Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 27. MARS 1995 Menning Dumbungs náttúra Elías B. Halldórsson í Gerðarsafni Þeir eru ekki margir sem halda á lofti merki mál- verksins nú á þessum tímum naumhugullar þrívídd- ar. Fyrir skömmu var þó í Gerðarsafni í Kópavogi sýning á verkum listamanna í yngri kantinum sem hafa lagt rækt við málverkiö. Allir einbeita þeir sér þó að málverkinu í tengslum við hugmyndalist. Þann- ig lifir málvérkið í hinni viðteknu mynd fyrri alda tæplega í verkum þessara hstamanna. Þeir eru samt sem áður til, hstamennimir af yngri kynslóð, sem við- halda þessum gömlu og grónu viðhorfum til málverks- ins og leita þeir gjarnan í sjóð þeirra málara sem komu fram upp úr seinna stríði og voru margir kenndir við Septem og konkret. Ehas B. Hahdórsson kemur þarna einhvers staðar inn á milli. Hann náði rétt í skottið á konkretmálverk- inu í lok sjötta áratugarins en byrjaði þó ekki að sýna að ráði fyrr en í upphafi þess áttunda þegar hugmynda- listín var í algleymingi. Þannig hlutu verk hans ekki verðskuldaða athygh fyrr en í upphafi níunda áratug- arins með nýja málverkinu, þrátt fyrir að hann sé af þeirri kynslóð sem stóð fyrir konkretbyltíngunni um 1950. Nú hefur Elías B. Halldórsson opnað stóra sýn- ingu á verkum sínum í Gerðarsafni og eru hvorki fleiri né færri en 105 verk á sýningunni. <1 Dempaðri litir Éhas hefur jafnan einbeitt sér að náttúrustemning- um þótt ekki sé hægt að greina augljósa staðhætti í verkum hans. Þar er fyrst og fremst um að ræða hug- læg áhrif í ht og formi frá landslagi og náttúru. í seinni tíð hafa htir dempast talsvert hjá Ehasi og myndbygg- ingin einfaldast til muna. Þessa sér einnig stað á sýn- ingunni í Gerðarsafni. Þar eru alls 36 stór málverk, flestöh ný, en þó tvö sem eru orðin tíu ára gömul. Annað þeirra, Blóðnætur, er hið stærsta á sýning- unni, hátt á áttunda metra að lengd og var vel tíl fund- ið að setja það inn í rúmgóðan salinn í Gerðarsafni. Hitt verkið, Sólbræddir vængir, er einnig í svokallaðri yfirstærð. Bæði þessi eldri verk eru máluð í sterkari litum og af meiri galsa en hin nýju. Dumbungsafbrigði jarðlita Nýju verkin eru mörg hver næsta keimhk; áberandi eru dumbungsafbrigði af bláum, grænum og okkurgul- um lit í mildri skáflataskiptingu. Þau verk sem taka sig hvað helst út úr eru þau sem hafa til að bera inn- byggða dýpt jarðhtanna eins og mynd 3, Fjallatjarna- bakkar, eða sterka landslagstilvísun með skörpum Eitt verka Elíasar B. Halldórssonar. andstæðum eins og mynd 18, Uppi í himnakór, þar sem ljós himinn tekur yfir meginhluta myndflatarins. Lítil tíðindi og önnur kómísk Lítil akrýlmálverk eru í reynd meginefni sýningar- innar en að mínu mati jafnframt það sem sætir minnst- um tíðindum. í flestum tilvikúm er um að ræða mynd- ir sem hafa yfir sér snöggsoðinn tækifærisblæ og Myndlist Ólafur J. Engilbertsson myndefnið er nánast það sama á þeim öllum; hús á grænni eyri við dimmbláan sjó. Það er helst í myndum eins og Síðdegissól (37) og Hunangsflugukæti (97) sem örlar á viðlíka tílburðum og í málverkunum. Skemmtí- legasta innleggið á sýningunni er þó án alls vafa nokkr- ir skúlptúrar úr fjörureknum hlutum sem eru utan skrár. Þar gefur að líta margar óborganlegar samsetn- ingar eins og Vörn gegn fjörulöhum og Hiö gamla ljón í túnfætinum hlær. Elías mættí gjarnan brjóta list sína meira upp með þessum hætti. Þaö sakar aldrei aö hafa dálitia kómík uppi í erminni. Sýning Elíasar í Gerðarsafni stendur til 20. apríl. Hringiðan Háskólaútgáfan efndi nýlega til móttöku i Skólabæ í tilefni af útkomu afmælisrits sem tileinkað er Þorsteini Gylfa- syni, prófessor í heimspeki. F.v. eru Páll Skúlason prófessor, Þorsteinn Gylfason, Mikael M. Karlsson dósent og Jörundur Guðmundsson hjá Háskólaútgáfunni. DV-mynd Sveinn 39 eftir Betty J. Eadie Áhrífamesta dauðaretjnslaH fyrr og síðar 3EFTIRVIKU > OEFTIRMÁNUÐ Z DV Metsölukiljúr Bandarikin Hit almonns oðlis: M. a.J. Eadle *, C. T«ylor: rmbracod bv tbo Ught. 2. Jerry Sðlnleld: Saínlengoage. 3. Newt Gmgricb. D. Armey o.fU Contrect whb Ametic*. . 4. Deteny. DeUny & Heirrtlr * Having Our Say. 5. Thomas Moore Cere of the Soui., 6. M. Scott Peci; Th« Road Lm Travelied. 7. Thoma3 Mooré; Sout Matev 8. Ma/a Angelou: ðœst enn í bókabúðum r á Jslandi fIjÁLS'I 11:JÓLM10LUN ié. TELEFUNKEN ÞÝSK HÁGÆÐASJÓNVARPSTÆKI MEÐ SURROUND STEREO Telefunken F-531 C STEREO NIC er 28" sjónvarpstæki: Black Matrix-fialur glampalaus skjór • Surround-umhverfishljóm- ur • PSI (Picture Signal Improve- ment) • ICE (Intelligent Contrast Eledrónic) • Pal, Secam og NTSC- video • 59 stööva minni • Sjdlfvirk stöðvaleit og -innsetning • Mögu-leiki ó 16:9 móttöku • Islenskt textavarp • Tímarofi • 40W magnari • A2-Stereo Nicam • 4 hótalarar • Tengi fyrir heymartól og sjónvarpsmyndavél • ASskilinn styrkstillir fyrir heymartól • 2 Scart-tengi o.m.fl. IMORDMEIMDE Nordmende V-1242 SV er vandaðf riggja hausa myndbandstæki meó hra5þraSingu( 2 Scart-lengjum, Long Play, Show View-mögu- leika, ATRS, GoTo( Index, Intro Scan, 8 liÓa- 365 doga upptökuminni og vandaðri fjarstýr- ingu sem einnig mó nola fyrir sjónvarpstækið. Þessi tæki eru nú bæði saman ó sérstöku tilboðsverði, aðeins 129.900,- kr. eða TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA RAÐGREIÐSLUR TIL ALLT AÐ 24 MÁNAÐA MUNALAN TIL ALLT AÐ 30 MÁNAÐA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.