulegur og bauð mér í glas inni á herbergi hjá sér. Hann bað mig aö rekja raunir mínar mér til hugarhægöar og stakk svo upp á því að ég fengi útrás fyrir ergelsi mitt og reiði með því að hefna mín á stríöni Jóns Braga og klípa hann sof- andi í punginn. Mér leist vel á hug- myndina, en til aö undirbúa mig nógu rækilega setti ég aðra höndina undir ískalda vatnsbunu og hélt henni þar svo lengi að hún var orðin dofin. Ég laumaðist svo í hálfrökkr- inu inn í herbergi, stakk hendinni undir sængina í efri kojunni og greip þéttingsfast um það sem ég hélt að væri London Docksið á Jóni Braga. Ofan úr kojunni flengdist þá vein- andi kraftabúnt og kýldi mig við- stöðulaust þannig að ég hrökklaðist öfugur í kollhnís út um dyrnar og lá afvelta á ganginum. Maðurinn stóð yfir mér öskrandi: Hommadjöfull, hommadjöfull! og sparkaði í mig. Allt húsið vaknaði við öskrin og tókst mönnum að koma höndum á bónd- ann um síðir. Daginn eftir sagði hann öllum sem heyra vildu frá þessum hroðalega hommadjöfli sem hefði reynt að nauðga sér í rúminu. Upp frá því gekk ég lengst af undir nafn- inu hommadjöfullinn. Til þess að reyna að hrista þá nafngift af mér gerði ég það sem ég gat til að komast yfir stúlkur og kyssa þær fyrir fram- an alla. Einhvern tíma varð bóndinn vitni að þessu og spurði Benedikt Árnason aðstoðarleikstjóra hverju það sætti að hommadjöfullinn væri alltaf að kyssa einhverjar stelpur. Benedikt svaraði því til að ég væri „bísexúal". Bóndinn kannaðist ekki við orðið en þegar Benedikt hafði útskýrt fyrir honum merkinguna fannst honum það enn þá ógeðslegra heldur en ef ég væri bara hommi. Eftir það lagði hann svo mikla fæð á mig að hann vék sér undan í hvert skipti sem hann sá mig. Rekinn með skömm Leikmyndahönnuður Rauðu skikkjunnar var P.A. Lundgren, sem mikið hafði unnið fyrir Ingmar Berg- man, m.a. við Sjöunda innsiglið. Þeg- ar kom að því aö smíða skíðgarð í kringum konungsbæinn stóð hann frammi fyrir því að engir slíkir trjá- drumbar væru til á Islandi. Hann ákvað að steypa staurana úr frauö- plasti og fól mér það verkefni. Hvers vegna veit ég ekki. Kannski vegna þess að þetta var í rauninni fremur létt verk. Þetta var gert þannig að tvö efni voru látin leka í dropatali hvort í sitt mæliglasið og blandað saman í mótið. Þá gusu upp miklar gufur og banvænar en blandan þandist út og varð að frauðplasti. Ég var því eins og fínn efnafræðingur í bílskúrnum bak við Skúlagarð að blanda frauö- plastsstaurana á meðan félagar mín- ir sveittust við að reisa leikmyndir langt uppi á fjöllum. Stundum hefur það háð mér í lífinu að vera stórtækur og svo reyndist þama. Mér fannst framleiðslan ganga of hægt og ákvað að athuga hvort ekki væri betra að blanda efn- unum í fótur og ausa þeim í mótið í stað þess að vera með dropateljara- tempó; þannig gæti ég kannski fram- leitt 40-50 staura á dag í stað tíu. Fyrsta daginn gekk þetta eins og í sögu. Ég framleiddi 20 staura og P.A. Lundgren hældi mér á hvert reipi fyrir framleiðnina. Næsta dag hugði ég á frekari fram- leiðniaukningu og byrjaði því að láta efnin buna á fullu í fóturnar. Áður en þær voru orðnar fullar var ég kallaður í símann. Hinum megin á línunni var mín heittelskaða á Húsa- vík, sem ég hafði hitt aftur á balli og fór þá betur á með okkur enda hafði ég ort um hana ljóð sem birtist á unglingasíðu sem við Siggi Páls vor- um með í Mogganum. Við ræddum málin í rúman hálftíma í símann. Þegar ég kom aftur að skúrnum gat ég ekki opnað dyrnar. Flætt hafði út fyrir foturnar og á gólfið með þéim afleiðingum að efnabreytingarnar fóru í gang og bílskúrinn fylltist af frauðplasti. Þrýstingurinn var svo mikill að gluggarnir voru orðnir út- stæðir. Ég var sem lamaður og vissi ekkert hvað til bragðs skyldi taka, náði í Benna Áma og honum féllust líka hendur. Þá kom húsvörðurinn ráðagóði og sagði að það væri bara eitt að gera: Stinga út úr skúrnum eins og fjárhúsi. Við skrúfuðum und- ir hans stjórn gluggana úr skúmum og stungum okkur hægt og bítandi inn gegnum seigt plastið. Hlaðið var orðið undirlagt af frauðplastshnaus- um og síðdegis, þegar skyndilega gerði þingeyskan vindstreng, fauk plastið burt og festist á girðingum og gróðri út um allar sveitir. Þegar P.A. Lundgren kom heim um kvöldið og hafði rakið frauðplastsslóðina of- an úr fjöllum niöur að Skúlagarði missti hann svo gjörsamlega stjóm á skapi sínu að ég hef aldrei á ævi minni orðið fyrir annarri eins reiði. Hann rak mig á staðnum og stund- inni, og líka Þorvald bróður og Ing- ólf fyrir þá sök eina að vera í slag- togi með mér. Hvers vegna hann rak ekki Jón Braga eða Sigga Páls liggur ekki ljóst fyrir. Mér þótti geysileg niðurlæging að vera rekinn með skömm, fyrir að bregðast trausti. Þarna gátu pabbi og mamma ekki komiö til hjálpar. Eftir á að hyggja held ég að ég hafi haft gott af því að-þurfa að taka af- leiðingum eigin gerða einn og óstuddur, kannski í fyrsta skipti. Ég hef verið rekinn einu sinni til viðbót- ar úr vinnu, síðar á lífsleiðinni, en þá bar það nokkuð öðmvísi að og fjölmiðlar fóru á annan endann... (Ath.: Millifyrirsagnir eru blaðsins)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.