Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 25 Sýning á myndum Kristins B. Eyjólfssonar ljósmyndara sett upp í Bogasal: Þjóðminj asafnið býður upp á gestaþraut - leitað hjálpar hjá gestum við að bera kennsl á „aldamótafyrirsætur" ljósmyndarans A fimmtudag var opnuö í Bogasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu sérstæð sýning á gömlum ljós- myndum eftir Kristin B. Eyjólfsson sem nýlega komu í leitirnar. Nær allar myndirnar eru mannamyndir eða myndir af einstaklingum sem voru uppi skömmu eftir aldamót en Kristinn rak hér ljósmyndastofu frá 1904 til 1910. Afar og ömmur á myndunum „Þetta er eins konar gestaþraut. Þetta var nær allt óþekkt þegar þetta kom hingað inn. Fólk þekkir þjóðþekkta einstaklinga á mynd- unum, eins og Einar Benediktsson og karla eins og hann, en þarna eru líka myndir af mörgum einstakl- ingar sem ekki voru þekktir. Ástæðan fyrir því að verið er að sýna þetta er að við vonum að fólk komi og beri kennsl á þá sem eru á myndunum. Þetta er kannski ekki nálægt okkur í tíma en ekki fjarlægara en svo að ég þekkti ömmu mína á einni myndanna, svo ég nefni dæmi, og önnur kona sem vinnur hérna þekkti afa sinn,“ seg- ir Inga Lára Baldvinsdóttir, deild- arstjóri ljósmyndasafns Þjóðminja- safnsins, um sýninguna. Myndirnar eru gerðar eftir gler- plötum eða ljósmyndaplötum sem fundust í risi húss sem stendur við Laugaveg 46. „Það kom nú kannski engum á óvart að þarna skyldu finnast ljós- myndaplötur því húsið var byggt undir ljósmyndastofurekstur. Hitt er annað að það kom manni kannski á óvart að þær skyldu vera úr þessari átt. Haraldur Blöndal, afi ráðherrans, var þar ljósmynd- ari um hríð, frá 1905 til 1910, Karl Þjóðminjasafnið býður gestum og gangandi upp á eins konar gesta- þraut þessa dagana. Til sýnis eru myndir úr Ijósmyndasafni Kristins B. Eyjólfssonar sem starfaði i Reykjavík skömmu eftir aldamót við Ijós- myndun. Myndirnar komu nýlega í leitirnar en um er að ræða rumlega 800 Ijósmyndaplötur Myndir Kristinn B. Eyjólfsson, Þjóðminjasafn íslands Ólafsson var þar ljósmyndari eftir það, frá 1910 til 1918. Þriöji maöur- inn, Jón Dalmann, var þar frá 1918 fram undir 1940. Við héldum fyrst að þetta væri frá einhverjum þess- ara manna en þegar við fórum að taka eftir einhverjum af þessum plötum, sem eru um 800 talsins, kom í ljós við samanburð að þetta reyndist vera ljósmyndasafn af stofu sem Kristinn B. Eyjólfsson eða Bjarni Kristinn Eyjólfsson, hann skrifaði nú ýmist, rak í Reykjavík frá 1904 til 1910 undir heitinu Atelier moderne og þótti ein íinasta ljósmyndastofa landsins á sinni tíð. Þannig var maður fyr- irlöngu búinn að afskrifa að þetta væri til,“ segir Inga Lára. Milljón myndir í safninu Hún segir að myndir eftir Kristin hafi verið til fyrir þennan fund, ef svo má að orði komast. Þessi fund- ur gefi þó mun heildstæðari mynd af starfi hans. Nær allar myndirnar eru portrett eða mannamyndir en þó er eitthvaö af þeim plötum sem nú fundust af byggingum. Þetta sé ekki óeðlilegt þegar haft sé í huga að ljósmyndarar lifðu á því á þess- um tíma að mynda fólk. í ljósmyndasafni Þjóðminjasafns- ins eru 700 þúsund til milljón ljós- myndir, ljósmyndaplötur eöa film- ur. Þar er að finna flest stærstu atvinnumannasöfnin og segir Inga Lára að það sem sé kannski áhuga- verðast fyrir safnið í dag sé að fá áhugamannasöfn sem tengist frum- bemsku áhugaljósmyndunarinnar. Stærstur hluti safnsins er skráður en nú er unnið að tölvuskráningu í hjáverkum, eins og Inga Lára oröar þaö, en hún er eini starfsmaður ljós- myndadefidarinnar. Sýningin stendur yfir daglega, nema mánudaga, frá kl. 11 til 17. Henni lýkur 25. þessa mánaöar. -PP BLACK& DECKER Sláttu vélin Rafmagns- garðsláttuvél með grassafnara. Laus við mengun og hávaða. Þrjár stærðir. Verð frá kr. 23.960 SINDRA »■■■ buðin SÖLUSTAÐIR UM LAND ALLT BORGARTÚNI31 ■ SÍMI 562 7222 RAL QMI rallycross keppnin verður haldin sunnudaginn 11. júní, kl. 14.00 á Rallycross-brautinni við Krýsuvíkurveg (við Hafnarfjörð). Aðgangseyrír 500 - kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri. Rallycross æfing og sýning á laugardaginn 10. júní, kl. 16.00 á Bílanaustplaninu við Borgartún 26.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.