Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 47 Sviðsljós Zsa Zsa Gabor skrifar endurminningar sínar: Lúxuslíf með níu eiginmönnum - og ótal elskhugum Zsa Zsa hefur lifaö í lúxus meirihluta ævinnar. Hún er nú orðin 71 árs en er ekki allt of fús til að viðurkenna það. Zsa Zsa Gabor, ein af síðustu eldri stórstjörnunum í Hollywood, hefur skrifað bók um líf sitt með eigin- mönnunum níu og öllum elskhug- unum. Zsa Zsa er núna 71 árs og gift prinsi. Hún segir titla og stöðu ekki skipta máli. Hún elskar hins vegar demantana sína. Þegar Zsa Zsa, sem er ungversk, var 15 ára langaði hana ekki aftur á heimavistarskólann sinn í Sviss að loknu fríi. í stað þess bað hún blaðafulltrúa tyrkneska utanríkis- ráðuneytisins, Burhan Belge sem var 35 ára, um að giftast sér. Hann sagði já. Aður en brúðkaupsnóttin rann upp fór hjónabandið út um þúfur. Zsa Zsa varð skelfingu lostin yfir því sem hún hafði gert. Hún var þá í lest á leið til Ankara. Zsa Zsa fór að skæla með hundinn sinn í fang- inu. Belge leit á hana með fyrirlitn- ingu. Hann var múslími og í augum hans voru hundar óhrein dýr. Eignaðist dóttur með hótelkóngi Þegar Zsa Zsa var 17 ára fór hún til Bandaríkjanna þar sem hún hitti hótelkónginn Conrad Hilton í sam- kvæmi. Hann var 61 árs. „Ég hafði ekki efni á að kaupa mér fínan samkvæmiskjól. Eg keypti mér ódýran svartan kjól og skreytti hann með hvítri gardeníu. En Hilton lét sér það nægja. Eftir íjóra mánuði giftum við okkur og ég flutti inn í hið risastóra hús hans. Hann hélt alltaf að ég hefði gifst honum peninganna vegna en það gerði ég auðvitað ekki. Hann var bara svo ákaflega aðlaðandi," segir Zsa Zsa. Hún uppgötvaði fljótt að hún var eins og fangi í hjónabandinu því Hilton vildi eiga hana með húð og hári. Með Hilton eignaðist Zsa Zsa dótturina Francescu. Við skilnað- inn fékk hún ekki nema 35 þúsund dollara og 2500 dollara mánaðar- greiðslu á meðan hún væri ógift. Varð stjarna á einni nóttu En það var hún ekki lengi. Bara sex vikum eftir fæðingu dótturinn- ar var Zsa Zsa í samkvæmi og kom þá auga á leikarann George Sand- ers sem hún dáði. Hún hamraði járnið á meðan það var heitt og gekk til hans og kvaðst vera ást- fangin af honum. Hann tók því vel og fylgdi henni heim. Stuttu seinna voru þau gift. „Það er sagt að við Gabor-syst- urnar höfum verið á höttunum eft- ir ríkidæmi en það stemmir ekki. Þá hefði ég aldrei gifst George. Hann var svo nískur aö hann tímdi ekki einu sinni að kaupa blóm handa mér þegar ég lá veik á sjúkrahúsi,“ segir Zsa Zsa. George vildi að hún væri heima- vinnandi húsmóðir. En þegar hann fór til London vegna kvikmynda- töku án þess að hafa Zsa Zsa með varð hún svo reið að hún ákvað að þiggja boð um aö vera meö í sjón- varpsþætti bróður hans. Hún átti að svara bréfum i þættinum og gekk svo vel að hún varð stjama á einni nóttu. Ein af spumingunum var svohljóðandi: „Eg er nýbúin að slíta trúlofun minni. Á ég að skila hringnum." Zsa Zsa svaraði: „Já. Kona á alltaf að skila hringnum. En haltu demantinum." George sætti sig ekki við að hún skyldi vera orðin stjarna. En henni var sama því hún hafði hitt glaum- gosann Porfirio Rubirosa í París. Hann bauð henni upp á drykk og hún dvaldi yfir nótt á hóteli hans. Um morguninn vissi hún að hún myndi ekki yfirgefa hann. Hann gaf henni eðalsteina og þau lifðu lúxus- lífi. En þó að Zsa Zsa skildi við George giftist hún aldrei Rubi. Hún segir að hún hafi orðið þreytt á því lífi sem hann lifði og að sig hafi langaö til að vinna. Sean Conneryog Burton elskhugar Eftir skilnaöinn við George hitti hún Richard Burton. Að sögn Zsa Zsa elskuðust þau í þrjá daga og þrjár nætur. Þau vora síðan góðir vinir á meðan hann lifði. „Sean Connery var einnig dásam- legur elskhugi. Hann hringdi í mig fimm sinnum á dag eftir að við höfðum hist í kvikmyndaveri. Ég féllst loks á að hitta hann. Hann var greindur og fullur af karl- mennsku. Og svo var hann með glæsilegan líkama. Húðin á honum var eins og flauel og silki. Við hitt- umst oft áður en hann hélt til Eng- lands.“ Rjórði eiginmaður Zsa Zsa var kaupsýslumaðurinn Herbert Hutn- er. Þegar hann bað upp bónorðið sendi hann henni 23 karata de- mantshring, jafnvirði 3 milljóna dollara. Tveimur vikum seinna vora þau gift. „Herbert tilbað mig en mér leiddist. Ég reyndi að fá Ginu Lollobrigidu eða Sorayu prinsessu til að taka við honum. Þær reyndu en fannst hann ekki spennandi. Þegar ég var við vinnu í Texas skipulagöi vinkona mín stefnumót fyrir mig. Sá sem ég átti að hitta var Joshua Cosden yngri. Ejölskylda hans hafði verið rík en var búin að tapa öllu. Ég vissi það ekki fyrsta kvöldið en það skipti Á 91 árs afmæli Jolle Gabor, móð- ur Gaborsystranna. Fremstar eru Magda Gabor og afmælisbarnið Jolle. I aftari röð frá vinstri eru Francesca Hilton, sem er dóttir Zsa Zsa, Eva Gabor, Frederick og Zsa Zsa sjálf. Hótelkóngurinn Conrad Hilton sem Zsa Zsa giftist þegar hún var 17 ára. Hann var þá 61 árs. ekki máh því mér leist vel á hann. Ég skildi við Herbert en fékk enga peninga. Hjónaband mitt og Joshua gekk vel þar til ég uppgötvaði að hann var sjúklega snobbaður, hann var upptekinn af titlum og stöðu fólks, nokkra sem mér var sama um. Er ég hafði tekið þátt í sýningu hjá Sammy Davis kyssti Sammy mig og þá kvaðst Joshua ekki geta farið aftur til Texas þar sem blökkumaöur hefði kysst kon- una sína. Þá fékk ég nóg. Eftir hálfs árs hjónaband vorum við skihn.“ Yfir sig hrifin af skilnaðar- lögfræðingnum Næstur í röðinni var rafmagns- verkfræðingurinn Jack Ryan sem bjó við hhðina á Zsa Zsa í Bel Air, í höh með 18 svefnherbergjum og 53 símum. „En það varð eiginlega árekstur strax í brúðkaupsferðinni því hann sagðist vilja að ég tæki þátt í kynsvahveislum og konu- skiptum. Þetta endaði með því aö Jack bjó áfram í húsinu sínu með fyrrverandi konu sinni og tveimur ástkonum og ég í mínu húsi. Eftir sjö mánuði vorum við skilin. Þegar ég hitti lögfræðinginn sem tók að sér skhnaðarmálið var það ást við fyrstu sýn. Michael O’Hara var karlmannlegur og glæsilegur. Ég stakk upp á því að við snæddum kvöldverð saman. Eftir kvöldverð- inn giftum við okkur í Las Vegas. Við voram gift í fimm ár og það var ekki auðvelt. Michael var slæmur í skapinu og hann er sá eini af fyrrverandi eiginmönnum mínum sem ekki varð áfram vinur minn.“ Zsa Zsa segir að það hafi ekki orðið af sambandi mUli hennar og Elvis Presley en það hafi ekki verið honum að kenna heldur henni. Hann vildi hitta hana en hún sagði nei þar sem hún var með öðram einmitt þá. Brúðkaup í augnabliksæði Áttundi maður Zsa Zsa var Fehpe de Alba, hertoginn af Alba. „Ég hitti hann um borð í skútu. Áður en ég vissi af var ég komin í síðan flauehskjól frá Oscar de la Renta og 24 manna hljómsveit lék róman- tísk lög við brúðkaupið. Þetta var augnabliksæði og allir vissu það. Seinna sagði ég John Huston, sem var viðstaddur, að hjónabandið hefði varað í einn dag. Hann hló kaldhæðnislega og sagði að hann heföi haldið aö það myndi ekki standa svo lengi yfir. Það kom svo sem betur fer í ljós að hjónabandið var ekki löglegt þar sem við vorum of nærri ströndu þegar skipstjórinn gaf okkur saman." Hitti loksins prinsinn Fyrir ehefu árum ráðgerði þýsk- ur ljósmyndari að koma til Bel Air til að taka myndir af Zsa Zsa fyrir þýskt blað. „Áður en hann lagði í ferðina átti hann að taka myndir af þýska prinsinum Frederick von Anhalt. Heima hjá Frederick var fiUlt af myndum af mér og ljós- myndarinn spurði Frederick hvort hann þekkti mig. Frederick svaraði nei en hann kvaðst hafa í hyggju að kvænast mér. Ljósmyndarinn sagðist vera á leiðinni tú min og Frederick bauð honum 5 þúsund doUara gegn því að fá að koma með. Við hittumst á hestasýningu. Ég var ekkert spennt í fyrstu því ég hef ekki áhuga á titlum. En þeg- ar ég sá Frederick leika við hund- ana mína kviknaði áhugi minn. Og þegar ég sá hann gefa hestinum mínum kampavín úr pappírsmáh varð ég ástfangin. Frederick eyddi 500 dolluram á dag í marga daga í blóm handa mér. Við gengum í hjónaband 1986. Fyrstu tvö tíl þijú árin í hjónabandinu rifumst við og slógumst. Ég var niöurbrotin og leitaði ráða hjá móður minni. Hún yppti öxlum og sagði: Þið sláist eins jog sígaunar á daginn og gerið upp Imálin á nóttunni. Yfir hveiju ertu Áð kvarta?"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.