Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 27. MARS 1995 47 Fréttir Búnaðarþing um vanda sauðflárbænda: Bændur f ái hundruð milljóna í aðstoð Kjaraleg staöa sauðíjárbænda er óviðunandi, segir í ályktun sem sam- þykkt var á búnaðarþingi. í sam- þykkt þingsins er að finna ákall um víðtæka pólitíska lausn á vanda sauðfjárbænda og á þaö bent að um mikilvægt byggðamái sé að ræða. Búnaðarþing bendir á ýmsar leiðir til að leysa vandann sem flestar hverjar krefjast umtalsverðra fjár- muna úr ríkissjóði. MikiU samdráttur hefur orðið í framleiðslu og sölu sauöfjárafurða á síðustu árum. Innvegin ársfram- leiðsla hefur minnkað um 43 prósent frá árinu 1978, eða úr 15,4 þúsund tonnum í 8,8 þúsund tonn. Og þrátt fyrir mikinn fjárhagslegan stuðning stjómvalda, til dæmis með bein- greiðslum, hefur gengið erfiðlega að selja kjötiö og miklar birgðir því til í landinu. í ályktun búnaðarþings er mælst til þess að heimilað verði að flytja út lambakjöt án þess að það rýri rétt bænda til beingreiðslna til að minnka birgðastöðuna. Þannig skuli stefnt að því að birgðastaðan í haust verði ekki umfram 500 tonn. Jafnframt er mælst til þess að allt sláturfé komi í sláturhús í haust og að greitt verði fyrir aUt innvigtað kindakjöt um- fram það sem greiðslumark gefur rétt til. Þrátt fyrir minnkandi neyslu á kindakjöti er það vilji búnaðarþings að heildargreiðslumark næstu ára verði aukið úr 7.820 tonnum í 8.150 tonn. Þá er lagt til að bændum verði heimilað að framleiða 80 kíló af lambakjöti fyrir hvern heimilismann án þess að það skerði innleggsheim- ildir. Auk þessa leggur búnaðarþing meðal annars til að bændum verði tryggður réttur til atvinnuleysisbóta, að Jarðasjóður verði efldur og að stofnaður verði þróunarsjóður sem Skagfírðingar: í af borganir lána 1 ara 37% fjárlaga Öm Þórarmsson, DV, Fljótum; Fjárhagsáætlun Héraðsnefndar Skagfirðinga fyrir árið 1995 var sam- þykkt á fundi nefndarinnar fyrir skömmu. Áætlunin hljóðar upp á 88,4 milljónir króna. Sveitarfélögin 12, sem standa að nefndinni, munu leggja fram 82,6 milljónir en 5,8 verða teknar að láni. Reiknað er með að tæpar 86 milljónir fari til reksturs, 1,3 til eignfærðrar fjárfestingar og 1,1 milljón til gjald- færðrar fjárfestingar. Langstærsti útgjaldaliðurinn er af- borganir lána. Sá hður tekur til sín ' 32,8 milljónir eða um 37% af fjárlög- um nefndarinnar. Til menningar- mála á að verja 12,5 milljónum, til bruna- og almannavarna 10,1 milljón og til byggingar- og skipulagsmála 9,2 milljónmn. Áætiað er að nýi málaflokkurinn hjá héraðsnefndinni, barnavemdar- mál, kosti.1,5 milljónir króna en eins og kunnugt er fluttist þessi mála- flokkur frá einstökum sveitarfélög- um yfir til héraðsnefndar um síðustu áramót. - ákallmnpólitískalausn samþykktáþinginu hafi það markmið að stuðla að vöru- markað. í ályktun búnaðarþings er milljónir og að leita þurfi til ríkis- leiðnisjóðs og fleiri aöila um fjár- þróun fyrir innlendan og erlendan rætt um að sjóöurinn þurfi árlega 100 valdsins, Byggðastofnunar, Fram- mögnunhans. -kaa i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.