Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995
15
X;- . ;
, .■ x’i v
n-nr'Tí" ■■■rm . I
ú \ 1
I minnisblaðinu segir: „Bandarísk stjórnvöld eru reiðubúin að aðstoða íslensk stjórnvöld í efnahagsmálum, með því að semja samtímis um lánveitingu að upphæð 3 milljónir dollara og
þau mál sem varða varnarsamninginn.“ íslensku ríkisstjórninni tókst svo að fá lánið hækkað í 4 milljónir dollara!
Pólitískar goðsagnir
Hin síðari ár hafa nokkrir íslenskir
sagnfræðingar kannað af umtals-
verðum dugnaði margvísleg gögn í
erlendum skjalasöfnum um sam-
skipti íslendinga viö umheimfmn
fyrr á þessari öld. Nægir þar að
nefna nokkrar merkar bækur Þórs
Whiteheads um ísland í aðdrag-
anda síðari heimsstyrjaldarinnar
og nýleg rit um tengsl íslenskra
sósíslista við ráðamenn í Austur-
Þýskalandi sem var.
Eðli málsins samkvæmt er auð-
vitað margt forvitnilegt um sam-
skipti þjóða og einstakra valds-
manna fyrr á öldinni ennþá falið
undir leyndarstimpli í skjalasöfn-
um erlendra ríkja og stofnana.
Það hefur víöa og lengi tíðkast
að stjómvöld á hverjum tíma reyni
að fela fyrir samtímanum ýmsar
ákvarðanir og viðhorf sem sett em
fram i viðræðum milli ríkisstjórna
og sendimanna þeirra. Stundum er
því haldið fram að nauðsynlegt sé
að ljúga að almenningi í viðkom-
andi löndum vegna ótilgreindra
þjóðarhagsmuna. Framferði Ric-
hards Nixons, forseta Bandaríkj-
anna, er líklega alræmdasta dæmið
um slíkt hin síðari ár. Sagan sýnir
hins vegar að raunverulegar
ástæður feluleiksins eru oftast póh-
tískar.
Þetta átti vissulega við á tímum
kalda stríðsins þegar ýmsir stjóm-
málamenn og embættismenn töldu
það verkefni sitt að hafa vit fyrir
kjósendum með því m.a. að leyna
þá veruleikanum og fegra um leið
eigin málstað.
Viö slíkar aðstæður urðu gjarnan
til ýmsar póUtískar goðsagnir sem
hljóta að láta verulega á sjá þegar
leyndinni er svipt af opinberum
skjölum og upplýst hvað forystu-
menn voru raunverulega að gera
og segja á bak við tjöldin.
Feimnismál
Eitt helsta feimnismál margra
stjórnmálamanna, sem vom
áhrifamiklir hér á landi á árunum
eftir síðari heimsstyrjöldina, er
samtvinnun varnarmála og pen-
inga. Það átti til dæmis lengi vel
við um þann fjármálalega gróða
sem íslenskt þjóöarbú hefur haft
af dvöl bandaríska hersins á Kefla-
víkurflugvelli.
Skipulegt hermang var eitthvað
ógeðfellt sem margir stjórnmála-
menn vildu aUs ekki viðurkenna
að ætti sér stað - fyrst og fremst
af póUtískum og áróðurslegum
ástæðum. Þó vissi þjóðin auövitað
betur enda nutu þúsundir lands-
manna beint góðs af fjárstreyminu
sem fylgdi bandaríska hemum,
ekki síst á sjötta og sjöunda ára-
tugnum.
A sama hátt var það oft feimnis-
mál ráöandi stjórnmálamanna
hvemig dvöl og aðstaða bandaríska
hersins hér á landi var í reynd
notuð af íslenskum stjómvöldum
til að ná fram vilja sínum á öðmm
sviðum. Þar nægir að sjálfsögðu að
nefna deUurnar við nokkrar
bandalagsþjóðir innan Norður-
Atlantshafsbandalagsins (NATO) i
kjölfar endurtekinnar útfærslu ís-
lensku fiskveiðilögsögunnar. Þá
var Keflavíkurtrompinu gjaman
spilað út með einum eða öðmm
hætti. Og það hafði oftar en ekki
tilætluð áhrif á ráðamenn mikil-
vægustu bandalagsþjóðanna.
Afhjúpanir
Kúvending vinstri stjórnar Her-
manns Jónassonar varöandi brott-
för bandaríska varnarliðsins síðari
hluta ársins 1956 er dæmigerð fyrir
pólitískt feimnismál af þessu tagi.
Einmitt þess vegna hefur verð-
launaritgerð Vals Ingimundarson-
ar sagnfræðings í nýjasta tölublaði
tímaritsins Sögu.vakiö vémlega
athygh - og um leið mótmæli frá
þeim sem telja sig enn þurfa að
verja pólitískar goðsagnir fyrir
köldum staðreyndum leyndar-
skjalanna sem nú em að koma
fram í dagsljósið.
Lítum aðeins á forsögu málsins.
Um miðbik sjötta áratugarins
gerðu forystumenn Framsóknar-
flokksins og Alþýðuflokksins til-
raun til að ná saman meirihluta á
Alþingi. Leið þeirra að þessu
markmiöi var myndun kosninga-
bandalags þessara tveggja flokka.
Andstæðingamir kölluðu þessa
samtengingu framboðslistanna
Laugardags-
pistíll
Elías Snæland Jónsson
aöstoðarritstjóri
„hræðslubandalag" og lifir sú
nafngift í sögunni.
Þessu samstarfi fylgdi samkomu-
lag um tillögu til þingsályktunar
sem samþykkt var á Alþingi vorið
1956. Þar var mælt fyrir um endur-
skoðun vamarsamningsins viö
Bandaríkin frá árinu 1951 með það
fyrir augum að íslendingar tækju
að sér gæslu og viðhald hemaðar-
mannvirkjanna en herinn hyrfi úr
landi. Næðist ekki samkomulag um
slíka breytingu viö bandarísk
sfjómvöld skyldi varnarsamningn-
um sagt upp.
Kúvending
Hræðslubandalagið fékk ekki
hreinan meirihluta í þingkosning-
unum 24. júní 1956. Framsóknar-
menn og kratar leituöu þá til Al-
þýðubandalagsins um stjómar-
samstarf. Hermanni Jónassyni
tókst að inynda vinstri stjórn þess-
ara þriggja flokka mánuði síðar.
Eitt af stefnumiðum hennar var að
framfylgja áðurnefndri samþykkt
Alþingis um brottför hersins.
Af því varð þó ekki. Viðræðum
íslenskra og bandarískra stjórn-
valda lauk síðar á árinu með sam-
komulagi um óbreytt ástand. Af
hálfu vinstri stjórnarinnar var kú-
vendingin skýrð með tilvísun til
þess að innrás heija Sovétríkjanna
í Ungverjaland í byijun nóvember
1956 og árás breskra og franskra
hermanna á Egypta viö Suez um
svipað leyti hefðu gjörbreytt stööu
heimsmálanna.
Sjálfstæðismenn, sem vom í
stjórnarandstöðu á þessum tíma,
héldu því fram að ástæða þessarar
kúvendingar væri annars eðlis:
„Bandaríkjamenn hefðu veitt
ríkisstjóminni stórlán til að greiða
fyrir áframhaldandi dvöl hersins.
Vinstri stjómin vísaði þessu á bug,
og þeir stjómmálamenn, sem komu
við sögu, ítrekuðu síðar að engin
tengsl hefðu verið á milli her- og
lánamálanna," segir Valur Ingi-
mundarsson. Og hann bætir við um
efni ritgerðar sinnar: „Færð verða
rök fyrir því að varnar- og lánamál-
in hafi verið nátengd, að Banda-
ríkjamenn hafi veitt vinstri stjóm-
inni lán með því skilyrði að herinn
yrði áfram."
í sjálfheldu
Þessa fullyrðingu styður Valur
með tilvitnunum í bandarísk skjöl
frá þessum tíma sem legið hafa í
þagnargildi í tæp 40 ár.
Vinstri stjórnin hafði margháttuð
framfaramál á stefnuskrá sinni. Til
að hrinda þeim í framkvæmd þurfti
stórt erlent lán.
Eins og Valur rekur í ritgerð
sinni reyndist erfitt fyrir ráðherra
ríkisstjórnar sem hafði að rtiati
forráðamanna helstu NATO-þjóða
harða kommúnista innanborðs að
fá peninga að láni á Vesturlöndum.
Þeir komu alls staðar að lokuðum
dyrum.
Fljótlega eftir myndun stjórnar-
innar stefndi því í mikinn pólitísk-
an vanda. Valur orðar það svo:
„Segja má, að vinstri stjórnin hafi
verið komin í pólitíska sjálfheldu
um miðjan september vegna hrak-
fara hennar í lánamálinu. Hún stóð
í raun frammi fyrir tveimur kost-
um: Að ná sáttum viö Bandaríkja-
menn og aðrar NATO-þjóðir í her-
málinu til að greiða fyrir lánveit-
ingum, eða hundsa hernaðarhags-
muni Atlantshafsbandalagsins og
leita til Sovétmanna um efnahags-
aðstoð."
Lausnin fundin
Ljóst er að Alþýðuflokkurinn og
Framsóknarflokkurinn vildu fara
fyrrnefndu leiðina. Og Bandaríkja-
menn voru tilbúnir að útvega stór-
lán í skiptum fyrir óbreytt ástand
í varnarmálum. Sú varð líka niður-
staðan.
Bandaríkjamenn settu þetta tfi-
boð formlega fram í minnisblaði á
fundi 25. október 1956 - nokkru
áður en innrásin var gerð í Ung-
veijaland. Valur segir þetta sögu-
legan fund og vitnar ítarlega í
minnisblaðið þar sem komið er
beint að efninu:
„Bandarísk stjómvöld em reiðu-
búin að aðstoða íslensk stjórnvöld
í efnahagsmálum, með því að semja
samtimis um lánveitingu að upp-
hæð 3 milljónir dollara og þau
mál, sem varöa vamarsamning-
inn... Unnt er að ná samkomulagi
um þessa þriggja milljóna dollara
aðstoð áður en viðræðunum um
vamarsamninginn lýkur,“ segir
þar.
Á þessum nótum var skömmu
síðar gengið frá samningum um
bæði þessi mál. íslensku ríkis-
stjórninni tókst jafnvel að fá
bandaríska lánið hækkað úr þrem-
ur milljónum dollara í fjórar!
Elías Snæland Jónsson