Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 40
44 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 Trimm Friðrik Einarsson nýr fram- kvæmdastjóri Skíðasambands íslands. DV-mynd Sveinn íslands um „Það er rétt að þaö hefur verið of lítið af skíðagöngum í boði fyr- ir almenning en viö viljum breyta því,“ sagöi Friðrik Einarsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Skíöasambands íslands, í sam- bandi við Trimmsíöuna og vildi minna á íslandsgönguna á skið- um sem fer fram á hverjum vetri á vegum Skíðasambandsins. Þótt íslandsgangan sé í raun röð sex móta og sérstök verðlaun veítt þeim sem tekur þátt í öllum göngunum sex eru þau jafnframt sex sjálfstæð göngumót þar sem jafnan er boðið upp á skemmri vegalengdir fyrir almenning þó aðalvegalengdin í hvert sinn sé 20 ktlómetrar. í ár verða íslandsgöngurnar sem hér segir: Skógargangan á Egilsstöðum 8. og 9. janúar, þá Bláfjallagangan 4. og 5. mars, þá Fjaröagangan á Ólafsfirði 11. og 12. mars, Strandagangan á Hólmavík 25. og 26. mars, Skíða- staðatrimm á Akureyri 15. og 16. apríl og loks Eossavatnsgangan á ísaftrði 30. april og 1. maí, Síðastliðiö ár var Bláíjallamót- ið, hluti íslandsgöngunnar, eina göngumótið i nágrenni Reykja- víkur sem Skíðasambandiö stóð að. Friörik sagði að sérstök nefnd starfaði nú að undirbúningi stórrar almenningsgöngu á skíð- um og stefnt væri að því að hún færi fram í fyrsta sinn á flmmtíu ára afmæli Skíðasambandsins áriö 1996. Hugmyndir um þessa göngu lytu flestar að því að hér yrði um að ræða göngu á borð við Vasaloppet í Svíþjóö og draumurinn væri að fá erlenda keppendur til leiks. - betra að fara hægt og komast það Um þessar mundir eiga hlauparar oft afar erfitt. Ástæðan er sú að hart og hált færi kemur í veg fyrir hlaup, að minnsta kosti eins og þau eiga að vera. Það er erfitt að komast af götum upp á gangstéttir, saltslabbið á göt- unum fer illa með hlaupaskóna og sveitarfélög eru misjafnlega dugleg að skafa snjó af gangstígum og sand- eða saltbera þá. Reykjavíkurborg stendur sig þó sýnilega mun betur en t.d. Kópavogur. Lausleg vett- vangsrannsókn í slæmu færi leiddi í ljós að stígar í Elliðaárdal voru skafnir og sandbornir meðan stígar og stéttir í Kópavogi voru á kafi und- ir snjó sem var mokað af götunum Umsjón Harðir hlauparar leggja ekki skónum yfir veturinn. Þeir fara á brodda eða nagla. Páll Asgeir Ásgeirsson og nýttust gangstéttir þar engum vegfarendum, hvorki gangandi né hlaupandi. Varist að detta Það er mjög auðvelt að segja við hlaupara, varist að detta. Erflðara er að komast hjá því. Það er vel hægt að hlaupa í hálku og erflðu færi en það verður að gera nokkrar varúðarráðstafanir. Regla númer eitt er aö draga úr hraðanum. Oft gerist það sjálfkrafa því sé t.d. snjór undir fæti og engin viðspyrna verður svo erfltt að hlaupa aö enginn hleypur hratt. Minni hraði dregur úr líkum á falli. Auk þess er ekki ráðlegt að taka mikið á í miklum kulda þegar líkaminn er lengur að hitna og stirðnar auðveldlega. Auk þess aö draga úr hraðanum er gott að breyta stílnum og stytta skrefm og reyna að lenda meira á flötum fætinum en venjulega. Fyrir venjulega skokkara og hlaupara eru vetrarmánuðirnir tími sem engin keppni fer fram á svo best er að taka lífinu með ró. Hitaðu sérlega vel upp áður en þú hleypur af stað. Hugaðu sérstaklega að klæðnaðinum með tilliti til þess að hann hlífi vel fyrir vindinum sem oft eykur kuldann að mun. Munið að 70% af hitatapinu fara út í gegnum höfuð, háls og hendur og notið vettl- inga, trefla og húfur. Lambhúshettur er bestar. Forðist sem aldrei fyrr bó- mullarfatnað næst líkamanum sem heldur í sér raka og kælir fyrr en ella. Tækni og vísindi Þeir sem ekki vilja látá í minni pokann fyrir náttúruöflunum og hlaupa á sínum venjulega hraða á hverju sem dynur geta gripið til ýmissa bragða til þess að mæta vondu færi. Ýmsar gerðir af mann- broddum fást hjá mörgum skósmið- um og sumar þeirra henta ágætlega til þess að spenna á hlaupaskó þó Með hálfan handlegg á suðurpólinn Norskir gönguskíðagarpar hyggja á stór afrek í vetur. Þetta eru tveir ólíkir leiðangrar sem ætla að ganga á suðurpólinn. Önnur er Liv Arnesen sem ætlar aö verða fyrst kvenna til þess að fara ein síns liös á pólinn. Liv er 41 árs og ætlar að verða kom- in á leiðarenda í byijun janúar með því að ganga 20 kílómetra á dag. Hún telur aö fyrstu vikurnar verði erfið- astar en hefur æft sig árum saman. Á vetrum á skíðum en á sumrin m.a. með því að skokka um skógana í nágrenni við heimabæ sinn með vö- rubílsdekk í eftirdragi. Hinn leiðangurinn en einnig sér- stakur. Leiðangursstjóri er Cato Zahl Pedersen sem er við þriðja mann og lögðu þeir af stað 3. nóvember frá Berknereyju. Það sem gerir för þeirra sérstaka er að Pedersen er aðeins með hálfan handlegg. Hann missti annan handlegginn og hluta af hinum í slysi við viðgerð á há- spennulínu. Hann er þrautþjálfaður skíðamaður og hefur fengið fiölda verðlauna í flokki fatlaðra. Nú er sumar á Suðurskautslandinu og bjart nær allan sólarhringinn en búast má við frosti í kringum 35 gráð- ur. Við sem svitnum af því að róla einn hring í Bláfiöllunum á gönguskíöum skulum hugsa til þessara hugum- stóru frænda okkar næst þegar við setjumst þar efra og blásum mæð- inni. menn séu ekki á eitt sáttir um ágæti þeirra. Mörgum finnst vanta grip undir hælinn sem hlauparinn kemur oftast niður á en aðrir fullyrða að það komi ekki að sök og allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Sérvitr- ingar í hópi hlaupara koma stundum fram með sérstakar lausnir. Þannig frétti Trimmsíðan af þekktum mara- þonhlaupara sem fór með æfinga- skóna á hjólbarðaverkstæði og lét skjóta nokkrum nettum nöglum í hæl og tá. Hann vakti óskipta at- hygli hvar sem hann fór og glumdi vel í þar sem autt var undir en hann lét vel af og setti ekki upp broddana þann vetur, Æfingar innandyra Auðvitað er ekkert sem hindrar hlaupara í að forða sér inn á veturna- og stunda æfingar á hlaupabrettum, í stigvélum, tröppuþreki eða sundi þegar færið er hvað verst. En harðir hlauparar vita að kuldinn gerir mönnum ekkert nema gott eitt og og vita einnig að margir frægir mara- þonhlauparar eru upprunnir í köldu loftslagi. Cato Zahl Pedersen er í miðjunni. Rauður eins og tómatur? Verður þú rauður eins og tómatur í framan við áreynslu? Það er engin ástæða til þess að hafa áhyggjur af því. Það sem gerist er að líkaminn dælir blóð- inu út í húðina til þess að flýta fyrir kælingu. Sumir skipta aldr- ei um lit við áreynslu en aðrir verða eins og rauðar papiákur ásýndum og þeir geta huggað sig við að liturinn sýnir að líkaminn starfar eðlilega. Gátu ekki stoppað Trimmsíðan hefur fyrir satt að fyrir nokkrum árum hafi hóp- ur FH-inga farið að hlaupa að vetrarlagi svokallaðan Heið- merkurhring sem er 24-27 km. Þeir lentu í hálku á leiðinni og voru ekki vel búnir. Af ótta við meiðsli þorðu þeir ekki að draga úr hraðanum en hlupu þess í stað svo greitt að tíminn sem þeir fóru á hefur ekki enn verið sleginn út. hlaupinu Eina almenningshlaupið á þessum guðsvolaða árstíma er Gamlárshlaup ÍR sem fer, eins og naíhið bendir til, fram á gaml- ársdag. Hlaupið er 9,5 km og hefst og endar að vanda við íþróttahús ÍR við Túngötu. í fyrra var ógleymanlega gott veður. Hvað gerist í ár? AUír hlaupahópar, sem vilja láta taka mark á sér, senda fulltrúa. Hvaóviltufá í hlaupa- skóinn? Sumir skokkarar varðveita barnið í hjarta sér með því að setja hlaupaskóna út í glugga eft- ir að minna en 13 dagar eru til jóla. Best er að fá gagnlega hluti í hlaupaskóinn, eins og nýja end- urskinsborða, glitaugu eða Pow- er Bar. Kartöflur eru líka ágætar. Þær eru mjög kolvetnaríkar. Að hlaupa í hálku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.