Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 Vísnaþáttur______________________________________________ Metingur milli landshluta Þennan þátt hef ég í þingveislu er efnt var til fyrir jóUn 1937 á Hótel Borg. Var þar gleðskapur mikill og kviðlingarnir flugu manna á milli. Endaði svo að kveö- skapurinn snerist upp í meting milli landshluta. Reið þingmaður Vestur-Skaftfellinga, Gísli Sveins- son, á vaðið og kvað: Sunnlendinga sigur vís sig mun ávallt herða. Þeir, sem búa yst við ís undirlægjur verða. Þessum skætingi svaraði Jón Pálmason á Akri svo: Brekkur sækja aldrei á, þótt yfirlæti kunni. Sunnlendingar sveima á sálarflatneskjunni. Jón mætti einhvert sinn manni á götu í Reykjavík og ætlaöi að eiga við hann orð. En maður þessi sagð- ist þurfa að flýta sér því að hann væri að fara á leikritið „Konur annarra“ er sýnt var í Iðnó. Kvað þá Jón: Flýti ég mér og fer af stað fylltur glæstum vonum. Eg hef keypt mér aðgang að annarra manna konum. Jón var eitt sinn á leið suður í bifreið. Hjá bílstjóranum er Gunn- ar hét sat kona nokkur. Þegar kom- ið var suður á Hvalfjarðarveginn kvartaði hún undan vanlíðan er lýsti sér þannig að hún var löður- sveitt öðrum megin en náköld hin- um megin. Um þetta kvað Jón: Gunnars vors er holdið heitt, hitar því að vonum, er á frúnni orðið sveitt allt, sem snýr að honum. Svona verkar sitt á hvað sálar aflið dulda: Hinum megin, hart er það, hún er að blána úr kulda. Hér næst er svo vísa úr fyrr- nefndri þingveislu. Hún er eftir Bjarna Ásgeirsson og eggjar hann menn til drykkju: Gullið tár í glösum skín, glæstur er kappahringur. Blessaður drekktu brennivín. Bernharð Eyflrðingur. Enn er landshornametingurinn á ferö. Þannig kvað Skúli Guð- mundsson til Vestfirðinga: Betra væri þetta þing Palomino Colt FELLIHÝSI Frábært verð, aðeins kr. 499.000 stgr. Innifalið í verði: m.a. miðstöð, ferðasalerni, gashylki, o.fl., o.fl. Sýning í dag, laugardag, frá kl. 10-16. SPÖRT^ MAKKAÐURINN Skipholti 37 (Bolholtsmegin), s. 553-1290 þrasað væri minna, væri engan Vestfirðing í vorum hópi að finna. Þessu svöruöu þeir í sameiningu, þeir Þorsteinn Þorsteinsson sýslu- maður og Bjarni Ásgeirsson: Vísnaþáttur Valdimar Tómasson Þegar komið var hér verst véum helgrar glóðar. Vestflrðingar vörðu best vígi lands og þjóðar. Þegar breska herstjórnin lét flytja Einar Olgeirsson ritstjóra og 4. þingmann Reykvíkinga til Eng- lands tók við sem varamaður hans Jóhannes úr Kötlum. í umræðum um þegnskylduvinnu var Jóhann- es meðal andmælenda og kom fyrir í ræðu hans „taxtakaup". Bjarni Ásgeirsson greip það á lofti og sendi honum þessa vísu: Teygað hefur þorstlát þjóð af þínu boðnar-staupi. Ortir þú samt öll þín ljóð undir taxtakaupi. Jóhannes úr Kötlum, sem fullu nafni hét Jóhannes Bjarni Jónas- son, svaraði með eftirfarandi vísu: Taxtakaupið tíðum brást tregu ljóðsins barni, en ef að það skyldi eitt sinn fást yrði ég þægur Bjarni. Bjarni á Reykjum kvað er Jón Pálmason flutti sig úr sæti við hlið hans á Alþingi: Hann flutti yfir fjöll til mín í félagi drottins barna, en hélt svo aftur heim til sín helvítið að tarna. Matgæðingur vikuimar x>v Baunabuff - og karríkjöt með ferskjum „Eg er nýbúin að kynnast grænmetisréttum og þyk- ir verst að hafa ekki kynnst þeim fyrr. Ég hélt alltaf að þetta væri svo flókið en það er algjör misskilning- ur, sérstaklega ef maður á matreiðsluvél með bland- ara,“ segir Guðný Einarsdóttir á Eskifirði sem er matgæðingur vikunnar. Hún segir gott að byrja rólega með grænmetið, eina til tvær máltíðir á viku. Guðný býður upp á baunabuff og uppáhaldskjötréttinn sinn síðustu 25 árin auk eplaköku úr bókinni Grænt og gott. Baunabuff 11/2 bolli soðnar sojabaunir 6 meðalstórar soðnar kartöflur 1 stór laukur 1 til 1 1/2 bolli haframjöl 2 egg salt pipar annað krydd eftir smekk Sojabaunirnar eru lagðar í bleyti yfir nótt. Vatninu hellt af þeim og þær síðan soðnar í 1 til 11/2 klukku- stund. Allt sett í blandara. Deigið, sem er frekar lint, er sett á pönnu með skeið og steikt ljósbrúnt beggja megin. Gott er að bera baunabuffið fram með kartöflugrat- íni og hrásalati og sósu úr sýrðum rjóma. Karríkjöt með ferskjum 4 til 6 kjötsneiöar (svína- eða lambakjöt) 1/2 dós ferskjur 1/2 dós sýrður rjómi 2 kúfaðar msk. majónes 3 tsk. milt karrí 2 eggjahvítur salt pipar olía 1 poki af frystu grænmeti eftir smekk Kjötið, sem þarf að vera meyrt, er steikt á pönnu í nokkrar mínútur. Kjötsneiðarnar eru síðan lagðar í eldfast mót, salti og pipar stráð yflr. Hálf ferskja sett ofan á hverja kjötsneiö. Majónesi og sýrðum rjóma blandað saman og karríið hrært saman við. Eggjahvít- urnar stífþeyttar og karríblöndunni blandað varlega saman við. Guðný Einarsdóttir. DV-mynd Emil Thorarensen Grænmetinu er hellt meðfram kjötinu sem síðan er þakið með karríblöndunni. Bakað í ofni.í aö minnsta kosti 20 mínútur við 200 C°. Borið fram með soðnum brúnum hrísgrjónum eða kartöflum og salati. Bandarísk eplakaka 3 msk. smjör eða smjörlíki 11/2 dl sykur 2 eggjarauður 3 3/4 dl hveiti 3 tsk. lyftiduft 1 1/2 dl nýmjólk 3 til 4 epli Smjör og sykur hrært létt saman. Eggjarauðum bætt út í og hrært vel. Hveiti og lyftiduft sigtað saman og bætt út í smátt og smátt ásamt mjólkinni. Eplin flysjuð og kjarnhúsin fjarlægð með eplajárni. Skorin í þunna fleyga sem stungið er í deigið hring eftir hring og þykka hliðin á fleygunum látin vísa upp. Kakan bökuð í 175 gráða heitum ofni í 1 klst. Guðný skorar á Guðrúnu Björgu Kristinsdóttur að vera næsti matgæðingur. „Guðrún, sem er vinkona dóttur minnar, gerði mér ljóst að það er hægt að búa til veislumat þó maður sleppi kjötinu." Eftir helgina má fá uppskriftina í Símatorgi DV. Síma- númerið er 904-1700. Hinhliðin____________________ Baðhús Ragnars Sót er uppáhaldsstaðurinn - segir Rúnar Öm Friðriksson söngvari Hljómsveitin Sixties hefur náð skjótum frama á stjörnuhimninum undanfarið og lag hennar, Vor í Vaglaskógi, trónir nú á toppi ís- lenska listans. Hljómsveitin hefur ferðast um landið með miklum vin- sældum og ætlar að spila í Stapan- um í kvöld. Hljómsveitarmeðlimir klæðast allir svokölluðum bítla- jökkum og þeir láta gömlu lögin hljóma á nýjan leik. Söngvari hljómsveitarinnar er Rúnar Örn Friðriksson og það er hann sem sýnir lesendum hina hliðina að þessu sinni: Fullt nafn: Rúnar Örn Friðriksson. Fæðingardagur og ár: 8. desember 1968. Maki: Énginn. Börn: Engin. - Bifreið: Colt árgerð 1981. Starf: Tónlistarmaður. Laun: Þau eru breytileg. Áhugamál: Tónhst og kvenfólk. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Aldrei nokkurn tíma. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Flækjast á milli pöbbanna. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Þrífa og að vakna á morgn- ana. Rúnar Örn Friðriksson er söngvari hljómsveitarinnar Sixties. DV-mynd ÞÖK Uppáhaldsmatur: Feitur hamborg- cUÍ. Uppáhaldsdrykkur: Bjór. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Mike Tyson. Uppáhaldstímarit: Q. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Elle Macpherson. Ertu hlynntur eða andvigur ríkis- stjórninni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta?John Lennon. Uppáhaldsleikari: Quinten Tarn- antino. Uppáhaldsleikkona: Tori Wells. Uppáhaldssöngvari: Bono. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ross Perot. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Hermann. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir. Uppáhaldsveitingahús: Baðhúð Ragnars Sót. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Nýju símaskránna. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Þær sem spila Sixties. Uppáhaldsútvarpsmaður: Gestur Einar Jónasson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Það er nokkurn veginn jafnt. Uppáhaldssjónvarpsmaður:Borg- þór Jónsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Baðhús Ragnars Sót. Uppáhaldsfélag í íþróttum: K.A. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Verða einhvern tíma brúnn. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ferðast um landið með strák- unum úr Sixties.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.