Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 19ð5 Dagur í lífi Karls Ágústs Úlfssonar, leikstjóra West Side Story: Ógnvekj andi skrímsli vaknar til lífsins Karl Ágúst Úlfsson þýddi West Side Story og er einnig leikstjóri. Þetta er stærsta verkefni hans á sviði ieikstjórnar en þó ekki fyrsti söngleikurinn því hann leikstýrði Maraþondansinum hjá Leikfélagi Reykjavíkur. DV-mynd GVA Ég vaknaði klukkan sjö en átta mánaða dóttir mín, Brynhildur, sér um að ég sofi ekki lengur en það. Við erum vön að eyða morgninum saman og þaö er ágætt þegar maður er í stífri vinnutöm að eiga svolitla stund með þeirri stuttu. Hún situr hjá mér meðan ég þvæ mér og raka. Síðan gef ég henni hafragraut og fæ mér Cheerios. Elsta dóttir mín, Berg- þóra, ellefu ára, vaknar á svipuðum tíma enda á hún að fara í skólann upp úr átta. Eiginkonan vinnur stundum fram á nótt og fær þá að sofa aðeins lengur. Ég tek leið tvö um hálftíu en þarf að vera kominn í Þjóðleikhúsið klukkan tíu, þá hefst æfingin á West Side Story. Við emm þessa dagana að fá inn búninga og ljós og hljóm- sveitin er byrjuð að æfa með okkur. Þetta er sá tímapunktur sem er bæði mjög spennandi en ógnvekjandi þeg- ar maður sér ekki alveg hvað ætlar að verða úr því sem maöur er að gera. Þetta er í rauninni eins og skrímsli sem allt í einu tekur á sig ógnvekjandi raunveruiegt form. Ætli þetta verði ekki svolítið kaótískt ástand þegar allir þættir eru að reyna að flétta sig saman. Frumsýn- ingin verður 3. mars og við æfum saman sex tíma á dag þessa dagana. Engin matarlyst Þetta er stór og mikill hópur, yfir þrjátíu manns á sviöinu og tuttugu og þriggja manna hljómsveit. Maður þarf að sjá til þess að tíminn nýtist sem best. Það kom reyndar ekkert upp á sem er í frásögur færandi en við vorum að skoða ákveðnar senur og leiðrétta hluti sem höfðu farið úrskeiðis eða miður á síðustu æf- ingu. Það er ekki bara ég einn sem kem með athugasemdir því fólkið er mjög duglegt að láta vita ef eitthvað hefur ekki heppnast sem skyidi og þá skoðum við það líka. Svona æf- ingaverkefni gengur út á að skoða alla möguleika og reyna aö sjá á hversu fjölbreytilegan hátt er hægt að leysa hlutina. Við tökum eitt matarhlé á dag en venjuiega fæ ég mér ekkert. Ég get eiginlega ekkert borðaö þessa daga meðan ég hef svona mikið að gera í leikhúsinu. Ég hef litla lyst og mér finnst ég verða þungur af því að borða. Ég þarf nauðsynlega aö halda fullri athygli og einbeitingu. Fólk verður værukært ef það raðar miklu í sig. Ef ég fæ mér eitthvað hef ég það því í léttari kantinum. Æfingu lauk klukkan fjögur þenn- an dag. Við æfum reyndar á fleiri en einum stað, ég er með leikurunum en á meðan er Kenn Oldfield dans- höfundur að æfa dansa og síðan er æfður söngur á þriðja staðnum, und- ir stjórn Jóhanns G. Jóhannssonar tónlistarstjóra sem einnig stjórnar hljómsveitinni. Pistill fyrir Dagsljós Ég fór beint heim og þar sem það var sjónvarpsdagur hjá mér, ég þurfti að flytja pistil í Dagsljósi, þá varð ég að gefa mér tíma til að ljúka þeim pistli áður en ég færi upp í Sjón- varp klukkan sex. Eg set oft ýmsar hugmyndir á bréfsnepla en það fer eftir hvað ég skipti oft um buxur hversu vel gengur að finna þessa snepla. Ég gat síðan sest við tölvuna og byrjað að skrifa en þar sem hún er í borðstofunni var ekki mikill friður. Það var mjög líflegt í kringum mig þegar ég reyndi að pikka þetta inn á tölvuna. Þennan dag var miðdóttirin, Valgerður, sem er 8 ára, að fara í afmæli og lá mikið á að pakka inn afmælisgjöf og klæða sig. Eiginkonan þurfti að fara á fund og yngsta barn- iö er frekar órólegt þegar líöur á daginn þannig að það var líf og fjör. Það vildi mér þó til happs að tengda- móðir mín var hjá okkur og gat bjargað málum. Ég gat því hlaupið í tölvima milli þess sem ég keyrði Val- gerði í afmælið og síðan Bergþóru á körfuboltaæfingu. Það stóðst á end- um að ég var aö prenta greinina mína út klukkan fimm mínútur í sex en á að vera mættur klukkan sex. Ég náði þessu. Kjötbollur hjá tengdó Síðan lá leiðin heim aftur. Ég varð áþreifanlega var við hversu mikils virði það er að eiga góða tengdamóð- ur því ég þurfti ekki að koma nálægt matseldinni. Hún bjó til þessar ein- staklega góðu kjötbollur. Það luku allir upp einum rómi um að þetta væri nú einhver mesti lúxus sem við þekktum. Við reynum alla jafna að skipta með okkur verkum. Konan mín var komin heim þannig að við gátum öll borðað saman. Eftir kvöldmat horfðum við á Dags- ljós með öðru auganu og síðan á frétt- imar með báðum. Eftir þaö var viku- legur fjölskyldufundur hjá okkur. Þar lítum við yfir vikuna sem var að líða. Við reynum að meta hvort hver og einn hafl ekki lagt sitt af mörkum til heimilisins. Þetta gekk ágætlega þó alltaf verði einhverjar undantekningar og stundum eitt- hvað sem gleymist. Þegar fundinum lauk upp úr tíu fóru stelpurnar að sofa, kannski heldur seinna en venjulega, en við ákváðum að horfa á kvikmynd á myndbandi. Þar sem dagurinn hafði verið erfiður slökktum við á tækinu áður en henni lauk og fórum að sofa. Lok myndarinnar veröa að bíða betri tíma. Finnur þú fimm breytingar? 297 Af hverju varstu að giftast mér úr því að þér finnst maturinn minn ekki góður? Nafn: Heimili:..................... Vinningshafar fyrir tvö hundruð nítugustu og fimmtu getraun reyndust vera: 1. Jóhanna S. Hannesd., 2. Ólafur Högni Ólafsson, Stóru-Sar.dvík 5, Háseylu 38, 801 Selfoss. 260 Njarðvlk. Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurveg- aranna. 1. verðlaun: Zodiac Sigma 300 sími að verðmæti kr. 4.950 frá Hljómbæ, Hverfisgötu 103, Reykjavík. 2. verðlaun: Úrvalsbækur. Bækurnar sem eru í verð- laun heita: Líki ofaukið og Bláhjálmur úr bókaflokknum Bróðir Cadfael aö verð- mæti kr. 1.790. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiölun. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausnimú: Finnur þú f5mm breytingar? 297 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.