Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Blaðsíða 26
38 MÁNUDAGUR 27. MARS 1995 ’ Fréttir Menning DV Eyjafjörður: Þrírþriggja bfla árekstrar Gylfi Kristjánsson, DV, Akmeyri: Þrír þriggja bíla árekstrar urðu í Eyjafirði um miðjan dag á laugardag, en þá gerði snarvitlaust veður í rúm- ar tvær klukkustundir með snjó- komu og skafrenningi. Ökumenn áttu í hinu mesta basli með að sjá út úr bílunum og má rekja árekstrana til þess að ökumenn urðu að stöðva bifreiöar sínar á veginum og skipti þá engum togum að næstu bílar óku á þá. Einn árekstranna varð við Kristnes í Eyjaijarðarsveit, annar við Lónsbrú á bæjarmörkum Akureyrar og sá þriðji á Moldhauga- hálsi skammt norðan bæjarins. Eng- in slys urðu á ökumönnum í þessum árekstrum. Akureyri: Ókyfirfót ákonu Gylfi Kiistjánsson, DV, Akuieyri: Ökumaður bifreiðar sem ók yfir fót á konu fyrir utan skemmtistaðinn Sjallann á Akureyri í fyrrinótt stakk af en lögreglan hafði uppi á honum síðar um nóttina. Konan fór sjálf á sly sadeild þar sem gert var að meiðslum hennar, hún var talsvert illa marin enda hafði hjól bifreiðarinnar farið yfir ristina á henni. Hún slapp þó óbrotin frá þessu. Ökumaður bifreiðarinnar gat enga skýringu gefið á því hvers vegna hann hafði stungið af. Pólland: Meistarinn mokaði til sín verðlaunum Tveir aðalleikaramir í uppfærslu Kjartans Ragnarssonar á leikritinu Ég er meistarinn í Gdansk í Póllandi hlaut æðstu verðlaun sem þarlend- um leikurum getur áskotnast. Leik- ritið hefur verið á fjölunum í allan vetur og notið mikilla vinsælda. Verðlaunaathöfnin fór fram í gær í Ráðhúsinu i Gdansk. -kaa Aktu eins ocj þú vilt ðð 3Út að aorir aki okum eins oc U(NI D Magnaður metall Þeim, sem hafa lesið bækur Einars Kárasonar um lífið í braggakampin- um, líður fjölskyldan í gamla húsinu víst seint úr minni. í daglegu amstri og örlögum söguhetjanria endurspeglast sú þjóðfélagsbylting sem átti sér stað um miöja öldina. Tveimur menningarheimum lýstur þarna saman. í gamla húsinu búa spákonan Lína og karlinn hennar sem er kaupmaður í braggahverfinu. Leiklist Auður Eydal Gógó, dóttir Línu, flutti til Ameríku og skildi eftir slatta af börnum, sem gömlu hjónin ala upp. Eldri kynslóðin þekkir aðeins púl og puð en krakk- arnir gefa lítið fyrir slíkt. Lýsingar Einar.s á bardúsi þessa fólks eru óborganlegar. Þær eru fullar af grátglettnum stundum kaldhæðnislegum húmor, en um leið skín alls staðar í gegn full samúö með örlögum persónanna og skilningur á því forkostulega ástandi sem ríkir á miklum uppbrotstímum í þjóðfélaginu. í leikgerðinni, sem Kjartan Ragnarsson vann upp úr bókunum, stíga sögupersónurnar svo sannarlega ljóslifandi fram og atriöin þræða helstu viðburði í lífi fiölskyldunnar. Mikilsvert er að fanga þann óbærilega létt- leika tilverunnar, sem ríkir í bókunum, tíðarandann og einstakt sam- bland af skopi og harmi sem þar kemur fram. Þegar Djöflaeyjan var frumflutt á sinum tíma í stórri skemmu vestur í bæ var sýningin svo samofm umhverfinu að manni þótti sem aðeins þar ætti hún heima. Kolbrún K. Halldórsdóttir, sem leikstýrir sýningu LA að þessu sinni, sannar hér enn einu sinni ágæti sitt og útsjónarsemi þegar hún púslar öllu þessu fiölskrúðuga mannlífi á sviðið í Samkomuhúsinu þannig að aldrei verður vart þrengslatilfinningar. Þvert á móti virðist hálfur kampurinn kominn þarna og nýtur Kolbrún þar ágætrar leikmyndar Axels Hallkels Jóhannessonar, sem þegar best lét veitti snilldargóðar lausnir á víðáttuspursmálum leikgeröarinnar auk þess sem hann sá um búningahönnun í stíl tíðarandans sem oft var for- kostuleg í sjálfu sér. Sigurveig Jónsdóttir og Þráinn Karlsson léku Línu og Tomma. Báðar þessar persónur eru þau svolítið utan og ofan viö hinn hversdagslega heim. Sigurveig fær hér sjaldgæft tækifæri og nýtir það til fulls. Það mátti hreinlega finna álagakraftinn í heitingum kerlu þegar sá hamurinn var á henni. Þráinn er eins og oft hefur sannast einn af okkar stórleikurum og sýndi það vel í þessu hlutverki. Persónan verður hreinlega upphafin, gæskan og þolinmæðin uppmáluð. Sporin þegar hann gengur frá gröf Danna eru þung og Þráinn skapaði þarna óvenjulegt augnablik í leikhúsinu. Þórhallur Gunnarsson leikur Badda og hefur sterk og góö tök á túlkun þessa ógæfusama en um leið sjarmerandi piltungs sem athygli fiölskyld- unnar, einkum Línu, hverfist meira og minna um. Dofri Hermannsson fær líka gullið tækifæri sem Danni og hefur ekki áður gert betur. Dofri leikur á rólegu nótunum og nær einkar vel utan um tragískan undirtón hiutverksins. Fín vinna og heilsteypt persónusköp- un. Bergljót Amalds er líka fantagóð sem fiðrildið Dojlí og það geislar af henni lífskrafturinn. Barði Guðmundsson leikur kómíska persónu, Gretti eymingjann Ásmundarson, mann Dollíar, sem er fótaþurrka flestra og skilar því mjög vel. Rósa Guðný Þórsdóttir náði líka í mörgu tilliti vel utan um hlutverk ólánsmanneskjunnar Þórgunnar þó að mér fyndist eitt átakanlegasta atr- iði verksins fara fyrir lítið vegna þess aö þar var yfirkeyrt í áherslunum. Þessu brá oftar fyrir, einkum í kómíkinni, og ef eitthvað má að sýning- unni finna er það helst að stundum var farið oífari í skrípaganginum. Það var raunar alveg að óþörfu þar sem öllu fínlegra skop skilaði sér mæta vel í allri sýningunni og vó salt við alvöruna. Úr sýningu Leikfélags Akureyrar á Þar sem Djöflaeyjan rís. Sigurþór Albert Heimisson náði hárréttum áherslum í hlutverki Grjóna og Guðmundur Haraldsson var athyglisverður og kraftmikill Dóri. Þá eru aðeins ótahn þau Aðalsteinn Bergdal, sem lék Tóta og Sunna Borg í hlut- verki Fíu. Þó að þessar persónur séu settar upp sem hreinræktaðar grín- figúrur segja þær margt um aldarandann og þau Sunna og Aðalsteinn fóru á kostum í hlutverkunum. í heild er þessi sýning bæði athyglisverö og skemmtileg. Söngatriði eru vel heppnuð og hleypa fiöri í mannskapinn, leikurinn er mjög góður og enn einu sinni hefur Kolbrún K. Halldórsdóttir unnið athyglisverða leik- stjórnarvinnu. Leikfélag Akureyrar sýnir: Þar sem Djöflaeyjan ris Leikgerö Kjartans Ragnarssonar á skáldsögum Einars Kárasonar, Þar sem Djöfla- eyjan rís og Gulleyjunni Lýsing: Ingvar Björnsson. Tónlistarstjórn: Kari O. Olgeirsson Leikmynd og búningar: Axel Hallkell Jóhannesson Leikstjórn: Kolbrún K. Halldórsdóttir Hvað er að gerast í skemmtanalífinuP Alllll 9 9*17•00 hagnýtar upp/ýsingar þegar þér hentar Verð aðeins 39,90 mínútan. Fiðluleikur á Jazzbarnum Dan Cassidy er amerískur fiðluleikari sem hefur verið búsettur hér um töluverða hríð. Hann leikur á fiðlu og hefur verið að spila ýmsa tónlist af léttara taginu með íslenskum spilurum. Á Jazzbarnum á fimmtudaginn var hann með tríó og með honum voru þeir Kristján Guðmundsson á píanó og Einar Sigurðsson á bassa. Þeir eru ekki margir hérlendis, fiðlar- arnir í þessum geira tónlistarinnar. Jass Ársæll Másson Auk Dans er það borgarlistamað- urinn Szymon Kuran, sem er af pólskum ættum, en innfæddir skrapa annars staðar nú til dags. Tríóið hefur góða sveiflu, þótt eng- ________________________________ ar séu trommurnar, en efnisskrá þeirra er töluvert blússkotin og svíngtempóið er allsráðandi. Sem sýnis- horn má nefna AU of Me, Black Orpheus, Blue Monk, Time’s A-Wastin og How High the Moon. Kristján hefur lipran stíl á píanóið, minnir jafn- vel á Guðmund Ingólfsson, og er meiri djassmaður en Dan sem fraserar meira í einhvers konar þjóðlagastíl þótt sveiflan sé lipur og góð. Þeim bættist svo liðsauki á miðju kvöldi; Sigurður Jónsson tenórsaxófónleik- ari, sem þekktur er sem Milljónamæringur, blés með þeim nokkur lög, fyrst án Dans, Nostalgy in Times Square Mingusar, og síðan bættist fiðlan i hópinn. Þá fluttu þeir einn blús og svo St. Thomas sem mér fannst besta númer kvöldsins. Reyndar var öll dagskrá kvöldsins lipurlega flutt og góð tilbreyting að heyra í fiðlu á Jazzbarnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.