Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 Dagur í lífi Miriam Óskarsdóttur, foringja Hjálpræðishersins á Akureyri: Með pottinn í jólaumferðina Ég vaknaöi við vekjaraklukkuna rúmlega sjö á mánudagsmorgun- inn og sá strax eftir því aö hafa ekki farið að sofa fyrr um kvöldið. Ég dreif mig á fætur og náði því að borða hálfan disk af morgun- korni áður en systir mín kom. Hún ætlaði að keyra mig í gagnfræða- skólann, þar sem ég kenni norsku, um leið og hún fór í sína vinnu á sjúkrahúsinu. Ég náði því Jíka að vekja hjúkrunarfræðinemana tvo, Ingibjörgu og Önnu Margréti, sem hafa gist hér hjá Hjálpræðishern- um til að fá ró og næði á meðan þær eru í próflestri. Ég hafði lofað að vekja þær áður en ég færi af stað. Þegar ég var komin upp í skóla fór ég að undirbúa fyrir próf. Ég lét taka frá stofur fyrir hina ýmsu ár- ganga. Um hádegisbil hafði ég lokið undirbúningnum í skólanum. Ég gekk frá skólanum niður að -húsi Hjálpræðishersins. Það var mjög kalt, 7 stiga frost, og ég var fegin að hafa fengið far um morguninn. Ég kom við í verslun á leiðinni til að fá mér gammosíur eða leggings eins og þær kallast núna. Þær voru á tilboði og ég fékk mér þykkar til að vera í í kuldanum. Ég freistaðist til að fara inn á pitsustað en pen- ingabuddan leyfði ekki nema ham- borgara. Með pottinn niður í bæ Klukkan tvö átti ég von á því að Níels Jakob, hermannaleiðtogi hér á Akureyri og safnaðarmeðlimur, kæmi að sækja mig. Við ætluðum út með pottinn niður í bæ og ég þurfti að dúða mig. Síminn stopp- aði ekki og ég komst í eina og eina flík á milli samtala. Þegar Níels Jakob kom var ég enn að reyna að klæða mig í. Það er mikið hringt og beðið um aðstoð á þessum árs- tíma. Það hafði hlýnað aðeins þegar við fórum út. Það komu ýmsir sem ég þekki að spjalla þar sem ég stóð við pottinn og ég gat selt nokkur Heróp um leið og fólk gaf í pottinn. Rúmlega þrjú ætlaði svo Níels Jakob að'taka við af mér við pott- inn því ég þurfti að stjórna kvenna- fundi heimilasambandsins klukk- an fjögur. Ég ætlaði að hjálpa til við aö leggja á borð fyrir fundinn. Ég náði því þó ekki þar sem ég þurfti að svara í símann. Á fundin- um var hugvekja, söngur, lestur, spjall og kaflidrykkja. Að loknum fundi hljóp ég á fullu niður í bæ til að fá að koma pottin- um inn í Amaro þar sem viö fáum að geyma hann. Sofnaði út frá sjónvarpinu Ég labbaði rólega heim og fór aö setja í uppþvottavélina. Um sjöleyt- ið var ég komin inn í íbúðina til mín og hitaði upp matinn sem hjúkrunarfræðinemarnir höfðu eldað. Við spjölluðum aðeins um lífið og tilveruna. Til að lofa þeim að lesa í friði í stofunni fór ég inn í herbergi til mín og horfði á ferða- sjónvarp sem faðir minn lánaði mér. Ég lagðist á rúmið og horfði á fréttirnar. Ég sofnaði út frá sjón- varpinu því ég man bara eftir frétt- um af flóðunum í Glasgow og stríð- inu milli Bónuss og bókabúða. Klukkan var um tíu þegar ég vakn- aði. Ég hafði ætlað að hringja hing- að og þangað í sambandi við breyt- ingar á jóladagskránni og hafði samband við nokkra staði þar sem ég veit að fólk fer ekki snemma að sofa. Ég hringdi líka í nokkra vini og mömmu mína sem hafði dvalið hér meðan ég var fyrir sunnan vegna útgáfu geislaplötu. Mamma var búin að gera mjög fínt hér og taka fram jóladúka og mig langaði að þakka henni fyrir. Um hálfeittleytið fór ég í rúmið og tók með mér „mannakorn" sem eru litlir miðar með biblíuversum á. Ef ég er syfjuð og veit ég að ég held ekki út að lesa samfleytt er gott að glugga í svona mannakorn. Það hafði verið talsvert að gera þennan dag og ég sofnaði því fljót- lega. Miriam Óskarsdóttir, foringi Hjálpræöishersins á Akureyri. DV-mynd Gylfi Kristjánsson Finnur þú fimm breytingar? 288 ■V \v cg ■ j / m <2 5500 ©PIB ii% Nei, nei, nei. Ekki strax. Nafn: Heimili:................................................... Vinningshafar fyrir tvö hundruð áttugustu og sjöttu getraun reyndust vera: 1. Anna Björg Daníelsdóttir, 2. Erla Sigurðardóttir, Lækjarhvammi 13, Bústaðavegi 51, 220 Hafnarfirði. 108 Reykjavík. Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atrið- um veriö breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum Uðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: Grundig útvarpsklukka að verðmæti 4.860 krónur frá Sjónvarpsmiðstöðinni lif. 2. verðlaun: Fimm Úrvalsbækur. Bækurnar sem eru í yerðlaun heita: Þú ert spæjarinn, Síminn, Á ystu nöf, I helgreipum haturs og Lygi þagnarinnar. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiölun. Merkið umsiagið með lausninm: Finnur þú finim breytingar? 288 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.