Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Blaðsíða 28
28
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995
Dóttir Sigurgeirs Sigurðssonar sem grunur leikur á að hafi verið banað er ekið var á hann:
Yfirvöld gátu
hindrað dauða
föður míns
- hann galt fyrir ósannar ásakanir bamsmóður um misnotkun dóttur þeirra með lífi sínu
bæðu um að fá hana til sín á jólum
og afmælum. Móðirin neitaði þeim
líka um umgengnina.“
Gífurleg áhrif
á andlega líðan
„Á síðustu misserum var pabba
farið að líða mjög illa út af þessu.
Þetta haföi haft gífurleg áhrif á hans
andlegu líðan. Hann reyndi af öllum
mætti að losa sig undan þessu. Þetta
mál var alltaf að koma upp í huga
hans og hann var ýmist reiður eða
leiður yfir því.
Pabbi var alltaf að reyna að gera
eitthvað til að hnekkja þessu en kom
alitaf að lokuðum dyrum. Þaö sem
honum fannst alltaf einkennilegast
var að það var í rauninni aldrei fram-
kvæmd nein rannsókn. Barnið var
ekki rannsakað fyrr en þremur vik-
um eftir að ásakanimar komu fram
upphaflega. Læknir skoðaði barnið
og ekkert kom þar fram að nokkuð
hefði verið á hlut þess gert.
Síðan bað pabbi sjálfur um rann-
sókn hjá Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins. Hún hafði samband við félags-
málastjóra Hafnarfjarðar sem sagði
við RLR að í raun væri ekki ástæða
til að aðhafast - það væri bara ekk-
ert að rannsaka. Hvers vegna? Síðar
var gerð sáifræðiathugun á stúlk-
unni á vegum Barnaverndarráðs ís-
lands. Niðurstaða þeirrar rannsókn-
ar var að ekkert athugavert væri við
hana eða nokkuð sem benti til að
henni hefði verið misboðið kynferð-
islega.
Bamavemdarráð mælti síöan með
eðlilegri umgengni en vegna afstöðu
móðurinnar yrði hún undir eftirliti
fyrst um sinn.“
Salómonsdómurinn
hans pabba
„Faðir minn vildi sjálfur að barna-
sálfræðingur sækti barnið til móður-
innar og færi með hana aftur að lok-
inni umgengni við sig. Hann var til-
búinn að greiða þann kostnað sjálfur
og láta sálfræðinginn kanna hvort
ekki væri allt í lagi með barnið. Hann
vildi allt gera tfl að koma á eðlilegri
umgengni við bamið.
En félagsmálastofnun vildi sjálf
fylgjast með umgengninni. Að feng-
inni reynslu vildi faðir minn ekki fá
það fólk inn á sitt heimfli - hann vfldi
fá hvaða aðfla sem er aðra tfl að gera
það, frá Reykjavík eða annars stað-
ar. En kerfið í Hafnarfirði gaf sig
ekki.
Aö lokum taldi pabbi að það væri
búið að skemma svo mikið á milli
hans og þessarar hálfsystur minnar
að hann ákvaö að farsælast yrði fyr-
ir bamið að hann sliti þessari tak-
mörkuöu umgengni - barnið væri
komið með svo brenglaðar hug-
myndir um fóður sinn. Þessi mála-
rekstur var að sjálfsögðu búinn að
skemma fyrir baminu."
Sigurgeir, faðir Jennýjar Rutar, barðist um árabil fyrir því að fá mannorð
sitt hreinsað - og ekki síst þvi að dóttir hans fengi að umgangast báða
foreldra sina á eðlilegan hátt. Ásakanir móðurinnar urðu hins vegar til
þess að kerfið lét kærandann, móðurina, njóta „ vafans". DV-myndir GVA
„Ég veit ekki hvort þessi kona fer
aö ásaka mig núna. Verð ég næst að
láta lífið út af þessu máli? Ég vil ekki
fá þennan pilt til að skera á dekk og
brjóta rúður hjá mér og verða næsta
fórnarlamb. En ég skfl ekki hvemig
móðir hans gat innrætt honum rang-
hugmyndir og gert sjálfum sér og
okkur þetta. Eg veit ekki hvað ég á
að gera ef ég mæti þessu fólki á götu.
Konan á heima í Hafnarfirði eins og
ég og strákurinn er laus á götunni.
Mér líður mjög flla vitandi hvað þau
gerðu foður mínum. Ég get ekki
treyst þessu fólki. Pilturinn banaði
foður mínum og ég er dauðhrædd.
Ef ég færi að hlaupa úti á kvöldin
yrði ég hrædd um aö ég verða hrein-
lega keyrð niður. Bömin em eins og
leir í höndum móður sinnar og ég
hef áhyggjur af sjö ára hálfsystur
minni.“
Þetta segir Jenný Rut Sigurgeirs-
dóttir, dóttir Sigurgeirs heitins Sig-
urðssonar, sem lét lífið þegar bíl var
ekið á hann þar sem hann var á reið-
hjóli í Hafnarfirði þann 12. maí síð-
astliðinn. Hún er 23 ára nemi í líf-
efnafræði í Háskóla íslands. Jenný
fullyrðir að félagsmálayfirvöld í
Hafnarfirði hefðu getað komið í veg
fyrir dauða fóður hennar og margra
ára óhamingju hans og fjölskyldunn-
ar ef þau hefðu tekið strax föstum
tökum á ósönnum áburði fyrrum
sambýliskonu hans á fóðurinn um
kynferðislega misnotkun gagnvart
hálfsystur hennar sem nú er sjö ára.
Hún segir að faðir hennar hafi goldið
með lífi sínu fyrir ósannan áburð
afbrýðisamrar og reiðrar konu.
Jenný Rut vill að mannorð fóður síns
verði hreinsað.
Bjó með föður
sínum í 10 ár
Sigurgeir heitinn, faðir Jennýjar
Rutar, bjó með móður hennar í tíu
ár. Að loknu því tímabili hóf hann
sambúð með framangreindri konu.
Þau slitu samvistum árið 1987 en
árið eftir fæddist hálfsystir Jennýjar
Rutar. Því höfðu foreldrar barnsins
ýmis samskipti næstu ár á eftir.
Jenný Rut segir að ásakanir móður-
innar á hendur föðumum vegna litlu
stúlkunnar hafi síðan hafist á árun-
um 1990-91. •
Konan haföi verið skjólstæðingur
félagsmálastofnunar í Hafnarfirði og
þurft aðstoð og að fara í meðferð
vegna persónulegra vandamála. Hún
þáði örorkubætur vegna þeirra.
Vissi strax að
þetta var ekki rétt
„Þegar ég kom til landsins fyrir
fjórum árum eför að hafa verið
skiptinemi sagði pabbi mér frá kær-
unni sem þá var komin fram. Mér
leið mjög illa þegar ég heyrði þetta.
Ég vissi að þetta var ekki rétt. Ég
upplifði fréttimar sem mikiö órétt-
læti. Auövitað var ég reið út í konuna
- yfir því að hún skyldi yfirhöfuð
komast upp með þetta.
Faðir minn sagöi að hann mætti
ekki hitta dóttur sína eins og hann
vildi. Ég fann að honum leið mjög
illa - að vera saklaus og ásakaður
um einhvem hræðflegan glæp sem
hann haföi alls ekki framið.
Ég tel að þessar ásakanir hafi kom-
ið frá konunni út af afbrýðisemi og
einhverju sem var þeirra á mflli. Til
þess notaði hún barnið þeirra, henn-
ar eina vopn. Hún var greinilega
bara svona reið. Þegar þau skfldu var
það faðir minn sem sleit sambúðinni
árið 1987 en hún flutti út. Ég veit
ekki nákvæmlega hvemig allt var á
milli þeirra en veit þó aö hann hafði
ekki áhuga á að halda sambandinu
við hana áfram eftir að þau slitu sam-
búðinni. Ég tel að konan hafi verið
að hefna sín á honum með kærunni."
Hann hefði þá
örugglega gert
eitthvað við mig
„Ég ætla aö hreinsa mannorð föður
mins - hreinsa hann af þessum
óréttláta áburði. Faðir minn hefði
aldrei gert nokkuð sem þetta. Hann
var mjög bamgóður. Ég bjó hjá hon-
um og móður minni í tíu ár. Ef hann
hefði verið eitthvað kynferöislega
brenglaður heföi hann örugglega
gert eitthvað við mig. Hann heföi
ekki bara gert þetta viö þessa litlu
telpu.
Móðir mín rifjaði til dæmis upp
með mér að þegar við bjuggum úti í
Noregi vildu böm úr öðrum íslensk-
um fjölskyldum alltaf koma í heim-
sókn til okkar. Það var ekki út af
mér - það var út af pabba. Hann var
alltaf úti í garði eða annars staðar
að leika við okkur, byggja snjóhús
eða fara eitthvað meö okkur. Hann
var mikill barnavinur. Þau vom allt-
af komin upp í fangið á honum. Þess
vegna tóku þessar ásakanir svona
hræðflega mikið á hann á síðustu
árum.“
Hverersaga
kærandans?
„Fyrst í stað lét félagsmálastofnun
fööur minn ekkert vita um ásakanir
móður bamsins. Þegar hann hafði
samband við konuna neitaði hún
honum um umgengni viö dótturina.
Móðirin vildi engar ástæður gefa upp
- hann gæti bara ekki fengið barnið.
Hann vissi að hún haföi verið með
annan fótinn inni á Félagsmálastofn-
un Hafnarfjarðar og haföi samband
þangað. Þar fékk hann um síðir að
vita hvers kyns var.
„Þegar þessar ásakanir komu upp
hafði félagsmálastofnun ekki sam-
band við neinn í minni fjölskyldu til
að kanna sannleiksgfldi þessara
ásakana, nema móður mína, í stuttu
símtali. Hún var þá fyrrverandi eig-
inkona hans.
Móðir mín sagði að þessar ásakan-
ir gætu alls ekki átt við nein rök að
styðjast. Hún fullyrti að þetta væri
hreint rugl. Það var hvorki talað við
mig, yngri systur föður míns eða
aðra í fjölskyldunni og símtalið við
mömmu var látið duga. Hins vegar
var talað við systur barnsmóðurinn-
ar og hennar eldri böm, alla vega
dótturina. Engu að síður haföi konan
misst forsjá yfir tveimur eldri börn-
um sínum, þar á meðal piltinum sem
banaði föður mínum í síðasta mán-
uði. í ljósi þessa var mjög einkenni-
lega að í upphafi heföi málið í raun
aldrei verið rannsakað.“
Kærandinn
naut vafans
Jenný Rut segir að í ljós hafi kom-
ið síðastliðinn vetur að sá starfsmað-
ur sem annaðist mál fööur hennar
frá upphafi, kona, hafi ekki verið
löggiltur félagsráðgjafi eins og kom
fram í fréttum.
„Hún titlaði sig hins vegar sem
slíkan,“ segir Jenný Rut. „Þetta kom
ekki í ljós fyrr en síðastliðinn vetur.
Faðir minn skaut því máli þá tfl ríkis-
saksóknara eftir að heilbrigðisráðu-
neytið staðfesti að konan væri ekki
á lista yfir félagsráðgjafa. Ráðuneyt-
ið hélt því fram í bréfi að þarna væri
um að ræða brot á reglum. Þetta ber
því að líta mjög alvarlegum augum
- eða hvað?
Þessi starfsmaöur hafði þá í nokk-
ur ár unnið alla pappíra, skýrslur
og skjöl fyrir bamavemdamefnd í
máli föður míns - um hann, samband
hans við hálfsystur mína og fleira.
Hún kom einnig inn á heimili hans
og skflaði plöggum frá sér þar sem
hún titlaði sig félagsráðgjafa.
Það var ekkert tahð sannað um
þennan áburö bamsmóðurinnar. En
þar sem bamið var svo ungt og vafi
léki á um þetta allt saman var talið
að umgengni föður míns yrði aö vera
undir eftirliti - hann var heftur og
mátti ekki vera einn með dóttur sinni
- út af ósönnum áburði kærandans.
Ég fór einu sinni með föður mínum
og stúlkunni í sumarbústað tfl ömmu
og afa. Þá átti ég aö vera með honum
allan tímann. Ef einhver heföi séð
föður minn einan með stúlkunni
heföi öll umgengni verið tekin af
honum. Svona gekk þetta um hríð
en síðan var tekið fyrir alla um-
gengni. Meira aö segja amma mín og
afi fengu ekki að sjá stúlkuna þó þau
LAUGARDAGUR 10. JIJNÍ 1995
37
Jenný Rut segir að félagsmálakerfið þurfi uppskurð og sjálfsgagnrýni til að velferð þegnanna, skjólstæðinga þess, verði betur borgið. Eins og saga föður hennar sýni hafi einn ósannur áburður, og
án nokkurs vafa mörg önnur hliðstæð tilfelli hér á landi, leitt til ómældrar ógæfu málsaðila, barna, foreldra, systkina og annarra ástvina um margra ára skeið. Ósönn ásökun vegna reiði og
afbrýðisemi hafi verið orsök allra þessara hörmunga.
Jenný Rut og Sigurgeir faðir hennar þegar hún varð stúdent.
Hræðilegasta
staðreyndin
„Það hræðilegasta við þetta allt er
að einn einstaklingur, móðirin í
þessu tilfelli, skuli komast upp með
að bera mann ósönnum sökum og
eyðileggja daglegt líf fyrir honum,
barni sinu og fjölda annarra tengdra
aðila í mörg ár. Sérstaklega þegar
tekið er tillit til sögu þessarar konu.
Ég skil heldur ekki hvers vegna það
varð hlutskipti hinna barnanna
tveggja, piltsins og eldri systur hans,
að vera haldin þessu hatri út í pabba.
Móðirin hafði misst forsjá yfir þeim
og ég man til dæmis aldrei eftir að
þau hafi verið hjá henni þegar ég
kom í heimsókn til hennar og föður
míns.
En börnin kölluðu föður minn
stjúpa eða fósturföður og hafa sagt
að hann hafi beitt þau andlegu of-
beldi. Ég skil ekki hvernig það var
hægt því hann hafði ekkert tækifæri
til að umgangast þau. Hatrið getur
þvi ekki komið frá öðrum en móður
þeirra. Þau þekktu pabba ekki neitt."
Pilturinn sagöist ætla
aö drepa föður minn
„Pilturinn, sem banaði föður mín-
um, sonur þessarar konu, taldi föður
minn hafa beitt sig andlegu ofbeldi í
einhver ár. Hann væri svo vondur
við móður sína og fjölskyldu hans.
Þessi drengur er talinn sjúkur. Bæði
hann og eldri systir hans höguðu sér
þannig að þau brutu rúður heima
hjá föður mínum og konu hans,
skáru á hjólbarða og annað.
Það var oft búið að hringja heim
til pabba og konunnar hans með
morðhótanir. Ég tel að innrætingin,
sem átti sér stað af hálfu móður
þeirra, hafi beinst að því að hata föð-
ur minn. Hann lét síðan lífið út af
ósannri ásökun sem kom öllu af stað.
Eftir þvi sem faðir minn sagði hamr-
aði móðirin á því við piltinn að faðir
minn hefði misnotað litlu systur
hans. Þaö er alveg ljóst hvaðan hatr-
ið kom. Síðan var pilturinn margoft
búinn að lýsa því yfir að hann ætlaði
að drepa pabba - fjöldi fólks, sem ég
hef talað við, varð vitni að því.
En þó faðir minn sé farinn úr þessu
Iífi er þessu máli ekki lokið. Núna
hef ég áhyggjur af þessari hálfsystur
minni sem er ennþá hjá þessari konu.
Hún elst sjálfsagt upp í einhverju
hatri gagnvart okkur hinum. Og
núna er pabbi dáinn - hún getur
ekki kynnst honum. Hún hefur ekki
hitt mig, ömmu sína og afa í nokkur
ár. Síðast fékk hún að koma til þeirra
um jólin 1990, tveggja ára. Eftir það
hefur komið þvert nei frá móður-
inni.“
Ásökun sem
eyðilagði líf okkar
„Það ferli, sem faðir minn hefur
farið í gegnum út af þessari ásökun,
er ótrúlegt. Hann er búinn að láta
lífið út af þessu máli. Ef félagsmála-
yfirvöld hefðu tekið á þessu af fag-
mennsku frá upphafi heföi þetta ekki
gerst. Þetta var málatilbúningur sem
eyðilagði hans líf og annarra í mörg
ár. Við sjáum heldur ekki fyrir end-
ann á þessu í dag.
Pabbi fór í gegnum kerfið eins og
það lagði sig. Hann talaði við ráð-
herra, bæjarstjóra, presta, félags-
fræðinga, lögreglu og hvern sem
honum datt í hug. Hvergi þorði neinn
að taka málið upp og komast til botns
í því. Það var eins og allir væru svo
hræddir við að missa sinn stól.
Ég sætti mig ekki við þetta. Faðir
minn þurfti að deyja og ég vil að
hans mannorð verði hreinsað. Það
var ekki tekið rétt á þessu máli í
upphafi. Hann hafði hins vegar hug-
rekki til að berjast fyrir því aö sann-
leikurinn kæmi fram. En hann rakst
alltaf á dyr. Sums staðar var honum
bara sagt að gleyma þessu bara -
hann ætti að gleyma að hann ætti
þetta barn eða að flytja bara til út-
landa. Svona voru svörin hjá kerf-
inu. Faðir minn átti bara að sætta
sig við þetta og vera ekki að berjast
fyrir því að fá leiðréttingu sinna
mála. Ég held að þaö sé erfitt fyrir
fólk sem verður fyrir svona að koma
fram og standa fyrir sínu máh.
En faðir minn kom fram í fjölmiðl-
um og viðar með sitt mál og sýndi
hugrekki. Hann lét ekki þagga niður
í sér. Faðir minn er því vonandi bú-
inn að ryðja ákveðna braut - svo það
verði auðveldara fyrir aðra að fá rétt-
lætinu fullnægt. Þessi mál á að taka
föstum tökum í upphafi til að koma
í veg fyrir margra ára þjáningar og
síðan jafnvel líflát.“
Ráðherra skipi nefnd
Jenný Rut segir að í ljósi allra þess-
ara atburða verði stjórnvöld aö taka
málið upp í dag með pólitískum hætti
- ekki láta rannsókn RLR yfir meint-
um banamanni föður hennar duga -
hvort hann sé sakhæfur eða sekur.
Kerfið þurfi uppskurð og sjálfsgagn-
rýni til að velferð þegnanna sé borg-
ið. Eins og sagan sýni hafi einn ó-
sannur áburður í þessu tilfelli, og án
nokkurs vafa í mörgum öðrum hlið-
stæðum tilfellum hér á landi, leitt til
ómældrar ógæfu málsaðila, barna,
foreldra, systkina og annarra ástvina
um margra ára skeið. Kerfið getur
gert betur, segir Jenný Rut.
„Það verður til dæmis að kanna
heimilishagi mjög gaumgæfilega hjá
þessari konu og hreinsa mannorð
föður míns sem þurfti að láta lífið
út af ósönnum áburði. Ráðherra á
aö skipa nefnd til að kanna mál föður
míns niöur í grunninn og hve mörg
önnur hliðstæð mál eru í gangi á ís-
landi. Ráðamenn verða að taka við
sér.
Mér finnst líka einkennileg staöa
fyrir þessa htlu telpu, hálfsystur
mína, að alast upp við þær ranghug-
myndir að faðir hennar hafi misnot-
að hana. Svo þarf hún að auki að búa
við að hálföróöir hennar hafi banað
föður hennar. Faðir minn haföi
áhyggjur af þessu barni. Hann hafði
skrifað til yfirvalda og bað þau að
fylgjast meö barninu þvi hann haföi
áhyggjur af velferð hennar og hafði
ekki tækifæri til þess sjálfur. Sjálf-
sagt hefur sú beiðni eins og önnur
farið inn á borð til Félagsmálastofn-
unar Hafnarfjarðar þar sem vafa-
laust allt er við sama heygarðshomið
ennþá,“ sagði Jenný Rut Sigurgeirs-
dóttir.
-Ótt