Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 „Eitt er víst að margir munu sakna vitjana þegar þær ieggjast loks endanlega niður og öll samskipti fara á internetið, sjúkdómsgreining, lyfjagjafir og tjáskipti." inn Laeknir í vitjun Fyrir nokkrum árum fóru lækn- ar oft í vitjun til fólks. Sj úklingar hringdu til læknisins og báöu hann aö líta inn og hlusta sig, skoða í háls á krakka eöa kippa úr eins og einni tönn. Aö loknum stofutíma fór læknirinn og leit heim til sjúkl- ingsins. Þessi siður er nú aö leggj- ast af. Með tilkomu fullkominna heilsugæslustöðva er flestum sjúklingum stefnt á stöðvarnar að nóttu sem degi. Læknirinn vill frekar skoða fólk inni á stofunni sinni þar sem hann er með tölvu, fjölskylduskrárnar, skammbyssu, bækur, stjörnukort, síma og önnur nauðsynleg hjálpartæki. Fólk hef- ur tekið þessu misjafnlega en sennilega munu vitjanir að mestu leggjast af í þéttbýli á næstu árum eins og víðast hvar í nágrannalönd- unum enda er að því stefnt að öll samskipti læknis og sjúklinga fari fram gegnum internet innan eins áratugar. Slæm þróun Að mörgu leyti er þetta slæm þróun. í vitjunum gefst lækninum einstakt tækifæri til að virða sj úkl- inginn fyrir sér í eigin umhverfi. Hann getur fylgst með mynda- og litavali á veggjum, innbúi og tækni- væðingu og dregið sínar ályktanir. (Gæti þunglyndi frú Jónínu orsak- ast af gervihnattadiski eigin- mannsins sem nær inn 2987 stöðv- um? Stafa kvíðaköst hr. Páls af út- saumuöum myndum konu hans af fossum og þjóðbúningum alheims- ins? Sefur hr. Bjarni svona illa vegna þess að geðstirður, dægur- villtur saxófónleikari býr í kjallar- anum?) Sjúklingarnir kynnast auk þess nýrri hlið á lækninum; sjá hann borgaralega klæddan en ekki í óhreinum slopp. Þeir geta lagt mat á klæðaburð hans (gallabuxur eða jakkafót), bílakost (Toyota, Jeppi eða BMW), líkamlegt atgervi („Hann var lafmóður þegar hann kom upp stigann"), ratvísi („þú ert fyrsti læknirinn sem hefur fundið okkur í fyrstu tilraun!“) og jafnvel kynnst honum nánar með því að bjóða honum upp á kaffi, kleinur og spjall. Vitjunin stuölar því að gagnkvæmum jákvæðum kynnum. Að mörgu þarf að gæta En læknirinn þarf að hafa varann á áður en lagt er upp í vitjun. Mestu skiptir að hafa með sér allan útbún- að. Nökkvi læknir gleymdi t.d. nokkrum sinnum hlustunarpípu sinni heima. Flestir sjúklingar Á laeknavaktmm Óttar Guðmundsson læknir urðu furðulostnir þegar hann lagð- ist hjá þeim í rúmið til að bera eyra að baki, brjósti eða hjarta til að hlusta eftir óhljóðum. „Svona gerðu gömlu læknarnir,“ sagði hann glaðhlakkalega. „Mér finnst stundum betra að heyra lungna- bólgu á þennan hátt en gegnum stetóskóp." Ein eldri kona vísaði honum þó á dyr og kallaði hann öfugugga þegar hann bar eyra sitt að brjósti hennar. Það er illa séð þegar læknir gleymir vasaljósi eða eyrnaspegli. Þó aö vasaljós séu til á öllum íslenskum heimilum vant- ar batterí í 55%, peru í 20% en 25% finnast aldrei þrátt fyrir ítarlega leit. Miklu varðar að fá rétt heimil- isfang í upphafi. Nökkvi læknir óð nokkrum sinnum inn á bláókunn- ugt fólk og hlustaði filhrausta pípu- lagningamenn fyrir misgáning þar sem þeir sátu og slöfruðu í sig soðn- ingu. Flestir láta sér þetta þó vel líka og segja lækninum ekki að hann sé í vitlausu húsi fyrr en hann er búinn að skoða alla fjölskyld- una, skrifa út nokkra lyfseðla og flytja sóffasett með húsbóndanum milli hæða. Á meðan bíður sjúkl- ingurinn sjálfur mjög óþolinmóður í öðru húsi hinum megin í bænum. Læknirinn-má ekki heldur gleyma lyfseðlablokkinni því að lyfseðlar páraðir á servíettur eða bíómiða þykja sjaldnast traustvekjandi. Enginn teljandi munur Skoðun í heimahúsi er ekki frá- brugðin skoöun á sjúkrahúsi. Stundum fylgist þó barnafjöldi með störfum læknisins ásamt illyrmis- legum hundi sem urrar í sífellu. Sumir sjúkhngar vilja fá að hlusta á fréttir eða fylgjast með fót- bolta/handboltaleik á meðan lækn- irinn sinnir þeim. Stundum reynist erfitt að hlusta hjarta og lungu meðan 80.000 óðir knattspyrnuá- hugamenn æpa og góla út úr sjón- varpstækinu eða Ómar Ragnars- son hlær dátt að eigin fyndni. í slíkri stöðu er best að heimta kafli, horfa á leikinn með sjúklingnum eða slökkva á Ómari. Margir reyna að nýta læknisvitjun sem best og láta lækninn líta á alla fjölskyld- una, skrifa nokkur vottorð og jafn- vel útkljá gömul deilumál milli hjóna. Það getur þó verið varhuga- vert og dregið mikla og þunga dilka á eftir sér. „Læknirinn ráðlagði okkur að kaupa þennan upphækk- aða, 500 hestafla jeppa, sem viö höfðum engin efni á.“ Eitt er víst að margir munu sakna vitjana þeg- ar þær leggjast loks endanlega nið- ur og öll samskipti fara inn á inter- netið, sjúkdómsgreining, lyflagjafir og tjáskipti. En þetta er liður í ómanneskjulegri þróun læknis- fræðinnar sem ekki er lengur hluti heimspekinnar heldur undirgrein einhverrar tölvuverkfræði þar sem maðurinn sjálfur gleymist stund- um inni í einhverju torkennilegu forriti. 43 - Fréttir Umdæmisstjóri SVFÍ: Upplausnará- stand hjá deild- um innan SVFÍ - krefst þess aö stjórnln flýti landsþingi „Viö núverandi ástand er ekki hægt að búa. Allar björgunar- og slysavarnadeildir SVFÍ á landinu eru í upplausnarástandi þegar tengiliðir þeirra við félagið hafa ýmist verið reknir eða sagt upp störfum," segir Reynir Ragnarsson, umdæmisstjóri björgunarsveita SVFÍ í V-Skaftafells- og Rangárvallasýslu, um þær deilur sem verið hafa á milli stjórnar og starfsfólks SVFÍ undanfarið. Reynir er mjög gagnrýninn á störf stjórnarinnar og það sem haft hefur verið eftir einstökum stjórnarmönn- um í fjölmiðlum undanfarið. Bendir hann á að björgunarsveitirnar þurfi aö hlíta ákveðnum siðareglum til að kasta ekki rýrð á félagið. Veltir hann því fyrir sér hvort það hafi gleymst eða mönnum ekki dottið í hug aö setja þyrfti siðareglur fyrir fram- kvæmdastjórn félagsins þannig að hún hefði ekki jafnfrjálsar hendur meö að starfa eftir geðþóttaákvörð- unum um jafn viðkvæm mál og upp- sagnir. „Svo fjarlægt hefur það verið félag- inu að slíkt gæti gerst að það er ekk- ert til í lögum félagsins um hvernig fara á aö ef hinn almenni félagsmað- ur er óánægður með störf stjórnar- innar eða einhverjir af stjórnar- mönnum sýna af sér dómgreindar- leysi í störfum fyrir félágið." Bendir Reynir á að ekki sé heldur að finna í lögunum ákvæði um að hægt sé að óska eftir aukalandsþingi og þá um leið nýjum stjórnarkosn- ingum eða leið til að lýsa vantrausti < á störf stjórnarinnar. Segir hann, þrátt fyrir ummæli Garðars Eiríks- sonar, gjaldkera stjórnar, um að samstaða og eindrægni hafi ríkt á landsþingi félagsins í maí sl„ marga hafa látið í ljós ugg um stjórnun fé- lagsins. Veki furðu að ekki hafi fleiri tekið til máls á fundinum til þess að ræða þau mál. Reynir, sem sat í sáttanefnd þegar deilt var um uppsögn Hálfdans Henr- yssonar frá SVFÍ á seinasta ári, segir að þrátt fyrir að því hafi óspart verið lýst yfir á landsfundinum að sættir hefðu tekist í „Hálfdans-málinu" og því væri það ekki á dagskrá hefðu einungis liðið 19 dagar frá undir- skrift þeirrar sáttar, 20. desember, t þar til skrifstofustjórinn fékk skrif- lega áminningu frá framkvæmda- stjórn. Þrátt fyrir að framkvæmda- stjórn hefði lýst því yfir við þingheim aö ekki væru fleiri uppsagnir á döf- inni hefði þegar verið búið aö ganga frá uppsögn skrifstofustjórans þótt framkvæmd hennar hefði veriö dreg- in fram yflr mánaðamótin. „Manni verður á að spyrja hvort framkvæmdastjórnin sé hafin yfir allar siðareglur? Ef svo er ekki ætti hún að gefa slysavarnadeildum og björgunarsveitum landsins tækifæri c- til þess að segja sitt álit með því að flýta landsþingi SVFÍ eða segja af sér ella,“ segir Reynir. -PP Hrafnhildur Hafberg, fegurðardrottning Islands, afhendir hér Haraldi Briem lækni 160 þúsund krónur sem nota á til forvarnarstarfs i sambandi við al- næmi. Peningarnir eru hluti af aðgangseyri að Fegurðarsamkeppni íslands og standa vonir til að hægt verði að nota hluta aðgangseyris keppninnar til slíkrar gjafar héðan í frá. DV-mynd S HomaQöröur Kveikt í raf verkstæði Júlía Imsland, DV, Homafirði: Slökkvilið Hornafjarðar var kallað út um kl. eitt í fyrrinótt vegna elds í húsinu að Álaugareyjarvegi 1 á Höfn. Mikill eldur var í rafverkstæði í öðrum enda hússins. Stóðu eldtung- ur upp úr þakinu þegar slökkviliðið kom á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en miklar skemmdir urðu á verkstæðinu. í hinum enda hússins er verslunin Hornabær og er eldvarnarveggur á milli fyrirtækjanna. Þjónaði hann sínu hlutverki þannig að eldur komst ekki þangað. Lögreglan á Höfn hefur handtekið ungan mann vegna málsins og hefur hann játað að hafa kveikt í rafverk- stæðinu til að hefna sín á eiganda þess. Einnig braut hann rúðu í versl- uninni Hornabæ. Nokkrar skemmd- ir urðu þar vegna reyks og er versl- unin lokuð meðan beðið er skoðun- armanns frá tryggingafélagi. Að sögn lögreglunnar hefur verið krafist varðhalds yfir manninum sem áður hefur orðið uppvís að íkveikjum. lAttu ekki of mikinn hraða VALDA ÞÉR SKAÐA! llST1'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.