Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 10. JÚNt' 1995 59 Afmæli Helgi Hallgrímsson Helgi Hallgrímsson, Lagarási 2, Eg- ilsstööum, veröur sextugur á morg- un. Starfsferill Helgi er fæddur í Holti í Fella- hreppi í N-Múlasýslu og ólst upp á Arnheiðarstöðum og Droplaugar- stööum í Fljótsdal. Hann er stúdent frá MA1955, stundaði nám í líf- fræöi, með grasafræði sem aöal- grein, við háskólann í Göttingen í Þýskalandi 1955-57,1958-59 og 1960-61 og við háskólann í Hamborg 1963. Helgi lauk fyrrihlutaprófi í Hamborg. Helgi var kennari við Alþýðuskól- ann á Eiðum 1957-58 og Mennta- skólann á Akureyri 1959-60,1961-62 og 1963-69, safnvörður við Náttúru- gripasafnið á Akureyri frá 1963 og forstöðumaður þess 1963-73 og 1977-87 og forstöðumaður Rann- sóknarstöðvarinnar Kötlu á Víkur- bakka á Árskógsströnd 1971-76. Helgi var formaður SUNN, Sam- taka um náttúruvernd á Norður- landi, frá stofnun 1969-80 og forseti Vísindafélags Norðlendinga frá stofnun 1971-87, að fáum árum und- anskildum. Helgi; sem hefur skrifaö fjölda greina og ritgerða, fékk viðurkenn- ingu Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, árið 1987 fyrir fræðiritgerðir. Helgi hefur verið búsettur á Egils- stöðum frá 1987. Fjölskylda Helgi kvæntist 23.4.1958 Krist- björgu Gestsdóttur, f. 19.10.1932, húsfreyju. Foreldrar hennar: Gest- ur Kristjánsson, f. 10.11.1906, d. 9.8. 1990, bóndi í Múla í Aðaldal og síðar á Húsavík, og kona hans, Guðný Árnadóttir, f. 6.3.1904, d. 3.11.1933, húsfreyja. Börn Helga og Kristbjargar: Hall- grímur, f. 12.8.1958, BA í ensku, búsettur í Reykjavík; Gestur, f. 14.5. 1960, verkstjóri á Fosshóli í Ljósa- vatnshreppi, maki Hólmfríður Ei- ríksdóttir, sjúkraliði; Heiðveig Agn- es, f. 23.10.1970, starfsstúlka; Björk Þorgrímsdóttir (stjúpdóttir Helga), f. 29.5.1953, sjúkraliði á Akureyri. Systkin Helga: Ólafur; Agnar; Guðrún Margrét; Guðsteinn; Berg- Ijót. Helgi Hallgrímsson. Foreldrar Helga: Hallgrímur Helgason, f. 29.8.1909, bóndi á Drop- laugarstöðum, og Laufey Ólafsdótt- ir, f. 31.5.1912, húsfreyja á Droplaug- arstöðum. Til hamingju með afmælió 11. júní 90 ára 50 ára Þorsteinn HansHreggviðsson, Gagnvegi, hjúkrh. Eír, Reykjavík. 80 ára Þorlákur Ebenesersson, Kleppsvegi 64, Reykjavík. Sigríður Guðmundsdóttir, Grænumörk 1, Selfossi. Hún verður með kaffi á afmælis- daginn að Grænumörk 5 frá kl. 15. 75 ára Ola v Davíð Davíðsson, Hraunbæ 102a, Reykjavík. 70 ára Guðbjörg Hákonardóttir, Hlíðarhjalla 68, Kópavogi. Reynir Ólafsson, Múlakoti 3, FJjótshlíðarhreppi. Helgi Sigurðsson, Hávegi 8, Siglufirði. Héðinn Höskuldsson, Bólstað, Bárðdælahreppi. Vigfús Sigurðsson, Einigrund 2, Akranesi. Árnína Gréta Magnúsdóttir, Digranesvegi 58, Kópavogi. Margrét Jónsdóttir, Lindarbraut 3, SeltjarnamesL Gunnar G. Bergmann, ÖðinsvöUum 21, Keflavík. Sæbjörn Eggertsson, Lagarási 6, Egilsstöðum. JónínaK. Helgadóttir, Lambastaöabraut 10, Seltjarnar- nesi. Margrét Oddsdóttir deildarfúlltrúi, Laxakvísl 10. . Reykjavík. Maðurhennar erDavíðJóns- sonprent- smiðjueigandi. Margréterað heiman. Erling Jónsson, Suðurgötu 75, SiglufirðL 40 ára 60ára Sólborg Marinósdóttir, Laugarnesvegi 116, Reykjavík. Torfi Emil Kristjánsson, Drápuhlíð 8, Reykjavík. Þorvarður B. Magnússon, Jörundarholti 158, Akranesi. Stefán Bjarnason, Sólbergi 4, Hafnarfiröi. Guðrún H. Hafsteinsdóttir, Rjúpufelli 34, Reykjavík. Þorfmnur S. Hermannsson, Herjólfsgötu 20, Hafnarfirði. Else KjærulffLauridsen, Skildinganesi 25, Reykjavík. Egill Hallgrímsson Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skagastrandarprestakalli í Húna- vatnsprófastsdæmi, Hólabraut 1, Skagaströnd, verður fertugur á morgun. Starfsferill Egill er fæddur í Reykjavík en ólst upp í Hveragerði. Hann er stúdent frá MH1976. Egill stundaði nám í sálarfræði við HÍ í tvo vetur og nám í guðfræði á sama stað en hann lauk embættisprófi í guðfræði 1991. Egill var einn vetur kennari við Grunnskólann á Bíldudal og í nokk- ur ár sem gæslumaður á geödeild Landspítalans. Hann vígðist til prestsþjónustu í Skagastrandar- prestakalli í Húnavatnsprófasts- dæmi í maí 1991 og hefur veriö þar sóknarprestur síðan. Fjölskylda Egill kvæntist23.9.1989 Olafiu Sig- urjónsdóttur, f. 19.8.1956, hjúkrun- arfræðingi. Foreldrar hennar: Sig- urjón Guðbergsson, látinn, málara- meistari, og Jóhanna Sveinsdóttir, búsettíReykjavík. Börn Egils ogólafíu: Sóley Linda, f. 3.12.1989; Hallgrímur Davíð, f. 12.9.1993. Bræður Egils: Jón, f. 12.1.1944, bifreiðastjóri í Reykjavík; Páll, f. Egill Hallgrimsson. 15.6.1958, gæslumaður í Reykjavík. Foreldrar Egils: Hallgrímur H. Egilsson, f. 13.7.1919, garðyrkju- bóndi, og Sigurlaug Guðmundsdótt- ir, f. 24.2.1919, húsmóðir. Þau eru búsett í Hveragerði. Ætt Hallgrímur er sonur Egils Jóns- sonar, b. í Reykjakotshjáleigu í Ölf- usi, og konu hans, Svanborgar Eyj- ólfsdóttur. Sigurlaug er dóttir Guðmundar Þorkelssonar, sjómanns á ísafirði, og konu hans, Hólmfríöar Jónsdótt- ur. Sigurbjörg Halldórsdóttir Sigurbjörg Halldórsdóttir verslun- armaður, Kveldúlfsgötu 28, Borgar- byggð, er fertug í dag. Starfsferill Sigurbjörg er fædd í Borgarnesi og ólst þar upp. Hún er gagnfræð- inguraðmennt. Sigurbjörg hefur aðallega unniö við gagnaskráningu og tölvur. Hún starfaði í Verslunarbanka íslands í Bankastræti 5 í Reykjavík 1973-80 með smáhléi, í Kaupfélagi Borgfirð- inga um tíma, hjá SIS1981-83, Spari- sjóði Hafnarfjarðar 1983-84, Al- þýðubanka íslands á Laugavegi 32 í Reykjavík 1985-86, dagheimili á Kristnesi 1986-87, Rafveitu Hafnar- fjarðar 1987 (sumarstarf), Skattstofu Hafnarflaröar 1987-91, skrifstofu Kaupfélags Borgfirðinga 1991-93 og vinnur nú í kjörbúð Kaupfélags Borgfirðinga. Sigurbjörg söng með kór Lang- holtskirkju veturna 1988 og 1990 og hefur sungið með Kveldúlfskómum íBorgarnesi. Sigurbjörg bjó í Hafnarfirði í ára- tug, 1981-91, að undanskildu einu ári á Akureyri, 1986-87. Fjölskylda Sigurbjörg giftist 25.4.1981 ívari DeCarsta Webster, f. 7.5.1955, íþróttakennara. Þau skildu 1987. Foreldrar hans: DeCarsta Webster og Janet Marie Webster, búsett í Bandaríkjunum. BörnSigurbjargarogívars:Pálmi ívar, f. 30.1.1981; Halldóra Janet, f. 8.8.1984. Synir ívars: Jón Kári, f. 24.2.1989; Árni, f. 23.11.1993. Systur Sigurbjargar: Inga Björk, var gift Markúsi Benjamínssyni, þau skildu, eiga þrjú börn, Önnu Dóm, Benjamín og Kristínu; Jenný Svana, eiginmaöur hennar er Guð- mundur Finnsson, þau eiga fjögur börn, Halldór, Finn, Elínu og Sigur- björn Inga; Ása Helga, eiginmaður hennar er Ingvi Árnason, þau eiga tvær dætur, Lilju og Fjólu. Foreldrar Sigurbjargar: Halldór K. Sigurbjörnsson, f. 17.12.1920, d. 7.12.1979, útibússtjóri Kaupfélags Borgfirðinga, og Anna Pálína Jóns- Sigurbjörg Halldórsdóttir. dóttir, f. 14.7.1922, húsmóðir, búsett íBorgamesi. Ætt Bróðir Halldórs er Jón Sigur- bjömsson, leikari og söngvari. Hall- dór var sonur Sigurbjörns Halldórs- sonar og Ingunnar Kristínar Ein- arsdóttur. Anna Pálína er dóttir Jóns Rós- mann og Magdalenu S vanhvítar Pálsdóttur. Þau áttu ellefu börn. Hermann K. Jónsson Hermann Kristján Jónsson bókari, Hrauntúni 13, Vestmannaeyjum, er fimmtugurídag. Starfsferill Hermann er fæddur í Reykjavík en ólst upp í Vestmannaeyjum. Hann er gagnfræðingur frá Gagn- fræðaskóla Vestmannaeyja. Hermann starfaði sem verkamað- ur að loknu námi, fyrst hjá Hrað- frystistöð Vestmannaeyja og síðar hjá Pósti og síma. Hann réðst til starfa hjá Bæjarfógetaembættinu í Vestmannaeyjum 1964 og var þar gjaldkeri lengst af. Hermann fór til starfa hjá Fiskimjölsverksmiðjunni hf. í Vestmannaeyjum 1978 og tveimur árum síðar til Samtogs hf., togaraútgerðar, og var þar skrif- stofustjóri til 1991. Hann var við bókhald hjá Fiskiðjunni hf. í eitt ár en hefur verið aðalbókari Vinnslu- stöðvarinnar hf. frá 1992. Hermann er félagi í Knattspyrnu- félaginu Tý og var í stjórn þess um tíma. Hann starfaði í Knattspyrnu- ráði ÍBV í áratug og var formaður þess um skeið. Hermann er félagi í AKOGES og sat þar eitt ár í stjórn og var um nokkurra ára bil fréttarit- ari Morgunblaðsins í Vestmanna- eyjum. Fjölskylda Kona Hermanns er Herdís Teged- er, f. 26.9.1940, bréfberi. Foreldrar hennar: Heinrich Tegeder og Sigur- ást Þóranna Guðmundsdóttir. Þau erubæði látin. Synir Herdísar: Sigurjón Hinrik Adólfsson, f. 3.8.1958, bifvélavirki í Vestmannaeyjum, maki Kristín Elfa Elíasdóttir, þau eiga tvö börn; Gunnar Adólfsson, f. 19.9.1961, bif- vélavirki í Vestmannaeyjum, maki Svava Bjarnadóttir, þau eiga þrjú börn; Jón Steinar Adólfsson, f. 17.10. 1967. bifvélavirki í Vestmannaeyj- um, maki Júlía Elsa Friðriksdóttir. Systkini Hermanns: Gunnar Stef- án, f. 20.8.1939, bæjargjaldkeri í Vestmannaeyjum; Ágústína, f. 11.10. 1949, bankastarfsmaður í Reykja- Hermann Kristján Jónsson. vík. Foreldrar Hermanns: Jón Stefáns- son, f. 28.8.1909, d. 19.3.1991, nætur- vörður í Vestmannaeyjaradíói, og Elísabet Kristjánsdóttir, f. 1.12.1919, húsmóðir, búsett í Vestmannaeyj- um. Hermann og Herdís taka á móti gestum á heimili sínu frá kl. 20 á afmælisdaginn. Samtök Psoriasis- og . . . ril. exemsjúkiinga Psonasissjukungar TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Farin verður lækningaferð fyrir psoriasissjúklinga 20. september nk. til eyjarinnar Gran Canaria á heilsustöðina Valle Marina. Verði önnur ferð farin verður hún auglýst síðar. Þeir sem hafa þörf fyrir slíka ferð snúi sér til húðsjúkdómalækna og fái vottorð hjá þeim. Sendið vottorðin, merkt nafni, heimilisfangi og síma, til Tryggingastofnunar ríkis- ins, Laugavegi 114, 3. hæð. Umsóknir verða að hafa borist fyrir 10. júlí 1995 TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.