Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 27. MARS 1995 37 Fréttir íslandsvmurinn Dieter Kolb aftur til íslands: Ætlar á hest- vagni yfir Kjöl - beitir tveimur hestum fyrir 10 farþega vagn „Ég hyggst koma hingað um miðj- an ágúst og fara á hestvagni yfir Kjöl. Það er pláss fyrir 10 farþega í vagnin- um sem tveimur hestum verður heitt fyrir í hvert sinn en fjórir aðrir hest- ar verða hafðir til skiptanna," segir íslandsvinurinn og tannlæknirinn Dieter Kolb frá Þýskalandi. Eins og lesendum DV ætti aö vera kunnugt fór Dieter hringveginn um ísland á hestvagni á síðasta ári. Nú hyggst hann bæta um betur og fara um hálendið frá Geysi til Blönduóss með viðkomu á Hveravöllum og Svínavatni. Ferðin er farin í sam- vinnu við íshesta en Dieter gerir ráð fyrir að hún muni taka um 5 daga hvora leið. „Ég hef haft mikinn áhuga á ís- landi í um 15 ár. Þegar ég eignaðist íslenska hesta fyrir 20 árum var ég staðráðinn í að heimsækja heim- kynni þeirra einhvern tíma. Það gerði ég árið 1983 þegar ég ók hring- inn á húsbíl. Það tók allt of skjótt af og maður naut landsins ekki sem skyldi. Þess vegna gerði ég allt sem ég gat til að koma aftur og það gerði ég og ferðaðist þá meðal annars fót- gangandi. í þeirri ferð uppgötvaði ég að landið er mun áhugaverðara og fallegra því maður missir af því merkilegasta með því að ferðast um þjóðvegina. Hugmynd mín er sú að það geti-verið áhugavert fyrir ferða- menn að feröast í hestvagni um land- ið og ég er meðal annars að vekja athygli á þessum ferðamáta. Bæöi meðal íslenskra bænda og útlend- inga,“ segir Dieter. Auk þessarar ferðar hyggst Dieter bjóöa ferðamönnum upp á tvær svo- kallaðar „Litlu íslandsferðir" um Reykjanes. -pp Dieter Kolb hyggst ferðast á hestvagni yfir Kjöl í sumar en hann ferðaðist hringveginn i fyrra á sama máta. DV-mynd Magnús Ólafsson horfast í augu i tií A IP _ tækifærin Alþýðuflokkurinn telur að hagsmunum íslands sé best borgið til framtíðar með aðild að Evrópusambandinu, náist um það viðunandi samningar. Megin- samningsmaríonið íslendinga á að vera að tryggia áfram forræði þjóðarinnar yfir auðlindum sjávar innan íslenskrar efnahagslögsögu. Svarið við því, hvort ðetta næst fram, fæst ekki nema í samningaviðræðum. Alþýðuflokkurinn telur 3ví rétt að ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu eins fljótt og auðið er. Umsókn um aðild og endanleg ákvörðun um aðild eru tvær aðskildar ákvarðanir. Við getum ekki tapað á því að ganga úr skugga um það hvers konar samningum má ná. Það er ekkert að óttast. Náist samningar mun þjóðin taka endanlega ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nær 70% af útflutningi þjóðarinnar fer til landa Evrópusambandsins. Jafh réttur okkar og keppinauta okkar á þessum mikilvæga markaði getur haft úrslitaáhrif á þróun íslensks efnahagshfs. í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu fylgir fullur markaðsaðgangur fyrir sjávarafurðir og aukin fullvinnsla sjávarfangs innanlands. Almennt efnahagsumhverfi innanlands verður sambærilegt við Evrópusambandið, sem ætti að leiða til aukinnar erlendrar fjárfestingar, aukins stöðugleika og hagvaxtar. Kjör heimilanna batna enda mun verð á land- búnaðarafurðum lækka verulega.* Aðild að Evrópusambandinu hefur í öllum tilvikum haft mjög jákvæð áhrif á efnahag nýrra aðildarríkja. Engin dæmi eru um hið gagnstæða. Aðild að Evrópusambandinu er uppspretta nýrra tækifæra. Stjórnmála- flokkum ber að móta framtíðarsýn. Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur Islands vill sjá Island til borðs með lýðræðisþjóðum Evrópu. Aðild íslands að Evrópusambandinu varðar framtíð pjóðarinnar og velferð við upphaf 21. aldarinnar. * Hagfrœðistofnun Háskóla íslands telur í skýrslu sinni til ríkisstjómarinnar að verðlag á landbúnaðarafurðum muni lcekka um 35 - 45% við aðild íslands að Eirrópusambandinu. Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands Hægt er að nálgast eftirtalin upplýsingablöð hjá kosningamiðstöðvum Alþýðuflokksins um land allt: Evrópumál, Sjávarútvegsstefna ESB, Atvinnumál, Iðnaðarmál, Matarverð og lífskjörin, Sjávarútvegsmál, Jöfhun kosningaréttar, Fjölskyldumál, Húsnæðismál, Menntamál, Landbúnaðarmál, Umbótastefha jafhaðarmanna, Heilbrigðismál, Umhverfismál, Ungir jafnaðarmenn, Jafnaðarstefnan - mannúðarstefna okkar tíma. Upplýsingasímar: 552 92 44 og 552 80 17. Dagvist bama: Niðurgreiðsla hjá dagmæðrum Stjórn Dagvistar bama hefur ákveðið að hætta greiðslum til for- eldra sem nýta sér ekki dagvist fyrir börn á vegum borgarinnar og láta greiðslurnar þess í stað fara beint í aö greiöa niður dagvistun hjá dag- mæðrum um sömu upphæð, eða 6.000 krónur á barn. Þessi ákvörðun er tekin til að bæta nýtingu íjárins en af 35 milljónum króna sem hafa farið í greiðslur til foreldra úr borgarsjóöi hafa 15 milljónir farið beint í skatta. Foreldragreiðslunum verður hætt 1. júní og niðurgreiðslur hjá dagmæðr- um hefjast l. september. „Okkur finnst fráleitt að 40 prósent af þessum greiðslum fari í skatt til ríkisins og viljum því heldur lækka dagvistarkostnað hjá dagmæðrum þannig aö þessir peningar komi aö fullu tii góða fyrir viðkomandi for- eldra. Þeir sem kjósa að vera heima fá þá ekkert og engin ákvörðun hefur verið tekin um að bæta heimavinn- andi fólki þetta upp. Við ætlum aö sjá hvernig þetta kemur út,“ segir Arni Þór Sigurðsson, formaður stjómar Dagvistar barna. Gunnar B. Kvaran: Myndin af séra Bjarna verður settupp Gunnar B. Kvaran, forstöðumaður Kjarvalsstaða, segist búast við að myndin af öðrum af tveimur heiðurs- borgurum Reykjavíkur, séra Bjarna Jónssyni, sem hefur hangið uppi á skrifstofu borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur, verði sett upp í einu af sambýlum aldraðra í borginni í þess- ari viku eða næstu. Myndin var tekin niður og látin í viðhald í haust meðan verið var að mála skrifstofu borgar- stjóra í ráðhúsinu. „Myndinni hefur aldrei verið ætl- aður annað en verðugur sess. Ég held að það sé engin goðgá að mynd- in sé flutt af einum vegg á annan. Gunnari Kvaran hefur verið falið aö finna henni verðugan sess. Hann sér um að flytja myndir til og annast viðhald á þeim. Það stóð aldrei til annað en að hún færi á verðugan stað,“ segir Kristín A. Ámadóttir, aðstoðarmaöur borgarstjóra. í DV birtist nýlega lesendabréf ftá Einari Ámasyni þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinpi að það að taka myndina niður jafngilti því aö svipta séra Bjama Jónsson heiðursborg- aratítli í Reykjavík. f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.