Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995
Sérstæð sakamál
TVöfalt 1 í f
Allir íbúar litla bæjarins Arundell
í Sussex á Englandi voru þeirrar
skoöunar að eini bókavöröurinn
þar, hin tuttugu og sjö ára gamla
Joan Woodhouse, væri sómakær
kona sem tæki rykugar bækur
fram yfir karlmenn. Hún var alltaf
vel til fara, bjó ein og fór aldrei út
aö skemmta sér.
Hún haföi sagt að hún ætti fóöur
sem var ekkjumaður. Hann bjó í
fæðingarbæ hennar, Bamsley í
Yorkshire, ásamt bróður hennar,
Jack, en hann var nokkuö eldri en
hún. Þá hafði Joan sagt frá því aö
hún ætti systur í Kent. Hún heim-
sótti fóður sinn aö minnsta kosti
tvær helgar í mánuði og fór oft í
heimsókn til systur sinnar.
Að morgni 7. ágúst 1948 kom
málarameistari, Philip Stillwell,
tuttugu og fjögurra ára, inn á lög-
reglustöðina í Arundell. Þar sagði
hann frá því að hann hefði verið á
gangi í almenningsgarði bæjarins
og séð tvo fótleggi standa fram und-
an runna. Þegar hann hefði gengið
nær hefði hann séð að þar lá lík
af ungri konu. Hann sagðist ekki
hafa farið alveg aö því til þess að
eyðileggja ekki spor sem orðið
gætu lögreglunni vísbending.
Nauðgun og morð
Konan reyndist vera bókavörð-
urinn Joan Woodhouse. Föt hennar
lágu undir runna skammt hjá. Var
greinilegt að þau höfðu verið rifin
utan af henni. Henni hafði verið
naugöað, og áverki á hnakka sýndi
að hún hafði verið rotuð áður en
það var gert. Þá haföi belti af kápu
hennar verið notað til kyrkja hana.
íbúar bæjarins voru bæði undr-
andi og skelkaðir. Vitað var að
Joan Woodhouse hafði verið trúlof-
uð fimm árum áður, en faðir henn-
ar, Herbert Woodhouse, skýrði svo
frá að hún hefði slitið trúlofuninni
af því unnustinn hefði viljað sofa
hjá henni rétt eftir aö þau höfðu
sett upp trúlofunarhringana.
Engar vísbendingar fundust í al-
menningsgarðinum. Lögreglan fór
því heim til Joan til þess að kanna
hvort þar leyndist eitthvað sem
varpað gæti ljósi á morðið. Þegar
þangað kom brá lögreglumönnun-
um því augljóst var að .einhver
hafði verið þar á undan þeim. Brot-
ist hafði verið inn. Allt var á tjá og
tundri og greinilegt að leitað hafði
verið um allt.
Dagbókin
Nú var gerð nákvæm leit í öllu
húsinu og þá fannst dálítið sem
átti eftir að koma mikið á óvart og
gerbreyta þeirri ímynd sem bæj-
arbúar höfðu gert sér af Joan
Woodhouse. Það var dagbók, og
hún sýndi svo ekki varð um villst
að bókavörðurinn hafði lifað tvö-
foldu lífi. Utan vinnutíma hafði
Joan Woodhouse verið vændis-
kona sem seldi blíðu sína dýru
verði.
í flest þau skipti sem hún hafði
„heimsótt" fööur sinn eða systur
hafði hún verið að þjóna viðskipta-
vinum á gistihúsum á suðurströnd
Englands, í London, Kent og Hamp-
shire. Alls voru þijátíu og flmm
nöfn í bókinni.
Lögreglan breytti nú rannsókn-
inni til samræmis við þá kenningu
að Joan hefði reynt að kúga fé af
einhverjum viðskiptavina sinna,
líklega kunnum efnamanni. Svo lít-
ið bar á var tekið aö ræða við hvem
af öðrum af mönnunum þijátíu og
fimm og í framhaldi af því voru
hundruð manna og kvenna tekin
til yfirheyrslu ef vera mætti að
þannig fengist vísbending um hver
mannanna þrjátíu og fimm gæti
Joan Woodhouse.
verið morðinginn, væri hann þá í
þeirra hópi. Niðurstaðan varð sú
að ekki tókst að tengja neinn mann-
anna þijátíu og fimm morðinu.
Nývísbending
Nú gerðist dálítið sem átti eftir
að breyta gangi rannsóknarinnar.
Ungur lögreglumaður fór á eigin
spýtur að morðstaðnum. Hann fór
á þann stað sem Stillwell sagðist
hafa staðið á þegar hann sá í fót-
leggi líksins. Niðurstaða lögreglu-
mannsins varð sú að Stillwell hefði
alls ekki getað séð þá af stígnum
sem hann sagðist hafa verið á gangi
eftir.
Stillwell var nú tekinn til yfir-
heyrslu, en hann hélt fast við sitt,
og þar eð ómögulegt reyndist að
sýna fram á nokkur tengsl milli
hans og Joan Woodhouse, fyrir ut-
an þaö aö hún hafði afgreitt hann
á bókasafninu líkt og marga aðra í
Arundell, var fallið frá því að gefa
út ákæru á hendur honum. Þótti
ljóst að verulega skorti á að til
væru gögn sem gætu leitt til sak-
fellingar.
Einkaspæjarinn
Hebert Woodhouse, faðir Joan,
og bróðir hennar, Jack, höfðu
fylgst vel með rannsókninni og var
mikið í mun aö morðið upplýstist.
Nú fannst þeim sem lögreglan væri
því sem næst ráðþrota og því
ákváðu þeir að taka til sinna ráða.
Þeir réðu einkaspæjara, Gerald
Harris, til að rannsaka máhð og
hann komst að dáhtlu sem lögregl-
an hafði ekki uppgötvað. Fertug
kona, frú Nellie Petty, hafði séð
Joan Woodhouse og Philip Stillweh
saman á göngu 21. júh í bænum
Battle og aftur þann 6. ágúst í Ar-
undell.
Harris fann líka vitni sem gat
skýrt frá því að síðdegis daginn
sem Joan sást síðast á lífi hefði hún
skýrt frá því að hún hefði ákveðið
að hitta „Phil“, en það er stutt út-
gáfa af nafninu Philip.
Eftir að hafa fengið þessar upp-
lýsingar tókst fóður Joan og bróður
að fá gefna út ákæru á hendur
Phihp Stillwell. Áður hafði frú
Petty, við sakbendingu, bent á
Stillwell sem manninn sem hún
sagöist hafa séð með Joan. William
Todd rannsóknarlögreglufulltrúi
dró nú fram skýrslu unga lögreglu-
þjónsins sem lýst hafði þeirri skoð-
un sinni að StillweU hefði ekki get-
að séð fótleggi hinnar myrtu af
þeim stíg sem hann hafði tilgreint.
Játaði ósannindi
Áður en réttarhöldin hófust gat
Harris einkaspæjari leitt fram enn
eitt vitni sem sagðist hafa séð
Philip Stillwell í almenningsgarð-
inum kvöldið áður en hkið fannst.
Þegar StillweU var gagnspurður
viðurkenndi hann að hafa sagt
ósatt um kynni sína af Joan Wood-
house. Hann hefði hitta hana 20.
eða 21. júh. Hann kvaðst ekki muna
hvom daginn, en það hefði verið í
síðasta sinn sem hann hefði séð
hana. Þegar hann hefði séð fótlegg-
ina í almenningsgarðinum hefði
hann ekki farið að hkinu til að
ganga ekki á sporum sem þar
kynnu að vera og því aldrei séð
hver hin látna var. Hann hefði svo
lesið þaö í blöðunum daginn eftir
að hin myrta hefði verið Joan
Woodhouse.
Veijandi Stillwells gat komið með
nokkrar athugasemdir við mál-
flutning og röksemdafærslu sak-
sóknara og yfirlýsingar vitnanna.
Sthlwell var á engan hátt sérstakur
í útliti. Þess vegna spurði veijand-
inn frú Petty hvort hún væri alveg
viss um að maðurinn sem hún
sagðist hafa séð í garðinum 6.
ágúst, kvöldið áður en Ukið fannst,
hefði verið Phihp StiUweU. Hún
viðurkenndi þá að hafa séð ákærða*
og hina myrtu úr rúmlega tuttugu
metra fjarlægð.
Sýknun
Hitt vitnið, maðurinn sem hafði
sagst hafa séð StiUwell í garðinum
kvöldið fyrir hkfundinn, viður-
kenndi að þá hefði verið tekið að
rökkva.
Loks lýsti verjandinn yfir því að
hann hefði farið með aðstoðar-
manni sínum út í almenningsgarð-
inn og væri vel hægt að sjá þann
staö þar sem líkið lá frá þeim stig
sem StUlwell hefði sagst hafa séð í
fótleggi þess.
Niðurstaða kviðdómenda varð sú
að Phihp Stillwell væri sýkn saka.
Ekki litu þó allir bæjarbúar svo á
og ákvað hann að flytjast frá Arun-
dell. Hann fór til Norður-Englands
og skipti um nafn. Brátt féll málið
í gleymsku.
Nafnlaus morðingi
Nú liðu þrír áratugir.
28. apríl 1978 kom lítUl pakki í
pósti á lögreglustöðina í Arundell.
Hvergi stóð á honum hver
sendandinn var. í honum var háls-
festi sem Joan Woodhouse hafði
borið kvöldið örlagaríka þegar hún
var ráðin af dögum. Festinni fylgdi
bréf sem í stóð meðal annars:
„Phihp StUlweU myrti ekki Joan
Woodhouse. Það gerði sá sem send-
ir þetta bréf. Hún kúgaði af mér fé
og það var aðeins ein leið til að láta
hana þegja. Það var að binda enda
á líf hennar.
Sem sönnun fyrir sekt minni
sendi ég hálskeðjuna sem hún var
með kvöldið sem ég myrti hana.
Ég mun deyja innan skamms en
kýs frekar að gera það á spítala en
i fangelsi. En nú, þegar ég ligg
banaleguna, vU ég hreinsa Phihp
StUlwell af þeim áburði að hann sé
morðinginn.“
Lögreglan í Arundell sá að pakk-
inn hafði verið póstlagður í Brigh-
ton. Var nú haft samband við aUar
lögreglustöðvar á Suður-Englandi
og þær beðnar aö reyna aö hafa
uppi á bréfritara en hann fannst
ekki.
Það tókst þvi aldrei aö upplýsa
hver myrti Joan Woodhouse.
Phllip Stillwell. Frú Nellie Petty.