Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Qupperneq 35
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 43 Hjón sem eru á leið í skilnað hrósa sjaldan hvort öðru eða tala hlýlega saman. Eruð þið á leið- inni í skilnað? Margir hafa á liðnum árum kom- ið að máli við Nökkva lækni og spurt hann áhts á hjónabandi sínu. „Heldur þú að við ættum kannski að skilja?" „Ætli þetta geti gengið hjá okkur?“ hafa menn spurt með misbjartan glampa í augum. Nökkvi er fyrir löngu hættur að gefa fólki ráð enda er það til lítils. Á hinn bóginn hefur hann stundum látið viðmælendum sínum í té handhægan lista yfir helstu ein- kenni yfirvofandi skilnaðar. 1. Hjón sem eru á leið í skilnað lenda oft í endalausum rifrildum þar sem eitt leiðir af öðru. Dæmi um slíkt rifrildi: Hann: „Þú getur ekki ímyndað þér hversu þreyttur ég er á kvöldin eftir vinnu!“ Hún: „Heldurðu að ég sé ekki líka þreytt. Ég verð að annast um heimilið, bömin og matinn.“ Hann: „Ég veit það!“ Hún: „Afhveijuhjálparþú mér þá ekki við heimilið?" Hann: „Þú ert alveg eins og hún mamma þín, stöðugt kvartandi. Engin furða aö pabbi þinn fór...“ Hún: „Þetta er alltaf sama sagan hjá þér. Nú ertu enn einu sinni farinn að hóta mér með skilnaði! Farðu bara. Það saknar þín enginn. Börnin þekkja þig naumast!" Hann: „Hvað er eig- inlega að þér? Þarftu að flækja börnunum inn í þetta? Ég sagðist bara vera þreyttur þegar ég kæmi heim. En hafðu það eins og þú vilt.“ Hann fer og skellir hurðum. í þessu tilviki hefur hjónum tekist að fara að rífast um börn, tengda- fólk, skilnað, heimih, vinnu, pen- inga og verkaskiptingu á heimili af litlu tilefni. Mikil spenna brýst fram við minnsta áreiti. Þriðja heimsstyrjöldin hangir í loftinu eins og sverð Damóklesar yfir höfð- umfólks. 2. Hjón sem eru á leið í skilnað hafa sjaldnast mikinn áhuga hvort á öðru. Þau sjá til þess að nóg sé af truflunum þegar reynt er að tala saman. Margir grípa til þess ráðs að svara annaðhvort seint eða alls ekki; þegja og halda spilum fast að brjósti sér. Umræðuefnum fækkar stööugt enda er tilveran full af jarð- sprengjusvæðum sem ekki má nálgast. Annar hvor aðihnn flettir dagblaði áhugalaust eða skoðar sjónvarpsrásirnar þreytulega með- an hinn reynir að ræða einhver mál. Stundum er starað út um glugga á umferð og veðurlag. Lát- bragð og svipbrigði bera takmarka- lausu áhugaleysi óbrigðult vitni. „Ég nenni ekki að tala við þig. Á laelmávaktinni Óttar Guðmundsson læknir Marglesinn Moggi og sænskur fræðsluþáttur um fæðuval varp- fugla í heimskautalöndum eru skemmtilegri en þú.“ 3. Hjón sem eru á leið í skilnað tjarlægjast hvort annað. Þau hætta að koma við hvort annað; kossar, snerting og faðmlög heyra fortíð- inni til eins og hver annar útdauð- ur geirfugl á eyðiskeri. Kynlífið veröur æ daufara og líkist fremur þreyttum húðarklár en eldfjörug- um lífsglöðum fola. Hvort um sig kennir hinu um og kynlíf/kynlífs- leysi er notað sem sverð í endalaus- um skylmingum og átökum. Hann: „Þú ert kyndauf eins og freðin ýsa!“ Hún: „Þú ert sjálfur jafn óspennandi kynferðislega og Hofs- ós í rigningarsudda!" 4. Hjón sem eru áleið í skilnað einbeita sér að því sem hinn aðilinn þarf að gera eða haga á annan veg en leiða aldrei huga í eiginn barm. Þau bíða endalaust eftir því að hinn breyti sér og skilyrða allar úrbæt- ur. Meðan beðið er eftir breyting- um sekkur hjónabandsfleyið hægt og tignarlega í úthaf vandamála og brostinnavona. 5. Hjón sem eru á leið í skilnað hrósa sjaldan hvort öðru eða tala hlýlega saman. Þau vita ekki hvað hinn aðilinn sér jákvætt í þeirra fari en kunna glögg skil á ókostum og skavönkum sem viðraðir hafa verið í ótal rifrildúm liðinna ára. Hvað ertil úrbóta? Nökkvi hefur aldrei neinar skyndilausnir á hjónabandsvanda viðmælenda sinna á takteinum. Það skiptir þó miklu máli að gera sér grein fyrir þeim einkennum sem segja fyrir um yfirvofandi skilnað. Oft er hægt að snúa við og forða skipinu frá strandi en til þess þurfa báðir aðilar að breyta sér. Hjónavandi er aldrei sök ann- ars aðilans heldur samleikur tveggja þar sem eitt leiðir af öðru. Oft er gott að leita sér aðstoðar hjá þriðja manni sem sér stundum hvaða vandamál eru á ferð og bendir á leiðir til úrbóta. En vilji beggja þarf að vera fyrir hendi til að vel takist. Jafnvel færustu hjónabandsráðgjöfum reynist ómögulegt að blása lífi í samband þar sem hvorugur aðilinn vill breytaneinu. RAEliA ZANUSSI Uppþvottavél með þurk. ZW-826 ZANUSSI Þvottavél ZF-8000 800 snVmin. ZANUSSI Kæli og Frystiskápur ZFC-20/8 200/80 L ZANUSSI Kæliskápur ZFC-140 frá 120-160 L hæð 180 sm. ZANUSSI Þurrkari, TD-220 ZANUSSI Kæli og Frystiskápur ZFC-19/4, 190 L kælir, 40 L frystir Ulll UL.U-UIAVV, lllt blæstri og klukku Kupperbusch Eldavél EH-540-WN | GUFUSTRAUJÁRN Kr. 2.990 MÍNUTUGRILL Kr. 6.990 'g DJÚPSTEIKINGARP. Kr. 6.490 HÁR6LÁSARI Kr. 990 TOKUM GÖMLU LDAVÉLINA UPP í NÝJA ELDAVÉL Eldhús- og baðinnréttingar Láttu okkur gera þér tilboð í bæði innréttinguna og tækin og við komum þér þægilega á óvart. SCHMIDT SJKE ^DESIGN Fáið tilboð tímanlega fyrir Páska OPIÐ LAUGARDAG 10-16 SUÐURLANDSBRAUT 16 - SIMI 880500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.