Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Side 45
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 49 ÓTVÍRÆÐIR YFIRBURÐIR í TÆKNI Ohollar matarvenjur, hóglifi, offita, ýmsir sjúkdómar, streita og tilvistarkreppa miðaldra karla hefur neikvæð áhrif á hormónaframleiðsluna. Karlkynshormónið testosteron er körlum nauðsynlegt svo að eðli- legum kynþroska verði náð, þeir fari í mútur, pungurinn og limur- inn stækki, líkamsbyggingin verði karlmannleg og skegg og líkams- hár fari að vaxa. Karlmenn fram- leiða 6-8 mg á degi hverjum í svo- kölluðum leydig-frumum í eistum. Testosteron vekur löngun til kyn- lífs og er mikilvægt fyrir eðlilega framleiðslu á sæðisfrumum og sæðisvökva í blöðruhálskirtli og sáðblöðrum. Hjá karlmönnum veldur testosteron-skortur því að þeim rís ekki hold og verða því getulausir. Breytinga- skeið karla? Á síðustu árum hefur mikið verið rætt um breytingar á framleiðslu kynhormóna með vaxandi aldri. Margir telja að miðaldra karlar gangi í gegnum svipað breytinga- skeið og konur; hormónamagn lík- amans minnki og karlinn finni fyr- ir ýmsum breytingum á líkama sín- um og geðhöfn. En það er fleira en aldurinn einn sem hefur áhrif á hormónabúskap karla. Bæði lík- amleg og andleg streita veldur miklum búsifjum. Karlar sem liggja lengi á sjúkrahúsum sakir langvinnra sjúkdóma hafa venju- lega mun minna af karlkynshorm- ónum meðan á dvölinni stendur en samanburðarhópur. Viðvarandi streita vegna pen- ingavandræða eða ótryggs at- vinnuástands verkar lamandi á kynhormónaframleiðsluna enda virðast streitutaugar tengjast leyd- ig-frumunum beint. AIls kyns sam- keppni hefur áhrif á testosteron- magn líkamans. Mælingar á tenn- isleikurum sýna þetta. Eftir keppni eykst testosteron veruiega hjá sig- urvegaranum en minnkar hjá hin- um. Sama gerist þegar keppt er í andlegu atgervi. Sá sem lýtur í lægra haldi í rökræðum eða rifrildi hefur minna af testosteróni en hinn sem sigur ber af hólmi. Ýmiss kon- ar ósigrar og vonbrigði í leik og starfi lama leydig-frumurnar um stundarsakir. í dýratilraunum sést þetta vel. Apar, sem stjórna flokkn- um og ráða og drottna í krafti lík- amlegra og andlegra yfirburða, hafa venjulega mun meira testost- eron en hinir sem kúgaðir eru. Margir miðaldra menn, sem kvarta undan vaxandi getuleysi, segjast finna fyrir vonbrigðum Og erfiðleikum á vinnustað. Þeir telja Á læknavaktiimi ■A ^ Óttar 'T '1 Guðmundsson HBwL'- / fa læknir (réttilega) að nýir menn með ljóns- makka og eld í augum séu að ýta þeim til hliðar og vomi yfir stöðu þeirra eins og gammar í vígahug. Hvað um matinn? Fituríkar máltíðir minnka testo- steronmagn líkamans. Sýnt hefur verið fram á að testosteron minnk- ar verulega hjá afríkönskum negr- um sem fara úr trefjaríku, fitu- snauðu fæði yfir í fituríkt nútíma- fæði að hætti McDonalds og bræðra hans. Áfengi minnkar framleiðslu á karlkynshormóni sakir beinna áhrifa á starfsemi leydig-frumna og breytinga sem verða á hæfni lifr- ar að binda testosteron og brjóta niður kvenkynshormóniö östrogen sem allir karlar framleiða í litlum mæli. Reykingar auka þetta magn kvenkynshormóna í karlmönnum sem hefur neikvæð áhrif á kyngetu. Offita breytir hlutfalli karlhorm- óna og kvenhormóna hjá körlum sem veldur getuleysi. Margir mið- aldra menn hafa tilhneigingu til að fyllast óhugnaði þegar minnst er á líkamsrækt og vilja helst leggjast upp í sófa með bjór eöa gos og gæða sér á.kartöfluflögum eða einhveiju sætmeti. Slíkir lifnaðarhættir auka mjög á offituvandann. Þá spretta og vaxa fram fitufrumur og mynda áberandi ístru sem eykur á kynlífs- vandann. Margir langvinnir sjúkdómar eins og sykursýki, MS, skjaldkirt- ilssjúkdómar, nýma-, hjarta- og lungnasjúkdómar hafa áhrif á test- osteronmagn auk ýmissa lyfja gegn hjartasjúkdómum, flogaveiki, magasári og blóðþrýstingshækk- un. Breytingaaldur eða eitthvað annað? Eins og sjá má á þessari upptaln- ingu hefur margt annað en aldur- inn áhrif á magn kynhormóna hjá miðaldra körlum. Ekki virðist um ákveðinn breytingaaldur karla að ræða sem sambærilegur er við tíða- hvörfkvenna. Óhollarmatarvenj- ur, hóglífi, offita, ýmsir sjúkdómar, streita og tilvistarkreppa margra karla á þessum aldri hefur neikvæð áhrif á hormónaframleiðsluna. Karlar geta stjórnað þessari þró- un að einhveiju leyti sjálfir. Mestu skiptir að slá skjaldborg um eistun sín og örva framleiðslu þeirra með öllum tiltækum ráðum, líkams- rækt, megrunaraðgerðum, tóm- stundagamni og breyttu mataræði. Flestir eiga að geta lifað ágætu kyn- lífi fram á elliár en til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að gæta vel þess fjöreggs sem andleg og lík- amlegheilsaer. Alþjóda Versluaiarfélagið Iiff. Skútuvogi 11 © (91-)' 88 68 69 104 Reykjavík -Þinn tími mun kpma SEIK Um 2000 íslensk heimili nota Laura Star - mest selda strau- járnið í Þýskalandi og Sviss. - Stórkostlegur peninga- og tímasparnaður. - Hvenær ætlar þú að eignast þitt? Breytinga- aldur karla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.