Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 38
42 I.AUGARDAOUR 17. DESEMBER 1994 Kvikmyndir_____________ i>v Handanúr himingeimnum Nýlega mátti lesa í dagblööunum að nokkrir íslendingar tóku sig til og héldu á Snæfellsnes til aö taka á móti geimverum, ef þeim skyldi þóknast að láta sjá sig. Þessir íslend- ingar höföu ekki árangur sem erfiði, a.m.k. ekki í þetta sinn, því ekkert sást til geimvera né geimskips. En þessi atburður sýnir að til er fólk sem trúir á að til sé líf úti í himingeimn- um. Þetta hafa rithöfundar og kvik- myndaframleiðendur notað sér, enda bækur og myndir byggðar á vísinda- og framtiðarsýn vinsælar. Hver man ekki eftir Spielberg- myndunum, Close Encounters og svo E.T. ásamt hinni sögulegu mynd Space Odissey 2001 sem Stanley Umsjón Baldur Hjaltason Kubrick leikstýrði. Svo virðist sem kvikmyndir sem byggja á vísinda- skáldsögum séu einu sinni enn að komast í tísku því að undanfornu hafa fjölmargir sjónvarpsþættir og kvikmyndir um þetta efni verið frumsýndar. Það gæti verið tilviljun að þessar myndir skuli vera frum- sýndar í mesta skammdeginu en margt bendir til þess að einmitt þá sé auðveldara að láta fólk gleyma hinum harða raunveruleika og láta hugann reika út í himingeiminn á vit ævintýra. Sjónvarpsþættir Einna fyrstur til að ríða á vaðið var leikstjórinn Roland Emmerich meö mynd sína Stargate. „Við vissum að fólk hefði áhuga á myndum byggðum á vísindaskáldsögum," var nýlega haft eftir Emmerich í tímaritsviðtali. „Við sögðum öllum frá þessu en eng- inn trúði okkur. Við vorum vissir um að þetta væri rétta myndin og einnig rétti tíminn." Stargate hlaut frekar lélega dóma enda hefur Kenn Russel, sem fer með aðalhlutverkið, ekki verið mikið að- dráttarafl. En öllum til undrunar hrifust áhorfendur af tæknibrellun- um og myndin halaði inn um 3 millj- arða fyrstu tvær vikurnar sem telst harla gott. Tveim vikum síðar frumsýndi NBC sjónvarpsstöðin sjónvarpsþáttinn Earth 2. Viðtökurnar voru svo góðar að þátturinn varö 8. vinsælasta sjón- varpsefnið þá vikuna og sló út þætti eins og fréttaskýringaþáttinn 60 Min- utes. Til að kóróna allt saman sló svo nýjasta Star Trek myndin, Star Trek Generations, út allar aðrar myndir frumsýningarhelgina og ýtti aftur fyrir sig mynd eins og Interview With The Vampire. Endurgerðir vinsælar Enn á eftir að sýna margar myndir byggðar á vísindaskáldsögum. Ein þeirra er Johnny Mnemonic sem er byggð á samnefndri sögu Williams Gibson sem hann skrifaði 1981. Ke- anu Reeves fer með aðalhlutverkið. Einnig má nefna Waterworld með Kevin Costner en þeirri mynd var nýlega gerð góð skil á síðum DV. Það hefur gengið á ýmsu við gerð mynd- arinnar og nú bíða aðstandendur hennar með öndina í hálsinum eftir að sjá hvort hér sé annað „Heavens Gate" mál í uppsiglingu. Sylvester Stallone lætur ekki sitt eftir liggja því hann mun leika í Judge Dredd, lögreglumann á mótorhjóli í framtíð- arríki, líkt og því sem skapað var í Blade Runner. Stanley Kubrick hef- ur lengi haft í undirbúningi myndina AI sem fjallar um tölvur og gervi- greind. Ef við færum okkur yfir á sjón- varpsskjáinn þá er hægt að horfa í dag á fjölda þátta um framtíðarsýn og samskipti við verur frá öðrum hnöttum eða jafnvel sólkerfum. Fyr- ir utan Earth 2 má nefna Babylon 5, Deep Space Nine, The X-Files, Seaqu- est DSV, Robocop, Space Precint og Highlander. Sumir þessir þættir eru einnig sýndir hér á landi. Það er búist við að þessum þáttum fjölgi enn meira á næstu mánuðum. Fyrir 2 árum var stofnuð í Bandaríkjunum kapalrás sem ber heitið SCI-FI rásin og sendir út til áskrifenda myndir byggðar á vísindaskáldsögum, eins og Buck Rodgers og Battlestar .Galactica. Rásin er orðin ein vinsæl- asta kapalrásin og spáð mikilli áframhaldandi velgengni. Sögulegtyfirlit Stór þáttur í velgengni þessara mynda er fjalla um framtíðina er hve raunverulegar tæknibrellumar eru orðnar. Tölvur og ýmis vélbúnaður gerir framleiðendum kleift að skapa raunverulega sýn af hugarórum sín- um. Menn og dýr taka á sig ýmis form og áhorfendur sjá geimskip bruna framhjá eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þaö hefur því mikið vatn runnið til sjávar síðan Georges Melies gerði árið 1902 hina sögulegu þöglu mynd A Trip to the Moon. Myndina byggði hann á efni frá Jules Verne og H.G. Wells. Þaö var raunar ekki fyrr en 1926 að Melies fékk sam- keppni þegar Fritz Lang gerði mynd- ina Metropolis, mynd um framtíðar- borg. Ef litið er á þróun þessara mynda sést einnig vel hvaö tækni- brellur skipta miklu máli. Myndin Things to Come, sem var gerð 1936 eftir sögu H.G. Wells, þótti afskap- lega tæknilega fullkomin þá þótt fáum finnist það í dag. Sama gildir um The Day the Earth Stood Still (1951) og Inunction of the Body Snatchers sem Don Siegel gerði 1956. Það eru þó nokkrar myndir enn í dag sem hafa staðist vel timans tönn. Þar verður líklega fyrst að telja 2001: A Space Odyssey sem enn telst tíma- mótamynd á þessu sviöi. Hún var gerð 1968 og er því orðin yfir 26 ára gömul. Síðan má nefna Star Wars sem á nú 17 ára afmæli. Af nýlegri myndum má nefna Close Encounters of the Third Kind (1977), E.T. (1982), Blade Runner (1982) og svo Termin- ator 2 (1991). Brando á hvíta tjaldinu Að undanfornu hefur einnig aukist áhuginn á þessum gömlu myndum. Það á ekki síst við kvikmyndafram- leiðendur sem sjá sér leik á borði að gera endurútgáfur. Margar myndir hafa þegar verið gerðar en einnig hefur íjöldi þekktra leikara og leik- stjóra tekið að sér endurgerðir. Sá frægasti er líklega Marlon Brando sem ætlar að leika í The Is- land of Dr. Moreau. Það veröur einn- ig gaman að sjá Oliver Stone glíma við endurútgáfu Planet of the Apes og hvernig Jan De Bont, leikstjóri Speed, sem nýlega var sýnd á ís- landi, ætlar sér aö útfæra King Kong þeirra Japana eða Godzilla. Það hafa líka gengið sögusagnir um að nú sé komið að því að gera aðra Star Wars mynd. Hingað til hefur höfuðpaurinn George Lucas alltaf stoppað áður en til framkvæmda kom en margt bend- ir til að nú veröi breyting þar á. Það er búið að ráða Frank Darabont til að vera mönnum innanhandar við gerð handritsins en hann leikstýrði m.a. The Shawshank Redemption. Kenneth Branagh hefur verið nefnd- ur sem tilvalinn í hlutverk Obi-Wan Kenobi. Lucas hefur ákveðið að setja Star Wars myndina sína aftur í al- menna dreifingu árið 1997 þegar 20 ár eru liðin frá því hún var frum- sýnd. Hann mun bæta inn í myndina bútum sem voru klipptir úr mynd- inni á sínum tíma til aö stytta hana. Einnig hefur hljóðiö verið endurunn- ið. Lucas hefur einnig sagt að það taki 3 ár að gera framhaldsmynd eða eitt ár í undirbúningi, eitt ár að skrifa handritið og eitt ár í að gera mynd- ina. Ef kraftur verður settur í gerð framhaldsmyndarinnar gæti hún verið frumsýnd á 20 ára afmæli Star Wars. Það er líka einmitt það sem flestír búast við og markaðurinn virðist líka tílbúinn. Lucas er búinn að fá 75.000 símtöl í ár þar sem spurt er um hvenær næsta Star Wars myndin komi fram á sjónarsviðið. Það er því talið næsta víst að hann látí eftir þessum óskum aðdáenda sinna. Highlander III Þessa dagana er verið að kvik- mynda þriðja hlutann af Highlander. Þegar fyrsta myndin kom á markað- inn bjuggust fáir við að hún myndi njóta vinsælda. En fljótlega fór sá orðrómur af stað að hér væri um vel gerða og spennandi mynd að ræða og aðsóknin jókst til muna. í dag er Highlander I talin til sígildra verka og er vinsæl í kvikmyndahúsum sem endursýna gamlar myndir. í fyrstu myndinni festí franski leik- arinn Christopher Lambert sig í sessi. Það þarf nokkuð til svo að áhorfendur samþykki að Frakki leiki Skota en einhvem veginn tókst Lam- bert að komast í gegnum myndina með sinni ensku með frönskum hreim, án teljandi vandræða. Það hjálpaði kannski til að Sean Connery lék einnig hlutverk í myndinni, Spánvetja. Hollywood sá sér leik á borði og gerði Qjótlega framhaldsmyndina Highlander n - The Quickening, en breyttí jafnframt forsendunum. Nú var aðal sögupersónan Connor Macleod orðinn gestur frá annarri plánetu í stað þess að vera ódauðleg- ur Skotí sem upplifði ástir og stríð gegnum aldimar. Handritið að mynd númer tvö var nokkurs konar blanda af Blade Runner og Total Recall, hálf- gerður bastarður. Áhorfendur vora mjög ósáttír við myndina og vildu fá aftur sinn ódauðlega Skota. Lambert lék einnig í seinni myndinni og var einnig lítt hrifmn af handritínu. Hann var hins vegar samningsbund- inn og hafði ekkert um það að segja hvernig farið væri með Connor Macleod. Þegar haft var samband við Lambert um að leika í þriðju mynd- inni sagðist hann aðeins vilja gera það á þeirri forsendu að hann fengi aö samþykkja handritshöfund, leik- stjóra og ekki síst, nú yrði stuðst við upphaflegu myndina. Það var sam- þykkt. Seiðkarlar og töframenn Tvær fyrstu myndirnar vora leik- stýrðar af Russel Mulcany en hann hafði áður aðallega unnið við gerð tónlistarmyndbanda. Þriðju mynd- inni leikstýrir Andy Morahan sem hefur líkan bakgrunn og Mulcany og hefur gert myndbönd fyrir Micha- el Jackson, Elton John og Guns’n’- Roses og unnið til fjölmargra verð- launa fyrir verk sín. í Highlander III: The Sorcerer, tekst Macleod á við villinginn Mario Van Peebles sem leikur seiðkarl. Connor lifir nokkuð eðlilegu lífi með syni sínum. En brátt veröur breytíng þar á. Fyrir 300 árum var áöurnefnd- ur töframaður eða seiðkarl jarðaður ásamt 3 öðrum ódauðlegum seiðkörl- um við rætur íjallsins Neri í Japan. Þegar þeir óvænt eru vaktir af svefni sínum inn í nútimann telja þeir sig eiga harma að hefna gegn Connor. Hann verður að glíma við þá félaga og fer uppgjörið fram á götum New York borgar. Connor hittír einnig þar Alex Johnson (Deborah Unger), unga vísindakonu sem einnig er á slóð seiðkarlanna. En það sem Alex veit ekki er að hún og Connor höfðu áður hist fyrir löngu síðan. Áhorf- endur fá því einnig smáskerf af ást og rómantík inn í myndina, líkt og í þeirri fyrstu. Christopher Lambert Atriöi ur Highlander III. er eina stóra nafniö í myndinni. Hann valdi Kanadíska leikkonu í hlutverk Alex sem var fyrstí Kanadabúinn sem útskrifaðist úr ástralska leiklistarskólanum en þaö- an era útskrifaðir m.a. leikararnir Mel Gibson og Judy Davis. Hún lék fyrst í áströlskum sjónvarpsþáttum áður en hún fluttí til Los Angeles. Þar fékk hún hlutverk í myndunum Bangkok Hilton (með Nicole Kid- man) og Prisoner in the Sun (með Bryan Brown) ásamt bitastæðu hlut- verki í Whisper in the Dark. Það var síðasta myndin sem vakti athygli Lamberts á henni en þar lék hún léttgeggjaða hjúkranarkonu. Áður en Deborah Unger fékk hlutverkið sá hún. fyrstu myndina en slépptí framhaldinu. Með fyrstu myndinni urðu Highlander og Christopher Lambert ódauðlegir í margra augum. Það er vonandi aö þeir valdi ekki áhorfendum vonbrigðum í þetta sinn. Það er farið að gera sjónvarps- þættí sem kallast Highlander. Þeir fjalla um Duncan, systkinabarn Macleods, sem kom fram í fyrsta þættinum. Við skulum vona að ekki verði smurt of þunnt og hugmyndin að hinum ódauðlega Skota verði eyðilögð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.