Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 27. MARS 1995 Spumingin Á hvaða stjórnmálamanni hefur þú mest álit? Ásta Björg Sigurðardóttir, nemi í verkfalli: Eg treysti Davíð Oddssyni best. Hanna Kristín Jónsdóttir nemi: Ég hef ekki álit á neinum stjórnmála- manni. Arndís Björnsdóttir Ieikskólakenn- ari: Ég hef ekki álit á neinum stjórn- málamanni. Tómas Hilmarsson söluráðgjafi: Ég hef ekki álit á neinum. Kathy Clifford húsmóðir: Ég hef mest álit á Þorsteini Pálssyni. Arnar Óskarsson málarameistari: Ég hef mest álit á Jóni Baldvini Hanni- baissyni. Lesendur Steinn í götu af- reksíþróttafólks? Guðmundur Haraldsson, form. Fim- leikasambands Islands, skrifar: Sú umræða sem átt hefur sér staö í fjölmiðlum að undanfórnu um þol- fimi hér á landi hefur verið mjög neikvæð fyrir alla sem vinna að þess- ari íþrótt. Það sýnir ekki mikinn áhuga á uppbyggingu íþróttarinnar að ætla að hindra okkar fremsta keppnisfólk í því að auka hróður lands okkar á erlendum vettvangi, og er það þeim sem þannig vinna til ’skammar. Okkar besti þolfimimaður, Magnús Scheving, hefur unnið til margra glæsilegra sigra á þessum mótum og er silfurhafi frá síðustu heimsmeist- arakeppni, sem IAF hélt á síðasta ári. Einnig náði Magnús yfirburða- sigri á Evrópumeistaramóti í Sofiu sem haldið var af IAF í febrúar sl. og varði þar með titil sinn frá árinu áður. - Magnús hefur sett ísland í fremstu röö þolfimifólks í heiminum. Fimleikasambandiö hefur unnið að þolfimi undanfarin ár ásamt öðrum Norðurlandaþjóðum og átt fulltrúa í norrænu þolfiminefndinni. Þolfimi var tekin upp sem ein af keppnis- greinum fimleika innan Alþjóða fim- leikasambandsins, FIG, á síðasta ári. Á svipuðum tíma gekk Magnús Scheving í raðir Ármenninga. í bréfi til Fimleikasambandsins, frá þvi í febrúar 1994, óskaði Glímufélagið Ármann að þolfimi yrði viöurkennd sem keppnisgrein innan Fimleika- sambandsins. Þetta var samþykkt af Fimleiksasambandinu og staðfest af íþróttaráði íslands. Það er ekki tilviljun að Magnús var valinn íþróttamaður ársins 1994 af íþróttafréttamönnum, þeir vissu að Magnús var vel að þessum titli kom- inn og hafði unnið vel til hans. - Ég vona að allir íþróttamenn og aðrir þeir sem vilja unna íþróttum far- sældar standi saman að uppbyggingu okkar fremsta afreksfólks svo það geti áfram haldið uppi heiðri íþrótta- hreyfingarinnar hér á landi og er- lendis. Magnús Scheving þolfimleikamaður. - „Það er ekki tilviljun að Magnús var valinn iþróttamaður ársins 1994 a< íþróttafréttamönnum," segir m.a. i bréfi Guömundar. Heiðursborgari Reykjavíkur á nýjum stað Ingibjörg Sólrún Gíslasdóttir skrifar: Einar Arnason skrifaði lesendabréf í DV mánud. 20. mars sl. og gerir þar að umræöuefni tilflutning á mál- verki af fyrsta heiðursborgara Reykjavíkur, séra Bjarna Jónssyni. Málverkið hékk til skamms tíma í stjórnsýsluálmu Ráðhússins, en hins vegar eru lágmyndir af fyrrverandi borgarstjórum í álmunni sem hýsir borgarstjórnarsalinn og önnur fund- arherbergi borgarstjórnar. Það var mín skoðun að myndin færi ekki vel þar sem hún hékk og nyti sín engan veginn á þeim stað. Sömu skoðunar var forstöðumaður Kjarvalsstaða, og þegar málað var í nóvember sl. var ákveðið að taka niður tvær myndir, sem þarna höfðu hangið um tíma, og var önnur þeirra af séra Bjama. Engar myndir vom settar upp í þeirra stað. í þessari breytingu fólst vitaskuld engin afstaða til myndefnisins eða listamannanna sem myndirnar geröu, enda verða þessar myndir ekki látnar rykfalla í geymslu niðri i kjallara heldur hengdar upp á við- eigandi stöðum. - Málverkinu af séra Bjarna verður fundinn verðugur staður í borgarstjórnarálmu Ráð- hússins, enda rík ástæða til að sýna þessum ástsæla heiðursborgara full- an sóma. Ég hlýt að harma að þetta mál skuli hafa orðið að blaðaefni með þessum hætti. Engum er greiði gerður með slíkum skrifum, hvorki minningu heiðursborgarans, eftirlifandi ætt- ingjum hans né borgarstjórn Reykja- víkur. Að lokum hlýt ég að lýsa furðu minni á þeim ummælum sem bréfrit- ari hefur eftir „ábyrgum manni“ í Ráðhúsinu og segja það sem mína skoðun að ef rétt er eftir haft þá er starfsmaðurinn allt annaö en ábyrg- ur því hann fer með fleipur. Hreindýraslátrun á heimaslóð Snorri skrifar: Mikið hefur verið talaö um hina svonefndu heimaslátrun hjá sumum bændum. Þeim sem ég hef talað við 'finnst ekkert athugavert við þessa framkvæmd, svo framarlega sem hún er framkvæmd undir eftirliti og hreinlætis gætt á svipaðan hátt og gerist í sláturhúsum. Ég sé ekki hvers vegna ekki má útbúa jafnvel litla fullkomna sláturaðstöðu á bændabýli. Það eru milliliðirnir sem fólk vill afnema - stóru sláturhúsin, geymslukostnaðurinn og dreifing til smásala. En það er við ramman reip að draga þar sem bændasamtökin reyna að halda uppi bákninu, hvað sem það kostar. Auðvitað á að vera sam- keppni milli bænda hvaö kjötsölu varðar, rétt eins og gerist um aðra framleiðendur sem setja sína vöru á markað. Framleiðendur á hrásalati, framleiðendur brauöa eða framleið- endur heitra tilbúinna rétta þurfa engan sameiginlegan dreifiaðila eða bákn til að sjá um að dreifa sínum vörum. Og víkjum svo að öðru til að sýna skinhelgina í kjötsölubákninu og „aðbúnaðar“-ruglinu. Ég veit ekki betur en hreindýrum sé bara slátrað á heimaslóð þar sem til þeirra næst, þau blóðguð og gert aö þeim á staðn- um. Er dýralæknir með í veiðiferð- um til að stimpla dýrin. Hvar er opin- bera eftirlitið þar? - Eða fuglaveið- arnar? Þarf ekki að fylgjast með hreinlætinu á þeim „sláturstað", rétt eins og í kjúklingabúunum? Ég skora á bændur að rísa upp gegn búnaðarbákninu og sameinast um heimaslátrun sem mest þeir mega, t.d. nokkrir bændur saman til að draga enn frekar úr sláturkostn- aði. Senda kjötið á markaðinn, stimplað af dýralækni, sérmerkt hverju býh fyrir sig, sláturdegi og öðru sem máli kann að skipta fyrir neytandann. Á þessu eigum við kröfu hér eins og í flestum Evrópulöndum. DV (Mgertmedsnjó- skaflafréttum Kristján hringdi: Þetta fer nú að verða leiöi- gjamt, að fá snjóskaflafréttir á skjáinn kvöld eftir kvöld. Við vit- um að landsbyggðarbúar hafa þurft að búa viö harðræði af völd- um náttúrunnar mestan hluta vetrar, einkum fra áramótum. En okkur er verulega ofgert með þessum fréttum þegar Ómar Ragnarsson eða Páll Benedíkts- son sjást pikka prikum niður á þök húsanna kvöld eftir kvöld. Þaö er alveg óþarfi fyrir sjón- varpsstöðvarnar aö halda þess- um mönnum á landsbyggðinni tii að kíkja niður um þakgluggana til íbúanna. Af nógu öðru er að Laka. Helmingurinn hlynnturESB Ásmundur skrifar: Það er nú varla hægt að þagga niður þá skoðun - um helmings landsmanna - að vilja kanna hvaða kjör bjóðast í Evrópusam- bandinu. Reyndar hefur komið fram að helmingur þjóðarinnar vill meira, hann viD beinhnis sækja um ESB-aðild. Þetta verða stjómmálamenn að viðurkenna. Kosningarnar eiga.að snúast um þetta mál ekkert síður en önnur. Við munum hvort eð er þurfa að horfast í augu við þessa stað-_ reynd strax eftir kosningar. í raun ætti aö nota kosningarnar til að kanna hug kjósenda. Gera löglega og afgerandi könnun samhliða kosningunum. Kennaraforustaá launum Magnús skrifar: Mér blöskrar framferði kenn- ara og samtaka þeirra, sem krefj- ast þess að ríkið leggi fram hærri og liærri fjárhæðir til lausnar launadeilunni. Á meðan bíða for- eldrar og nemendur í ofvæni eftir að eitthvað það gerist sem léttir ógnarástandinu í skólamálum. En hvaö um forystu kennara sem situr við samiúngaborðin; skyldu þeir ekki þiggja sín laun fyrir setur og samningafundi vikum saman? Fá kannski fuD laun fyrir vikið! Þetta ástand er mörgum orðið ofraun, nema þá ef til vill kennnaraforystunni á fullum launum við samningaþjarkið. Skattsvikáskatt- svikofan? Í.G. hringdi: Er það virkUega rétt að hugar- farið sé orðið þess eðlis í okkar þjóðfélagi að enginn sé taUnn maður með mönnum nema hann stundi minni eða meiri háttar skattsvik? Samkvæmt orðrómi undanfar- ið neyðist ég til að ætla að svo sé. Óöryggiíflugsam- göngum Þór skrifar: Því ætlar ekki að linna, óörygg- inu í ferðamálum. Ár eftir ár korna upp launadefiúr innan Flugleíða, eina flugfélagsins meö fastar áætlunarferðir til útlanda. Ef það eru ekki flugmenn, þá flugvirkjar, ef ekki þeir, þá flug- freyjur, afgreiðslumenn eða aörir hópar. Og nú ætlar yfirstjórn fé- lagsins að taka sig saraan, ganga um borð í vélarnar og gerast ör- yggisverðir í fluginu. Elcki tel ég það heppilegt og ails ekkert ör- yggí, nema síður sé. Hitt er auð- vitað hörmulegt að starfshópur eftir starfshóp hjá Flugleiöum skuli geta settfyrirtækinu stóiinn fyrir dyrnar og komið í veg fyrir allar flugsaragöngur til og frá landinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.