Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 42
46 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 Náttföt Kr. 6.200 Nœrföt, settið Kr. 7.500 Borðdúkar mlserv. Kr. 3.500, sem er! 99*56*70 I Aðeins 25 kr. mín, Sama verð fvrir alla landsmenn. CYCLO7ET Þegar heilsan og tíminn skipta máli. Með hraða örbylgjuofnsins og eiginleika blástursofnsins. TVEIR í EINUM Heitur blásturinn: Steikir Bakar Brúnar Grillar Hitar - Fitusnauð og heilsusamleg eldamennska - Orkusparandi - Þrisvar sinnum fljótari en venjulegur ofn - Léttur og fyrirferðarlítill - Auðvelt og fljótlegt að þrífa - Engar olíur, ekkert smjör - Bara krydd á matinn - Stækkanlegur Hringdu í síma 91-886869 Alþjóða Verslunarfélagið Iiff. Skútuvogi 11 ® (91-) 88 68 69 104 Reykjavík Nökkrar örsögur Friðriks Þórs Friðrikssonar úr bókinni Vor í da'l: Ein og hálf rotta Mál og menning hefur gefið út sannar örsögur eftir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmann. Árni Óskarsson skráði. Hér á eftir fara nokkrar sögur. Omin mave gisp! Amma mín, Stefanie Bentsen, var dönsk og reyndist okkur bræðrunum erfitt að gera okkur skUjanlega við hana. En hún var indæl og okkur langaði mikiö til að tala viö hana. Því gripum við til þess ráös að læra utan að setn- ingar úr Andrési önd. í einhverri myndasögunni hafði Fedtmule étið yfir sig af eplum og sagði af því tilefni: „0 min mave.“ En orð- ið „gisp“ var nokkurs konar upp- hrópunarmerki í þessum blöð- um. Með þennan orðaforða fór ég 1 heimsókn til gömlu konunnar á elliheimilið Grund. Þegar hún yrti á mig sagði ég hátt og snjallt nokkrum sinnum: „0 min mave gisp!“ Ein og hálf rotta Svonefndur mengjareikningur ruddi sér til rúms í íslensku skóla- kerfi árið 1968. Einhverju sinni í reikningstíma var kennslukonan orðin langþreytt á skilningsleysi bekkjarins á þessum nýju hugvísind- um. Dæmið sem vafðist svona fyrir okkur snerist um það hvað einn og hálfur köttur væri lengi að éta eina og hálfa mús. Hún þreif upp tösku sína í bræði og sagði: „Þetta er einn og hálfur köttur." Svo tók hún upp þykka orðabók og sagði: „Þetta er ein og hálf rotta. Hvað er nú einn og hálfur köttur lengi að éta eina og hálfa rottu?" Það varð dauðaþögn í bekknum og ég starði á töskuna og bókina til skiptis, svo á kennarann og svaraði síðan: „Það fer eftir því hvaö rottan er margar blaðsíður." Þá hlógu meira að segja stelpurnar. Taemará stórkaup- manninum Þannig hagar til í Fossvogs- kirkjugarði að víða er halli allmikill og höfðalag grafar því djúpt í jörðu en afar grunnt til fóta. Þetta gat skap- að ákveðin vandamál. Einhverju sinni þegar við Jóhann Thoroddsen vinnufélagi minn lágum í sólbaði milli tveggja leiða sáum við okkur til mikillar furðu hvar berir fætur stóðu út úr brekkunni svo að sást upp á miðjan kálfa. Komu mér strax í hug fætur Þórarins Nefjólfssonar því þessir voru ófrýnilegir mjög og var af hin mesta táin á öðrum fætinum. Við nánari eftirgrennslan reyndust fæturnir tilheyra stórkaupmanni nokkrum sem þar hafði verið grafinn fáeinum árum áður. Skeggræddum við drjúga stund um þaö hvernig koma mætti löppunum undir græna torfu aö nýju og urðum ásáttir um að reyna að stjaka þeim með jám- karli inn undir brekkuna. Tókst þá ekki betur til en svo að upp gengu hnén og risu upp úr grassverðinum. Nú voru góð ráð dýr því að aldrei höfðum við félagamir staðið í fram- kvæmdum á borð við þessar. Tókum við það til bragðs að grafa undan ilj- unum þannig að líkið náði spymu í brekkunni. Síðan hefur stórkaup- maðurinn setið stilltur. Friðrik Þór Friðriksson kvikmynda- gerðarmaður. Verkalaun Sendiherra Frakka kallaði mig eitt sinn á sinn fund og vildi launa mér þá virðingu sem ég hafði sýnt frönskum kvikmyndum í Fjalakett- inum. Bauðst hann til að senda mig á kvikmyndanámskeið í París. Að- eins væri einn galli á gjöf Njarðar að ég þyrfti að kunna frönsku. Þess vegna ætlaði hann að kenna mér frönsku þá á stundinni. „Alltaf verð- ur að horfa á fólk sem talar með áhuga,“ segir hann. „Þegar þeir hætta að tala þá spyrðu viðkomandi: „Pourquoi?" Þá útskýrir viðkomandi hvað hann hafi verið að segja. Þá segir þú annaðhvort „Oui oui“ eða „Tout va bien“ og kinkar kolli eins og þú sért sammála." Þessi frönsku- kunnátta hefur dugað mér hingað tíl. Kvikmyndastjörnurnar Vorið 1988 var haldin norræn kvikmyndahátíð í Rúðuborg, sú fyrsta sinnar tegundar. Við Þórarinn Óskar Þórarinsson fórum þangað með mynd mína Skytturnar sem Þórarinn lék annað aðalhlutverkið í. Var þar saman kominn rjóminn af kvikmyndafólki á Norðurlöndum. Mikið var þar um veisluhöld og hafði Þórarinn vinur minn gengið nokkuð harkalega um gleðinnar dyr og lá uppi á herbergi og ældi galli þegar þessi saga hefst. Eg tórði lengur og sat á hótelbarnum á tali við Berg- man-leikkonuna Harriet Anderson. Skyndilega fæ ég þá hugdettu að gaman væri að sjá þau saman, Þórar- inn Óskar og Harriet, þó ekki væri nema í smástund. Segi ég Harriet að þarna uppi á herbergi sé maður sem sjái inn í framtíðina og spyr hvort hún hefði ekki áhuga á að hitta hann. Hún sýndi þessu strax mikinn áhuga Morgun einn meðan á sjúkra- húsdvöl minni stóð vakna ég við það að hópur lækna stendur í hálfhring kringum rúmið. Mér fannst strax eitthvað dularfullt á seyði því að fólkið var svo ábúðarfullt. Yfirlækn- irinn sest þá á rúmstokkinn og klappar mér vinalega á bakið og seg- ir: „Hvernig hefurðu það, vinur?" Eg svara að ég hafi það nú bara þokka- legt. Þá segir hann að oft veröi menn fyrir nokkru áfalli að vakna upp í fyrsta skipti eftir svona aðgerð. Ég en sagðist þó fyrst þurfa að skipta um fót. Brá hún sér frá, fór úr glæsi- lega veislukjólnum en kom til baka í smekkbuxum. Kvaðst hún þess nú albúin að skyggnast inn í framtíðina. Ég banka þá upp á hjá Þórami. Eftir nokkra hríð heyrist veiklulegt uml innan úr herberginu. Ég kynni mig og kemur þá spámaðurinn til dyra allsnakinn og ber sig aumlega. Þegar hann sér að ég er ekki einsamall stekkur hann umsvifalaust undir sæng en ég fylgi Harriet inn, býð henni að setjast á rúmstokk Þórarins og gerir hún það. Ég skil þau síðan eftir og geng fram. Þegar ég er rétt kominn fram á gang heyri ég að Þór- arinn segir dimmúm rómi: „How are you, babe?“ Ekki treysti ég mér til að hafa eftir þau óp og köll sem fylgdu í kjölfarið en fundur þessi fór fram úr mínum björtustu vonum. verð heldur hvumsa. Svo fer hann að strjúka handleggnum eftir vinstri fótlegg mínum en verður strax hálf kindarlegur á svipinn. Kurr fer um mannskapinn og ég er beöinn afsök- unar. Síðan hörfa læknarnir út úr sjúkrastofunni. Ég botnaði hvorki upp né niður í því hvað þeim gekk til en komst aö því síðar um daginn að í sama rúmi í næstu stofu lá sjúkl- ingur sem þeir höfðu tekið af fótinn um nóttina. Skot í morgunsárið Við vorum viö tökur á Skyttun- um á horni Vesturgötu og Garða- strætis, Þá stóð timburhús þar sem nú er heilsugæslustöð og elliheim- ili. Mikil skothríð fór þar fram. Alls var skotið um 700 haglabyssu- skotum. Við þóttumst hafa gengið úr skugga um aö þetta hús á móti værí mannlaust. Eftir aö við erum búnir að halda uppi stanslausri skothríð á húsið sjáum við okkur til mikillar skelfmgar að gömul kona dregur þar tjöld frá glugga og biður okkur um að hætta þess- um andskotans hávaöa. Þreifað á löppinni Brotamálmur Alltaf var kaupið heldur lágt í öllum hnútum kunnugur í garðin- kirkjugarðsvinnunni. Þess vegna umsóttistverkiðvelenþóvarþetta reyndi ég að hafa allar klær úti til erfiö vinna. Eftir heillar nætur strit aö afla mér aukatekna. Einhveiju höfðum við gjörsamlega hreinsaö sinni fékk ég þá snjöllu hugmynd allan kopar úr garðinum, hvort að saftia saman öllum kopar sem sem það voru stafir, krossar, stytt- fyrírfyndist í Fossvogskirkjugarð- ur, englar eða dúfur. Þóttumst við inum, brjóta haim og bræða og hafa aflað vel og vorum kampa- selja síðan. Ég ákvað að taka Öm kátir þegar við ókum á brott með Daníel Jónsson félaga minn með fenginn í morgunsárið. Við brædd- mér í þetta verk, en hann var ákaf- um svo koparinn, seldum og feng- ur kommúnisti og niöurrifsmaöur um gott verð fyrir. á þessum árum. Þar sem ég var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.