Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 10. JÚNl 1995 41 ' Trimm Reykjavíkurmaraþon 20. ágúst: Götunum lokað í fyrsta sinn „Þetta hefur tekist meö góöfúslegri samvinnu við lögregluna í Reykjavík og sérstaklega hefur Sævar Gunn- arsson veriö okkur innan handar í þessu máli,“ sagöi Ágúst Þorsteins- son, framkvæmdastjóri Reykjavík- umaraþons, í samtali við trimmsíð- una. Reykjavíkurmaraþon fer fram í 12. sinn 20. ágúst nk. og í fyrsta sinn verður hlaupaleiðinni að mestu lok- að fyrir bílaumferð líkt og tíðkast í götuhlaupum erlendis. Vegna þess hvernig hlaupaleiðin liggur getur lokunin þó ekki orðið 100%. Þannig verður t.d. ekki hægt að loka alveg hringnum á Seltjarnarnesi en mestu munar að frá gatnamótunum við JL-húsiö verður leiðinni lokað um Eiðisgranda og Sæbraut alla' leið austur að Skeiðarvogi. „Að auki munum við reyna að bægja umferð frá leiðinni með áróðri og auglýsingum og hvetja fólk til þess að fara út úr bænum fyrir klukkan 11 þennan dag ef það ætlar í burtu. Við höfum undanfarin ár fengið mikið af kvörtunum, sérstak- lega frá erlendum hlaupurum sem hefur blöskrað hraðakstur á Sæ- brautinni. Ný leið í skemmtiskokki Fyrir utan þessi tíðindi, sem flest- um munu þykja gleðitíðindi, fer Reykjavíkurmaraþon fram að mestu leyti samkvæmt venju. Þó er uppi það nýmæli að hlaupaleiðinni í skemmtiskokkinu hefur verið breytt og nú fara þeir sem taka þátt í því aðeins að litlu leyti sömu leið og aðr- ir hlauparar. „Þetta er gert vegna þess að við höfum verið í vandræðum með að samræma skemmtiskokkið, þar sem ekki er tímataka, við 10 kílómetra hlaupið þar sem tekinn er tími. Kepp- endur í báðum vegalengdum hafa verið að koma í mark á sama tíma og það hefur myndast örtröð," sagði Ágúst. Þessu verður breytt þannig að keppendur í skemmtiskokki hlaupa eftir Fríkirkjuvegi og Sóleyjargötu að Hringbraut, þaðan um Laufásveg og Þingholtsstræti og niður Banka- stræti og koma í mark á eystri ak- rein Lækjargötunnar en vestari helmingur götunnar verður notaður fyrir aðra hlaupara. „Þessi vegalengd en um það bil 3 kílómetrar en við höfum ekki mælt það upp á metra. Þetta er fyrst og fremst skemmtiskokk." Láttu skrá þig í tíma, annars... Það nýmæli verður tekið upp við skráningu í Reykjavíkurmaraþon að þessu sinni að beitt verður nokkurs konar viðurlögum til þess að fá fólk til að skrá sig tímanlega. Skráningar- gjald í hlaupið verður 1.500 krónur í heilt maraþon, 1.300 krónur í hálft maraþon, 1.100 í 10 kílómetra hlaup og 900 krónur í skemmtiskokk. 700 krónur greiða allir 12 ára og yngri en ekki er mælt með því að svo ung- ir þátttakendur hlaupi meira en skemmtiskokk nema vera í sérlega góðri æfingu. Þeir sem skrá sig fyrir 16. ágúst greiða ofangreind skráningargjöld en eftir það verða þau hækkuð um 100% og þá kostar t.d. 2.200 í 10 kíló- metra hlaup. „Þetta er fyrst og fremst gert til þess að reyna að hafa hemil á því að fólk skrái sig allt of seint. Undanfarin ár höfum við verið að fá um 1.500 skráningar á föstudegi og laugardegi og þetta skapar gífurlega vinnu og mikið álag á starfsfólk við að útbúa keppnisgögn sem síðan eiga að liggja fyrir á laugardag." Umsjón: Páll Ásgeir Ásgeirsson Eins og undanfarin ár verða keppnisgögn afhent í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 19. ágúst og seinnihluta laugardagsins verður hin hefðbundna pastaveisla sem að þessu sinni verður í Ráðhúsinu en ekki í tjaldi eins og undanfarin ár. Að vanda verða veitt sérstök verð- laun fyrir sérstæöasta búninginn í skemmtiskokki, 10 kílómetra og hálfu maraþoni. Nýmæli er að veita slík verðlaun í hálfu maraþoni en það er gert vegna fjölda áskorana. Um þessi verðlaun hefur jafnan verið hörð keppni. Maraþonbolurinn, sem er sérhannaöur, verður að vanda glæsilegur en það nýmæli ep viðhaft að nú verður hægt að kaupa mara- þonbolinn en það er Reykjavíkurm- araþon sem stendur að því hlaupi að þessu sinni. Miðnæturhlaupið verð- ur 23. júní nk. Sprettharðir gestir Ágúst sagði að búist væri við harðri keppni í Reykjavíkurmaraþoni en framkvæmdastjórn hlaupsins fær frægan götuhlaupara, Júlíus Korir frá Kenía, til þess að koma hingað Reykjavíkurmaraþon 20. ágúst: Teygja vel eftir æfingar -10 km, hálfmaraþon og maraþon Það er nauðsynlegt að teygja vel eftir sérhverja æfingu. Gott er að hafa teygjurnar fáar en fara vel í gegnum þær. Grundvallarreglan er sú að byija neðst á kálfavöðvunum og færa sig síðan upp líkamann og 3. vika. 11/6-17/6 enda á öxlum og hálsvöðvum. Hverja teygju ætti að halda í 20-40 sek. Þeg- ar við teygjum ættum við að fara rólega í teygjuna og halda þar sem spennan kemur. Við ættum að forð- ast allar rykkingar. Með því að teygja vel viðhöldum við liðleika og minnk- um líkur á harðsperrum daginn eft- ir. Við skulum því ekki vanrækja teygjurnar. Jakob Bragi Hannesson. 10 km 21 km 42 km Sunnudagur 8 km ról. 14 km ról. 4 km þeir sem fóru í Akraneshlaupið í gær annars 26 km Mánudagur Hvíld Hvíld Hvíld Þriðjudagur 6 km (Hraðaleikur). Fyrst 2 km ról. og síðan 2 km með stuttum sprettum og joggi á milli. Síðan 2 km ról. í lokin. 8 km (Hraðaleikur). Fyrst 2 km ról. og síðan 4 km með stuttum sprettum og joggi á milli. Síðan 2 km ról. í lokin. 8 km (Hraðaleikur). Fyrst 2 km ról. og síðan 4 km með stuttum sprettum og joggi á milli. Síðan 2 km í lokin. Miðvikudagur 5 km 9 km ról. 14 km ról. Fimmtudagur Hvíld 6 km ról. 8 km ról. Föstudagur 3 km jafnt Hvíld Hvíld Laugardagur 4 km ról. 8 km jafnt 10 km jafnt Samt.: 26 km 45 km 44-66 km Agúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Reykjavikurmaraþons, boðar þær breytingar að á hlaupdegi verði leiðinni aö mestu lokað fyrir bilaumferð. DV-mynd GVA til lands og taka þátt í hlaupinu. Hann hefur verið í fremstu röð götu- hlaupara í heiminum um skeið og mun hlaupa hálft maraþon. Kappinn er sprettharður í betra lagi og besti tími hans í hálfu maraþoni er 60 mínútur svo hann mun velgja öðrum hlaupurum undir uggum svo um munar en þessi tími er um 7 mínút- um betri en gildandi íslandsmet. Árlega hafa milli 100 og 200 útlend- ignar tekið þátt í maraþoninu. Síð- astliðið sumar tóku um 4.300 manns þátt í Reykjavíkurmaraþoni og fjölg- aði um 200 á milli ára. Ágúst telur raunhæft að búast við einhverri íjölgun en ekki mikilli. Undanfarin tvö ár hefur veðrið leikiö við hlaup- arana og því ekki ósennilegt að veð- urguðirnir hafi síðasta orðið hvað varðar fjöldann. „Veðrið skiptir höf- uðmáli upp á stemninguna." Rúm- lega 200 starfsmenn verða við Reykjavíkurmaraþon á hlaupdegi og stór hluti þeirra verður einnig önn- um kafmn við undirbúning á föstu- degi og laugardegi. í dag eru um 10 vikur til hlaups. Er allt tilbúið? „Já, það má segja að í stórum dráttum sé allt tilbúið. En það kemur alltaf eitthvað upp á sem verður leyst þegar þar að kemur,“ segir Ágúst sallarólegur, enda er hann enginn nýgræðingur í starfi, en hann var framkvæmdastjóri maraþonsins 1988-89 og hefur unnið eitthvað við hlaupið í mörg ár. En hleypur hann sjálfur? „Ég er ekki eins sprettharður og fyrirrennari minn í starfi (Sigurður P. Sigmundsson, íslandsmeistari í maraþoni) en ég skokka svolítið og fer oft á hverjum degi. Ég hef aldrei tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoni sem keppandi og geri það áreiðan- lega ekki í ár.“ VOLVO 850 Styrktaraðili Reykjavíkurmaraþons er styrktaraðili Reykjavíkurmaraþonsins FLUGLEIDIR/** asics jf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.