Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995
FréttLr
Óvanra sjófarenda leitað - hröktust á gúmbát milli Svefneyja og Flateyjar:
Borðuðum kríuegg og
gerðum Miillersæfingar
segir annar sjófarendanna - kynna sér nú sjómannafræði og ævisögur mikils sæfara
Töluverð leit var gerð að tveimur
mönnum, þeim Þorsteini og Benedikt
Jónssonum, í fyrradag eftir að þeir
komu ekki fram eftir siglingu milli
Svefneyja og Flateyjar. Laust eftir
klukkan 13 lögðu þeir upp í siglingu
í blíðskaparveðri milli Svefneyja, þar
sem þeir dvelja þessa dagana, og
Flateyjar með hjón sem verið höfðu
í heimsókn í eyjunum. Til fararinnar
fengu þeir lánaðan Zodiak-gúmbát
Gissurar Tryggvasonar, fram-
kvæmdastjóra í Stykkishólmi.
„Feröin til Flateyjar gekk vel en
þegar lent var þar var skollin á þoka
og röltum við því á veitingastofuna
Voga og fengum okkur kaffisopa. Um
það bil hálftíma seinna gengum við
út og var þá gott skyggni til Svefn-
eyja. Á leiðinni niður á höfn komúm
við viö í læknishúsinu og tilkynntum
Ólínu Jóhönnu Jónsdóttur húsfreyju
að við værum að leggja af stað. Þeirri
tilkynningu kom 'hún áfram til
Svefneyjabóndans Kristins Nikulás-
sonar,“ segir Benedikt.
Bensínið þraut
Héldu þeir úr höfn upp úr klukkan
15 en þegar þeir voru komnir tals-
vert austur fyrir Flatey skall á nið-
dimm þoka svo að hvergi sá til lands.
„Ekki erum við vanir sjófarendur
en þar sem sjór var sléttur töldum
við okkur ekki í hættu og sigldum
áfram. Eftir um það bil klukkustund-
ar siglingu sáum við til lands og héld-
um þar vera Svefneyjar. Fljótlega
varð okkur ljóst að svo var ekki og
þá vildi svo óheppilega til að bensín
þraut. Þá vorum við staddir milh
Diskæðarskers og Langeyjar í Flat-
eyjarlöndum. Tvær litlar árar voru
um borð og tókum við því upp róðr-
arlag indíána og klóruðum okkur til
lands. Við könnuðum eyna og þar
var gnótt af æðarfugli, gæsum, skörf-
um, lunda og kríu og nokkuð af
sauðfe. Ekki sáum við nein kenni-
leiti sem við þekktum. Við gengum
út á vesturodda eyjarinnar og þegar
þangað kom létti þokunni. Þá sáum
við að okkur hafði borið verulega af
leið og höfðum við á orði að þar fyndi
okkur enginn því mikið hugmynda-
flug þyrfti til að ímynda sér að okkur
heföi borið 90 gráður af leið,“ segir
Benedikt.
Þeir félagar afréðu því að róa áleið-
is til Flateyjar. Þegar þeir komu suð-
ur fyrir Feitsey var farið aö hvessa
og sóttist róðurinn lítt. Þar var því
tekið land og báturinn bundinn.
Hungrið svarf að
„Nú var alllangur tími liðinn frá
því lagt var upp í það sem upphaflega
átti að vera skottúr og okkur var far-
ið að svengja auk þess sem við vorum
orðnir blautir af svita og hroll setti
að okkur enda rigndi um þetta leyti.
Við slógum á hungrið með því að
súpa úr nokkrum kríueggjum og síð-
an stjórnaði ég Mullersæfingum
þangað til okkur var orðið heitt. Nú
var aftur skolhn á þoka svo ekki sá
til Langeyjar og hvað þá Flateyjar.
Nokkru seinna lægði svo að sjór
mátti heita lygn. Við ákváðum því
að róa til Flateyjar.
Að þessu sinni sóttist ferðin vel og
um það bil sem Feitsey hvarf í þok-
una grillti í Sýrey framundan."
Skömmu seinna fann Hafþór Haf-
steinsson úr Flatey Benedikt og Þor-
stein hrakta og kalda á Sýreyjar-
sundi og voru þá liðnar sex klukku-
stundir frá því þeir héldu úr Flatey.
„Við vorum aldrei í lífshættu en
höfðum áhyggjur af að okkur yrði
saknað og leit hafin. Við viljum að
endingu þakka öllum sem tóku þátt
í leitinni en við erum þegar farnir
að kynna okkur helstu þætti sjó-
mannafræðinnar og ævisaga hins
mikla sæfara, Hafliða Eyjólfssonar í
Svefneyjum, gengur á milli nátt-
borða í svefnherbergjunum," segja
Benedikt og Þorsteinn.
-PP
Tölvuvæðing í Víetnam:
Við eigum
allt en þeir
ekkert
- segir Friðrik Sigurðsson
í 80 manna fylgdarliði forsætisráð-
herra Víetnams, Vo Van Kiet, var
fjöldi viðskiptajöfra frá Víetnam sem
kynntu sér aðstæður í nokkrum fyr-
irtækjum í stuttri heimsókn í gær.
Byijað var á heimsókn í Heklu og
síðan farið til Skýrr, Landsvirkjunar,
Flugumferðarstjórnar og Marels. Hjá
Skýrr fór fram kynning á íslenskri
tölvuhugbúnaðargerð auk þess sem
samstarfsfyrirtækið NTS, Nordic
Technology Solutions, kynnti verk-
efni sín í Víetnam. Að NTS standa
m.a. fyrirtækin Tölvumyndir, Tölvu-
miðlun, Skýrr og Póstur og sími.
Friðrik Sigurðsson hjá NTS sagði
við DV að Víetnamar hefðu uppi
áform um skjóta tölvuvæðingu í
landinu. Víetnamar eru skammt á
veg komnir í tölvunotkun, t.d. eru
jafn margar einkatölvur til í Víetnam
og á íslandi þrátt fyrir 80 milljónir
íbúa þar á móti 265 þúsundum hér.
„Við eigum aUt en þeir ekkert, ef
svo má segja,“ sagði Friðrik. NTS
hefur gert nokkra samninga í Víet-
nam um tölvuvæðingu hins opinbera
og í einkageiranum. Friðrik sagði
þann stærsta vera í þremur hðum. í
fyrsta lagi væri Intemets-væðing
sem þegar væri lokið, í öðru lagi
tölvuvæðing borgarinnar Ho Chi
Minh, áður Saigon, sem er á döfmni
og í þriðja lagi tölvuvæðing einkafyr-
irtækja sem komin væri af stað.
-bjb
NIÐURSTAÐA
Hyernig fer landsleikur
Ísland-Ungverjaland
Stuttarfréttir
Heldur dró til tíðinda á stjórnarfundi í Brunamálastofnun i gær þegar stjórn stofnunarinnar, aðalmenn og vara-
menn, sagði af sér vegna deilna við brunamálastjóra. Þá sagði skóianefnd Brunamálaskólans, aðalmenn og vara-
menn, einnig af sér. Búist er við að ný stjórn verði bráðlega skipuð. DV-mynd BG
MáliSophiuvísaðfrá .
Tyrkir hafa visað máU Sophiu
Hansen frá og feUt aUa úrskurði
úr gildi. Soplúa hefur misst um-
gengnisrétt við dætur sínar.
Þingmenn viija að ríkisstjórnin
bregðist við, skv. Bylgjunni.
Loðnukvóti ákveðinn
Bráðabirgðakvóti íslendinga á
loönuvertiöinni veröur 536 þús-
und lestir en heildarkvótinn 800
þúsund lestir. íslendingar fá 78%
af endanlegum kvóta, skv. RÚV.
Eyglóskólameistari
Eygló Eyjólfsdóttir, konrektor í
MH, hefur verið sett skólameist-
ari við Borgarholtsskóla í
Reykjavík, skv. RÚV.
Mikið tjón varö í íkveikju á raf-
tækjaverkstæði á Höffi í Horna-
flrði í nótt. GHg
Hraðbanki lokaði og tók
kort, kvittun og peninga
„Hraðhankinn lokaði hreinlega á
mig og hirti kortið, kvittunina og
peningana. Peningarnir voru færðir
út af reikningnum mínum og ég fékk
þá ekki fyrr en á þriðjudaginn. í
bankanum þurftu menn að fara í
r ö d d '
Jafntefli
Ungverjaland
Island
gegnum myndbandsupptöku frá
helginni og þar sást að ég fékk aldrei
peningana. Hvað hefði gerst ef upp-
takan hefði ekki verið til? Þetta voru
fimmtán þúsund krónur og þær
hefðu örugglega tapast," sagði Orn-
ólfur Ingólfsson sem lenti í hremm-
ingum í hraðbanka Landsbankaúti-
búsins í Bankastræti á laugardag.
Örnólfur sagðist strax hafa sett sig í
samband viö Reiknistofu bankanna,
aðstoð við hraðbanka, og fljótlega
eftir það fékk hann aðstoö við að ná
kortinu. Peningana fékk hann ekki
fyrr en eftir að búið var að skoða
myndbandsupptðkuna.
„Þetta var enginn hraöbanki held-
ur verulegur óþægindabanki. Það
furöulega í þessu er að bankinn getur
opnað sig sjálfur og mér dettur í hug
að næsti maður á eftir mér hafi getað
fengið peningana sem búiö var að
færa af reikningnum mínum. Ég fékk
engin svör við því hvers vegna þetta
gerðist."
„Þetta leiðréttist strax eftir að upp-
gjör dagsins kom frá Reiknistofnun.
Þegar það kom skýrðust hlutimir og
viö sáum að ekki hafði verið tekið
út af reikningnum," sagði Inga Guð-
bergsdóttir hjá Landsbanka íslands.
-SV
Hraðbankinn lokaði hreinlega á mig og hirti kortið, kvittunina og pening-
ana. saoði Örnólfur. Mvndin er sviðsett af DV. nu-m”nH Rruniar rja.ití