Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1995, Síða 56
FRÉTTAS. KOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRIFT ER OPIN; Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 Kt 6-8 LAUGARbAGS- OG MANÖDAGSMORGNA LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995. Dagsbrún boðar verkfall: Neyðar- úrræði - segir Guðmundur J. „Enda þótt segja megi aö nokkuð hafi mjakast í sérkjaraviöræðunum í dag er það bara ekki nóg. Þetta er enginn gangur. Þess vegna höldum við þennan stjórnar- og trúnaðar- mannaráðsfund til þess að boða verkfall. Það er fyrsta mál á dagskrá fundarins," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrún- ar, þegar hann kom af fundi í Karp- húsinu síðdegis í gær á leið á Dags- brúnarfund. Dagsbrúnarmenn sam- þykktu á fundi sínum laust fyrir kvöldmat að boöa til verkfalls 28. fe- brúar. Guðmundur sagði að menn væru að brenna inni á tíma varðandi þau atriöi sem að ríkisstjórninni snúa í þessum kjarasamningum. „í fyrsta lagi þarf einhvern tíma til að ræða málið við ráðherrana og síð- an þurfa einhver atriði að fara fyrir Alþingi. Menn mega ekki gleyma því að það eru ekki eftir nema 5 dagar af þingstörfum. Þess vegna verðum við að knýja á um að fá hreyfingu á samningaviðræðurnar og það er síð- asta hálmstráið að boða til verkfalls. Þaö er neyðarúrræðið," sagði Guð- mundur J. Hin Flóabandalagsfélögin, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjó- mannafélag Keflavíkur, boðuðu til fundar í stjórn og trúnaðarmannar- áði í gærkveldi. Þau ætluðu líka að fá heimild til verkfallsboðunar. Kennaraverkfallið: Fundi frestað - takmörkuð trú á samningum „Ég hef mjög takmarkaða trú á að samningar tákist um helgina. Það þarf mikið að koma til. Stóru máhn eru enn í sama farvegi og áöur, það er grunnkaupshækkanir og kennslu- *+ skyldan.Fólkættiþvíaðverahóflega bjartsýnt,“ sagði Guðrún Ebba Ólafs- dóttir, varaformaður Kennarasam- bandsins, við DV seinnipartinn í gær. Fuhtrúar kennarafélaganna og samninganefndar ríkisins hittust að- eins stuttlega klukkan hálffimm í gær en síðan var fundi frestað til klukkan tíu í dag. „Við sitjum hér og reiknum og reiknum, vinnum okkar heimavitinu," sagði Eríkur Jónsson, formaður Kennarasam- bandsins. Kennarar kynntu í fyrrakvöld hug- myndir að röðunarkerfi í launa- flokka sem nálgast eiga hugmyndir samninganefndar ríkisins. Fram að sáttafundinum í gær var unnið að . þessuröðunarkerfiísmærrihópum. LOKI Nú loka ég fyrir Internetið hjáfrúnni! Bíl stolið fyrir hálfri annarri viku: Eigandinn f innur búta úr bflnum hérogþar - lögreglan segir þetta nýja aðferð bílþjófa „Ég hef verið að finna búta úr bílnum hér og þar eftir ábendingar frá almenningi. Þetta eru hlutar af boddhnu sem hafa verið að finnast en það hefur ekki sést tangur né tetur af undirvagninum, véhnni og gírkassanum," segir Þorbjörn Pét- ursson, fyrrum jeppaeigandi. Jeppa Þorbjörns, GMC Jimmy, var stolið fyrir utan heimhi hans í Hafnarfirði aðfaranótt 7. febrúar sl. og hefur verið auglýst eftir bíln- um í fjölmiölum í kjölfarið. Nýlega fékk Þorbjörn ábendingar frá al- menningi um hvar hluta úr bílnum væri að finna og í kjölfarið hefur hann verið að finna þá víðsvegar í nágrenni Hafnarfjarðar, meöal annars á gömlu ruslahaugunum í Hafnarfirði og í Kapelluhrauni. Að sögn lögreglu er hér um að ræða aöferð bílþjófa sem virðist vera ný af nálinni. Hefur bíllinn hreinlega verið tættur í sundur, logsoöinn og skorinn, og ruslinu ekið í sendi- eða pallbíl þar sem það er að finna nú. Greinilegt sé að þarna hafi verið á ferð einhver sem er að gera upp sams konar bíl. Þorbjörn var sjálfur að gera upp jeppann áður en honum var stolið og hefur eytt talsverðu af frítíma sínum í það. Nú eyðir hann hins vegar frítíma sínum í að leita bíl- þjófanna. -PP Þorbjörn Pétursson stendur hér við parta úr bíl sínum. Hlutar af boddíinu hafa verið að finnast en það hefur ekki sést tangur né tetur af undirvagninum, vélinni og gírkassanum DV-mynd Brynjar Gauti Veðriö á sunnudag ogmánudag: mánudag Á sunnudag og mánudag verð- ur norðaustlæg átt á landinu með slyddu við austurströndina, élj- um norðanlands en léttir heldur th suðvestanlands. Hiti verður um og yfir frostmarki austast á landinu, annars 0-5 stiga frost en kólnandi á mánudag. Veðrið í dag er á bls. 61 Klámá Interneti Háskólans Upp hefur komist um meinta mis- notkun á Internet-kerfi Háskóla ís- lands. Námsmaður er grunaður um að hafa sett klámmyndir inn á kerf- ið. Eftir stjórnarfund hjá Reikni- stofnun Háskólans í gærmorgun var lokað fyrir aðgang nemandans að kerfmu og myndirnar teknar út. Samkvæmt heimildum DV veröur málið tekið fyrir í háskólaráði innan tíðar. Miklar umræður voru í gær um þessa meintu misnotkun á kerfinu. Grunur leikur á að myndirnar hafi verið settar inn á kerfið í heimildar- leysi í nafni piltsins af einhverjum utanaðkomandi aðila, það er að segja að einhver hafi stolið aðgangi að kerfinu. í framhaldi af þessu máli er veriö að vinna að notkunarreglum fyrir kerfið á vegum Reiknistofnunar Há- skólans. Reynt var að ná sambandi við Douglas A. Brotchie, forstöðu- manns Reiknistofnunarinnar, og Sveinbjörn Björnsson háskólarektor en án árangurs. Frumorsök Lindu- málsins upplýst Fertugur karlmaður hefur viður- kennt að hafa ekið á bíl í eigu starfs- manns Baðhússins sem Linda Pét- ursdóttir fegurðardrottning rekur. Eins og fram kom í DV var unn- usti Lindu, Les, handtekinn í kjölfar- ið grunaður um að hafa ekið bíl móður Lindu á bh starfsmannsins. Þeir höfðu deilt fyrr um kvöldið. Var Les kallaöur fyrir hjá lögreglu í kjölf- ariö og samkvæmt lögregluskýrslum sem birtust opinberlega kom fram að Linda hafi verið handtekinn þar sem hún mótmælti handtökunni. Nú hefur sem sagt veriö upplýstur sá þáttur sem var orsök þess sem á eftir kom. Lögreglan hefur frá því í nóvember fylgst meö bh svipuðum bíl móður Lindu þar sem rökstuddur grunur lék á að honum hefði verið ekið á bíl starfsmannsins. Vitað var að maðurinn, sem viðurkennt hefur verknaðinn, hafði aðgang að honum og lét lögreglan th skarar skríða í fyrrakvöld þegar hann var á bílnum við annan mann. Þeir voru báðir hafðir í haldi yfir nótt og viður- kenndi annar þeirra að hafa ekið á umræddan bíl. Hann gat enga skýr- ingu gefið á tildrögum óhappsins en sagði skemmdir hafa veriö það smá- væghegar að hann ætlaði að afgreiöa það daginn eftir en gleymt því. Mennirnir hafa báðir margoft kom- iðviðsögulögreglu. -pp TVÖFALDUR1. VINMNGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.