Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 27. MARS 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Yfirlækninum sagt upp Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur veitt Júl- íusi Valssyni, tryggingayfirlækni hjá Tryggingastofnun ríkisins, lausn frá starfi. Uppsögnin er byggð á áhtsgerð ríkislögmanns sem telur að læknirinn hafi gert sig sekan um refsiverðan verknað sem varði stöðumissi. Þessa ákvörðun ráðherrans vefengir Júlíus og hyggst leita rétt- ar síns og fá hana ógilta. Málsatvik eru þau að Júlíus starfaði á vegum Trygg- ingastofnunar og hafði þar tekjur frá tryggingafélögum vegna örorkumats sem hann gaf ekki upp í fyrstu. Þar fylgdi Júlíus fordæmi annarra lækna sem sinntu sam- bærilegum störfum og öllum er í fersku minni. Fyrrver- andi tryggingayfirlæknir haföi gerst sekur um skattsvik og var á endanum dæmdur til refsingar vegna skattsvika en honum var hins vegar aldrei vikið úr starfi og fyrrver- andi tryggingamálaráðherra treysti sér ekki til þess af lagalegum ástæðum, eftir því sem hann upplýsti á sínum tíma. Málsbætur Júlíusar eru þær að hann gaf upp tekjur sínar eftir að rannsókn hófst á skattframtölum trygginga- læknanna og hann hefur greitt skatta og sektir vegna þeirra tekna sem hann haföi ekki gefið upp frá fyrri tíð. Það hefur hins vegar ekki afstýrt opinberri málsókn á hendur honum og allt er þetta tahð valda því að Júlíus hafi brotið af sér í starfi og réttlæti uppsögn úr starfi. Hér verður vitaskuld ekki lagður neinn dómur á meinta sekt læknisins en hitt er athyghsvert hversu ráð- herra gengur afdráttarlaust fram í málinu og ákvörðun um uppsögn er breyting frá fyrri afstöðu fyrri ráðherra sem treysti sér aldrei til að ganga svo langt. Enginn vafi er á því að öh sú mikla umræða og athygli sem mál trygg- ingalæknanna olh á síðasta ári hefur átt sinn þátt í af- stöðu núverandi tryggingaráðherra. Þetta mál er ekld einvörðungu lagalegs eðhs. Það er einnig af siðferðhegum toga og hefur tvímælalaust for- dæmisgildi í fór með sér. Hér er sem sagt mörkuð sú stefna að opinber starfsmaður sem gegnir ábyrgðarmiklu starfi geldur fyrir það með stöðu sinni að hann hafi af ásetningi látið undir höfuð leggjast að telja fram réttar tekjur; hann hafi vísvitandi gert tilraun til skattsvika. Jafnvel þótt sök hafi verið viðurkennd og gjöld til hins opinbera gerð upp að fuhu kemur það ekki í veg fyrir brottrekstur úr staríi. Hér er ráðherra að herða kröfur og beita refsingu sem stjórnvöld hafa aha jafna ekki beitt. Júhus Valsson er fómarlamb nýrrar siðvæðingar sem út af fyrir sig er ekki hægt að gagnrýna. Það er vissulega lofsvert ef ráð- herrar ganga fram fyrir skjöldu og setja strangar siðferði- legar kröfur gagnvart stjómendum í opinberum stofnun- um. Brottvikning Júlíusar hlýtur hins vegar að hafa það í fór með sér að það sama gangi yfir aðra þá í framtíð- inni sem hggja undir sambærilegum sökum og storka siðferðinu. Það sama hlýtur og að ghda um ráðherrana sjálfa enda þótt uppsagnir þeirra verði að bera að með öðrum hætti af skiljanlegumn ástæðum. Ráðherrar verða settir undir sömu siðferðhegu mæhstikuna og þeir nota á undirmenn sína. Að þessu leyti markar ákvörðun ráðherra um að veita tryggingayfirlækni lausn úr starfi tímamót í íslenskri stjómsýslu. Almenningur getur átt von á því að siðferðis- brestir, gamlar syndir, spilhng í stjómkerfinu, vafasamar stjómvaldsaðgerðir eða vítavert gáleysi í opinberri um- sýslu leiði af sér mannaskipti í ljósi þeirra ströngu krafna sem gerðar em um atferli og athafnir manna í ábyrgðar- störfum. EhertB.Schram Gleypir fólk við trðllalygum? Hin forna þjóðtrú er að sjálf- sögðu hluti íslenskrar menningar. í þjóðtrúnni birtast misvel grund- aðar hugmyndir almennings eins og þær hafa mótast í aldanna rás. íslendingar hafa án efa kastað sínum fornu þjóðtrúargrillum og láta þjóðfræöingum eftir að rýna í þær. En er þar með sagt að þjóðin sé laus við hjátrú og hindurvitni eða forðist trúgirni? Varla mun svo vera. Mun sönnu nær að unnið sé að því að móta nýja þjóðtrú, sem að sínu leyti er engu betur grund- völluð en margt af misskilningi fortíðar. Hin nýja þjóðtrú birtist, sem hin gamla, í ranghugmyndum um lífið og tilveruna, lituðum fá- fræði og fordómum. Hugsýki Einn angi nýju þjóðtrúarinnar er sú sannfæring að Island sé fátækt- arland, hér búi fólk við bágan efna- hag og vond lífskjör. Ef svo er verð- ur það ekki séð með berum augum. Þá er það útbreitt í þjóðtrúnni að halda því fram að Island sé lág- launaland og auk þess „dýrasta Jand í heimi“. Hvort tveggja er rangt. Heildar- launareikningur íslenska þjóðar- búsins er síður en svo lægri en gerist í öðrum iönvæddum þjóðfé- lögum. Almennar nauðsynjavörur - tíðkanlegar í landinu og skoðað í heild - eru yfirleitt sambærilegar að verði hér á landi og í nágranna- löndum. Það sem tapast á einni vöru vinnst á annarri. Sjónhverfing matarkörfupólitík- urinnar breytir ekki þeirri stað- reynd. En af henni er sprottin sú þjakandi samanburðarhugsýki, sem lagst hefur á margan íslend- KjaUariim Ingvar Gíslason fyrrv. menntamálaráðherra inginn, sligandi ótti við að þeir beri minna úr býtum en aðrar þjóðir og lifi við verri kjör. Þó er „matar- karfa“ afstætt hugtak, engin föst stærð. Launamál á íslandi eru að vísu í ólestri, en ekki vegna þess hversu launasneiðin er lítil af þjóðarkök- unni. Ráðamenn vinnumarkaðar og íslendingar í heild ættu frekar að leiða hugann að því hvernig á því stendur að verklag og vinnutil- högun atvinnuveganna er með þeim hætti að eðlileg vinnuafköst nást ekki með skaplegum vinnu- tíma. Vinnutími hér er of langur. Hvað veldur? Auk þess eru hús- næöismál á íslandi illa skipulögð, húsnæðiskostnaður úr öllu hófi, enda almenn viðhorf í þeim málum óraunsæ. Útópíukenningar Óprúttnir pólitíkusar, sem stefna að því að ísland gangi í ESB, beita nú því örþrifaráði í málefnafátækt sinni að spila á samanburðarhug- sýkina. í hennar nafni reyna þeir að fá kjósendur til að trúa þeirri tröllalygi að nauðsynjavörur lækki í verði um 30-40% við aðild að Evr- ópusambandinu. Þessir menn skírskota ekki til heilbrigðrar dómgreindar fólks. Þeir treysta því aö þjóðtrúin um hátt vöruverð á íslandi, ímyndunin um sæluríki víns og rósa í Evrópu, skapi hljómgrunn fyrir boðskap þeirra. Er hugsanlegt að fólk gleypi útópíukenningar á upplýsingaöld, gíni við pólitískum tröllalygum? Ingvar Gíslason „Almennar nauðsynjavörur - tíðkan- legar í landinu og skoðað í heild - eru yfirleitt sambærilegar að verði hér á landi og 1 nágrannalöndunum. Það sem tapast á einni vöru vinnst á annarri.“ Skoðanir annarra Viðskiptavinir olíufélaganna „Til skamms tíma gátu Olíufélagið, Skeljungur og Olís ekki keppt sín á milli eins og önnur fyrirtæki. Löggjafinn kom í veg fyrir það. Það kann vel að vera að líf stjórnenda og eigenda þessara fyrirtækja hafi verið þægilegra fyrir vikið og afkoman kannski stöð- ugri, en líkt og alltaf þá voru það neytendur og við- skiptavinir ohufélaganna sem sátu eftir með sárt ennið.“ Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 22. mars. Atvinnufrelsi fyrir bændur „Miðstýring HaUdórs Blöndals leiðir til vaxandi fátæktar bænda, fjárausturs úr vösum skattgreið- enda og óþolandi hás verðlags fyrir neytendur... Alþýðuflokkurinn vill afnema kvótakerfið í landbún- aði. Samhliða því að beingreiðslur til bænda yrðu í formi búsetustuðnings í stað þess að tengjast fram- leiðslumagni eöa stærð búa. Með þessu móti yrði bændum tryggt ákveðið afkomuöryggi, en þeir ráði síöan sjálfir hvað þeir framleiöa, hversu mikið og á hvaða verði.“ Úr forystugrein Alþbl. 24. mars. Ollufélögin og örlögin „Örlögin hafa valið íslensku olíufélögin til að verða fyrstu fórnarlömb erlendu samkeppninnar í þessari lotu. Olíufélögin hafa áratugum saman haft steinbíts- tak á markaðnum og aðrir hafa ekki náð að fóta sig í olíusölu. Leikur kattarins að músinni hefur snúist við og nú eru íslensku olíufurstarnir í hlutverki músarinnar en kötturinn kemur aö utan... Olíufé- lögin og önnur stór fyrirtæki verða aö hafa þetta í huga. Þau eiga ekkert inni hjá íslensku þjóðinni og allra síst gömlu einokunarfélögin. Nútíma þjóðfélag- ið lætur jafnt yfir stórfyrirtækin og smáreksturinn ganga þegar í harðbakkann slær.“ Ásgeir Hannes Eiríksson í Tímanum 24. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.