Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Blaðsíða 48
56
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995
II
904-1700
Verö aðeins 39,90 mín.
l i Fótbolti
2; Handbolti
3J Körfubolti
4| Enski boltinn
51 ítaiski boltinn
61 Þýski boltinn
7 { Önnur úrslit
8 NBA-deildin
lj Vikutilboð
stórmarkaöanna
21 Uppskriftir
1 { Læknavaktin
2J Apótek
3 | Gengi
1; Dagskrá Sjónvarps
2 j Dagskrá Stöðvar 2
3 Dagskrá rásar 1
41 Myndbandalisti
vikunnar - topp 20
5[ Myndbandagagnrýni
6 [ ísl. listinn
-topp 40
7j Tónlistargagnrýni
8 Nýjustu myndböndin
9 J Gervihnattardagskrá
ani
f1
1} Krár
2 | Dansstaðir
31 Leikhús
41 Leikhúsgagnrýni
5j Bíó
6 1 Kvikmyndagagnrýni
nrmgsimmer
1[ Lottó
2j Víkingalottó
3| Getraunir
AIKIH.
Olllítt
DV
904-1700
Verð aðeins 39,90 mín.
Asta Kristin ásamt foreldrum sínum, Arna Hjaltasyni og Vilborgu Benediktsdóttur.
Þrettán ára stúlka á Sauðárkróki:
Á leið í nýrnaskipti
íannaðskipti
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
Þrettán ára stúlka, Ásta Kristín
Árnadóttir frá Sauöárkróki, er á leið
til Bandaríkjanna í annað sinn til að
gangast undir nýrnaskipti. Aðgerðin
fer fram á barnaspítala Bostonborg-
ar. Ásta fær nú nýra frá móðurömmu
sinni og nöfnu, Ástu Steinsdóttur,
sem er eitt margra systkina kenndra
við Hraun á Skaga.
Ásta Kristín fór fyrst í nýrnaskipti
í nóvember 1984 og fékk þá nýra frá
föður sínum. Líkami Ástu Kristínar
sýndi fyrstu höfnun viö nýranu árið
1988 og síðan hefur hún orðið fyrir
ýmsum sýkingum og átt við van-
heilsu að stríða, auk þess sem hún
hefur ekkert vaxið á þeim tíma. Það
hefur því verið tímaspursmál hve-
nær hún þyrfti á nýju nýra að halda
og nú er stundin komin, að mati
lækna.
Ásta Kristín verður í nýrnavél í
hálfan mánuð og býr vélin hana und-
ir að taka við nýja nýranu.
Foreldrar Ástu eru Vilborg Bene-
diktsdóttir og Árni Hjaltason. Ásta
Kristín á þrjú systkini. Brynja, sem
er fjórum árum yngri en Ásta, fékk
nýtt nýra árið 1987 og hefur lifað
eölilegu lífi og þroskast vel. Arna,
tvíburasystir Brynju, fæddist með
heilbrigð nýru og einnig Benedikt
sem er yngstur í systkinahópnum.
Samiön:
Þjófstavt að kanna
vinnu í Noregi
„Það er mikill áhugi á því að fara
til Noregs en við höfum ekki fengið
neinar upplýsingar þó að við höfum
bæði leitað til vinnumiölana og okk-
ar bræðrasamtaka. Þetta er hálfgert
þjófstart í þessu máli því að það ligg-
ur ekkert fyrir úti í Noregi hvað þetta
er mikið umfang. Menn hafa bara
lýst yfir að það sé líklegt að það þurfi
erlenda iðnaðarmenn og eru þá fyrst
og fremst að hugsa um Svía,“ segir
Þorbjöm Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Samiðnar.
íslenskir iðnaðarmenn hafa sýnt
mikinn áhuga á því að fara til Noregs
til að vinna á flóðasvæðunum þar ef
Norðmenn hafa áhuga á að fá erlend-
an vinnukraft þegar flóðunum linnir.
Fulltrúi Samiðnar er nú kominn til
Noregs til að kanna atvinnumögu-
leika og er búist við aö strax í næstu
viku skýrist hvort af þessu getur
orðið.
„Það er auðvitað alveg opið að ís-
lenskir iðnaðarmenn geti fengið
þarna vinnu en fyrst þarf þessum
fióðum aö linna. Við höfum beðið um
upplýsingar frá Noregi. Þetta fer að
skýrast upp úr miðri vikunni hvaö
þarna er á ferðinni. Ef það er nægileg
vinna þarna eru margir hér sem hafa
áhuga á að fara. Hér er mikið erfið-
ara aö fá vinnu en hefur verið,“ seg-
ir Þorbjörn.
-GHS
Tilkynriingar
Félag eldri borgara
I Reykjavik og nágrenni
Bridgekeppni, tvímenningur í Risinu kl.
13 á sunnudag og félagsvist kl. 14. Dansað
í Risinu kl. 20. Ásar og Pétur stjórna.
Margrét Thoroddsen er til viðtals á
þriöjudag. Panta þarf viðtal í s. 552 8812.
Fjölskyldu- og
húsdýragarðurinn
í dag kl. 14 og 16 er sögustund: „Mærin
mysu kisa“ og „Tröllið undir brúnni"
leiknar. Á sunnudag kl. 14 verður sjó-
stakkahlaup - flekahlaup, sögustund og
söngur í víkingaskipinu. Kl. 16 „bryggju-
ball" á bryggjunni, „Geirfuglarnir" spila
fyrir dansi.
Ferðalög
Ferðafélag íslands
Laugardaginn 10. júní er farin ferð á
söguslóðir Njálu undir leiðsögn. Brottfór
er kl. 09 um morguninn. M.a. er farið aö
Hlíðarenda, Keldum, Bergþórshvoli,
Hofi, Knafahólum og Þingskálaþingi. í 7.
og næstsíðasta áfanga náttúruminja-
göngu Ferðafélagsins verður gengið á
Vatnsskarð, frá Hrútagjá yfir að Djúpa-
vatni. Farið er á sunnudag kl. 13 (Ath.
engin ferð kl. 10.30). Brottför frá BSÍ,
austanmegin, og Mörkinni 6.
Tapað fundið
Snúlli er grár fressköttm- sem tapaðist frá
Spóahólum 2. júní sl. Hann er eyrna-
merktur R-4161. Ef einhver hefur séð
hann eða veit hvar hann er niðurkominn
er hann vinsamlegast beðinn að hringja
í s. 5873054.
t
Tjaldvagnaeigendur
Tökum aö okkur sölu tjaldvagna og fellihýsa.
Góður sýningarsalur
FÉLAG LOGGILTRA BlfREIÐASALA
Skeifunni 6,
sími 553-5555, fax 588-2086
muism.mi
B0RG
Sími: 588-2080
Leikhús dv
ÞJÓDLEIKHÚSID
Sími 551 1200
Stóra sviðið
Söngleikurinn
WEST SIDE STORY
ettir Jerome Robbins og Arthur
Laurents við tónlist Leonards Bern-
steins
kl. 20.00.
í kvöld, næstsiðasta sýning, sud. 18/6, síð-
asta sýning.
Aðeins þessar 2 sýningar eftir.
„Athyglisverðasta áhugaleiksýning
leikársins"
Frey vangsleikhúsió sýnir:
KVENNASKÓLAÆVINTÝRIÐ
eftir Böðvar Guðmundsson
Á morgun, uppsell, mád. 12/6, uppsell.
Smiðaverkstæðið
TAKTU LAGIÐ, LÓA!
eftir Jim Cartwright
kl. 20.00.
í kvöld, nokkur sæti laus, fid. 15/5, (öd. 16/5,
föd. 23/6, nokkur sæti laus, Id. 24/6, sud. 25/6.
Miðasala Þjóðieikhússins er opin alla daga
nema mánudaga frá kl. 13 til 18 og fram aö
sýningu sýningardaga.
Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga.
Græna línan 99 61 60. Bréfsimi 61 12 00.
Sími 1 12 00 - Greiðslukortaþjónusta.
IssBEia’ÍBJJUSKl *
Leikfélag Akureyrar
DJÖFLAEYJAN
Aukasýning i kvöld kl. 20.30.
Allra siðasta sýning!
• • • • J.V.J. Dagsljós
„í KAUPSTAÐ VERÐUR
FARIÐ OG KÝRNAR
LEYSTAR ÚT...“
Skemmtun i tali og tónum sunnudag 11/6
kl. 17.00.
Aðgangur okeypis!
Miðasalan i Samkomuhúsinu er opin
alla virka daga nema mánudaga kl.
14-18og sýningardagafram aösýn-
ingu. Sími 462-1400. Simsvari tekur
við miðapöntunum utan opnunartima.
Greiðslukortaþjónusta.
Fyrirlestrar
Norrænir brunnar
Sunnudaginn 11. júní kl. 17 heldur þýski
listfræðingurinn Heinz-Werner Lawo
fyrirlestur í fundarsal Norræna hússins.
Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og
nefnist „The Fountain of Fountains. Fyr-
irlesturinn er sá fyrsti í röð fyrirlestra
sem haldnir verða í sambandi viö sýning-
una Norrænir brunnar sem stendur til
9. júlí.
Tónleikar
Fyrstu sumartónleikar Kósý
Hljómsveitin Kósý, sem getið hefur sér
gott orð fyrir frumlega ogfjölbreytta tónl-
ist, mun efna til fyrstu sumartónleika
sinna í Kafíileikhúsinu í Hlaðvarpanum
laugardaginn 10. júní kl. 21.00.
Hljómsveitin hefur leikið víða í vetur
en nú hafa þeir félagar Markús, Magnús,
Ragnar og Ulfur æft glænýja lagadagskrá
sem þeir munu frumflytja á laugardag-
inn. Eins og ávallt þegar Kósý kemur
fram verða óvæntar uppákomur og að
þessu sinni er það sumarið, í allri sinni
dýrð, sem myndar rammann um tónleik-
ana. Á milli laga þregða piltamir á leik,
sýna galdrabrögð, fara með gamanmál,
rabba við áhorfendur og fleira.
Andlát
Ósk Sigmundsdóttir, Höfðagrund 6,
Akranesi, lést í sjúkrahúsi Akraness
8. júní.
Leopoldína Bjarnadóttir lést 8. júní.
Gíslína Vilhjálmsdóttir, Hringbraut
90, Reykjavík, lést á heimili sínu 7.
júní.
Helga Dýrleif Jónsdóttir lést 7. júní
í Héraðshælinu Blönduósi.