Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Page 41
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 45 Býr til ættfræðiforrit og glímir við tölvuvírusa: Ættfræði er eins og risavaxin krossgáta segir tölvufræðingurinn Friðrik Skúlason Friðrik í kunnuglegri stellingu fyrir framan lyklaborðið og tölvuskjáinn. Ef myndin prentast vel má sjá Espólín-forritið hans á skjánum. Tölvufræðingurinn er mikill áhugamaður um bækur og hér sést hann fyrir fram einn af mörgum bókaskápum heimilisins. DV-myndir ÞÖK „Áhuginn kviknaði hjá mér vorið 1980 en þá var ég 16 ára gamall. Ég hóf nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð þá um áramótin en á þeim tíma stefndi ég á að verða efnafræðingur. Hins vegar komst ég þarna í kynni viö tölvur sem skólinn átti og eftir það varð eigin- lega ekkert aftur snúið. Ég held að það verði að segjast að ég hafi al- gjörlega heillast af þessu,“ segir Friðrik Skúlason, rúmlega þrítug- ur tölvufræðingur í Reykjavík, í samtali við DV. Friðrik hefur samið nokkur forrit sem hafa vakið mikla athygli og er Espólín eitt þeirra. Það er. forrit sem áhugamenn um ættfræði hafa tekið fagnandi en Friðrik er ekki síst þekktur fyrir baráttu sína við tölvuvírusa og hefur verið mikið í fréttum á undanfornum árum af þeim sökum. Þegar DV heimsótti tölvufræðinginn á heimili hans í Hlíöunum fyrr í vikunni var það undirlagt af iðnaðarmönnum sem voru að mála húsakynnin. Jóla- hreingerningin stóð ekki fyrir dyr- um heldur er Friðrik einfaldlega nýfluttur og verið er aö taka hlut- ina í gegn. Eftir að hafa fundið sæti innan um málningardótið var ekkert að vanbúnaði og Friðrik byrjaði að segja frá því sem tók viö eftir menntaskólann. Lærði að hugsa á annan hátt „Eftir dvölina í MH fór ég í tölvu- fræðina í Háskólarium og tók reyndar sálfræðina fyrir líka en kláraði hana aldrei og á eftir að skila lokaverkefni mínu þar. Þetta eru mjög ólík fög en mér finnst mjög þroskandi að taka kúrsa í svona gerólíkum greinum. Fólk lærir t.d. hreinlega að hugsa á allt annan hátt en það er vant.“ Ekki verður annað sagt um tölvu- fræðinginn en hann kunni að hugsa. í dag rekur hann eigið fyrir- tæki og er með tólf mánns í vinnu. Friðrik útilokar samt ekki þann möguleika að klára sálfræðina og segist jafnvel geta hugsað sér að taka nokkra kúrsa í sagnfræði. Á háskólaárum sínum var hann kominn með smánámsleiða enda búinn að vera samfellt í skóla í allt- of mörg ár eins og hann segir sjálf- ur og svo var „bisness-inn“ sífellt að taka meiri tíma. „Ég tók aldrei námslán og vann alltaf með skólanum. Þegar ég var í tölvudeildinni starfaði ég jafn- framt í hlutastarfi hjá Reiknistofn- un Háskólans, var leiðbeiðandi í skjáverum og var farinn að forrita hitt og þetta. Markverðast af því er senrúlega tjáskiptaforrit fyrir fjölfatlaða og svo kosningaforritiö. Ég hætti svo alfarið hjá Háskólan- um og fór að vinna sjálfstætt," seg- ir tölvufræöingurinn sem hefur verið að skrifa forrit í áratug. Til heiðurs hag- sýnum húsmæðrum Friðrik segist hafa haft meira en nóg að gera á undanfomum árum og bendir á að það sem fyrst hafi verið hlutastarf hjá sér hafi þróast yfir í að verða 12 manna fyrirtæki. En hvaö segir hann um samkeppn- ina í þessari starfsgrein. Er hún mikil? „ Já og nei. Á sumum sviðum er einfaldlega engin samkeppni en á öðrum er maður að keppa við miklu stærri og öflugri fyrirtæki." Friðrik fræðir blaðamann jafn- framt um það að mjög erfitt sé að vernda hugmynd sem liggi að baki forriti en auðveldara sé að vemda útlit forritsins þegar talið berst að þeim hlutum en hann segist aldrei hafa haft áhyggjur af þessum mál- um. Friðrik segist ekki hafa tölu á öllum þeim forritum sem hann hef- ur skrifað. Auk þeirra sem áður er getið má nefna stafsetningar-villu- leitunarforrit sem var skírt Púki og heimilisbókhaldsforrit sem hét Bryndís og var skírt til heiðurs hagsýnum húsmæðrum sem eld- uðu lifur og lauk! Af einhveiju ástæðum gekk það síðarnefnda ekki upp og Friðrik segist hafa gef- ist upp á þyí og bætir við að senni- lega vilji íslendingar ekki vita í hvað þeir eyða peningunum sínum! Ekki má heldur gleyma að fyrir fimm árum sendi Friðrik frá sér vírusvarnar-forrit en gliman við vírusa er einmitt aðalstarf hans í dag. Býrtilniðjatöl og rekur saman ættir Hann gefur sér þó enn tíma til að sinna ættfræðimálum en nú fyr- ir jólin gefst eigendum Espólín kostur á að eignast gagnasafn með nöfnum fimmtíu þúsund íslend- inga. Fram til þessa hafa margir tengt ættfræði eingöngu við eldri menn sem sjást viö grúsk á Lands- bókasafninu og áhugi ungs manns á þessum málallokki vekur nokkra athygli. „Ég hef gaman af ættfræði og lít í raun á hana sem risavaxna krossgátu vegna þess að það er endalaust hægt að fylla upp í. Espólín-forritið gengur út á það aö skrá og vinna með ættfræöiupplýs- ingar á viðunandi hátt. Vandamál- ið í gegnum tíðina er þessi gegndar- lausi tvíverknaður. Það er rakin ætt eins manns og svo er rakin ætt annars manns sem kannski skarast við þann fyrri að einhveiju leyti og þá eru menn að gera sama hlut- inn tvisvar. Hugmyndin meö Espólín er að hafa þarna sérhæft forrit sem getur geymt upplýsingar svo menn geti leikið sér með þær á alla vegu. Forritið leysir á svip- stundu hluti eins og aö búa til niðj- atöl og rekja saman ættir,“ segir tölvufræöingurinn en með ætt- fræðiforritinu fylgir skrá yfir nokkur þúsund íslendinga sem hann kallar sameiginlega forfeður íslendinga á borð viö Jón Arason. Hann segist ennfremur vera að velta fyrir sér að koma á fót klúbbi fyrir notendur Espólíns en vanda- niálið er hversu fólk er fastheldið á gögnin sín. Þótt margir tengi nafn Friðriks viö Espólín-forritið eru vafalaust miklu fleiri sem kannast við nafnið hans þegar áðurnefndir tölvuvír- usar koma til tals en við þá hefur tölvufræðingurinn barist. „Forritið sem ég skrifa leitar að vírusum, eyðir þeim og vinnur líka forvarna- starf, þ.e. stöðvar vírusa áður en þeir komast inn. Ástæðan fyrir því að ég er upptekinn við þetta er ein- faldlega sú að á hveijum degi koma 10 nýir vírusar. Þannig að það er nóg að gera,“ segir Friðrik en for- ritið sem hann talar um heitir Lykla-Pétur en það hefur jafnframt verið sett á erlendan markað. Spænskur-símavírus og rússnesk rúlletta Aðspurður hvort allir geti fengið vírus í „heimsókn" segir tölvu- fræðingurinn að sumir séu í meiri hættu en aðrir. Það fari eftir því hversu samskiptin séu mikil. Hann segir tölvuvirusa almennt séð ekki vera neitt verulegt stórmál. Þetta geti kostað tíma og einhver útgjöld að losna við þetta og í einstökum tilfellum getur orðið stórslys. Út frá þessum sjónarmiðum segir Friðrik að líta megi á vírusvarnarforrit sem eins konar tryggingu. Stór hluti almennings er haldinn þeirri hugmynd að vírusar skjóti eingöngu upp kollinum á ákveðn- um dögum en það mun ekki vera alls kostar rétt. „Nei, það er nefni- lega misskilningur. Af 100-200 vír- usum eru nokkrir sem verða virkir á ákveðnum degi og þá verður það fréttamatur vegna þess að svo margar tölvur verða óstarfhæfar á sama degi. Hins vegar eru aðrir vírusar eins og t.d. spænski símav- írusinn sem er einn sá hættuleg- asti hér á landi. Hann er eins og rússnesk rúlletta með einu skoti og fjögur hundruð hólfum. í hvert sinn sem tölvan er ræst upp eru líkurnar 1 á móti 400 að hún rústi því sem er á diskinum og það er auðvitað óháð öllum dagsetning- um. Og þó að tölva bili einn daginn og önnur þann næsta flokkast það ekki undir fréttaefni. Væri bilunin hins vegar í öllum sama daginn væri það stórfrétt." Bækur og blómrækt Líkt og margir aðrir tekur Friðrik oft vinnuna með sér heim. í einu herbergjanna á heimili hans er tölva og þar sest tölvufræðingurinn oft niður að „afloknum" vinnudegi og heldur áfram að fást við verk- efnin. Friðrik, sem eyðir að jafnaöi um hálfum sólarhring fyrir framan tölvuna, segist ekki hafa neina ákveðna rútínu þegar hann er að vinna og standi t.d. ekki upp með reglulegu millibili o.s.frv. Tölvu- fræðingurinn viðurkennir þó að stundum fái hann smáhöfuðverk en þá er hann líka búinn að sitja við í 18 klukkustundir eða svo. Þótt vinnan taki næstum allan hans tíma gefur Friðrik sér samt tíma fyrir áhugamál og nefnir bók- lestur og blómarækt í þvi sam- bandi. Bækur hans skipta þúsund- um og margar þeirra eru um ætt- fræði. Lítið fer hins vegar fyrir bókum um tölvúr en Friðrik segir ekki til mikils aö eiga slíkar bæk- ur. Þær verði svo fljótt úreltar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.