Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 62
66 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 Böndin berast að Margréti, en hver veit? Æst kona ber upp á mig ósann- indi í fyrirsögn í DV sl. fimmtudag og einnig ærumeiðingar í athuga- semd sem fyrirsögninni fylgir. Margrét Björnsdóttir, aðstoðar- maður Sighvats Björgvinssonar og formaður Félags frjálslyndra jafn- aðarmanna, hefur heldur betur hrokkið af hjörunum við að lesa umsögn mína um bók Guðmundar Áma Stefánssonar sem birtist í DV. í bókarumsögninni segir m.a.: „Hvort var það t.d. Sighvatur eða aðstoðarmaður hans, Margrét Bjömsdóttir, sem lak persónulegu minnisblaði til Sighvats í fjölmiðla. Böndin berast að Margréti, en hver veit?“ í geðshræringunni virðist það hafa farið fram hjá Margréti að ég hef enga þók skrifað um mál Guð- mundar Árna, heldur aðeins reynt í knöppu formi að gefa hugmynd um þaö sem Guðmundur ýmist fullyrðir eða gefur í skyn í bók sinni. Ég læt engan komast upp með það að bera upp á mig ósann- indi að ósekju. Þótt það verði Margréti Björnsdóttur varla til ánægju né rói hana niður, liggur beinast við að rekja milliliðalaust dæmi um það sem Guðmundur seg- ir um hana. Af nógu er að taka. Umræðuefnið í einum kafla bók- arinnar er leki úr heilbrigðisráðu- neytinu og Guðmundur spyr Sig- hvat Björgvinsson „hvort aðstoð- armaður hans, Margrét Björns- dóttir, gæti verið þar að verki.“ „Ég skal bara spyija hana svaraði Sig- hvatur". Síðan lýsir Guðmundur viðbrögðum Margrétar þannig: „Þessi sama Margrét skrifaði mér síðan bréf og bar þetta af sér: Hún kvaðsthafa hringt í ritstjóra Press- unnar og spurt hann að því hvort hún hefði nokkuð verið að leka í hann upplýsingum! Hann hafði sannfært Margréti um að svo hefði alls ekki veriö!" Síðan talar Guðmundur um hið „sérkennilega samtal Margrétar og ristjóra Pressunar," og getur hver sem er ályktað út frá þessu um það hvort Guðmundur hefur verið sannfærður um saklaysi Margétar. Sighvatur er auðvitað nefndur til sögunnar í sambandi við lekann en það sem næst verður komizt niður- stöðu Guömundar um þátt Sig- hvats er þetta: „En ég hiaut að trúa því að Sig- hvatur sjálfur væri ekki með bein- um hætti að koma svona matreidd- um upplýsingum á framfæri við fjöimiðla. “ í beinu framhaldi af þessari setn- ingu víkur Guðmundur að Margr- éti og segir: „Mér fannst hins vegar (leturbr. hér) nokkuð merkilegt varðandi Margréti sem svariö hafði af sér alla aðild að þessum málum, að nokkrum vikum síðar skyldi þessi sama Margrét leiða fimm manna andófshópinn í Alþýðuílokknum gegn mér og krefjast afsagnar minnar. “ í bókarkaflanum um lekann úr heilbrigðisráðuneytinu lýkur Guð- mundur Árni Margrétarþætti Björnsdóttur þannig: „Ég þekkti Margréti varla nokk- uð nema af lauslegum samskiptum innan flokks. En ég leyni því ekki að fyrir þennan tíma hafði ég á til- finningunni að við hefðum getað fengið betri sendingu en hana úr Alþýðubandalaginu. Og hafði reyndar heyrt að ýmsir alþýðu- bandálagsmenn hefðu ekki grátið yfir því að sjá á eftir henni til okk- ar. En það er önnur saga.“ Þegar þess er gætt að Guðmund- ur Arni talar yfirleitt vel um þá sem við sögu hans koma og ekki síður hins í hvaða samhengi orð hans um Margréti eru sögð, hvarfl- ar ekki að mér að taka til baka aukatekið orð af þvi sem ég sagði um þetta og endurtek: Böndin be- rast að Margréti, en hver veit? Ef margnefnd Margrét er ósátt við það sem Guðmundur Árni skrifar um hana, bendi ég henni vinsamlegast á að svara honum frekar en mér. En fyrst verður hún að lesa bókina. Magnús Óskarsson. P.s. í ritdómi Björns Bjarnasonar alþingismanns um bók Guðmund- ar Árna, sem birtist í Morgunblað- inu sama dag og umsögn mín í DV, sér Björn ástæðu til aö geta Margr- étar Björnsdóttur og segir m.a. ...tengist Margrét Björnsdóttir, aöstoðarmaður Sighvats, grun- semdum Guðmundar." Sviðsljós Shilton missir heimili sitt Peter Shilton, hinn gamalkunni markvörður enska landsliðsins, missti húsið sitt nýlega en banka- stofnun ein í Leicesterskíri leysti það til sín. Shilton, sem nú er orðinn 45 ára gamall, er framkvæmdastjóri knatt- spymuliðsins Plymouth Argyle. Hann hefur átt í verulegum fjárhags- erfiðleikum síðustu ár og verið sak- aður um svik og pretti. Hann á með- al annars að hafa fengið vini sína til að skrifa upp á eitt og annað og látið síðan allt fafla á þá. Shilton er sjúkur fjárhættuspilari og þannig hefur hann misst megnið af peningum sínum. Peningalegur afrakstur glæsilegs knattspymufer- ils er því aö engu orðinn. Þegar best lét var Shilton með jafnvirði 27 millj- óna íslenskra króna í árslaun. Peter Shilton er í vondum málum. Afmæli 85 ára 50ára Þórarinn Vigfússon, Mararbarut 11, Húsavik. Salvör Sigurðardóttir, Naustahlein 13, Garöabæ. Guðmundur Jóhannsson. Þrastarhólum 10, Reykjavík. Hanneraðheiman. Aðalheiðúr Jónsdóttir, Víðihlíö4,Reykjavík. Lárus Kristinn Páisson, Stórhóli, Djúpavogshreppi. Bjarni Sigurðsson, Heiðargerði 56, Reykjavík. 70ára Gunnar Sigurðsson, Engihjalla 9, Kópavogi. Pálína Skarp- héðinsdóttir, Gili, Skarðs- hreppi. Húnerað heimanentek- urámóti gest- umaðheimili sinueftir kl 16.00 þann 29.12. nk. Kristjana Guðlaugs- dóttir, Álftahólum 2, Reykjavík. Anna Sigríður Jensen, Fjörugranda 6, Reykjavík. Bergljót Óskarsdóttir, Mánabraut l, Skagaströnd. Pétur Jóhannsson, Lönguhlíð 7 A, Akureyri. 40ára 60 ára Sólveig Guðmundsdóttir, Smyrlahrauni 32, Hafnarflrði. Óiafur Haukur Árnason, Logalandi 34, Reykjavík. Hlíf Jónsdóttir, Álfaskeiöi 76, Hafnarfirði. Ragnheiður Einarsdóttir, Brimhólabraut 4, Vestmannaeyj- um. Hj álmur Sighvatsson, Miðhúsum, Biskupstungnahreppi. Þuríður Kristín Haildórsdóttir, Birkigmnd 48, Kópavogi. Jóhannes Finnur Halldórsson, viðskiptafræðingur hjá DV, Vesturgötu 141, Akranesi. Á hvaða tílTld S6ni er! 99*56*70 LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞER SKAÐA! yUMFERÐAR RÁD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.