Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Side 26
26 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 Sérstæö sakamál Garóyrkj umaöurinn Stóra gamla húsið efst á háu klett- unum við Ermarsundið var vel þekkt. Þangað höfðu tveir heims- þekktir rithöfundar leitað til að fá frið og auka andagift sína við skrif sín. Annar þeirra var Ian Fleming, höfundurinn bókanna um leyniþjó- unstumanninn James Bond, eða 007 eins og hann er oft nefndur, en hinn var Nevil Shute. Og þeir sem þekkja skáldsögur beggja draga vart í efa að þeir hafi haft gott af dvölinni í gamla húsinu. Nú er þetta hús hins vegar líka þekkt fyrir viðurstyggilegt morð og ásakanir um samsæri í tengsl- um við þaö. Og í raun er sagan svo sérstök að bæði Fleming og Shute hefðu án vafa látið í ljós undrun sína yfir atburðunum. Fangelsun Fangelsun var hiuti af því sjónar- spili sem fylgdi í kjölfar ásakan- anna sem hér segir frá. Saklaus kona sat inni í nær heilt ár, en all- an þann tíma óttaðist hún að allar tilraunir hennar til að sýna fram á sakleysi sitt myndu mistakast og hún yrði látin sitja í fangelsi árum saman. Hún hét Yianni Robertson, var rúmlega þrítug og af grísku bergi brotin. Maður hennar var Michael Robertson, rúmlega fertugur fram- kvæmdastjóri raftækjafyrirtækis. Hann var vel efnaður. Hjónin bjuggu í húsinu umrædda, skammt frá Portsmouth. Um tíma virtist þeim sem best til þekktu að hjónabandið væri ham- ingjusamt. En þegar frá leið kom í ljós að hafi hjónin veriö hamingju- söm fyrst eftir giftinguna þá var mikil breyting orðin á. Hvort um sig lifði sínu lífi þótt þau hefðu ekki skiliö og byggju undir sama þaki. Garðyrkjumaðurinn Við húsið á klettunum var stór garður, svo stór að honum varð ekki sinnt nema af garðyrkju- manni. Hann hét Tim Smith og hann óttaðist skilnað, þó ekki þann sama og kynni að bíða Robertsons- hjónanna. í raun má segja að hann hafi óttast afleiddan skilnað, það er að hann yrði að segja skilið við garðinn sem hann sá um ef hjónin sem hann vann hjá skildu, því þá yrði húsið vafalaust selt. Hann ótt- aöist því atvinnu- og umkomuleysi því hann þóttist vita að hann ætti vart í önnur hús að venda. Reyndar var aðeins ár síðan honum hafði verið sagt upp garðyrkjumanns- starfi hjá fjölskyldu í Broadstairs. Hann kunni því illa að eiga allt sitt undir efnafólki, en líf þess fannst honum oft einkennast af hverflyndi sem reynslan sagði hon- um að gæti haft slæmar afleiðingar fyrir hann sjálfan. Illa leikinn og dauða nær Kvöld eitt í október kom Yianni heim og að manni sínum alblóðug- um. Hann var að reyna að skríða eftir grasflötinni rétt við snarbratt- an klettavegginn. Hann gat engu orðið komið upp og fjórum dögum síðar lést hann án þess að geta gert nokkra grein fyrir því sem gerst hafði. Rannsóknarlögreglan fékk málið til meðferðar strax í upphafi, en gat í raun aðeins fullyrt að hann hefði orðið fyrir fólskulegri árás. Eins og nærri má geta var garð- yrkjumaðurinn, Smith, yfirheyrð- ur. Hann sagðist ekki geta gefið neina skýringu á því hvað komið heföi fyrir manninn sem hann vann hjá. Kvöldið sem hann fannst Húsið á klettunum. hefði hann verið á krá, í um tveggja kílómetra fjarlægð frá húsinu, rétt eins og flest önnur kvöld. Og vitni gátu staðfest að hann hefði setiö þar og spjallað yfir ölglasi. Stöngin Daginn eftir andlát Robertsons fundu börn sem voru að leik í fjör- unni fyrir neðan klettana jám- stöng. Sjór hafði ekki gengið yfir hana á aðfallinu og því hafði hann ekki þvegið af henni blóðslettumar sem á henni fundust. Bömin gerðu sér grein fyrir því að ekki væri allt með felldu og gerðu lögreglunni aðvart. Stöngin var sótt og tekin til nákvæmrar rannsóknar. Blóðsýni vom tekin og komu þau heim og saman við blóðsýni úr Robertson. Þá vom tekin fingrafór af stönginni. Þau reyndust ekki vera á skrá, en þegar tekin vom fingrafór af Smith varð ljóst aö hann hafði handleikið stöngina. Hann var tekinn til yfirheyrslu og þegar honum var sagt að for af fingmm vinstri handar hefðu fund- ist á stönginni gerði hann játningu sína. Sagagarðyrkju- mannsins „Ég var elskhugi Yianni," sagði Smith. Hann sagði síðan þá sögu að hún hefði dregið sig á táíar, rétt eins og lafði Chatterley táldró Mell- ors í bókinni Elskhugi laföi Chatt- Tim Smith. erley eftir Lawrence. „Og þar kom,“ sagði Smith, „að hún fékk mig til að myrða manninn sinn.“ Sagan barst til blaðamanna skömmu síðar. Hún þótti með ólík- indum, bæði vegna samlíkingar- innar við bókina frægu eftir Lawr- ence og þar sem sögusviöið var garðurinn við húsið þar sem Flem- ing og Shute höföu setiö við skriftir. „Gula pressan" gleypti við sög- unni og geröi mikið úr henni. Og nær samstímis var Yianni Robert- son handtekin fyrir að hafa lagt á ráðin um morðið á manni sínum eftir að hafa lagt snöru sína fyrir garðyrkjumanninn sinn. Þá jók það á hið leikræna yfirbragð að Yianni var handtekin við jarðarför mannsins síns þar sem hún var í svörtum sorgarklæðum. Yfirheyrslureftir yfirheyrslur Yianni sat í fangelsi í næstum því heilt ár. Allan þann tíma hélt hún fram sakleysi sínu. Henni tókst þó aldrei að sannfæra viðmælendur sína um aö hún hefði ekki farið aö eins og garðyrkjumaðurinn sagði. Það jók á erfiðleika hennar að margir áttu erfitt með að skilja hvers vegna Smith, sem hafði játað á sig sjálft moröið, skyldi vilja flækja Yianni í málið hefði hún ekki lagt á ráðin. Rannsóknarlögreglumennimir voru sannfærðir um sekt Yianni og drógu enga dul á það. En svo kom að réttarhöldunum, sem fóru fram árið 1985. Ekki fór þó svo að hún stæði við hliö Tims Smith í réttarsalnum, ákærð fyrir aðild að morði. Þá hafði það gerst sem sýndi fram á að Yianni hafði setið saklaus í varðhaldi allt frá morði manns hennar. Saga Yianni Allan þann tíma sem Yianni sat í varðhaldinu hélt Smith fast við sögu sína. Hún þótti meðal annars trúverðug af því hún var nákvæm og í smáatriðum sem hann hélt fast við. Saga Yianni var hins vegar allt önnur. í viðurvist vitna lýsti hún því yfir hvað eftir annað að Smith hefði leitað á hana. Hún heföi hins vegar vísað honum frá með orðun- um: „Ég er húsmóðirin á þessu heimili en þú ert bara garðyrkju- maðurinn minn.“ Hún sagðist jafnframt hafa reynt að gera honum ljóst að þótt svo kynni að fara að hún skildi við mann sinn táknaði það ekki að aðrir menn gætu gengið að henni sem vísri. Og allra síst jafn ólagleg- ur maður og hann, Smith, væri. Viðbrögð Smiths Þótt raunveruleg staðfesting hafi ekki fengist á því þykir mörgum líklegt að saga Lawrences um laföi Chatterley og Mellors hafi orðið kveikja þess sem geröist þegar Smith reyndi að vinna ástir Yianni. En hvort sem svo var eða ekki voru viðbrögð hans dæmigerð fyrir þann sem er hafnað á þann hátt sem hann mátti þola. Hann fylltist reiði, fannst hann niðurlægður og ákvað að hefna sín. Og þar var komin skýringin á því að Smith lýsti yfir því aö Yianni hefði fengið sig til að myrða mann sinn. Þetta játaði hann loks, rétt fyrir réttarhöldin. Og um leið greindi hann frá því sem gerst hafði októb- erkvöldið í garðinum við húsið á klettunum. Robertsons-hjón höfðu bæði ætl- að út að borða þetta kvöld en hvort á sínum stað. Og það gerðu þau. Þau komu síðan heim sitt í hvoru lagi. Michael Robertson kom á und- an. Um leið og hann steig út úr bílnum bjó Smith sig undir að ráða hann af dögum. Hann sló hann með járnstönginni en fór síðan með hana fram á klettabrúnina og kast- aði henni fram af, í þeirri trú að sjórinn myndi grafa hana í sandinn í náttmyrkrinu. Ákrána Þar eð Michael Robertson kom snemma heim gafst Smith tími til að fara á krána að venju. Þar var hann skrafhreifinn og gætti þess að sín yrði minnst. Og þannig kom hann sér upp þvi sem talið var geta verið gild fjarvistarsönnun. Það leið hins vegar ár, eins og áður segir, þar til Smith játaði að hafa verið einn að verki og hafa ætlað sér að koma fram hefndum við Yianni fyrir að hafa hafnað sér sem ástmanni. Ekki varð hins veg- ar séð að Smith sæi mikið eftir því að hafa gert henni þetta. „Hún hefur verið í hreinu víti í heilt ár af því að hún vildi mig ekki,“ hrópaði hann. Svo bætti hann viö: „Og ég kom fram hefnd minni." Réttur í Winchester, en þar var málið tekið fyrir, dæmdi Tim Smith í ævilangt fangelsi. Yianni Robertson fékk frelsið eft- ir að mannorð hennar hafði verið hreinsað og hófst handa við að koma lífi sínu á réttan kjöl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.