Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 10. JÚNl 1995 Dagur í lífi Rósu Ingólfsdóttur listamanns: Þúsund verk á einum degi Rósa Ingólfsdóttir hefur verið að undirbúa í heilf ár viðamikla sýningu í Perlunni. DV-mynd GVA Klukkan hringdi klukkan hálfsjö. Ég dró sængina upp fyrir haus og í gegnum hugann þaut allt þaö sem ég átti eftir aö gera áður en deginum lyki. Þaö var æöi margt. Með til- komumikilli sveiflu þeytti ég sæng- inni af mér og stökk í einum rykk fram á gólf, fram á bað, skrúfaöi frá krananum í baðkarinu og helltí. Rose Cardin, uppáhaldsfreyðibaðinu mínu, út í baðvatnið. Setti allt sem ég ætlaði að framkvæma yfir daginn, þ.e.a.s. tossamiöana, á eldhúsborðið. Ég fór yfir þá í einum grænum um leið og ég hellti upp á könnuna, rist- aði mér tvær brauðsneiðar og klæddi mig á hlaupum fram og aftur um húsið eins og ég væri stödd á keppn- isvellinum, enda eins gott að hafa sláturhúsið hraðar hendur á hreinu því næstu átján klukkustundir voru nánast fullbókaðar. Eftir að hafa snyrt mig og sett allt niður í tösku smurði ég nesti handa Heiðveigu minni, sem átti að byija í skólagörðunum þennan daginn. Síð- an gaf ég frú Steinu, læðunni minni og sonum hennar, sinn kattamat og opnaði eldhúsgluggann svo þeir kæmust út. Þá óð ég út í bíl og ók af stað. Klukkan var orðin hálfníu en ég var komin niður í Sjónvarp um níu. Síminn stoppaði ekki Á teikniborðinu var ársskýrsla Ríkisútvarpsins, sem ég var að enda við að ljúka hönnun á, það er að segja forsíðan, og ég bretti upp ermar. Sím- inn stoppaði ekki hjá mér. Það var hringt frá öllum landsfjórðungum út af ÍÐUM því nú voru bara tveir sólarhringar þar til sú sýning yrði opnuð með pompi og prakt í Perl- unni. Undirbúningur hefur staðið yfir undanfarið ár, geipilega skemmtilegur undirbúningstími sem nú var að skila sér - allir hlutar að falla saman og verða að einni heild. Ég þakkaði mínum sæla fyrir að hafa passað upp á að viðhalda vinalegum fíflagangi allan þennan tíma, gert grín að sjálfri mér í stað þess að láta stressið taka völdin þegar mest gekk á. Fordrykkur ákveðinn Kem ég öllu þessu fólki fyrir? Ég ætlaði upphaflega að vera með 40 umsóknir en núna á lokastiginu voru þær orðnar 180 ... en allt gengur þetta upp með góðu og björtu hugar- fari ef vilji er fyrir hendi. Ég brunaði út í Perlu í hádeginu á fund með þeim SS-foringjum Stefánunum og gekk frá opnunarfordrykknum meö veitingastjóranum. Ég hringdi í Mjólkurbú Flóamanna og talaði við Sigurð Mikaelsson og þakkaði hon- um fyrir Garpana sem yrðu bomir fram, síðan hringdi ég í Þóri Stein- grímsson hjá Eldhaka sem ætlaöi að leggja á móti í fordrykkinn hið klass- íska íslenska brennivín. Hljóp út í bíl og ók til Hafnarfjarðar til að kaupa þéttiskífur sem nota átti í fest- ingar á sýningunni. Þegar ég kom niður á teiknistofu aftur lá heilt búnt af skilaboðum á boröinu mínu. Ég lá nánast í síman- um eins og óð manneskja næstu tvær klukkustundirnar. Hampiöjan var búinn að sníða fyrir mig netin í básana um hálffjögur, prentgögnin voru að verða tilbúin í Litbrá. Eg var búin að fá lánaða að- stöðu hjá John Lindsey svo Hjalti aðstoðarmaður minn, reddinga- meistari og myndlistarnemi með meiru, gæti ásamt hjálparkokkum sínum lokið við að hanna síðustu skreytingarnar fyrir þessa viða- miklu list- og handíðasýningu. Rættvið lögreglustjóra Ég skaust í Litinn í Síðumúla til að kaupa límband og rúllur, hringdi í Unni út af tískusýningunni og at- hugaði hvort fegurðardrottningarn- ar yrðu ekki örugglega með. Því næst hringdi ég í Böðvar Braga- son lögreglustjóra og bað hann um að semja opnunarræðu, hafði því næst tal af förmanni Lögreglukórs- ins, en kórinn átti að syngja við opn- unina. Þegar hér var komið sögu var klukkan orðin fimmtán mínútur yfir fjögur. Ég stökk út í bíl til að ná í Heiðveigu og Sollu frænku hennar í skólagarðana og afgreiddi ein tutt- ugu skilaboð sem höfðu safnast upp á borðinu mínu. Ég kom heim um hálfsjö og skellti mér í matseldina, sem var svona í sportlegri kantinuin aö þessu sinni, skipti um föt og dreif mig í einum grænum á æfingu hjá Módelsamtök- unum. Við Unnur vorum með loka- æfingu á tískusýningunni. Allar feg- urðardrottningarnar voru mættar og ljósmyndari Morgunblaðsins. Viö skelltum okkur í að fara yflr allan þann glæsilega fatnað sem átti að sýna. Allur fatnaðurinn er eftir nokkra af okkar ágætu fatahönnuð- um. Ég kom heim um hálfellefu og þá lékum við Heiðveig okkur við kisuna smástund. Á meðan ég var á æflngunni hafði hún tekið til í öllu húsinu fyrir mömmu sína og fékk fínan koss fyrir dugnaðinn. Þá tók síminn upp á því að hringja hvað- anæva af landinu til klukkan hálftvö um nóttina. Framlág og fyndin Það var fremur framlág og fyndin kona sem lagðist á koddann kluÉkan tvö. Hún vissi ósköp vel að hennar biðu þúsund hiutir sem þyrfti að framkvæma næsta morgun hvaö sem tautaði og raulaði. Ég ætlaði að reyna að finna tíma síðdegis til að setja frú Sigríði í gang og svo fram- vegis ... og svo framvegis. Um að gera að vera hress ... það þýðir ekk- ert annar... Er ekki allt í lagi! Vel- komin á sýninguna. Finnur þú fimm breytingar? 313 Gleymdu nú ekki að segja Einari lækni frá eyrnabólgunni sem þú fékkst 1984. Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruðustu og elleftu get- raun reyndust vera: 1. Sigríður Hermannsdóttir2. Guðbjörg Guðmundsdóttir Helgafelli 11 Skeljagranda 2 735 Eskifirði 107 Reykjavík Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurveg- aranna. 1. verðlaun: Zodiac Sigma 300 simi, að verðmæti kr. 4.950, frá Hljómbæ, Hverflsgötu 103, Reykjavík. 2. verðlaun: Örvalsbækur. Bækumar sem eru í verð- laun heita: Líki ofaukið og Bláhjálmur, úr bókaflokknum Bróðir Cadfael, aö verð- mæti kr. 1.790. Bækurnar eru gefhar út af Frjálsri fjölmiölun. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú Funm breytingar? 313 c/ó DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.