Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 48
52
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994
Sviðsljós
DV
Með krabbamein í fæti:
Sett í gifs og send heim
með verkjatöflur
„Núna er ég frísk. Við hjónin höfum
meira að segja dansað saman.“ Þetta
segir sænska stúlkan Pernilla Holm-
berg í viðtali við blaðið Expressen.
Pernilla, sem er 21 árs, fékk illt í fót-
inn í fyrrahaust. Það var ekki fyrr
en í júní síðastliðnum að læknar
uppgötvuðu að hún var með krabba-
mein.
í október í fyrra var Pernillu svo
illt í fætinum að hún fór á neyðar-
móttöku á sjúkrahúsinu í Karls-
krona. Þar sögðu læknarnir henni
að hún væri með vöðvabólgu, gáfu
henni verkjatöflur og fyrirskipuðu
hvíld. Verkurinn hvarf ekki og Pern-
illa leitaði hvað eftir annað til sjúkra-
hússins. Margir læknar skoðuðu
hana og hún fékk fleiri verkjatöflur.
„Þegar ekkert gerðist leitaði ég til
heilsugæslustöðvarinnar. Þar sagði
læknirinn að ég hefði snúið mig illa,“
greinir Pernilla frá.
Eftir fjórar heimsóknir á heilsu-
gæslustöðina leitaði Pernilla til sjálf-
stætt starfandi læknis. Hann var
þeirrár skoðunar að eitthvað væri
að liðunum og sendi Pernillu með
tilvísun til gigtarsérfræðings á
sjúkrahúsinu. „Hjá honum fékk ég
kortisonsprautur sem virkuðu í
nokkrar klukkustundir. Svo varð
verkurinn verri en nokkru sinni.“
Þegar hér var komið sögu höfðu
um tíu læknar skoðað Pernillu en
enginn uppgötvað krabbameinið í
fætinum.
„í byrjun mars var ég lögð inn og
fékk morfín sjötta hvern tíma. Fótur-
inn var eins og stór klumpur og ég
þoldi enga snertingu." Læknirinn
sem annaðist Pernillu sagði hana
vera með bólgu í lið, gaf henni fúkka-
lyf og sendi hana heim.
Fljótlega leitaði hún aftur til neyð-
armóttökunnar á sjúkrahúsinu.
„Það getur ekki verið að þú sem ert
svona ung sért með svona mikinn
verk. Farðu nú heim að sofa og svo
líður þetta hjá,“ var ráðið sem hún
fékk í þetta skipti hjá lækni á vakt.
í apríllok bað Pernilla um að verða
lögð inn. Hún þoldi ekki sársaukann
lengur. Hún var sett í gifs og meira
að segja tvisvar en án árangurs. „Því
meira sem þú gengur því fyrr batnar
þér,“ sagði næsti læknir. „Ég reyndi
en datt á gólfið," segir Pemilla.
Hún missti fóstur 20. maí síðastlið-
inn er hún var komin rúmlega fimm
mánuði á leið. Það var ekki fyrr en
tveimur vikum seinna sem læknarn-
ir ákváðu að opna á henni fótinn.
Þá sáu þeir stórt illkynja æxli og
Pernilla var send til Lundar þar sem
fótleggurinn var tekinn af henni um
mitt læri. Hún var einnig sett í geisla-
meðferð. Krabbameiniö hciföi ekki
dreift sér um líkamann.
Pernilla er vonsvikin yfir að eng-
inn af þeim læknum sem rannsök-
uðu hana skuli hafa haft samband.
Hins vegar hafa tveir aðrir læknar
hringt til hennar og hughreyst hana.
Mál hennar er nú á borði yfirvalda.
Listaverkaeftirprentanir
Falleg gjafavara - (talskir ramnialistar
innrömmunarþj ónusta
Fákafeni 9 - Sími 814370
„Við ætlum að reyna að eignast barn aftur,“ segir Pernilla sem fær sér
snúning á nýja gervifætinum með manni sinum Roger. Þau giftu sig í sum-
ar þegar Pernilla var ekki viss um hvort hún myndi lifa til jóla.
Jólin hennar ömmu!
Vorum að fá sendingu af gamla jólaskrautinu
og englunum sem allir hafa beðið eftir!
Englar
75 tegundir af englum
einnig límmiðar og glansmyndir.
Pantanir óskast sóttar.
Hæð
7 cm
Hæð
22 cm . .....
Ávallt
nýafskorin
blóm
í miklu úrvali.
Aarikka
jólatrévörur
með 80% afslætti
Fallegar hýasintu- og
jólaskreytingar í miklu
úrvali.
Dúkkulísur,
fimmburamir frægu
Leiðisgreinar kr. 900-1200
Leiðiskrossar kr. 1.980-2.500
Leiðiskerti, ýmsar gerðir
Opið alla daga 10-22
Hæð
Kerti, einlit og tvílit
gyllt og rautt, gyllt og blátt,
gyllt og grænt.
Fallegar jólasevíettur.
Landsbyggðarfólk, gleðjið
vini og ættingja á höfuðborg-
arsvæðinu. Hringið og pantið
ogvið sendum.
Erum í næsta nágrenni
við Borgarspítalann.
hýasintur, kr. 599
BL0MIÐ
&ren&á&oegl 60
'Junó&HSSO