Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 Fréttir_______________________________ Skoðanakönnun DV um aðildarumsókn að Evrópusambandinu: Mikil andstaða við umsókn strax - þorri krata vill hins vegar sækja um strax Meirihluti kjósenda er andvígur því aö íslendingar sæki strax um aðild að Evrópusambandinu. Þetta kom fram í skoðanakönnun sem DV gerði á mánudag og þriðjudag. Af þeim sem tóku afstöðu reyndust 71,6 prósent andvíg umsókn en fylgjandi reyndust 28,4 prósent. Úrtakið í skoðanakönnun DV var 600 manns. Jafnt var skipt á milli kynja og eins á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Spurt var: „Ertu fylgjandi eða andvígur þvi að Island sæki strax um aðild að Evr- ópusambandinu?“ Sé tekið mið af svörum allra í úr- takinu reyndust 22,2 prósent vera fylgjandi aðildarumsókn strax en 55,8 prósent andvíg. í hópi aðspurðra reyndust 19,3 prósent óákveðin og 2,7 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína. Séu niðurstöðumar bomar saman við könnun sem DV framkvæmdi í ágúst á síðasta ári kemur í ljós að óákveðnum hefur fækkað nokkuð. Þá reyndust 30 prósent aðspurðra óákveðin, eða neituðu að gefa upp afstöðu sína, samanborið við 22 pró- sent núna. Á tímabilinu hefur stuðn- ingsmönnum umsóknar íjöigað um 0,5 prósentustig og andstæðingunum um 7,5 prósentustig. Andstaðan mest í Kvennalistanum Sé afstaðan til þess að ísland sæki strax um aðild að Evrópusamband- inu greind eftir stuðningi kjósenda við stjómmálaflokka kemur í ljós að mikill meirihluti krata vill sækja um aðild strax, eða 71,4 prósent. Andvíg eru 17,9 prosent og 10,7 prósent eru óákveöin eða svara ekki. Meðal stuöningsmanna Sjálfstæðisflokks- ins eru nokkuð skiptar skoðanir varðandi tafarlausa aðildarumsókn. Fylgjandi eru 29,8 prósent, andvíg eru 50,3 prósent og 19,9 prósent em óákveðin eða neita að gefa upp af- stöðu sína. Meðal stj órnarandstæðinga eru andstæðingar tafarlausrar aðildar- umsóknar í miklum meirihluta í öll- um tilfellum. Mest er andstaðan í Kvennalistanum, eða 83,3 prósent, en minnst hjá stuðningsmönnum Þjóðvaka, eða 61,3 prósent. í Alþýðu- bandalaginu er andstaðan 78,8 pró- sent og í Framsóknarflokknum 78,9 prósent. Meðal þeirra sem em óákveðnir í afstöðu til sjórnmálaflokka, eða gefa ekki upp afstöðu sína til þeirra, reyndust 18,4 prósent fylgjandi ESB- umsókn strax en 50,6 prósent andvíg. Þá má má geta þess að allir stuðn- ingsmenn Péturs Bjarnasonar á Vestjfórðum reyndust andvígir að- ildarumsókn. Meðal stuðnings- manna Eggerts Haukdals á Suður- landi reyndist einn óákveðinn en aörir andvígir. í könnun DV kom fram að afstaðan til tafarlausrar aðildarumsóknar að ESB er nokkuð mismunandi eftir kynferði og búsetu kjósenda. Meöal karla sem tóku afstöðu reyndust 27,8 prósent fylgjandi umsókn en hjá konum var hlutfalliö 29,2 prósent. Á landsbyggðinni reyndust 22,6 pró- sent fylgjandi umsókn en á höfuð- borgarsvæðinu var hlutfallið 34,2 prósent. -kaa Eigendur ms. Leifs Eiríkssonar ósáttir við Jakob og utanríkisráðuneytið: Verra siðferði en í bananalýðveldum - segja eigendur skipsins sem ekki fá reikning greiddan í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi menningarfulltrúans í London, Jakobs Frímanns Magnús- sonar, kom fram að utanríkisráðu- neytið neitar að greiöa reikning upp á 2,4 mflljónir króna frá eigendum skemmti- og farþegaskipsins Leifs Eiríkssonar sem notað var við há- tíðahöld í London á síðasta ári. Eig- endur skipsins sætta sig ekki viö þetta og íhuga að fara dómstólaleið- ina til að fá sitt fram. Þeir segja að ekki hafi veriö staðið við munnlegt samkomulag. Jakob Frímann Magnússon menn- ingarfulltrúi flytur ávarp á einni af þeim hátíðarsamkomum sem fram fóru um borð i Leifi Eiríkssyni. „Til að geta staðið við okkar hluta samkomulagsins þurftum við að leggja verulega hart að okkur. Allan timann var treyst á það að munnlega samkomulagið stæöist um að okkur yrði greitt á einhvem hátt fyrir þessa þjónustu. Þetta með oliuna var eitt- hvað sem Jakob kom með síðar eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Þá sagðist hann hafa hringt í einn okkar og væri með staðfestar upptökur af því á segulbandsspólum að hann hefði játað því að aldrei hefði staðið til að við fengjum meira en fyrir ol- íunni heim. Það eru einhver 200-300 þúsund krónur og svoleiðis langt út úr korti að það hefði einhvem tím- ann komið tfl greina. Það samsvarar kostnaði við skipið á dag. Við höfum aldrei fengið uppgjör af neinu tagi frá Jakobi um það hvaö hann telur sig hafa lagt út fyrir okkar hönd,“ sagði Sigurður R. Þórðarson, einn eigenda skipsins, í samtali við DV. Sigurður sagði reikning upp á 2,4 milljónir vera mjög eðhlegan. Þeir hefðu verið með skipið í London 1 þrjár vikur með 4-5 mönnum í fullu starfi um borð sem hefðu tekið þátt í aö undirbúa hátíðahöldin. í skipinu var rekin útvarpsstöð auk þess sem tónleikar og tískusýningar vom haldnar. Eigendur skipsins reyndu aö ná í Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráöherra en án árangurs. Þeir náðu Ms. Leifur Eiriksson við bryggju i London en skipinu var siglt um ána Tha- mes með ýmsum uppákomum um borð í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldis- ins. Eigendur skipsins fá ekki greiddan reikning sem sendur var utanríkis- ráðuneytinu. sambandi við aðstoðarmann hans, Þröst Ólafsson, sem vísaöi allri ábyrgð á hendur Jakohi. „Lögfræðingur okkar hefur skrifað ráöuneytinu bréf en því hefur ekki verið svarað. Þá er næst að fara dóm- stólaleiöina en okkar mistök eru að hafa treyst því að orð mannanna stæðust. Þetta er siðferöi í utanríkis- þjónustu sem er andlit okkar út á við. Ég held að þetta sé einsdæmi og myndi ekki koma fyrir í bananalýð- veldum," sagði Sigurður. 13 V ísland sæki strax um ESB-aðild — eftir stuöningi viö stjórnmálaflokka B Fylgjandl □ Andvíglr 9 Óákv/svara ekkl 80% 75% 62% 81% Óákv./svara ekki Skoflanakönnun DV Kennarar: Róleg verk- fallsvarsla „Þaö hafa ekki átt sér staö nein alvarleg verkfallsbrot en ýmis jaðartílfelli haía komið upp sem við höfum skoðað. Þannig var töluvert afhent af vinnu- og kennslubókum í grunnskólunum í dag. Það er verk kennara og hefði átt að gerast á fimmtudag- inn. Þá fylgjumst við afar náiö meö námskeiðum íþróttafélag- anna en viö teljum að þau séu í sumum tilfellum að setja upp skóla. Það á t.d. viö um námskeið í íþróttahúsum Fram og Breiða- biiks og hjá íþróttafélögimum i Njarövík og Keflavík,“ sagði Gunnlaugur Ástgeirsson, for- m aöur verkfallstjórnar kennara- félaganna, sehmipartinn í gær. Strax í gærmorgun fóru sveitir verkfallsvarða á vegum kennara- félaganna í skóla tfl að kanna hvort verkfallsbrot væru í gangj. Aimennt var íriður um verkfalliö utan hvað ástæða hefur þótt til að fylgjast meö námskeiðum íþróttafélaganna. Gunnlaugur segjr að ef verk- fállið dragist á Ianginn verði tekiö fastar á fyrmefndum tflfellum. Dagurinn í gær hafl einkennst af þvi að vera fyrsti dagur verkfalls og föstudagur þar að auki og því hafi ekki reynt á verkfallsveröi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.