Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 29 Ólafur Þ. Þóröarson alþingis- maður hefur ákveðið að hætta þeim starfa af heilsufarsástæðum. Hann er nú sem óðast að ná sér eftir alvarleg veikindi og segir að hjartasérfræðingar Borgarspítal- ans séu galdramenn. Það verður sjónarsviptir að Ólafi Þ. á þingi. Eg hygg að fullyrða megi að þegar honum tókst best upp í ræðustól á Alþingi hafi hann ekki átt sinn jafningja í að flétta saman gamni og alvöru. Þeim gleymist sjálfsagt seint er hlýddu á ræöu hans við fjárlagaumræðu á næturfundi fyrir ári. Þá hélt hann þingheimi í krampahlátri meðan ræðan stóð og það var ekkert stutt. „Mér þótti vænst um að ná fram brosi á Birni Bjarnasyni," sagði Ólafur með sínu sposka brosi, þegar minnst var á þetta atvik í heimsókn tíðinda- manna DV til hans á Borgarspítal- ann í vikunni. Bannaö að hugsa um það sem ég hugsaði um áður Við spurðum Ólaf hvort hann fylgdist ekki með pólitíkinni þótt hann hefði dvalist á Borgarspítal- anum síðan snemma í haust? „Þegar ég kom hingað inn var mér bannað að hugsa um þaö sem ég hafði verið að hugsa um áður. Ég hlýddi þessu og fylgdist ekki með fréttum lengi framan af dvöl minni hér. Nú er ég aðeins að byrja að fylgjast með aftur. Ég horfi á sjónvarpsfréttir og hlusta á útvarp, þannig að ég veit dálítið um hvað er að gerast í pólitíkinni." Minnst var á að heldur væri þetta bragðdauft á þinginu núna. Rifjað upp að atkvæðagreiðsla um fjár- lagafrumvarpið eftir 2. umræðu tók 5 klukkustundir í fyrra en að- eins 20 mínútur núna. Það er spurning hvort karlagrobbið tekur yfir og maður lifir i þeim heimi að vera sæll með það sem maður hefur gert. Eða hvort maður lætur draumana um það sem maður hefði ef til vill komið áleiðis ná yfirhönd- inni, segir Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður. DV-mynd GVA Tók alltaf það sæti sem ég hlaut í prófkjöri: kappsmál sem ungum manni að fara á þing. Ég hefði verið formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. Við höíðum komið okkur saman um það sem sátum í þeirri stjórn að ýta til hliðar þeim málum sem við værum í miklum deilum með en takast á við þau mál sem við gætum náð samstöðu meö. Þá sátu þrír framsóknarmenn í þessari stjórn og tveir sjálfstæðismenn. Stjórnarmennirnir voru Karl Loftsson, Svavar Jóhannsson og ég frá Framsóknarflokknum en sjálf- stæðismennirnir voru Guðmundur Ingólfsson og Ólafur Kristjánsson. Mér datt aldrei í hug að láta sam- þykkja neitt meö 3 atkvæðum. Ef í það stefndi var það mál sett til hlið- ar. Við lögðum mikla vinnu í marga hluti. Ég minnist þess að við lögð- um mikla vinnu í símamálin á Vestfjörðum. En stærsta málið sem við náðum að samþykkja á Fjórð- ungsþingi í Reykjanesi var stefna í vegamálum fjórðungsins. Fram að þeim tíma má segja að stefnan í vegamálum hafi verið að fá góðan sumarveg suður. Helst einn veg sem hentaði bæði fyrir Patreks- fjarðar- og ísafjarðarsvæðið. Við breyttum þessari stefnu og röðuð- um í forgangsröð og settum heils- ársveg efstan á blað. Eins að allir Vestflrðingar gætu ávallt komist á sinn flugvöll. Við skiptum Vest- fjörðum í fjögur svæði og lögðum áherslu á innbyrðis tengingu þeirra. Inn í þetta allt kom hug- myndin um jarðgöng og var hug- myndin eins konar hringvegur um Vestfirði, ekki síst fyrir ferðamenn sem helst vilja ekki aka sama veg til baka. í þessu sambandi var líka farið í óvegaframkvæmdir í Óshlíð- ina og tvo aðra staði á íslandi, Ól- afsvíkurenni og Ólafsijarðarmúla. Á þessum sviðum hafa að mínu Maður trúði því oft að maður ætti meira fylgi - sérstaklega hér á manns yngri árum, segir Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður „Já, ég bað-nú stundum um nafna- kall þá, svona til aö láta reyna á samviskuna hjá þeim,“ sagði Ólaf- ur og frægur glampi kom í augun með glottinu. „En nú er orðin þjóð- arsátt um að eyða að staðaldri 10 milljörðum meira en við öflum. Og mikið væri það nú gaman ef hægt væri að hafa þetta svona til eilífð- ar.“ Alltaf átök um sætin Ólgan hjá framsóknarmönnum á Vestfjörðum, eftir prófkjörið þeg- ar valinn var eftirmaður Ólafs hef- ur verið áberandi í þjóðmálaum- ræðunni. Ólafur var spurður út í það mál? „Það eru ailtaf viss átök um sæti. Pétur Bjarnason er afskaplega vel látinn um Vestfirði sem fræðslu- stjóri. Einnig hefur hann mikið verið í félagsmálum á ísafirði. Það sem virðist einna helst hafa háð honum er að þeir ísfirðingar hafa ekki Utið á hann sem stjórnmála- mann. Jafnvel að þeir hafi viljað halda honum á staðnum með því að kjósa hann ekki á þing. Til þess bendir kjörsóknin þar sem var ákaflega lítil miðað við það fylgi sem við höfum þar í sveitarstjórn- arkosningum. í bæjarstjórnar- kosningum fengum við síðast yfir 280 atkvæði en ekki nema 106 tóku þátt í prófkjörinu þrátt fyrir góða þátttöku alls staðar annars staðar fyrir vestan. Mikill keppnismaður Ég þekki Gunnlaug Sigmunds- son ágætlega frá gamalli tíð. Ég er ekki í vafa um að hann er mikili keppnismaður, sennilega harðari ^eppnismaður en Pétur. Með þessu er ég ekki að segja að menn eigi endilega að vera keppnismenn, það sé einhver sæmd í því. Hitt er ann- að mál að stjórnmálamönnum er það eiginlega nauðsyn. Við höfum víða séð það í íslenskum stjórnmál- um. Nefna má menn eins og Albert Guðmundsson, Ellert B. Schram, Geir Hallgrímsson, sem var sonur manns sem vann Íslandsglímuna á Þingvöllum forðum, og ekki má gleyma þeim Mathiesenum í Hafn- arfirði, svo dæmi séu tekin. Mér sýnist að Gunnlaugur hafi farið í kosningabaráttuna af krafti keppn- ismannsins og eytt í hana öllum sínum tíma. Hann virðist hafa náð til allra, bæði í sveitum og þorpum. Á meðan var Pétur í fullri vinnu á Alþingi og hafði því minni tíma til að sinna kosningabaráttunni. Hann hefur heldur aldrei blandað saman starfi sínu sem fræðslustjóri og stjórnmálamaður. Sigraði hvorki né tapaði Ég á í sjálfu sér ekki gott með að dæma um hvað gerist í fram- haldinu. Mér fannst Vilhjálmur Egilsson, þingmaður þeirra Norð- lendinga, svara skemmtilega fyrir sig þegar hann var spurður um úrshtin í prófkjörinu í Norðurlandi vestra. Hann byrjaði náttúrlega á því að kenna Pálma Jónssyni um. Látum það nú vera. Eflaust nýtur Pálmi virðingar í sinni heima- byggð. En Vilhjálmur sagðist engu hafa tapað en hann hefði heldur ekkert unnið, hann væri í sama sætinu og hann var í áður. Þetta er sú staða sem hka blasir við hjá Pétri Bjarnasyni. Hjá Vilhjálmi gerðist það hins vegar að hann missti mann upp fyrir sig, þar sem Hjálmar hafði verið í 3. sætinu áð- ur. En hjá Pétri er það utanaökom- andi maður." Tókalltafþað sæti sem ég hlaut Ólafur var spurður hvort hann teldi sig hafa heilsu og stöðu til að skipta sér af þessum deilum fyrir vestan? „Það yrði þá th þess að reyna að sætta menn. Ég bið menn að hugsa þetta mál rökrétt. Framsóknar- flokkurinn fékk 1582 atkvæöi í síð- ustu alþingiskosningum á Vest- fjörðum. Ég held að það sé ekki umdeilt að óvinsæl ríkisstjórn hef- ur verið við völd og sóknarfæri því góð í komandi kosningum. Fram- sóknarflokkurinn þarf ekki að bæta við sig nema um 400 atkvæð- um til að fá tvo menn kjörna fyrir vestan. Mér sýnist það vera minna bil að fylla það skarð heldur en að ætla að rífa upp eitt þúsund at- kvæði með sérlista. Ég er sann- færður um að í einni fylkingu náum viö meiri árangri en í tveim- ur. Það eru meiri líkur á að tveir menn fari inn af sameinuðum hsta en ef þeir bjóða fram tvo lista. Á það mun að sjálfsögðu reyna með rólegri yfirvegun manna hvort þeir nái sáttum. Ég gerði það ávallt meðan ég var í þessum slag að taka það sæti sem ég hlaut. Ég var ekki ahtaf sáttur við það, það skal viður- kennt. Maður trúði því oft að mað- ur ætti meira fylgi, sérstaklega hér á yngri árum. Það er nú einu sinni svo að margt má læra af Bandaríkjamönnum varðandi lýðræðislegar leikreglur. Þeir ætlast ahtaf th þess að sá sem tapar óski sigurvegaranum th hamingju. Þetta er fóst regla. Það yrði litið niður á forsetaframbjóð- anda sem tapar ef hann óskaði ekki sigurvegaranum til hamingju. Þetta virðist vera gegnumgangandi í þeirra leikreglum." Spurning um karlagrobbið Ólafur var spurður hvort hann muni sakna starfa sinna á Alþingi? „Það er spurning hvort karla- grobbið tekur yfir og maður lifir í þeim heimi að vera sæll með það sem maður hefur gert. Eða hvort maður lætur draumana um það sem maður hefði ef th yill komið áleiðis ná yfirhöndinni. Ég geri ráð fyrir því að ég muni ná mér þó- nokkuð vel hehsufarslega. Hins vegar er dreift th okkar leiöbein- ingum á þann veg að sá sem einu sinni hefur fengið hjartaáfall veröi ævinlega að taka tillit th þess það sem eftir er ævinnar. Og þar sem ég er með stálloku mun ég þurfa að láta mæla blóðþykktina einu sinni í viku, sennilega það sem eft- ir er. Ég skal hreinskhnislega játa það að mér var það þónokkurt áliti náðst fram stórir hlutir. Ég skal játa að það hefur kannski ver- ið aðalvinna mín á þingi að hvika aldrei frá þessari samþykkt sem gerð var á fjórðungssamþykktinni á Reykjanesi. Og af því er ég stolt- ur. Ekki haft þau völd Þú spyrð hvort ég hafi verið fyrirgreiðslupólitíkus. Ég held að ég hafi aldrei haft þau völd í þjóðfé- laginu að ég hafi getað skipað emb- ættismannakerfmu fyrir verkum. Menn hafa helst þurft að vera orðn- ir ráðherrar eða formenn flokka til að geta það. Hitt er annað mál að það gerðist mjög oft, og í vaxandi mæh að fólk úr öllum flokkum hringdi á mig og leitaði leiða til að gera þetta eða hitt í kerfinu. Það gat tengst sveitarstjórnarmálum, atvinnumálum, húsnæðismálum eða einhverju öðru. Það er ef til vill eitt af stór málunum hjá okkur íslendingum að við erum búnir að byggja upp svo flókið kerfi að engu tali tekur. Ég held að það þurfi sjö aðilar að samþykkja það ef þú vilt byggja sumarbústað. Og eftir sam- þykkt EES-samningsins held ég að enginn viti til hlítar hvaða lög ghda í landinu. Ég held að hér verðum við að spyrna við fótum. Að gera þjóðfélagið ekki svo flókiö að venjulegur maður rati ekki í gegn- um það og þær leiðir sem honum eru ætlaðar, bara vegna þess að hann þekkir ekki íslensk lög. Ég bið menn staldra við og hugleiða þetta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.