Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 27. MARS 1995 3 SÖNN VELFERÐ byggist á því að fólk hafi atvinnu og viðunandi afkomu. Til aldamóta þarf að skapa 12.000 ný störf svo atvinnuleysinu verði útrýmt. Þau verða ekki til nema ríkisvaldið stuðli að myndun þeirra og hjálpi til við áð leita nýrra leiða. VlÐ LEGGJUM MEÐAL ANNARS ÁHERSLU Á ÞETTA: Ríkissjóður verji einum MILLJARÐI KRONA TIL NYSKÖPUNAR í atvinnulífinu. Leitað verði samkomulags við lífeyrissjóði um ÁHÆTTUFÉ TIL NYSKÖPUNAR og Iðnþróunarsjóði verð breytt í áhættufjármagnssjóð til að auðvelda stofnun nýrra fyrirtækja. Þeir sem vilja hefja sjálfstæðan atvinnurekstur hafi AÐGANG AÐ RÁÐGJÖF og leiðbeiningum. MARKAÐSSTARFSEMI OKKAR ERLENDIS verði efld með- því að styrkja starfsemi Útflutningsráðs, Ferðamálaráðs og Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar. Einnig verði utanríkisþjónustan endurskipulögð og aukin verði kynning á möguleikum erlendra fjárfesta hérlendis. Islendingar verði í enn ríkara mæli VIRKIR ÞÁTTTAKENDUR í þeirri miklu byltingu sem nú gengur yfir á sviði fjarskipta og rafeindatækni. Að nýjum fyrirtækjum verði gefinn kostur á SÉRSTÖKUM AFSLÆTTI AF ORKUVERÐI fyrstu starfsárin. Á sama hátt verði starfandi fyrirtækjum veittur afsláttur vegna aukinnar orkunotkunar. VlÐ VILJUM HEFJA MARKVISSA SÓKN til að efla atvinnulífið og skapa ný störf. Þú getur treyst því að við munum taka til hendinni. Til þess þurfum við stuðning þinn. Halldór /isgrímsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.