Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 27. MARS 1995 Ingibjörg Sólrún Gisladóttir borgarstjóri bryddaði fyrir helgina upp á þeirri nýbreytni að heimsækja fyrirtæki og stofnanir í einu af borgarhverfunum og varð Breiðholt fyrir valinu. Borgarstjórinn heimsótti meðal annars Búnaðarbankann í Mjódd og heilsaði upp á konurnar þar en þær vinna á eina stóra vinnustaðnum sem er eingöngu skipaður konum og er meira að segja útibússtjórinn kona. Heimsóknin var að frumkvæði hverfafélags Regnbogans i Breiðholti og var borgarstjóranum og fylgdarliði hvarvetna vel tekið. DV-mynd GVA Læknum á Borgarspítala verður fækkað um níu Læknum á Borgarspítala mun fækka um níu á næstu mánuðum vegna niðurskurðar í rekstri spítal- ans. Ráðningarsamningar nokkurra að- stoöarlækna, sem renna fljótlega út, verða ekki endurnýjaðir og læknar sem nálgast ellilífeyrisaldur hafa óskað eftir að láta af störfum eða verða beðnir um þaö. Gert er ráð fyrir að sparnaður á launalið Sjúkra- húss Reykjavíkur nemi 45 milljónum króna, þar af 30 milljónum á Borgar- spítaianum. Átta til níu starfsmönn- um hefur þegar verið sagt upp þar og taka uppsagnimar gildi 1. maí. Stjómendur Borgarspítala hafa tekið saman tillögur til bráöabirgða- stjómar sjúkrahússins um niöur- skurð í rekstri spítalans. í tillögun- um er gert ráð fyrir því að sparnaður í rekstri spítalans verði 130 milljónir króna, í stað 180 milljóna eins og gert var ráð fyrir. Hætt verður við ráðningu á E6-deild, sem ekki hefur verið í rekstri, og sparast þar 32 millj- ónir. Þá færa almennar hagræðing- araðgerðir 10 milljónir króna í sparnað. Stjómendur Borgarspítala hyggjast einnig auka sértekjur spít- alans um 25 milljónir með því aö seija lyf til sjúkiinga úr apóteki. „Það er aílt aö því búið aö taka ákvörðun um 130 milljóna króna sparnað en spumingin er hvort við þurfum aö ganga lengra. Ef til þess kemur gætum við þurft að fara út í frekari uppsagnir en orðið hefur. Við reynum að láta niðurskurðinn koma sem minnst við einstaklinga en þetta er flókið og afar sársaukafullt," segir Jóhannes Pálmason, forstjóri Borg- arspítala. Niðurskurðartillögur yfirstjóm- enda Borgarspítala og Landakots- spítala verða teknar fyrir í bráða- birgðastjórn Sjúkrahúss Reykjavík- ur í dag, mánudag. -GHS Fréttir Strandasýsla: Hækkun veg- arins Ijósgeisli áfimbulvetri Guðfinnur Rnnbogason, DV, Hóteiavík: í þeim miklu snjóalögum sem verið hafa í Strandasýslu í vetur og þeim mikla kostnaði og óþæg- indum sem þau hafa valdiö hefur þó verið einn ljósgeisli. Spjóalög á Steingrímsijarðar- heiði hafa ekki verið tiltakanlega mikil eða ekki neitt í líkingu viö það sem verið hefur i byggð. Það er þakkað nokkurri hækkun veg- arins á kafla heiðarinnar þar sem snjóalög voru hvað mest fyrir aðgerðina. Að sögn Magnúsar Guömunds- sonar, umdæmisstjóra Vegagerö- arinnar á Hólmavik, þyrfti að ráðast í hækkun og smáendur- bætur á nokkrum kafla til viðbót- ar. Myndi það, ef af yrði, greiða vel fyrir umferð á vetrum í eðli- legu árferði. Landleiðin frá Hólmavík í Drangsnes hefur ekki verið opn- uð í margar vikur en jarðýta hef- ur verið höfö á Drangsnesi hluta þess tima til að opna leiðina úr þorpinu til hafharinnar i Kokk- álsvík vegna útgerðar og til að- drátta fyrir íbúana. Tölvumynd af safnaðarheimilinu og kirkjunni. Safnaöarheimiliö í Keflavík: Kosningin dæmd gild Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum: „Vonandi sættir fólk sig við þessa niðurstöðu. Það var löglega staðið að kosningunni og þó hægt sé að finna að framkvæmdinni var ekkert ólög- legt við hana,“ sagði Jónína Guð- mundsdóttir, formaður sóknar- - ■ nefndar Keflavíkur, í samtali við DV. Yfirkjörstjórn hefur dæmt kosn- inguna gilda en nokkrir Keflvíkingar kærðu framkvæmd hennar þegar kosið var um og samþykkt að nýtt safnaðarheimili verði reist á lóö Keflavíkurkirkju. Kærendur geta þó áfrýjað þessum úrskurði til biskups. „Vonandi getum við nú haldið áfram og að kærum sé lokið. Það hefur ekkert upp á sig að halda þess- um kærum áfram. Úrslitin voru af- gerandi. Fólk vill byggja heimilið á kirkjulóðinni," sagði Jónína. Magnús Guðmundsson, um- dæmisstjóri Vegagerðarinnar, i simanum. Mikið er hringt þegar tvisýnt er með veður og færð. DV«mynd Guðfinnur Fingralangir með græna fSngur Tveir menn voru gripnir við innbrot i blómabúð við Skóla- vöröustig. Þegar lögregian handt- ók mennina vakti það athygli hennar aö einnota gúmmíhansk- ar stóðu upp úr vasa annars þeirra. Aðspurður sagðist þjófur- inn nota hanskana til gróðursetn- ingar. -g£ AA LEIKURINN Taktu þátt í skemmtilegum leik og svaraðu tveim laufléttum spurningum. Þú ferð með þátttökuseðilinn á McDonald's, Suður- landsbraut 56, og með því að kaupa eitthvað af girnilegum matseðli McDonald’s ert þú kominn ( pottinn. Skilafrestur er til 8. apríl. Stór kók frítt gegn framvísun miðans! Gegn framvisun þessa mida á McDonald's fá þeir sem kaupa eitt- hvaö af girnilegum matseóli McDon- ald's fritt stóra kók með matnum og komast aó auki i verólaunapottinn. ^ 1) Hvað heita afsláttarmáltíðir McDonald's? a) Skýjamáltíðir b) Stjörnumáltíðir c) Stjánamáltíðir tkb 2) Á hvaða dögum kemur Barna-DV út? a) Laugardögum b)Mánudögum c) Þriðjudögum NAFN_______________:___________1_________________ HEIMILISFANG SÍMI_________ JÖKLAFERDIfí Ferðaþjónustan Jökulsérlóninn ÆVINTYRALEG VERÐLAUN I BOÐI Daglega næstu þrjár vikurnar veröa \ tveir heppnir þátttakendur dregnir úr pottinum og hljóta þeir ferö á Vatnajökul ásamt glæsilegum hádegisverði í Jöklaseli á vegum Jöklaferöa og siglingu á Jökulsárlóninu á vegum Ferðaþjónustunnar Jökulsárlóni. Verðmæti hvers vinnings er 9.000 kr. Innifaliö er rútuferö meö Austurleiö frá Kirkjbæjarklaustri, Skaftafelli eða Höfn í hornarfirði. Nöfn vinningshafa verða birt vikulega í DV á föstudögum. ítalskir blaðamenn í Íslandsfor: Á skíðum af Hvanna- dalshnúki niður í Öræf i Einar öm Sigurðsson, DV, Öraefum: Nú stendur yfir leiðangur ítalskra blaðamanna um landið þvert og endi- langt. Leiðin liggur um Suðurland á Egilsstaði og þaðan á Snæfell. Ejallið verður klifið og þar verið á skíðum. Síðan á aö aka yfir Vatnajökul og upp á Öræfajökul. Þar verður gengið á hæsta tind landsins, Hvannadals- hnúk. Hápunktur ferðarinnar verð- ur svo að renna sér á skíðum niður tvö þúsund metra skíðabrekku, af Hvannadalshnúk og niður í Öræfi. Þessi leiðangur er undirbúningur fyrir slíkar ferðir sem boðið verður upp á í framtíðinni. Það eru Öræfa- ferðir í Öræfum sem sjá um skíða- ferðina en Jeppaferðir á Egilsstöðum um bílahliðina. Frægur fjalla- og blaðamaður, ítalskur, Franco Gi- onco, á hugmyndina að þessari ferð. Hann hefur undanfarin ár komið með marga skíðahópa til íslands í jöklaferðir á Öræfajökul, Eyjafjalla- jökul og Snæfellsjökul. Þátttakendur í ferðinni nú eru ít- alskir blaðamenn, ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn. Ef vel tekst til verður ferðin kynnt rnn allan heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.