Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995
45
„Viö leggjum áherslu á að vera meö
heilsumat fyrir alla, mikið grænmeti
og fisk. Kokkurinn okkar kemur frá
Portúgal, hann hefur sérhæft sig í
grænmetisfæði og er að koma hingað
þriðja árið i röð. Einnig erum við
með æfmgar, jóga, gönguferðir,
kyrrðarstundir, fyrirlestra um heils-
una og tónlistarfólk heimsækir okk-
ur,“ segja þau Sigrún Olsen og Þórir
Barðdal sem reka heilsuhótel að
Reykhólum áttunda árið í röð í sum-
ar.
Hótelið verður opnað á miðvikudag
en þá eiga þau hjónin von á stórum
hópi Þjóðveija í heimsókn en þeir
hafa einmitt sóst eftir að koma að
Reykhólum. Boðið er upp á sjö daga
hvíldar- og hressingardvöl. Sigrún
og Þórir segja að aðsóknin sé aö auk-
ast með hverju árinu sem líður og
íslendingar sífellt að verða sér meira
meðvitandi um heilsu sína og hvað
þeir láti ofan í sig.
DV-mynd Brynjar Gauti
Sigrún og Þórir búa í Portúgal á vetrum en á sumrin reka þau heilsuhótel á Reykhólum,
utanaðkomandi áreiti og biðjum því
fólk að hringja ekki í fyrirtæki sín
meðan þaö hvílist hjá okkur," segir
hún enn fremur. „Sleppa farsíman-
um,“ bætir hann við.
Skóla breytt í hótel
Það kostar um fimm þúsund krón-
ur sólarhringurinn á Reykhólum og
er þá allt innifalið utan nuddtímar.
„Ég held að fólki finnist það ekki
dýrt enda fær það alla þjónustu og
er tilbúið að notfæra sér hana. Það
mæta alltaf allir t.d. á kyrrðarstund-
irnar hjá okkur. Við fáum líka frá-
bært tónlistarfólk tii okkar, t.d.
Gunnar Kvaran, Guðnýju Guð-
mundsdóttur, Egil Ólafsson, Signýju
Sæmundsdóttur og Bergþór Pálsson,
svo einhverjir séu nefndir."
Sigrún og Þórir voru á leið vestur
þegar helgarblaðið ræddi við þau og
þegar forvitnast var um hvert væri
þeirra fyrsta verk þegar þangað væri
Reka heilsuhótel á Reykhólum á sumrin en búa í Portúgal á vetrum:
Finnum rosalega streitu hér
Alvarleg veikindi
voru kveikjan
Upphaf þess að þau Sigrún og Þór-
ir ákváðu að setja upp heilsuhótel á
Reykhólum á sínum tíma má rekja
til veikinda hennar. „Fyrir tíu árum
fékk ég krabbamein í eitlu og lungu
og leit það ekki vel út. Ég fór í hefð-
bundna læknismeðferð sem mér
fannst ófullnægjandi þótt hún hefði
bjargað lífi mínu. Forvitni mín vakn-
aði fyrir óhefðbundnum læknisaö-
ferðum og ég gerði í raun allt, t.d.
breytti ég mataræði minu, fór í nála-
stungumeðferð og heilun. Á þeim
tíma hafði fólk enga trú á slíku og
hélt áreiðanlega að ég væri eitthvað
skrítin. Ég hef síðan fylgt breyttum
matarvenjum og ekki síður lífsstil.
Starfið á Reykhólum höfum við þó
yfirleitt hugsað sem fyrirbyggjandi
starf þótt margir veikir einstaklingar
komi til okkar líka. Það væri mjög
gott ef fólk byijaði að hugsa um heils-
una og mataræðið áður en það verð-
ur veikt. Flestir vita nú að matar-
æðið skiptir miklu máli,“ segir Sig-
rún.
Þau segja að alls kyns fólk komi
sér til hvíldar og hressingar að Reyk-
hólum, fólk á öllum aldri og úr öllum
stéttum. „Það eru átján til tuttugu
manns í hverri viku og margt af því
kemur á hveiju sumri. Við vitum af
fólki sem ætlar að koma í sumar í
sjötta skiptið. Þessa viku byggir fólk
sig upp bæði líkamlega og andlega.
Sumir eru í sorg, aðrir eru sjúkling-
ar. Einnig er fólk sem þarfnast al-
gjörrar slökunar eftir erfiðleika eða
áhyggjur og bara venjulegt fólk,“
segja þau.
Breyttur lífsstíll
„Við erum með ákveðnar aðferöir
sem við höfum prófað á okkur sjálf-
um og kynnum þær. Margir vilja
breyta gömlum mynstrum í lifnaðar-
háttum sínum og við hjálpum fólki
til þess. Það getur verið mjög gott að
komast burt úr sínu venjulega um-
hverfi, þótt ekki sé nema í vikutíma,
til að prófa að breyta lífsstíl sínum.
Allir gestir, sem koma til okkar, eru
þarna í sama tilgangi og njóta þess
að vera í vernduðu umhverfi á af-
skekktum stað.
Sigrún og Þórir eru listamenn, hún
er listmálari og hann myndhöggvari.
- segja hjónin Sigrún Olsen og Þórir Barðdal
Á veturna dvelja þau í Portúgal og
starfa þar við list sína. Þegar vorar
koma þau aftur til íslands og reka
þetta sérstaka sumarhótel i skólan-
um á Reykhólum. „Það er ólíkt
minna stress í Portúgal en hér á landi
en það er líka eins og að hverfa mörg
ár aftur í tímann að koma þangað.
Allar vinnuaðferðir eru nokkuð
fomar en þetta er að breytast. Viö
höfum séð allmikla þróun frá því við
komum þangaö fyrst fyrir þremur
árum.“
Leitaöi að
heilsuheimili
Þau segjast hafa verið á ferðalagi
um Vesturland þegar þau komu að
Reykhólum fyrst og sáu að skólahús-
ið stóð þar autt en Edduhótel er hins
vegar rekiö í Bjarkarlundi. Þeim
fannst staöurinn fallegur og spuröu
hvort hægt væri að fá skólann leigð-
an. „Þá var hugmyndin um svona
heilsustað eiginlega ekki orðin að
neinni alvöru í hugum okkar. En
Sigrún hafði verið að leita að heilsu-
heimili fyrir sig án árangurs," segir
Þórir. „Jón Sigurgeirsson var með
heimili í líkingu við þetta á Varma-
landi þótt þar væri ekki lögð áhersla
á mataræði. Síðasta sumarið hans
fékk hann mig til að elda hollustu-
mat og þá kynntist ég slíkri starf-
semi. Það má kannski segja að Reyk-
hólar séu framhald af Varmalandi,"
segir Sigrún.
Þau segjast lengi hafa haft áhuga á
heilsufæði og andlegum málefnum.
Þau stunduðu jóga og voru meðvituð
um að breyttur lífsstíll geri fólki gott.
„Það voru þó veikindi mín sem settu
mig á fullan kraft í þetta en Þórir
hafði verið leitandi alllengi," segir
hún.
Engir fjölmiðlar
Þau segjast enn vera aö leita og
reyna að koma með eitthvað ferskt á
hverju sumri. í sumar verður sú
nýbreytni í mataræðinu að ekki
ýerður blandað saman eggjahvítu-
efnum og kolvetni til að létta á melt-
ingunni og hreinsun líkamans.
„Við ætlum einnig að auka hug-
leiðsluna enda finnum við rosalega
streitu hér í höfuðborginni. Manni
finnst allt víbra hérna," segir Þórir.
„Sumir kalla þetta afstressunar- sjónvarp, engin blöð og ekkert út- komið, svöruðu þau: „Að breyta
stöð,“ segir Sigrún. „Það er ekkert varp hjá okkur. Við viljum ekkert skólahúsnæði í lúxushótel."