Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 44
48
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994
RAFHA
TILBOÐ
PO^TAB
PÖwNUr
10
ÁRA
ÁBYRGÐ
KAUPIR 0
10%
AFSLÁTTUR
KAUPIR B
15%
AFSLÁTTUR
Austurísku KELOmat
pottarnir og pönnurnar
eru úr 18/10 stáli.
Heimamir
bak við litina
- í heimsókn á verkstæði mexíkanska myndhöggvarans Sebastians
í flugvélinni á milli Oaxaca og
Mexíkóborgar blasti viö undirrituð-
um kunnuglegt nafn er hann opnaði
flugtímaritið: Sebastian. Hér var um
að ræða fagurfræðilega og heim-
spekilega umflöllun hins þekkta
mexíkanska rithöfundar, Carlos Fu-
entes, um myndhöggvarann sem
þekktur varð á íslandi fyrir rúmum
tveimur árum þegar hann kom á
Listahátíð í Hafnarfiröi. Það er hins
vegar ekki á allra vitorði að Sebast-
ian átti í raun frumkvæði að sam-
skiptum við íslendinga á sviði lista
með því að bjóða Sverri Ólafssyni
myndhöggvara afnot af málmsmíða-
verkstæði sínu. Þar eru tólf manns
alla jafna í vinnu og hafa vart undan
að smíða skúlptúra Sebastians og
gestalistamanna sem hafa verið
nokkrir auk Sverris. Síöar hefur Se-
bastian útvegað fleiri íslenskum
listamönnum vinnuaðstöðu í Mexí-
kóborg svo ekki er of stórt upp í sig
tekið að kalla hann sérlegan Islands-
vin. Þaö varð því eitt mitt fyrsta verk
er til borgarinnar kom að hafa uppi
á manninum og kanna hvernig þetta
kom til.
Eldfjall gert
af mannahöndum
Það er þó meira en að segja það að
bregða sér á milli hverfa í Mexíkó-
borg. Þar búa í kringum 23 milljónir
manna og borgin er víðfeðm eftir
því. Gabriela, eiginkona Sebastians,
ákvað að senda Javier, sérlegan
sendibílstjóra myndhöggvarans, eft-
ir okkur. Honum hafði verið uppá-
lagt að sýna okkur skúlptúra Sebast-
ians á háskólasvæðinu, sem eru þó-
nokkrir, og hið sérstaka umhverfls-
listaverk er gengur undir heitinu
„Espacio escultorico" og var unnið í
samvinnu 7 myndhöggvara, þ.á m.
Sebastians, á miðjum sjöunda ára-
tugnum. Verk þetta opnaði Sebast-
ian, þá nýkomnum úr skóla, margar
dyr á forfrömunarbrautinni. Espacio
escultorico, eöa „skúlptúrrýmiö" er
í raun eins og eldgígur búinn til af
mannahöndum. Myndhöggvararnir
ákváðu að sýna jarðfræðilega sér-
stöðu staðarins sem felst í tiltölulega
nýlegu hrauni sem rann á tímum
Tolteka frá eldfjallinu Popocatepetl.
Þeir hreinsuðu jarðveginn af hraun-
inu á nokkur þúsund fermetra hring-
laga svæði og steyptu upp stöpla í
kring er saman mynduðu eins konar
gíg-
Prófessor í 300.000
nemenda skóla
Það tók u.þ.b. klukkutíma að kom-
ast á þennan mikiifenglega stað frá
miðbænum í brjálaðri umferð, en
Javier kippti sér ekkert upp við það,
dottaði á rauðu ljósi og sagði að þetta
væri alltaf svona um miðjan daginn.
Sýnilegt var á þeim íjölda skúlptúra
eftir Sebastian sem eru á háskóla-
svæðinu og þar í kring að hann hefur
komið ár sinni þar vel fyrir borð.
Hann er prófessor í myndlist í fullu
starfi í hinum risavaxna 300.000 nem-
enda skóla en á að auki mjög annríkt
við skúlptúrágerð. Sú varð líka raun-
in er á málmsmíðaverkstæðið kom
að myndhöggvarinn sjálfur var ekki
viðlátinn - staddur á vinnustofu
sinni í flarlægu hverfi. Eftir hálftíma
bið á skrifstofunni þar sem aöstoðar-
maður Sebastians hafði varla undan
að svara í símann stormaði Sebastian
inn um dymar og fór mikinn. Mikil
Tveir Islandsvinir: Sebastian, til vinstri, og Alberto Gutierrez.
verkefni voru fyrirliggjandi og hann
nýkominn frá Japan. Eftir nokkra
stund með aðstoðarfólki sínu gaf
hann sér þó tíma til að setjast niður
með okkur. En er lífið alltaf svona
hjá Sebastian?
Andleg innspýting
„Ég kann best við að vera á ferð
og flugi og fá nýja sýn á hlutina. Ég
hef ferðastvítt og breitt um heiminn
til að setja upp skúlptúra sem hafa
verið pantaðir. Auk íslands eru núna
stórir útiskúlptúrar eftir mig í Port-
úgal, Bandaríkjunum, Kanada, Jap-
an og í nokkrum löndum Suður-
Ameríku. Ég er einmitt nýkominn
frá Japan þar sem ég setti upp stóran
skúlptúr á nýju torgi í borginni Sakai
í nágrenni Ósaka. Þar er ekki meiri
listræn hefð en svo að borgaryfirvöld
hafa nú gert skúlptúrinn að eins kon-
ar einkennismerki borgarinnar. Slík
listræn samskipti gefa mér mikið og
til þess að fá meiri andlega innspýt-
ingu á verkstæðið ákvað ég að bjóða
erlendum myndhöggvurum að nota
hér aðstöðuna. Sverrir, „Moctez-
uma“ Hafnarfjarðar, kom hingaö og
vakti okkur af dvala. Það var frá-
bært. Hvernig er annars ástandið í
Straumi?“ - Ég segi Sebastian að
blikur séu þar á lofti í framhaldi af
sveitarstjórnarkosningunum sl. vor.
Frumkvæði
listamanna
„Ég ætla bara aö vona aö þeir fari
ekki að setja einhverja nefnd yfir
þetta því við höfum slæma reynslu
af menningarnefndum hér. Þær
drepa niður allt frumkvæði. Reynsl-
an hefur einmitt kennt okkur lista-
mönnum hér að ef við tökum frum-
kvæðið í okkar hendur þá kemur
þetta allt saman. Þetta er bara spurn-
ing um vilja. Hér skiptist menning-
arelítan í hægri og vinstri eins og
annars staöar þó svo að einn flokkur
hafi farið með völd í áttatíu ár. Það
má segja að páfar elítunnar séu Car-
los Fuentes á vinstri vængnum og
Octavio Paz á þeim hægri - þó hann
hafi að vísu verið vinstrisinnaður á
yngri árum. Þetta eru áhrifamiklir
menn í þjóðlífinu sem hafa tekið
frumkvæðið í sínar hendur. Þannig
nær listin til fólksins - meö frum-
kvæði listamanna frekar en nefnda-
störfum. Annars vantar sárlega að
Skúlptúr eftir Sebastian á háskóla-
svæðinu.
koma á menningarsáttmála á milli
íslands og Mexíkó - það myndi auð-
velda samskiptin á listasviðinu mik-
ið.“
- Nú eru verk þín býsna htsterk en
þó ekki litskrúðug. Hvaðan koma
þessir litir og þjóna þeir sérstökum
tilgangi í þínum huga?
Tveir litsterkir
menningarheimar
„Já, það var gaman að þú skyldir
koma að þessu. Á bak viö litina liggja
nefnilega þeir tveir menningarheim-
ar sem togast á í mér og flestum öðr-
um Mexíkönum; sá indíánski og sá
grísk-latneski sem Spánverjar og síð-
ar Frakkar fluttu hingað. Heimildir
eru fyrir því að Aztekar máluöu
byggingar sínar í sterkum litum og
leifar þeirra sjást víða. Svipað var
uppi á teningnum í Grikklandi. Þó
byggingar Grikkja séu í hugum
flestra hvítkalkaðar þá voru þær
ekki þannig upphaflega heldur í
ámóta skærum htum og hjá Aztek-
um. Þessa hti hef ég kosið að nota
og hefur alltaf fundist það hggja beint
við. Þeir skapa líka þá andstæöu við
gráma borgarumhverfisins sem ég
vil að skúlptúrinn sé. Þegar það var
t.a.m. ákveðið að flytja hina kunnu
styttu af riddaranum á breiðgötunni
Insurgentes og ég beðinn að hanna
skúlptúr til að setja þar í staðinn, þá
lá ljóst fyrir mér að styttan yrði eftir
sem áður að vera eins konar riddari,
en miklu stærri og í sterkum lit. Það
sýnist sitt hverjum um þetta verk,
en það verður að hafa í huga að þaö
er skapað í stórborg sem htur öðru-
vísi út en borgir sextándu eða sautj-
ándu aldar.“
- Carlos Fuentes kallar verk þín
rýmisleiki og þig segir hann vísinda-
mann ekki síður en hstamann. Hvað
viltu segja um það?
Töfrakubbar
„Ætli þetta sé ekki bara rétt hjá
honum," segir Sebastian og stendur
skyndilega á fætur. „Ég verð að sýna
þér svolítið,1' segir hann og fer inn í
kompu, en kemur von bráðar aftur
með eins konar leikfangakubba í
höndunum. „Þetta eru töfrakub-
barnir rnínir," segir listamaðurinn
og fer að umbreyta kubbunum af
mikilli kúnst. „Ég þróaði þá á átt-
unda áratugnum. Það var áður en
þessir vinsælu þrautakubbar voru
settir á markað í Bandaríkjunum, en
þeim svipar á vissan hátt saman.
Þessir hafa þó meiri möguleika, sýn-
ist þér það ekki?“ spyr listamaðurinn
og töfrar fram þrjá jafnstóra kubba
úr einum af sömu stærð. „Ég notaði
kubbana til að prófa mig áfram með
skúlptúra og með því aö handleika
kubbana opnuðust mér margir nýir
möguleikar. Seinna lét ég steypa
nokkra svona kubba í plast í yfir-
stærð fyrir Safn barnanna (Museo
del Nino) hér í Mexikóborg. Ég vil
hta á skúlptúr sem eitthvað breyti-
legt og ég vil líka að hann bjóði upp
á einhverja tegund af leik. Varðandi
vísindalegu hliöina þá hef ég alltaf
verið hrifinn af stærðfræði og til-
einkaði raunar Arkímedesi eina sýn-
ingu, sem byggðist upp á málverkum
en ekki skúlptúrum." Og Sebastian
dregur fram nokkur málverk sem
eru sérstæð fyrir þá sök að vera
máluð á málmsallann sem hefur orð-
ið til af smíði skúlptúranna. Lista-
maðurinn dregur stærðfræöilegar
línuteikningar í límblandaðan
málmsallann og eykur svo sterkum
ht við línurnar - því að baki þeim -
engu síður en skúlptúrunum - b'úa
tveir heimar. Nú kom annar íslands-
vinur, Alberto Gutierrez, í heimsókn
á verkstæði Sebastians. Gutierrez
kennir í hstaskólanum Esmeralda
sem er þessa dagana að flytja nýtt
og glæsilegt húsnæði .sameinaðra
hstaskóla margra listgreina. „Líkt og
þið ætlið að fara að gera á íslandi,"
segir Gutierrez. Talið barst að gesta-
vinnustofunum í Straumi þar sem
báðir komu og unnu skúlptúra sem
þeir síðan færðu Hafnarfjarðarbæ.
Báðir minntust með hlýju dvalar
sinnar á íslandi, en Sebastian bætti
viö: „Ég myndi samt aldrei geta búið
á íslandi, það er svo mikil kyrrð og
friður þar að ég held að mér yrði
ekkert úr verki. Ég kann vel við stór-
borgarstressið, það heldur manni
vakandi." Ekki hafði hann fyrr
sleppt orðinu en síminn hringdi -
hstamaðurinn þurfti að biðja okkur
aö hafa sig afsakaðan. „Svona er
dæmigerður dagur hjá myndhöggv-
aranum," sagði Javier og opnaði fyr-
ir okkur bíldyrnar.
Ölafur J. Engilbertsson