Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Síða 35
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 „Eitt er víst að margir munu sakna vitjana þegar þær ieggjast loks endanlega niður og öll samskipti fara á internetið, sjúkdómsgreining, lyfjagjafir og tjáskipti." inn Laeknir í vitjun Fyrir nokkrum árum fóru lækn- ar oft í vitjun til fólks. Sj úklingar hringdu til læknisins og báöu hann aö líta inn og hlusta sig, skoða í háls á krakka eöa kippa úr eins og einni tönn. Aö loknum stofutíma fór læknirinn og leit heim til sjúkl- ingsins. Þessi siður er nú aö leggj- ast af. Með tilkomu fullkominna heilsugæslustöðva er flestum sjúklingum stefnt á stöðvarnar að nóttu sem degi. Læknirinn vill frekar skoða fólk inni á stofunni sinni þar sem hann er með tölvu, fjölskylduskrárnar, skammbyssu, bækur, stjörnukort, síma og önnur nauðsynleg hjálpartæki. Fólk hef- ur tekið þessu misjafnlega en sennilega munu vitjanir að mestu leggjast af í þéttbýli á næstu árum eins og víðast hvar í nágrannalönd- unum enda er að því stefnt að öll samskipti læknis og sjúklinga fari fram gegnum internet innan eins áratugar. Slæm þróun Að mörgu leyti er þetta slæm þróun. í vitjunum gefst lækninum einstakt tækifæri til að virða sj úkl- inginn fyrir sér í eigin umhverfi. Hann getur fylgst með mynda- og litavali á veggjum, innbúi og tækni- væðingu og dregið sínar ályktanir. (Gæti þunglyndi frú Jónínu orsak- ast af gervihnattadiski eigin- mannsins sem nær inn 2987 stöðv- um? Stafa kvíðaköst hr. Páls af út- saumuöum myndum konu hans af fossum og þjóðbúningum alheims- ins? Sefur hr. Bjarni svona illa vegna þess að geðstirður, dægur- villtur saxófónleikari býr í kjallar- anum?) Sjúklingarnir kynnast auk þess nýrri hlið á lækninum; sjá hann borgaralega klæddan en ekki í óhreinum slopp. Þeir geta lagt mat á klæðaburð hans (gallabuxur eða jakkafót), bílakost (Toyota, Jeppi eða BMW), líkamlegt atgervi („Hann var lafmóður þegar hann kom upp stigann"), ratvísi („þú ert fyrsti læknirinn sem hefur fundið okkur í fyrstu tilraun!“) og jafnvel kynnst honum nánar með því að bjóða honum upp á kaffi, kleinur og spjall. Vitjunin stuölar því að gagnkvæmum jákvæðum kynnum. Að mörgu þarf að gæta En læknirinn þarf að hafa varann á áður en lagt er upp í vitjun. Mestu skiptir að hafa með sér allan útbún- að. Nökkvi læknir gleymdi t.d. nokkrum sinnum hlustunarpípu sinni heima. Flestir sjúklingar Á laeknavaktmm Óttar Guðmundsson læknir urðu furðulostnir þegar hann lagð- ist hjá þeim í rúmið til að bera eyra að baki, brjósti eða hjarta til að hlusta eftir óhljóðum. „Svona gerðu gömlu læknarnir,“ sagði hann glaðhlakkalega. „Mér finnst stundum betra að heyra lungna- bólgu á þennan hátt en gegnum stetóskóp." Ein eldri kona vísaði honum þó á dyr og kallaði hann öfugugga þegar hann bar eyra sitt að brjósti hennar. Það er illa séð þegar læknir gleymir vasaljósi eða eyrnaspegli. Þó aö vasaljós séu til á öllum íslenskum heimilum vant- ar batterí í 55%, peru í 20% en 25% finnast aldrei þrátt fyrir ítarlega leit. Miklu varðar að fá rétt heimil- isfang í upphafi. Nökkvi læknir óð nokkrum sinnum inn á bláókunn- ugt fólk og hlustaði filhrausta pípu- lagningamenn fyrir misgáning þar sem þeir sátu og slöfruðu í sig soðn- ingu. Flestir láta sér þetta þó vel líka og segja lækninum ekki að hann sé í vitlausu húsi fyrr en hann er búinn að skoða alla fjölskyld- una, skrifa út nokkra lyfseðla og flytja sóffasett með húsbóndanum milli hæða. Á meðan bíður sjúkl- ingurinn sjálfur mjög óþolinmóður í öðru húsi hinum megin í bænum. Læknirinn-má ekki heldur gleyma lyfseðlablokkinni því að lyfseðlar páraðir á servíettur eða bíómiða þykja sjaldnast traustvekjandi. Enginn teljandi munur Skoðun í heimahúsi er ekki frá- brugðin skoöun á sjúkrahúsi. Stundum fylgist þó barnafjöldi með störfum læknisins ásamt illyrmis- legum hundi sem urrar í sífellu. Sumir sjúkhngar vilja fá að hlusta á fréttir eða fylgjast með fót- bolta/handboltaleik á meðan lækn- irinn sinnir þeim. Stundum reynist erfitt að hlusta hjarta og lungu meðan 80.000 óðir knattspyrnuá- hugamenn æpa og góla út úr sjón- varpstækinu eða Ómar Ragnars- son hlær dátt að eigin fyndni. í slíkri stöðu er best að heimta kafli, horfa á leikinn með sjúklingnum eða slökkva á Ómari. Margir reyna að nýta læknisvitjun sem best og láta lækninn líta á alla fjölskyld- una, skrifa nokkur vottorð og jafn- vel útkljá gömul deilumál milli hjóna. Það getur þó verið varhuga- vert og dregið mikla og þunga dilka á eftir sér. „Læknirinn ráðlagði okkur að kaupa þennan upphækk- aða, 500 hestafla jeppa, sem viö höfðum engin efni á.“ Eitt er víst að margir munu sakna vitjana þeg- ar þær leggjast loks endanlega nið- ur og öll samskipti fara inn á inter- netið, sjúkdómsgreining, lyflagjafir og tjáskipti. En þetta er liður í ómanneskjulegri þróun læknis- fræðinnar sem ekki er lengur hluti heimspekinnar heldur undirgrein einhverrar tölvuverkfræði þar sem maðurinn sjálfur gleymist stund- um inni í einhverju torkennilegu forriti. 43 - Fréttir Umdæmisstjóri SVFÍ: Upplausnará- stand hjá deild- um innan SVFÍ - krefst þess aö stjórnln flýti landsþingi „Viö núverandi ástand er ekki hægt að búa. Allar björgunar- og slysavarnadeildir SVFÍ á landinu eru í upplausnarástandi þegar tengiliðir þeirra við félagið hafa ýmist verið reknir eða sagt upp störfum," segir Reynir Ragnarsson, umdæmisstjóri björgunarsveita SVFÍ í V-Skaftafells- og Rangárvallasýslu, um þær deilur sem verið hafa á milli stjórnar og starfsfólks SVFÍ undanfarið. Reynir er mjög gagnrýninn á störf stjórnarinnar og það sem haft hefur verið eftir einstökum stjórnarmönn- um í fjölmiðlum undanfarið. Bendir hann á að björgunarsveitirnar þurfi aö hlíta ákveðnum siðareglum til að kasta ekki rýrð á félagið. Veltir hann því fyrir sér hvort það hafi gleymst eða mönnum ekki dottið í hug aö setja þyrfti siðareglur fyrir fram- kvæmdastjórn félagsins þannig að hún hefði ekki jafnfrjálsar hendur meö að starfa eftir geðþóttaákvörð- unum um jafn viðkvæm mál og upp- sagnir. „Svo fjarlægt hefur það verið félag- inu að slíkt gæti gerst að það er ekk- ert til í lögum félagsins um hvernig fara á aö ef hinn almenni félagsmað- ur er óánægður með störf stjórnar- innar eða einhverjir af stjórnar- mönnum sýna af sér dómgreindar- leysi í störfum fyrir félágið." Bendir Reynir á að ekki sé heldur að finna í lögunum ákvæði um að hægt sé að óska eftir aukalandsþingi og þá um leið nýjum stjórnarkosn- ingum eða leið til að lýsa vantrausti < á störf stjórnarinnar. Segir hann, þrátt fyrir ummæli Garðars Eiríks- sonar, gjaldkera stjórnar, um að samstaða og eindrægni hafi ríkt á landsþingi félagsins í maí sl„ marga hafa látið í ljós ugg um stjórnun fé- lagsins. Veki furðu að ekki hafi fleiri tekið til máls á fundinum til þess að ræða þau mál. Reynir, sem sat í sáttanefnd þegar deilt var um uppsögn Hálfdans Henr- yssonar frá SVFÍ á seinasta ári, segir að þrátt fyrir að því hafi óspart verið lýst yfir á landsfundinum að sættir hefðu tekist í „Hálfdans-málinu" og því væri það ekki á dagskrá hefðu einungis liðið 19 dagar frá undir- skrift þeirrar sáttar, 20. desember, t þar til skrifstofustjórinn fékk skrif- lega áminningu frá framkvæmda- stjórn. Þrátt fyrir að framkvæmda- stjórn hefði lýst því yfir við þingheim aö ekki væru fleiri uppsagnir á döf- inni hefði þegar verið búið aö ganga frá uppsögn skrifstofustjórans þótt framkvæmd hennar hefði veriö dreg- in fram yflr mánaðamótin. „Manni verður á að spyrja hvort framkvæmdastjórnin sé hafin yfir allar siðareglur? Ef svo er ekki ætti hún að gefa slysavarnadeildum og björgunarsveitum landsins tækifæri c- til þess að segja sitt álit með því að flýta landsþingi SVFÍ eða segja af sér ella,“ segir Reynir. -PP Hrafnhildur Hafberg, fegurðardrottning Islands, afhendir hér Haraldi Briem lækni 160 þúsund krónur sem nota á til forvarnarstarfs i sambandi við al- næmi. Peningarnir eru hluti af aðgangseyri að Fegurðarsamkeppni íslands og standa vonir til að hægt verði að nota hluta aðgangseyris keppninnar til slíkrar gjafar héðan í frá. DV-mynd S HomaQöröur Kveikt í raf verkstæði Júlía Imsland, DV, Homafirði: Slökkvilið Hornafjarðar var kallað út um kl. eitt í fyrrinótt vegna elds í húsinu að Álaugareyjarvegi 1 á Höfn. Mikill eldur var í rafverkstæði í öðrum enda hússins. Stóðu eldtung- ur upp úr þakinu þegar slökkviliðið kom á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en miklar skemmdir urðu á verkstæðinu. í hinum enda hússins er verslunin Hornabær og er eldvarnarveggur á milli fyrirtækjanna. Þjónaði hann sínu hlutverki þannig að eldur komst ekki þangað. Lögreglan á Höfn hefur handtekið ungan mann vegna málsins og hefur hann játað að hafa kveikt í rafverk- stæðinu til að hefna sín á eiganda þess. Einnig braut hann rúðu í versl- uninni Hornabæ. Nokkrar skemmd- ir urðu þar vegna reyks og er versl- unin lokuð meðan beðið er skoðun- armanns frá tryggingafélagi. Að sögn lögreglunnar hefur verið krafist varðhalds yfir manninum sem áður hefur orðið uppvís að íkveikjum. lAttu ekki of mikinn hraða VALDA ÞÉR SKAÐA! llST1'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.