Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 27. MARS 1995 Fréttir Stefán Valgeirsson styður Þjóðvaka: V Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyri: „Vegna tilmæla nokkurra kunn- ingja minna, aðallega þeirra sem stóðu að framboði Jafnréttis og fé- lagshyggju 1987, get ég lýst því yfir að ég tel skásta kostinn að kjósa Þjóð- vaka, J-listann, með tilliti til stefnu og starfa stjórnmálaflokkanna nú um stundir," segir Stefán Valgeirs- son, fyrrum alþingismaður, en nokk- ur eftirvænting hefur ríkt í Norður- landskjördæmi eystra um afstöðu hans til flokkanna sem þar bjóða fram. „í fyrsta lagi eru stefnumál Þjóð- vaka og áherslur að nokkru leyti þær sömu og framboðs mitt og minna stuðningsmanna 1987, sérstaklega að vinna gegn öllu misrétti í hvaða mynd sem það birtist. í öðru lagi að atvinnuleysi er gróft brot á mann- réttindum. í þriðja lagi verður að standa vörð um sjálfstæði þjóðarinn- ar, ekki veitir af eins og nú horfir. í fjórða lagi eiga allir að vera jafnir fyrir lögunum. Er það í raun og veru í dag? I fimmta lagi verður að taka heilbrigðis- og utanríkisráðuneytin úr höndum krata. Margir eru búnir aö fá meira en nóg af sviknum loforðum gömlu flokkanna, það sést m.a. á því að stór hluti kjósenda segist ekki ætla að kjósa í vor. Þeir treysta ekki þessum gömlu flokkum. Ég vil segja við þá sem eru ekki sáttir við ástandið í þjóðfélaginu í dag að þeir geta stuðlað að breytingum nú með því að kjósa Þjóðvaka. Ég sé ekki aðra leið miðað við stefnu og liklegt fylgi flokkanna. Framsókn fær semíilega 14 þingmenn og Al- þýðubandalagið 10. Ef það á að vera hægt að mynda félagshyggjustjórn þarf Þjóðvaki að fá a.m.k. 9 þing- menn. En að kjósa ekki gæti leitt til þess að menn fái það yfir sig sem þeir síst vilja. Við viljum félagshygg- justjórn, hvað vilja aðrir kjósend- ur?“ segir Stefán Valgeirsson. Ekkert þokast í kjaradeilu ílugfreyja og Flugleiða: Flugfreyjur f á stuðn- ing alþjóðasamtaka - auk Norræna flutningamannasambandsins Samningafundur hjá ríkissátta- semjara í kjaradeilu flugfreyja og Flugleiða í gær skilaði engum ár- angri og hefur annar fundur verið boðaður í dag. Flugfreyjur höfnuðu tilboði sáttasemjara um helgina og að sögn Erlu Hatlemark, formanns Flugfreyjufélags íslands, munu þær leggja fram gagntilboð í dag. Semjist ekki í dag hefur félagið boöað verk- fall hjá Flugleiðum frá og með mið- nætti í nótt. Erla vildi engu spá um hvort til verkfalls kæmi en sagðist svo sannarlega vonast til að samn- ingar tækjust. Flugfreyjufélaginu barst stuðn- ingsyfirlýsing frá alþjóðasamtökum flugfreyja og flugþjóna, ICCA, um helgina þar sem fram kom að sam- tökin hefðu sent tilmæli til allra sinna aðildarfélaga um að greiða ekki götu Flugleiða í starfsemi þeirra á erlendri grundu. Jafnframt sendi ICC A mótmælabréf til forráðamanna Flugleiða. Áöur haföi Flugfreyjufé- lagiö fengið álíka stuðning frá Nor- ræna flutningamannasambandinu sem ætlar að tefja Norðurlandaflug Flugleiða komi til verkfaUs flug- freyja. Fegurðardrottning Suðumesja: Krossbrá þegar ég heyrði naf nið mitt - segir Brynja Björk Harðardóttir Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Mér krossbrá þegar ég heyrði nafnið mitt. Þetta kvöld verður án efa mjög eftirminnilegt í framtíðinni. Mér líður alveg óskaplega vel,“ sagði Brynja Björk Harðardóttir, 19 ára Njarðvíkurmær, við DV en hún var kjörin fegurðardrottning Suðurnesja í Stapanum í Njarðvík sl. laugardags- kvöld fyrir troðfullu húsi gesta. Bryixja er fædd og uppalin í Njarð- vík, dóttir Önnu Sigurðardóttur og Harðar Karlssonar. Hún er stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðumesja, starfar í nokkrum hlutastörfum og stundar píanónám í Tónlistarskóla Njarðvíkur. Hún segir að draumur- inn sé að leggja fyrir sig tannlækn- ingar og ljúka frönskunámi. Sigrún Gróa Magnúsdóttir, 18 ára Keflvíkingur, var kjörin ljósmynda- fyrirsæta Suðumesja og vinsælasta stúlkan var valin Ragnheiöur Lína Kjartansdóttir, 18 ára Grindavíkur- mær. Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru flutt á slysadeild Borgarspitala eftir að fjallabfll fór meira en eina veltu á Hellisheiðl laust eftir hádegi á laugar- dag. Þrir sjúkrabílar og tækjabíll slökkviliðsins í Reykjavík fóru á vettvang en enginn hinna slösuðu reyndist með alvarleg meiðsl. DV-mynd Svelnn Aðalheiður Konráðsdóttir, feguröardrottning Suðurlands. DV-mynd Sigrún Lovísa Feguröardrottning Suðurlands: Álján ára Gnjúp- verji sigraði - frænka Kristjáns Jóhannssonar stórsöngvara Sigiún Lovísa, DV, Hverageröi: „Ég er ekki búin að meðtaka að hafa unnið,“ sagði nýkjörin fegurð- ardrottning Suðurlands, Aðalheiður Konráðsdóttir, við DV eftir krýning- una á Hótel Örk um helgina. Níu stúlkur tóku þátt í keppninni og verður Aðalheiður fuUtrúi Suður- lands í keppninni um ungrú ísland í vor. Aðalheiður er 18 ára gömul, búsett í Árnesi í Gnjúpveijahreppi, og stundar nám á félagsfræðibraut Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi. Hún er fædd og uppalin á Akureyri en flutti suður fyrir nokkmm áram. Foreldrar hennar eru Lilja Helga- dóttir og Konráð Jóhannsson, bróðir Kristjáns stórsöngvara. Aðalheiður stundar nám í klassískum söng þannig að eplið hefur ekki fallið svo langt frá eikinni. Fegurðardrottning Suðurlands er trúlofuð, sá heppni heitir Björgvin Krisljánsson. Sandkom dv ■r Sæmundur Pálsson er þekkliirroaöur í bæjarlífinu á Akurcyri. Hanneróvirk- uralkóholisii oghefursíðari at unniömikiö aömáleflium SÁAoghjálpaö mörgum alkó- hólistunum í vandrseöum þeirra. Sæmundur hcfur um árabil verið krari i liarðari kantinum ogþað vakti því talsveröa athygh er hann sagði sig úr Alþýðuflokknum og gekk til liös við Jóhönnu Sigurðardóttur og skipar nú 7. sæti á lista Þjóðvaka fyr- ir norðan. S vo var þaö að þeir hittust í göngugötunni Sæmundur og Stein- dór Gunnarsson, kosningastjóri Al- þýðuflokksins og hróöir Sigbj örns þingmanns. „Hvemiggastufengiöaf : þér að yfirgefa okkur?“ spuröí Stein-:: dórogfékkþáþettasvartilbaka: „Ég skal segja þér, Steíndór minn, að ég get ekki hugsað mér að kjósa Alþýðu- flokkinn eftirað það rann af mér.“ Þegar Oiafur RagnarGi mi.- son\arieml>- u'ttitjánnala- rnöhnra gcrö- ist ráðimcyiið áskrifandiað : ninueimaki' Víkurlilaösins semgefiöerút álíúsavík. Jó- hannesSigur- jónsson ritstjórí var sæll og glaður, en segir nú aö þegar Friörik Sophus- son tók viö 1 ráðuneytinu hafi verið gripið til niöurskurðar og aö sjálf- sögðu hafí áskriftinni afVíkurblað- : inu verið sagt upp enda þungur baggi fyrir ríkiö. Fjármálaráðuneytið fær jri blaðið áfram því óncfnd þjón á Húsa vík sáu fram á ófremdarástand við stjóm þjóðarskúfunnar fengi f Friðrik ekki Víkurblaðið. Þessi heið- urshjón kaupa því gjafaáskrift af blaðinu og senda það suður í ráðu- neytið. Veistu hvað Ljóminn... Frambjóð- endurflokk- annalátahafa sigí næstum alltþessadag- ana. Frambjóð- cndurfyrh- norðanfórut d. ísérstakainn- kaupakeppni í r einniafversl- unumKEAí --------—.....iagasemstanda >dír hjá fyrirtækinu. Frambjóðendur áttu að tína norðlenskar vörur í inn- kaupakörfur sínar og fór s vo aö Steingrímur J. Sigfússon var með lægst vöruverð og sigraði. Keppend- ur fengu refsistíg fy rir að taka í körf- una vörur scm ekki eru framieiddar á Norðurlandi, Svanhildur Ámadótt- ir sjálfstæðiskona fékk slfk stig vegna Diet Coca Cola en meiri athygli vakti þegar upp úr körfu stórbóndans, KEA-stjórnanoannsíns og framsókn- armannsins Jóhannesar Geirs Sigur- geirssonar kom höfuðborgarfram- leiðslan Ljóma-smjörlíki, en ekki ein- hverafþeim smjörh'kistegundum sem KEA framleiðir. Handboltinnfyrst Viðureignir KAogValsum Íslandsmeíst- aratítílinnt handknattlcik hafavakiö geysilegaat- hygliogþá sennilega hvergíeinsogá Akureyriþar sem um 10% bæjarbúa tróðu sér iim i KA-húsið á heimaleikjum liðsins. Eins og geíúr að skilja hefur handbottinn haft for- : gang á ýmislegt annað og á því fékk sjálfur Davíð Oddsson forstæisráð- herra að reyna. Hann ætlaði aö vera mað almennan fund á Akureyri sl. laugardagá sama tíma og leikur KA ogVals fór fram en Davíð mátti „lufla" og flýta stnum fundiþannig leikurinn hæflst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.