Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 58
62 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 Fréttir Framsóknarmenn sneru sér til stjómvalda í Taívan 1 fyrravor: Báðu um hjálp í viður- eign við Kolkrabbann - trúnaðarskýrslan lá á glámbekk á bókasafni 1 Taívan Efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar hefur leitt af sér tíð gjaldþrot, háa vexti, atvinnuleysi og þverrandi til- trú kjósenda. Ljóst er aö ríkisstjórnin verður ekki endurkjörin nái hún að lifa út kjörtímabilið. Þetta kemur fram í skýrslu fjögurra íslendinga sem fyrir tæpu ári freistuðu þess að efla viðskipti Taívans og Islands. Skýrslan er merkt sem „algjört trún- aðarmál", en íslendingur sem var á ferð í Taívan rakst á hana fyrir til- viljun á almenningsbókasafni þar fyrir skömmu. Leiðtogi vinnuhópsins sem samdi skýrsluna var Bjarni Einarsson, fyrrum aðstoðarforstjóri Byggða- stofnunar. Fram kemur í skýrslunni að hann sé háttsettur flokksfélagi í Framsóknarflokknum. Gefið er í skyn að hann ásamt Guömundi Ein- arssyni, fyrrverandi forstjóri Ríkis- skipa, starfi að máhnu í umboði Steingríms Hermannssonar, fyrrver- andi forsætisráöherra. Auk þeirra voru í hópnum þeir Guðmundur Óli Guðmundsson og Jón Þórarinsson frá íslensku flugþjónustunni hf. í skýrslunni eru fjölmargarlýsing- ar á ágæti þess að fjárfesta á íslandi. Bent er á að meirihluti þjóðarinnar og stjórnvöld séu andvíg aðild að Evrópusambandinu og því henti landið sem brú milli markaða í austri og vestri. Framsóknarflokknum er lýst sem leiðandi flokki í íslenskum stjómmálum. Bent er á að verð á landi sé lægra á íslandi en í Evrópu. Smáauglýsingar - Sími 632700 Mitsubishi Montero, árg. ‘89, sjálfskipt- ur, V 6, veró 1500 þús. Uppl. í síma 91-667124. Glæsilegt úrval af dömu- og herraslopp- um, velúrgöllum, undirfatnaði, gjafa- og snyrtivörum. Sendum í póstkröfu. Gullbrá, Nóatúni 17, s. 624217. Satinnáttföt m/bómullarfóöri, kr. 1.500- 3.400, náttkjólar frá kr. 2.900, barn- anáttfatnaóur, kr. 1.680, silkináttföt, kr.-3.800, undirfatasett, lú-. 1.480. Ath. tilboóin. Sendum í póstkröfu. Opió alla daga nema sunnudaga frá kl. 10-18 og á þorláksmessu frá kl. 10-22. Ceres, Nýbýlavegi 12, s. 91-44433. jyl Skemmtanir fsienskir trévörubílar, lengd 63 cm, veró kr. 5.850. IJtsölustaöir: Bókabúó Arbæjar, Hraunbæ 102, og Leikfangasmiójan, Bíldshöfða 16, bakhús, sími 91-873993. S Bilartilsölu Mitsubishi Colt turbo, árgerö 1988, rauð- ur, topplúga, álfelgur toppeintak, ek- inn 95 þús. Upplýsingar í síma 91-877777 hjá BÚatorgi, Funahöfóa 1. Jeppar B-3 flugmannajakkar úr gæruskinni Stærðir: M-L-XL Verð kr. 25.000 Opið 11-18. versi. Arma Supra, Hverfisgötu 64a, sími 91-622322. Halló krakkar! Við viljum endilega hitta ykkur á jóla- ballinu, í leikskólanum, í búðinni eóa koma meó pakka heim í stofu. Góóir vinir okkar taka til okkar skilaboó í s. 674840, 861182 eóa 41550. Meó kærri kveðju, Giljagaur og Skyrgámur. í ljósi þessa að í undirbúningi sé að koma á fót fríiðnaðarsvæði á Suður- nesjum sé tilvalið fyrir Taívana aö koma sér upp aðstöðu þar. Varðandi einstaka fjárfestingar- kosti er fullyrt aö búið sé að leysa úr fjárhagsvanda fiskeldisstöðva. Hægt sé að kaupa þessar stöðvar á A SPECIAL WORK GROUP NEWOPPORTUíSÍtip^IoILdNDIC ec°NOMY Ntw OPPORTUNITIES FOR R.O.C. INVESTMENT A PnopOSAL OF ECONOMIC COOPERATION BETWEEN THE REPUBLIC OF CHINA AND ICELAND STKICTLY CON>T»TNTl*L • ■ uv» . very long Ume wnnum .d reeourc.t »nd pwdMWjJ oflc KKÍSSSy' Skýrslan er merkt algjört trúnaðar- mál. verði sem samsvari helmingi bygg- ingarkostnaðar. Þá er í skýrslunni að finna ítarlega lýsingu á meintri einokunaraðstöðu Eimskipafélags- ins og ítökum „Kolkrabbans" í ís- lensku viðskiptalifi. Lýst er tilraunum Samskipa til að auka samkeppnina og tengslum þess skipafélags við Sambandið. Sagt er að hópur viðskiptamanna freisti þess að kaupa Samskip með hjálp er- lendra aðila og er lögð áhersla á það að góö tengsl séu við Landsbankann og ríkisstjómina. Ekki er farið nánar út í þessa sálma í skýrslunni en boð- ið er upp á ítarlegri upplýsingar munnlega. Ýmislegt fleira fróðlegt er að finna 1 skýrslunni, meðal annars að Flugleiðir muni fljótlega skorta fjármuni. Athygli vekur að þungamiðja skýrslunnar fjallar um viðskipta- hagsmuni íslensku flugþjónustunar og starfsemi hennar. Virðist nefnd- armönnum hafa verið hugleikið að auka sem mest veg hennar með skýrslugerðinni. Það vekur hins veg- ar athygli að íslenska flugþjónustan var tekin til gjaldþrotaskipta 10. okt- óber síöastliöinn. Úrelding Mjólkursamlags Borgfiröinga: Stef nt að stof nun öf lugs fyrirtækis - matvælaframleiðslahefstánæstaári Olgeir H. Ragnarsson, DV, Borgarbyggð: Kaupfélag Borgfirðinga (KBB) og Mjólkursamsalan í Reykjavík (MS) hafa ákveðið aö stofna nýtt hlutafé- lag um atvinnurekstur í Borgarnesi. Ákvörðun þessi var tekin í tengslum við samkomulag um að úrelda Mjólkursamlag Borgfirðinga (MSB). Samkomulagið var staðfest á full- trúafundi samlagsins í gær með 22 atkvæðum gegn 13 og hjá félagi mjólkurframleiðenda með 22 at- kvæðum gegn 8. Hlutafé nýja félagsins verður 80 milljónir. KBB og aðilar í héraði leggja fram helming hlutfjár en MS, Osta- og smjörsalan, Mjólkurbú Flóamanna og jafnvel fleiri aðilar leggja fram hinn helminginn. Samkvæmt samkomulagi KBB og MS um úreldingu MSB er gert ráð fyrir að mjólkurvinnslu verði hætt í síöasta lagi 1. september á næsta ári. Samkomulagið felur meðal annars í sér aö Kaupfélagiö er viöurkennt sem eini eigandi að MSB. Að sama skapi afsala mjólkurframleiðendur á félagssvæði KBB sér öllu tilkalli til eignarhluta í samlaginu þó að því tilskildu að þeir fái greidda út hluti sína í sérgreindum stofnsjóði. Þrátt fyrir að Mjólkursamlag Borg- firðinga verði úreit verður haldið áfram að vigta inn mjólk í Borgar- nesi. Þar verður einnig til staðar dreifing á mjólk og mjólkurafurðum og mjólkureftirlit. í samkomulaginu er lögð áhersla á að flutningskostn- aður bænda á mjólk hækki ekki. Vonir eru bundnar við að nýtt hlutafélag um atvinnurekstur tryggi þeim atvinnu sem missa vinnuna við úreldinguna. Samkvæmt minnis- blaði sem fylgir samkomulaginu gætu helstu verkefni fyrirtækisins orðið vínblöndun, pitsu- og böku- framleiðsla og grautagerð. Þá verður safaframleiðsla flutt frá Selfossi til Borgarness og hafrn framleiðsla á tilbúnum mat í neytendaumbúðum, auk þess sem kannaðir verða mögu- leikar á því að kaupa starfandi fyrir- tæki á matvælasviði. Völvuspá Vikunnar: Bjami Einarsson, einn af höfundum skýrslunnar. Skýrslan er alls 17 síður, þar af 4 síður um land og þjóð, og er dagsett 25. mars 1993. í lok skýrslunnar bjóð- ast höfundar til að hitta fulltrúa stjórnvalda í Taívan að máli með stuttum fyrirvara, hvort heldur í Kaupmannahöfn eða Reykjavík. Taí- vönum er ráðlagt að taka sér ekki oflangan tíma til umhugsunar. -kaa Raufarhöfn: Ölvaður mað- urréðstinná heimili konu Lögreglan á Raufarhöfh hand- tók í gær mann á fimmtugsaldri sem ráðist hafði inn á heimili þar í bæ. Húsmóðirin á bænum var ein heima og neitaði maðurínn aö fara út þrátt fyrir tilmæli hennar. Konunni, sem gift er sjó- manni sem var að heiman, tókst að gera lögreglu viðvart þegar vinkona hennar kom fyrir tilvilj- un í heimsókn og var maðurinn þá handtekinn. Maðurinn var ölvaður og gisti fangageymslur. Ragnar Hall kannar kröf u Sævars Dómsmálaráðherra hefur skip- að Ragnar H. Hall hæstaréttar- lögmann sérstakan ríkissaksókn- ara í tilefni kröfu Sævars Marin- os Ciesielskis, eins aðalsakborn- inganna í Guðmundar- og Geir- fmnsmálinu sem dæmt var í árið 1980, um endurupptöku málsins. Verkefni Ragnars verður aö gera tillögu til Hæstaréttar. Þjóðvaki og Framsókn sigra Völva Vikunnar hefur birt spá sína fyrir næsta ár. Segir hún að þaö verði ár rannsókna, raunsæis, spennu og vinnu. Hún spáir hressilegum óveð- ursköflum í byrjun árs og mann- skæðum sjólsysum við Vestfiröi vegna veðurofsa. Spáir Völvan Þjóðvaka Jóhönnu og Framsókn sigri í alþingiskosningun- um eftir róstusama kosningabaráttu þar sem ýmis óþverramál eiga eftir að koma upp á yflrborðið. Hún segir Ingibjörgu Sólrúnu eiga eftir að vegna vel í starfi borgarstjóra og að hún fái einkunnina alvörumann- eskja. Hún sitji hins vegar ekki leng- ur en eitt kjörtímabil í borgarstjóra- stóh. Völvan spáir mikilh rannsókn á spillingu í stjórnsýslu. Þrír stjórn- málamenn verði teknir fyrir og verk þeirra rannsökuð ofan í kjöhnn. Völvan sér fyrir útvarpsstjóraskipti aö undangengnum leiðindum. Hún segir Jón Ólafsson í Skífunni verða í fréttum á árinu, greinilega veröi mikil þáttaskh í lífi hans. Þá sér Völvan grisjun á blaöamarkaðinum, eitt þekkt tímarit og eitt fréttablað verði samdrættinum að bráð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.