Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 Sviðsljós Prinsessan sat meö börnunum á þessu barnaheimili i hadegismat, ræddi við þau og sýndi þeim mikla hlýju. Föstudaffur 17. februar Jóhanna Pálsdóttir, Kópavogsbraut 85, 200 Kóp. (PHILIPS gufustraujám) Anna Kristín Laite, Yrsufelli 3,111R. (ZODIAC takkasími) Benjamín Þorvaldsson, Setbergi 13, 815 Þorlákshöfn (PANASONIC útvarpsvekjaraklukka) Oddur Hannesson, Lágafelli 2, 701 Egilsstaðir (FUJI myndavél) Már Óskar Óskarsson, Kóngsbakka 5,109 R. (Úttekt í Ó.M. búðinni) Vinningar verda sendir til vinningshafa AUGLÝSING AR - sfci/a árangrí! GJAFAHANDBÓK r////////////////////////////// FERMINGAR- GJAFAHANDBOK Miðvikudaginn 22. mars mun hin sívinsæla FERMINGARGJAFAHANDBÓK fylgja DV. Hún er hugsuð sem handbók fyrir lesendur sem eru í leit að fermingargjöfum. Þetta finnst mörgum þægi- legt nú, á dögum tímaleysis, og af reynslunni þekkj- um við að handbækur DV hafa verið afar vinsælar. Skilafrestur auglýsinga er til 13. mars en með tilliti til reynslu undanfarinna ára er auglýsendum bent á að hafa samband við Selmu Rut Magnúsdóttur eða Ragnar Sigurjónsson, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 563 27 00 svo að unnt reynist að veita öllum sem besta þjónustu. ATH.I Bréfasími okkar er 563 27 27. Breska vikublaðið Hello eyðir átj- án síðum undir Díönu prinsessu þar sem hún er á ferðalagi í Japan. Það er ekki óvanalegt að Hello birti myndir af prinsessunni - þær eru ávallt nokkrar í hveiju blaði. Ástæð- an getur verið sú að Díana á heiður- inn að því að Hello hóf útgáfu í Bret- landi. Blaöið er spænskt og hafði verið gefið út á spænsku um áratuga- skeið. Díana var svo hrifm af þessu spænska tímariti að hún spuröi eitt sinn af hveiju blaðið kæmi ekki út á ensku. Útgefendur brugðust skjótt við og sjá vart eftir því enda hefur blaðið náð ótrúlegri markaðssetn- ingu um alla Evrópu.. Það hefur reyndar verið hljótt um Díönu prinsessu undanfarna mánuði að hennar ósk en eftir áramótin fór hún að sjást aftur á opinberum vett- vangi, fegurri en nokkru sinni, segja margir. Það er greinilegt að Díana hefur tekið ákvörðun um að láta ekki hjónabandserfiðleika og sögur af framhjáhaldi Karls prins setja mark sitt á sig. Þvert á móti geislar af henni þessa dagana og það fengu aödáend- ur hennar í Japan að sjá. Lærðijapönsku. Díana undirbjó vel þessa fjögurra daga heimsókn til Japans. Hún sett- ist á skólabekk til aö læra japönsku og það hefur væntanlega gengið vel því hún heillaði gestgjafana þegar hún talaði við þá á þeirra eigin tungumáli. Á leiðinni til Tokyo horfði Díana ekki á kvikmyndir eins og margir heldur hlustaði á japönsku í heymartólinu. Sagt er að Díana hafi getaðTialdið upp á tvöfaldan sigur þegar hún hélt heim á leið aftur til Englands. Þessi ferð hennar til Japans er áreiðanlega aðeins byijunin á því sem koma skal. Enginn er betri en Díana til að mýkja sambönd milli landa. Auk þess sem Díana kom upp vin- áttu á milli Buckinghamhallar og keisaranna í Japan var ferðin ekki síður til að staðfesta vinsældir prins- essunar. Díana hefur tvisvar áður heimsótt Japan, árið 1986 og 1990, og stóðu Japanar þá í löngum röðum á götum stórborgarinnar til að sjá hina fogru prinsessu. Hins vegar hefur margt gerst síðan þá, skilnaöur Dí- önu og Karls og ýmsar sögusagnir um líferni þeirra sem hafa hneykslað hina austrænu þjóð. Annasamir dagar En Díana hafði varla stigið út úr flugvélinni á flugvellinum í Tokyo þegar hún hafði brætt hjörtu þessar- ar þjóðar. Hún gerði það á einu augnabliki með því að heilsa þeim á japönsku og segja þeim hversu vænt henni þætti um að vera komin aftur til Japans. Hún sagðist hafa hugsað mikið til þessarar þjóðar vegna harmleiksins í Kobe þegar jarð- skjálftinn reið þar yfir. Díana hafði í nógu að snúast þá fjóra daga sem hún var í Japan. Hún var í stanslausum heimsóknum, á sjúkrahús, elliheimili, barnaheimili, skoðaði grafreiti breskra hermanna sem féllu í stríðinu og heimsótti Aki- hito keisara og Michiko keisaraynju sem tók á móti prinsessunni klædd kimono. Þá hitti Dfana einnig krón- prinsinn, Narulúto, og krónprinsess- una, Masako, sem setti framabraut- ina á hilluna þegar hún giftist krón- prinsinum árið 1993. Masako hafði verið í námi í Harvard og í Oxford. Krónprinsinn og eiginkona hans þykja ákaflega nútímaleg. Þegar Díana sneri heim á leið á ný virtist hún afar ánægð með ferðina og víst er að hún á eftir aö vekja at- hygh hvar sem hún kemur þótt hún verði aldrei eiginkona Karls ríkis- arfa. Díana var í bleikri dragt meö hvítar perlur um hálsinn þegar hún heimsótti barnaspítala í Tokyo. Börnin dáð- ust aö Ijósum háralitnum og bláu augunum og þessi ellefu mánaða stúlka hélt aö þarna hlyti sjálf Ösku- buska aö vera komin. Krónprinsinn, Naruhito, og eiginkona hans, Masako, þykja mjög nútímaleg. Masako var i blárri og svartri dragt alveg eins og Diana. Anthony Quinn, sem verður átt- ræður á þessu ári, er alveg heillað- ur af dóttur sinni, Patriciu, sem hann eignaðist fyrir einu og hálfu ári fram hjá konu sinni. Nýlega var kvikmyndahetjan í London ásamt þeirri stuttu og móður hennar, Kathy Bevin. Anthony Quinn, Kathy Bevin og dóttir þeirra, Patricia. Með eiginkonunni, Iolöndu, á Anthony þijá uppkomna syni. Þaö eru miklir kærleikar milli Ant- honys og litlu dótturinnar. Heillaður af dótturinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.