Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994, Erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Terry Pratchett: Men at Arms. 2. Dick Francis: Decider. 3. Peter Hoeg: Miss Smilla's Feeling for Snow. 4. Stephen King: Nightmares and Dream- scapes. 5. Margaret Atwood: The Robber Bride. 6. Catherine Cookson: The Golden Straw. 7. lain Banks: Complicity. 8. Sebastian Faulks: Bírdsong. 9. Roddy Doyle: Paddy Clarke Ha Ha Ha. 10. Elizabeth Jane Howard: Confusion. Rit almenns eðlis: 1. Angus Deayton: Have I Got News for You. 2. Andy McNab: Bravo Two Zero. 3. Bill Watterson: Homicidal Psycho-Jungle Cat. 4. Jung Chang: Wild Swans. 5. Gary Larson: The Curse of Madam. 6. W.H. Auden: Tell Me the Truth about Love. 7. J. Cleese 8i R. Skynner: Life and how to Survive It. 8. Viz Top Tips. 9. J. McCarthy & J. Morrell: Some Other Rainbow. 10. Carl Giles: Giles Cartoons 1995. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Jorn Riel: Haldurs ballader - og andre skroner. 2. Margaret Atwood: Katteoje. 3. Jung Chang: Vilde svaner. 4. Peter Hoeg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 5. Arturo Perez-Reverte: Det flamske maleri. 6. Flemming Jarlskov: Skjult kamera, 7. Herbjorg Wassmo: Lykkens son. (Byggt á Politiken Sendag) Bækur ársins í Ameríku Ritstjórar bókablaðs New York Times hafa að venju valið bestu bæk- ur ársins í Ameríku. Að þessu sinni komu 33 bækur til umræðu á fundum ritstjóranna. Ellefu náðu inn á list- ann yfir bestu bækurnar en til þess þurfti meirihluta atkvæða. Lítum stuttlega á þessar úr- valsbækur ársins þar vestra að mati ritstjóranna. Tvær skáldsögur eru í hópnum. Önnur er A Frolic of His Own eftir William Gaddis sem nýveriö hlaut reyndar The National Book Award í Ameríku fyrir söguna. Eins og áöur hefur komið fram í Erlendri bóksjá hæðist höfundurinn þar miskunnar- laust að bandarísku réttarkerfi og þeim sem þar lifa og hrærast. Hin skáldsagan er eftir Tim O’Bri- en og nefnist In the Lake of the Woods. Þar segir frá konu sem hverf- ur þegar stjórnmálaferill eigin- mannsins verður að engu vegna upp- ljóstrana um hroðalega atburði í for- tíð hans. Leyndarmálið var reyndar að hann hafði tekið þátt í My Lai- fjöldamorðunum í Víetnam. Þessi skáldsaga íjallar þannig um siðferði- legar afleiðingar þess að fela sann- leikann og falsa söguna. Þá telst Open Secrets, nýtt smá- sagnasafn eftir kunnan höfund, Alice Munro, til bestu bókanna. Ævisögur og fræðirit A Way in the World eftir V.S. Nai- 'iLiihíHÍf <(fi. A ‘ Umsjón Elías Snæland Jónsson paul er svo eins konar sambland skáldskapar, endurminninga og sagnfræðilegrar útlistunar. Tvær hreinræktaðar ævisögur eru á lista ritstjóranna. Annars vegar er saga franska skáldsins Honoré de Balzac eftir Gra- ham Robb - Balzac: A Life. Þar er farið ítarlega ofan í saumana á lífi og skáldskap þessa mikla rithöfund- ar nítjándu aldar og fjallað sérstak- lega um tengslin á milli listarinnar og veruleikans. Hins vegar er það W.E.B. Du Bois, fyrsti hluti ævisögu þessa kunna sagnfræðings og baráttumanns fyrir réttindum svertingja í Bandaríkjun- um, eftir David Levering Lewis. Bandarískur lífræðingur, Edward 0. Wilson, segir frá lífi sínu og vís- indastörfum í bókinni Naturalist. í ritinu Conquest rekur Hugh Thomas landnám Spánverja í Mex- íkó og blóðugt stríð þeirra gegn inn- fæddum. Bókin er ekki hvað síst merkileg fyrir þá staðreynd að höf- undurinn hefur komist yfir ýmis söguleg gögn sem öðrum sagnfræð- ingur hefur sést yfir. I Stalin and the Bomb tekur David Holloway á atburðuin sem eru nær í tímanum: árangursríkum tilraun- um sovéskra stjórnvalda til að verða sér úti um kjarnorkusprengjur á ár- unum 1939-1956. Þá eru aðeins ónefndar tvær bækur á lista ritstjóranna í New York: Önnur nefnist The Language ln- stinct og er eftir Steven Pinker. Þar færir hann visindaleg rök fyrir því aö tungumálið sé skráð í gen manns- ins og sé þar af leiðandi meðfætt - óháð umhverfi og aðstæðum. Hin er reyndar líka af erfðafræði- legum toga. í The Moral Animal held- ur Robert Wright því nefnilega fram að siöferði mannsins sé einnig bund- iö í genunum. Bókin er sögð skarp- lega hugsuð og skrifuð en um leið líkleg til umræðna og deilna. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Anne Rice; Intervlew with the Vampire. 2. Johanna Lindsey: You Belong to Me. 3. Míchael Crichton: Disclosure. 4. Jonathan Keilerman: Bad Love. 5. Dean Koontz: Mr. Murder. 6. Anne Rice: The Vampire Lestat. 7. Robert James Waiker: Slow Waltz in Cedar Bend. 8. Ken Follett: A Dangerous Fortune. 9 E. Anníe Proulx: The Shipping News. 10. Danielle Steel: Vanished. 11. Elizabeth Lowell: Forget Me Not. 12. Peter Hoeg: Smilla’s Sense of Snow. 13. Dean Koontz: The Door to December. 14. Judith McNaught: A Holiday of Love. 15. Tom Ctancy: Without Remorse. Rit almenns eðlis: 1. B.J. Eadíe & C. Taylor: Embraced by the Líght. 2. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 3. Maya Angefou; Wouldn't Take Nothing for My Journey now. 4. Thomas Moore: Care of the Soul. 5. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 6. Rush Limbaugh: See, I Told You so. 7. Karen Armstrong: A History of God. 8. Joan Wester Anderson: Where Angel's Walk. 9. Erma Bombeck: A Marriage Made in Hea- ven... 10. Maya Angeiou: I Kno w why the Caged Bird Sings. 11. Tom Clancy: Armored CAV. 12. Kathleen Norris: Dakota. 13. M. Scott Peck: Further along the Road Less Traveled. 14. Howard Stern: Private Parts. 15. Bailey White: IVIama Makes up Her Mind. (Byggt á New York Times Book Review) Vísindi Carl Sagan óttast árekstur jarðar og halastjömu: FlÝtum okkur að nema land á öðrum hnöttum Líkurnar á því að halastjarna eða smástirni rekist á jörðina meö hrikaleg- um afleiðingum eru meiri en likurnar á að lenda í flugslysi. Simamynd Reuter Eldgömul stjömukerfl Vísindamenn sem hafa notaö Hubble geimsjónaukann hafa komið auga á stjörnukerfi sem eru allt að tólf þúsund ára göm- ul. Bandaríska geimferðastofh- unin (NASA) á myndir af stjömu- kerfunum og líta þau út eins og skær jólaljós á dökkum grunni. Stjörnukerfi þessi geta veitt mikilvægar upplýsingar um sögu slíkra kerfa, um uppruna, þróun og örlög alheimsihs. Hugsanlegt er aö þar sé að finna forfeður Vetrarbrautarinnar. Magavænt verkjalyf Verkja- og bólgueyðandi lyf eins og aspirín geta haft óskemmtileg- ar aukaverkanir á maga sjúkJ- inga sem þau taka, allt frá óþæg- indum upp í magasár. Það kann þó brátt að heyra fortíöinni til því kanadískur vísindamaður segist hafa fundiö leið til að koraa í veg fyrir þessi aukaáhrif. „Við höfum bætt einu efnasam- bandi við þessi lyf, köfnunarefn- isoxíöi, sem kemur í veg fyrir aukaverkanirnar án þess að hafa áhrif á bólgueyðandi eiginleika lyfjanna,“ segir John Wallace viö háskólann í C-algary í Kanada. Uppgötvun þessi gæti haft mikil áhrif á markaðinn fyrir verkja- og bólgueyðandi lyf. Umsjón Guölaugur Bergmundsson „Líkurnar á því að smástimi rekist á jörðina, svo menningu okkar stafi ógn af, eru aöeins minni en einn á móti þúsund. Líkurnar á því að mað- ur láti lífið í flugslysi eru einn á móti tveimur milljónum." Þetta segir sá frægi stjörnufræð- ingur og vísindamaður, Carl Sagan, sem nýbúinn er að gefa út bók sem hann kallar Ljósbláa blettinn. Þar skoðar hann jörðina sem við búum á, örsmátt rykkorn í alheimsgeimi, og varar okkur við því að viö verðum að nema land á öðrum hnöttum áður en það verður um seinan. Carl Sagan líkir þessum árekstri við þann sem varð fyrir 65 milljónum ára. Margir vísindamenn telja aö sá hafi eytt öllum risaeðlum jarðarinn- ar, svo og mörgum öðrum lífverum. Gríðarlegt rykský mundi þyrlast upp, byrgja sólarsýn og kæla jöröina svo mikið að allur landbúnaður eyði- legðist. Vestur í Bandaríkjunum taka menn þessa ógn svo alvarlega að vís- indanefnd fulltrúadeildar þingsins hefur lagt til að bandaríska geim- ferðastofnunin, NASA, verði fyrir árið 2005 búin að kortleggja allar halastjömur og smástimi á leið til jarðar. Fmmvarp þar að lútandi hef- ur þó ekki enn verið samþykkt. „Við lifum innan um aragrúa af halastjömum og smástimum og fyrr eða síðar mun hópur þeirra rekast á okkur," segir Sagan. „Ef við. viljum koma í veg fyrir þannig stórslys verðum við aö vera komin út í geim- rnn. Sagan hefur í bókum sínum og sjónvarpsþáttum útskýrt leyndar- dóma himingeimsins fyrir milljón- um manna um heim allan. Hann seg- ir að við verðum að kanna aðra hnetti ef viö ætlum okkur aö lifa af. Carl Sagan segir að við séum ekki lengur í tengslum við himingeiminn eins og forfeður okkar þegar þeir fylgdust fyrst með stjömunum og nefndu vikudagana eftir plánetun- um. „Fólk um allan heim hungrar í skilning á visindunum," segir Sagan og skýrir með því gífurlegar vinsæld- ir sjónvarpsþáttaraðarinnar Cosmos sem sýnd var í sextíu löndum, þar á meðai á íslandi. „Við skipuleggjurp þjóöfélag sem er byggt á vísindum og tækni og bú- um þannig um hnútana að engínn skilur vísindi og tækni. Það er vís leið út í meiri ógöngur en nokkurn getur órað fyrir,“ segir stjamvísinda- maðurinn Carl Sagan. um ísmanninn Fjöldinn allur af vísindamönn- um kom saman í Vínarborg fyrir skömmu til aö bera saman bækur sínar um ísmanninn Ötzi sem fannst í Alpafjöllunum fyrir þremur árum. Hann hafði þá leg- ið þar undir ís í 5300 ár. Talið er að Ötzi hafi verið ná- lægt þrítugu en æðar hans vom eins og í nútímamanni á sjötugs- aldri. Lungun vora svört eins og í stórreykingamanni en ekki er vitað hvers vegna. Þá þjáðist hann af liðagigt. Frekari rannsóknir veröa gerð- ar á ísmanninum sem nú heldur til í frystiklefa í háskólanum í Innsbruck. Slanga geymir sæði ? mm F i7ar Kvendýr vörtuslöngunnar svo- kölluðu, sem lifir 1 Indónesíu, em óvenjulegum hæfileikum gædd- ar: Þær geta varöveitt sæði í eins konar sæöisbanka í sjö ár og not- að eftir þörfum. Hæfileiki þessi gerir það að verkum að kvenslöngumar geta vandað valið á karldýrinu sem þær vilja láta frjóvga sig. Þetta er eins og þegar nautgriparækt- andi írystir sseði úr sérlega væn- um tudda til síðari tíma nota. Konur geta lengst varðveitt sæði í fimm daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.