Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 12
12 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjórl: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNUSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SiMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, urnbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Upplýsingahraðbrautin Tvær byltingar hafa orðið á vegferð mannkyns eftir svonefndri upplýsingahraðbraut inn í framtíðina. Báðar tengjast þær internetinu, alþjóðlegu og næsta stjórnlausu galdrafyrirbæri, sem þenst út með ógnarhraða, án þess að nokkur aðih eigi eða skipuleggi internetið. Fyrri byltingin var alþjóðlegi tölvupósturinn. Með tengingu við internetið getur fólk sent ódýran og leiftur- hraðan póst um heim allan og tekið við slíkum pósti. Þetta gerist mun ódýrar og þægilegar en með faxi, enda varð þetta til að hleypa ofurvexti í internetið. Önnur byltingin er að gerast þessa dagana. Með mynd- virkum forritum getur fólk tengst internetinu og notað það án þess að þurfa að skilja neitt í tölvum eða skipana- kerfum forrita. Fólk notar bara tölvumús og potar bendl- inum i þá kosti, sem skjárinn býður hverju sinni. Merkast við þetta er, að internetið hefur ekki sprung- ið, þótt notkun þess hafi margfaldazt með hveiju ári og þyngd upplýsinga margfaldist snögglega við tilkomu myndvirkra forrita. í rúmt ár hefur verið spáð hruni internetsins, en það heldur samt áfram vaxandi þenslu. ' Næstmerkilegast er, að veL skipulögð upplýsinganet, sem einkum hafa náð fótfestu í Bandaríkjunum, geta alls ekki keppt við óskipulagt internet um hylli fólks og reyna nú hvert um annað þvert að tengjast internetinu svo nánum böndum, að viðskiptavinirnir flýi ekki. Internetið hefur náð öruggri fótfestu hér á landi. ísinn braut íslenzka menntanetið, sem á rætur sínar á Kópa- skeri á Melrakkasléttu. Menntanetið íslenzka hefur vak- ið alþjóðlega athygli, svo sem sjá má af skjölum frá Evr- ópusambandinu um upplýsingahraðbraut nútímans. Dæmi Kópaskers og íslenzka menntanetsins sýnir ein- mitt í hnotskurn, að intemetið er þess eðhs, að það jafn- ar aðstöðu þeirra, sem búa afskekkt og hinna, sem búa í þungamiðjum heimsins. Kópasker getur keppt á jafn- réttisgrundvelh við Reykjavík, London og New York. Pappírslaus viðskipti eru í augsýn. Þar á meðal er sjálf- virk færsla upplýsinga milh sviða, svo sem frá vörupönt- un, yfir flutningaskýrslur, tohpappíra, hvers konar bók- hald fyrirtækja og skattskýrslur til sölunótna. Það verð- ur hamingjudagur, þegar tohskjöl fá afgreiðslu á neti. Svipuð bylting verður í útgáfustarfi. Intemetið jafnar þar aðstöðuna. Fólk getur stofnað eigin prentsmiðju og útgáfufyrirtæki á internetinu með óverulegum stofn- kostnaði. Þúsundir aðha víða um heim hafa byijað að feta sig fram eftir þessari akrein hraðbrautarinnar. Verið er að finna traustari leiðir til að auðvelda greiðsl- ur á intemetinu, án þess að netþjófar geti komizt yfir plastkortanúmer fólks og misnotað þau. Verið er að finna traustari leiðir th að mgla og afrugla viðkvæmar upplýs- ingar, svo að óviðkomandi aðhar komist ekki í þær. Enn er internetið niðurgreitt af háskólum og öðmm opinberum stofnunum, sem halda úti stofnæðum netsins notendum að kostnaðarlausu, svo að þeir þurfa aðeins að greiða verð innanbæjarsímtala. Búast má við, að það óraunhæfa dæmi verði fyrr en síðar reiknað upp á nýtt. Mikhvægt er, að íslenzk stjómvöld sjái um, að upplýs- ingahraðbrautin haldist ódýr fyrir innlenda notendur, þótt hún hætti að vera alveg ókeypis. Einnig er mikh- vægt, að stjómvöld knýi opinberar þjónustustofnanir th að vera með og taka á sig kostnað á móti spamaði sínum. Vaxtarbrodd upplýsingahraðbrautarinnar er að finna á óskipulögðu intemeti, sem enginn á og enginn rekur. Saga þess verður áfram undarlegt og ótrúlegt ævintýri. jonask@ismennt.is I.AUOARDAOUR 17. DKSEMBER 1994 Feigðarflan Jeltsíns í Kákasus Fjöllin Káka- fram í sus iölkorustu liáöi. Svo orti rímnaskáld um fornan herkonung, og í þjóöakraöaki Kákasuslanda hefur mörg rimman veriö háö. Á síöustu öld tók þaö rússneska keisaraherinn hverja herferðina af annarri aö leggja undir Rússaveldi lönd múslímskra fjallaþjóöa í Noröur-Kákasus. Nú hefur Borís Jeltsín Rúss- landsforseti efnt til herferðar til aö færa á ný undir rússnesk yfirráð Tsjetsjeníu, sem taldist sjálfstjórn- arsvæði innan Rússneska sam- bandslýöveldisins, en lýsti yfir sjálfstæði um leiö og Sovétríkin lið- uöust í sundur í árslok 1991. Frumkvööull aö sjálfstæðisyfir- lýsingunni var Dshokar Dúdaéf, fram að því hershöföingi í sovéska flughernum. Síöan hefur hann ráð- iö landinu og aö ýmsu ríkt meö fornum hætti, til að mynda látiö hálshöggva andstæðinga sína. Jeltsín kallaðj rússneska herinn brott frá Tsjetsjeníu, eftir að ljóst varð aö stórátök myndi kosta aö hrekja Dúdaéf frá völdum. Stóð svo í þófi fram á liðið haust, þegar upp- reisn braust út i Tsjetsjeníu gegn Dúdaéf, og varð brátt ljóst að upp- reisnarsveitirnar fengu fé, vopn og að nokkru mannafla frá Rússlands- her. Áhlaup á höfuöborgina Grosní 26. nóvember fór út um þúfur, og handsömuðu Tsétsenar þar að minnsta kosti tvo tugi Rússa. Setti Dúdaéf Rússlandsstjórn tvo kosti, að gangast viö aö þetta væru henn- ar hermenn, ella yrðu þeir teknir af lífi sem málaliöar. Varð þaö til aö samningamenn frá Moskvu komu til Grosní, þar á meðal Pavel Gratséf, landvarna- ráðherra Rússlands. Mótsagna- kenndar yfirlýsingar voru gefnar út í báöum borgum, en svo lauk að Rússunum var skilað, jafnframt Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson því sem rússneskar hersveitir flykktust að landamærum Tsjetsj- eníu. Þegar þetta er ritað eru skriö- drekasveitir Rússa komnar vel á veg að setjast um Grosní, en þyrlur og þotur halda uppi árásum á þorp- in sem liggja að leiðum til borgar- innar. Slitnað hefur upp úr samn- ingaviðræðum rússneskra og tsjetsjenskra stjórnvalda. Skyndilegt herhlaup gegn Tsjetsjeníueftir þriggja ára að- gerðaleysi kallar á sérstakar skýr- ingar. Þær sem uppi eru í Moskvu tengjast stöðu Gratsjofs landvarna- ráðherra og Jeltsíns forseta. Ljóst er aö liðsinni Rússlands- hers við uppreisn í Tsjetsjeníu er á ábyrgð Gratsjofs, enda keimlíkt rússneskum stuðningi við upp- reisn Abkhasa gegn Georgíu, sem lagði það nýfrjálsa ríki afvelta og geröi það háð Rússlandi. Ósigur uppreisnarmanna í áhlaupinu í Grosní er því til þess fallinn að veikja enn stööu ráðherrans, sem nýtur lítils álits i herforustunni. Jeltsín á hins vegar Gratsjof að þakka aö herinn bældi niður upp- reisn þingforustunnar í Moskvu í fyrra. Þar að auki hefur Jeltsín upp á síðkastið hyllst til að slá á rúss- neskar þjóðernisnótur viö hvert tækifæri. En hafi hann gert sér í hugarlund að herferð gegn Dúdaéf og Tsjetsj- enum yrði til að sameina Rússa að baki forseta sínum hefur annað komið á daginn. Þjóðernissinnar á Rússlandsþingi sem mark er á tek- iö, gamlir kommúnistar og flokkar frjálslyndra hafa sameinast í að fordæma hernaðaraðgerðirnar og vara við afleiöingunum. Rússneskur fréttaskýrandi komst svo að orði, að Jeltsin hefði nú ekki við annað að styðjast.en nokkra hershöfðingja og öryggis- lögregluna. Égor Gaidar, fyrrum forsætisráðherra og foringi meðal frjálslyndra, hefur varaö við að harðlínumenn í ríkisstjórn og ör- yggisþjónustu ætli sér að setja lýð- ræðisþróun í Rússlandi af sporinu til frambúðar með áhlaupinu í Grosní. Af myndi hljótast hermd- arverkaherferð Tsjetsjena, sem reka glæpaflokka víða um Rúss- land, sem síðan gæfi tilefni til að lýsa yflr neyöarástandi og afnema lýðréttindi. Talsmenn Tsjetsjena boða skæruhernað úr tjöllunum, þótt Grosní falli, og rússneskir herfræð- ingar eru sama sinnis. Einn þeirra sagði í breska útvarpinu BBC í fyrradag að hann sæi fram á að átökin breiddust út til annarra landa í Norður-Kákasus og gætu staðið svo árum skipti. Bandalag átta Norður-Kákasusþjóða hefur þegar boðað skráningu sjálfboðal- iða til að berjast með Tsjetsjenum gegn Rússlandsher. Fjölskyldur á flótta með fátæklegar föggur sínar undan sókn Rússlandshers i Tsjetsjeniu. Símamynd Reuter Skoðanir annarra Aukin tengsl við ESB „Stjórn Verkamannaflokksins gekk í gær í lið með ríkisstjórninni í viðleitni hennar til aö stofna til eins náinnar samvinnu við ESB og hægt er án aðildar. Sem aðili að NATO, EES og Vesturevrópusamband- inu er Noregur í góðri stööu gagnvart ESB. Þaö er nauðsynlegt að þessi tengsl nýtist sem best, eins og ríkisstjórnin hefur lagt til og stuðningur er fyrir í Stórþinginu. Ábyrgðin fyrir þessari vinnu er alfariö hjá ríkisstjórninni eftir að aðildinni að ESB var hafn- að í þjóðaratkvæðagreiðslunni.‘‘ Úr forustugrein Dagbladet 13. desember. í lagi að berja á Tsjetsjenum „Borís Jeltsín Rússlandsforseti og umbótasinnaðir félagar hans standa frammi fyrir alvarlegri innan- landskreppu vegna ástandsins í hinu örsmáa upp- reisnarhéraöi Tsjetsjeníu. Ekki er hægt að láta þriggja ára gamla uppreisnina viðgangast. Þótt best væri að finna pólitíska lausn á ástandinu er fyllilega réttlætanlegt af Jeltsíns hálfu að beita hervaldi til að kveða uppreisnina niður.“ Úr forustugrein New York Times 14. desember. Síðasta vonin horfin „Með því að dæma átta kúrdiska þingmenn til þungrar fangelsisrefsingar hefur tyrkneska ríkis- stjórnin greinilega sagt skilið við allar lýöræðisvenj- ur við að leysa vanda Kúrda. Þessir þingmenn voru síðasta vonin um friðsamlega lausn. Það er kominn tími til að Vesturlönd beiti tyrknesk stjórnvöld þrýst- ingi til að komast að póhtísku samkomulagi við Verkamarinaflokk Kúrda, sem er eini trúverðugi fulltrúi Kúrda, hvort sem mönnum líkar betur eða verr.“ Úr forustugrein Neue Zuricher Zeitung 15. desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.