Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Blaðsíða 21
WINDOWS MÁNUDAGUR 27. MARS 1995 21 Menning Óbókvartettar Tónlist Áskell Másson Þeir Daöi Kolbeinsson óbóleikari, Zbigniew Dubik fiðluleikari, Guömundur Kristmundsson víóluleikari og Richard Talkowsky sellóleikari héldu tónleika í Norræna húsinu á vegum Háskólatónleika sl. mið- vikudag. Á efnisskránni voru óbókvartettar eftir Benj- amin Britten og Wolfgang Amadeus Mozart. Britten samdi kvartettinn, sem hann nefndi Phant- asy, kornungur, eða þegar hann var átján ára og enn við nám í Royal College of Music í London. Þetta var árið 1932 en hann mun þó hafa endurskrifað stóran hluta verksins ári síðar og tileinkað óbóleikaranum Leon Goossens sem frumílutti þá endurgerð þess. Verkið hefst á nokkurs konar marsi sem endar í trilluhljóm og leiðir í kafla sem einkennist af skölum niður á við en síðan er á ný höfðað til upphafsins. Þá kemur bhðari kafli, leikinn af strengjahljóðfærunum og er hann leiddur smám saman í hápunkt, þá kemur óbóið aftur á sjónarsviðið, en undir niða khðmjúkir strengirnir. Enn er höfðað til upphafsmarsins en nú leysist tónhstin smátt og smátt upp og fjarar út. Leikur fjórmenninganna einkenndist af öryggi og var áferð tóns þeirra í heild jöfn og ákveðin og tónhst- in skýrt mótuð. Kvartett Mozarts í F-dúr, KV 370, er áreiðanlega mest leikni óbókvartett allra tíma. Hann er í þrem þáttum sem eru hver öðrum fegurri og bera snihi höfundarins sterkt vitni. Daði Kolbeinsson óbóleikari. Þrátt fyrir smáhnökra var verkið vel leikið og ein- kenni flutningsins svipuð og í kvartett Brittens, eins og reyndar við mátti búast af svo góðum og reyndum hstamönnum sem hér áttu í hlut. Meira af sígildum sönglögum Nýlega kom út annað bindi Sígildra sönglaga og hefur Gylfi Garðarsson sem fyrr haft veg og vanda af útgáfunni. Heftið er í hentugri stærð með gormabind- ingu og birtir texta lags, nótur þess og hfjóma. Eins og áður fylgja myndir af helstu gítar-, píanó- og harm- óníkuhljómum. Rekist fólk á hljómatákn sem ekki skiljast er hægur vandinn að fletta þeim upp. í þessu hefti ber mest á íslenskum dans- og dægurlögum frá 5. og 6. áratugnum en einnig má finna þar þjóðlög og erlenda söngva við íslenska texta ásamt nokkrum ís- lenskum sönglögum. Við hvert einasta lag virðist getið einhverra heimilda sem felast til að mynda í því hvaðan nótur eru fengn- ar og í hvaða söngbókum öðrum má finna viðkomandi texta eða ljóð. Ýmis fróðleikur annar fylgir líka með sem gaman og fengur er aö. Fróðleikur sá er gjarnan sögulegur; um tilurð lags eða ljóðs, hvemig algengast er að lagið sé flutt, hvort stuðst er við ákveðnar útsetn- ingar eða handrit og þar fram eftir götunum. Allt er þetta haft í sem stystu máli, þannig að ekki skyggir á aðalatriðin, lögin sjálf og textana. Eitt og annað forvitnilegt flýtur hér með. Má nefna sem dæmi „hitt“ lagið við textann Ég er kokkur á kútter frá Sandi en það birtist hér í fyrsta sinn, einnig má nefna það sem segir um Vísur Vatnsenda-Rósu, Landleguvalsinn og Komdu inn (í kofann minn). Það er líka vinsamlegt að láta útlend heiti laga fylgja. Skrá er yfir heimildir og efnisyfirlit yfir bæði heftin sem út eru komin. - Vegna þess hversu vel er hér vandaö til verka er ekki fráleitt að ætla, að þegar fram líði Bókmenntir Ingvi Þór Kormáksson stundir verði Sígild sönglög aðalheimildin yflr íslenska alþýðusöngva og sú sem mest verður vitnað til og stuðst við í þeim efnum. Sigild sönglög 2 Gylfi Garöarsson bjó til prentunar Nú - Nótuútgáfan Reykjavik 1995 Lítill og nettur Creda þurrkari RflFTfEKMZLUN ÍSLflNDS Ff Skútuvogi 1 b, 104 Reykjavík. Sími 568 8660 Scmlu pöntunarseöilimi í pósti eðu Við sendum lmnn tii þín í póstkröfu nafn...........—--------......... heimilisfang _ póstnr.______ kennitala _ staður : Listinn kostar 490 kr. sem dregst frá fyrstu pöntun. Sendlst til: FKEBMAN, BÆ3ARHRAONI 14, 222 HAFNAKFJÖRÐUR, SÍMI 565 3900 Sími: 68B 3900 27. míirs - 12. íipril Erlendar bæltur um allt milli hímiris oíj jarðar. Kiljur ái 150 kall! Hiiiiclri)ð rjeisladlska. Ailt að ¥0% affsláttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.