Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Side 7
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 7 Fréttir Sjötugur karlmaður dæmdur 1 fangelsi í annað skiptið fyrir kynferðisbrot: Areitti ungan dreng kyn f erðislega í f imm skipti - hefur orðið uppvís að kynferðissamböndum við drengi frá árinu 1968 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Roy Ófeig Breiðfjörð, 70 ára, í 10 mánaða fangelsi fyrir kynferðis- lega áreitni gagnvart 10 ára dreng í fimm skipti seinnihluta síðastliðins sumars. Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gagn- vart börnum og í dóminum kemur fram að maðurinn hefur orðið upp- vís að „kynferðissamböndum við unga pilta“ frá árinu 1968. Móður drengsins fór að gruna eitt- hvað misjafnt þegar barnið greindi henni frá því að tiltekinn starfsmað- ur bensínstöðvar „væri ógeðslegur" - hann væri alltaf aö halda utan um sig og kyssa. Síöan greindi hann frá því að maðurinn hefði tekið sig upp og sýnt sér aðra og meiri kynferðis- lega áreitni. Eftir að málið var kært viður- kenndi sakborningurinn að hafa kynnst drengnum þegar hann kom á vinnustað hans eins og aðrir krakkar þegar þeir komu á bensínstöðina til þess að skipta um dekk á hjólum sín- um. Maðurinn sagði að áreitni sín gagnvart umdræddum dreng hefði farið fram í skúr við bensínstöðina. Sakborningurinn kvaðst, þrátt fyrir að hann hefði fengið dóm fyrir annað kynferðisbrot árið 1987, ekki hafa gert sér grein fyrir því hvaða afleið- ingar háttsemi hans gæti haft í för með sér gagnvart drengnum. Eftir þessa atburði átti drengurinn við ýmsa líkamlega sem andlega erf- iðleika að stríða sem dómurinn taldi ljóst að hefðu orsakast af brotum sakbomingsins. í dóminum kemur fram að tilhneig- ing mannsins til að stofna til kyn- feröissambanda sé gagnvart ókyn- þroska drengjum. í niðurstöðu geð- læknis kemur fram að kynhneigð mannsins sé almennt oft mjög erfið viðfangs og ekki læknanleg í eigin- legum skilningi. Áfengisneysla, fé- lagsleg staða, geðræn líðan, persónu- leiki og greindarfar skipti þar máli. Geðlæknirinn taldi ekki að refsing kæmi að gagni. Hins vegar taldi hann nauðsynlegt að maðurinn sækti reglubundna meðferð hjá geðlækni. Geðlæknirinn taldi að til greina kæmi lyfjameðferð sem gæti dregið úr kynhvöt enda væru slík lyf skrá- sett hérlendis og hefðu verið notuð í nágrannalöndunum hjá einstakling- Chrysler Neon sem framleiðendur segja vera timamótabifreið. Nýir bflar sýndir hjá Jöfri Nýi fólksbílhnn Chrysler Neon, nýr Dodge Ram 300 hestafla pahbíll, Jeep Cherokee 2,5 turbo diesel og 1995 árgerðirnar af Jeep Cherokee og Grand Cherokee verða sýndar á Chrysler-hátíð í dag, laugardag, og á morgun frá klukkan 12-17 hjá Jöfri á Nýbýlavegi 2 í Kópavogi. Jöfur er nú tengdur við Internet tölvu- og upplýsingakerfi þar sem hægt er að finna myndir og upplýs- ingar um bíla. Um helgina verður boðið upp á „léttar veitingar" og reynsluakstur. um með afbrigðilega kynhvöt - slík skráð hér. Geðlæknirinn lagði jafn- legar læknisfræðilegar rannsóknir Guðjón St. Marteinsson kvað upp ábendingvirðisthins vegar ekki vera framt til að nauðsynlegt væri aö ítar- færu fram á heilsufari mannsins. dóminn. -Ott Vií erum nú að taka upp nýja sendingu af þessum vönduðu 28" ajómra^atskjum, en ath. aÓ nssta sending uerÓur EKKI á jafn frábæru irerli! $i $8.900, stgr. TeleTech CTV-2857 NTX 28" sjónvarpstœki með Nicam Digital Stereo, Philips-myndlampa, þráðlausri fjarstýringu, textavarpi, 40 stöðva minni, sjálfvirkri stöðvaleit, aðgerðastýringum á skjá, tímarofa, Scart- tengi og mörgu fleira. Ath. Framleidd í Evrópu! TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA 'vlsT | RAÐGREIÐSLUR | TIL ALLT AÐ 24 MÁNAÐA \ MUnÍ -"© tLAt : Tl L_ ALLT AHÐ 30 MÁNAÐA 4 Hraðþjónusta víð landsbyggðina: ent númer: (Kostar innanbœjarsímtal og vörumar eru sendar samdœgurs) msasvegi 11 Sími: 886 886 Fax: 886 888

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.