Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 19 Gerður Pálmadóttir, á árum áður gjarnan kölluð Gerður i Flónni, hefur opnað lista- og gjafavöruverslun á nýju verslunarsvæði á neðstu hæð flug- stöðvarbyggingarinnar á Schiphol í Hollandi. Gerður verslar með íslenska listmuni og hollenskar gjafavörur með áprentuðum myndum sem hún fram- leiðir og selur í heildsölu. DV-mynd GHS Gerður í Flónni opnar gjafavöruverslun á Schiphol-flugvelli: íslenskir fjoru- steinar losa streitu úr kroppnum Eyþór Eðvarðsson, DV, Hollandi: Gerður Pálmadóttir kaupmaður, á árum áður gjarnan kölluö Gerður í Flónni, hefur opnað lista- og gjafa- vöruverslun á nýju verslunarsvæði á Schiphol-ílugvelli í Hollandi ásamt dóttur sinni, Svönu Gunnarsdóttur, og tengdasyni, Þórarni Guðmunds- syni. Verslunin heitir ARTitlS og er ein af 40 fyrirtækjum sem fengu að- stöðu á nýtískulegu verslunarsvæði sem kallað er Schiphol-Plaza og er á neðstu hæð ílugstöðvarinnar. Eig- endur verslunarhúsnæðisins þekktu til Gerðar og umsvifa hennar i Hol- landi og buöu henni verslunarpláss en eftirspurn hefur verið mikil eftir þessu góða verslunarhúsnæði. í versluninni ARTitlS er fjölbreytt og frumlegt vöruúrval sem að mestu leyti er framleitt af heildsölufyrir- tækinu Freezing Point, sem er fyrir- tæki í eigu Gerðar og fjölskyldu hennar, og í samvinnu við nokkra þekkta listamenn eins og Dadara, sem meðal annars er nefndur Keith Haring of the 90’s, GiBi og Leendert Jan Vis. Á boðstólum eru glaðar og íjörmiklar, málaðar styttur úr gormi og tré, bolir, pennastokkar, skrif- blokkir, bollar og aUs kyns hlutir með fallegum, og litríkum myndum sem smekklega er stillt upp í búð- inni. Einnig eru íslenskar vörur frá Koggu og Magga, Dagmar Kaldal og fleiri. Blaöamaður DV var á ferð í Hol- landi fyrir nokkru og kom þá viö í verslun Gerðar á Schiphol Plaza. Svo vel vildi til að Gerður var við af- greiðslu og var stríöur straumur fólks í búðina. Allir viðskiptavinir fengu gefms litla íslenska fjörusteina úr Breiðamerkursandi til að losa streitu úr kroppnum og tryggja góð tengsl við náttúruna. Með fylgdi ábending til viðskiptavina um að snerta steininn daglega og var greini- legt að Hollendingarnir höfðu miklu meiri áhuga á galdrasteinum úr ís- lenskri náttúru en tugprósenta kynningarafslætti í hinum verslun- unum. Grýla á Schiphol „Ég fékk vini mína úr Súgandafirði til að tína" steinana. Þeir sendu mér nokkur hundruð kíló. Fólki finnst þetta æðislega spennandi og gaman. Það fara allir með stein héðan svo að steinarnir eru að verða búnir. Það hefur alltaf verið sérstaklega míelt með krafti úr svona steini fyrir fólk sem hættir aö reykja og til að losa streitu," sagði Gerður þegar hún fékk tóm til að slíta sig frá afgreiðsl- unni. Á Schiphol Plaza er von á kunnum gestum frá Fróni um næstu jól en þá breytist verslunarsvæðið í Huldu- heima, fyrir tilstilli Gerðar og fjöl- skyldu, og Grýla og allt hennar lið sjá um jólastemninguna. Nýja verslunarsvæðið á Schiphol- flugvelli er með lengsta afgreiðslu- tímann í Hollandi, frá 7 til 22 alla daga ársins. Áætlað er að 16 milljón- ir gesta versh þar fyrsta árið. -GHS ÞVOTTAKUSTAR Tveir í setti m/Halogen-perum VINNUUÓS HLEÐSLUTÆKI HLIÐARSPEGLAR F/TENGIVAGNA SÆTAAKLÆÐI BARNAREIÐHJÓL Kr. 2.600,- settið. Á allan bílinn Tweed eða 100% bómull Hitamælir, klukka, áttaviti MÆLASETT SP0ILER M/ LJOSI 0FLUG RYKSUGA . þétta er aðeins brot af úrvalinu! SÍÐUMÚLA 34 (Fellsmúlamegin) CÖMfflESStj Fl i JllJ ■ i'(li iíi i! ii i i 1 fi \ \ \ OPIÐ: MÁNUD. - FÖSTUD. 9-18 - LAUGARDAG 10-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.